Reglur gilda líka í stríði

Stjórnmálasamband Bandaríkjanna og Rússlands hangir á bláþræði eftir að Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann. En þó reglur gildi líka í stríði er það hægara sagt en gert að sakfella þjóðarleiðtoga fyrir stríðsglæpi.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri stríðsglæpamaður.
Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri stríðsglæpamaður.
Auglýsing

„Herra for­seti, eftir allt sem við höfum séð, ertu reiðu­bú­inn að full­yrða að Pútín sé stríðs­glæpa­mað­ur?“ Að þessu spurði blaða­maður þegar Joe Biden var að yfir­gefa blaða­manna­fund í Hvíta hús­inu í gær. Svarið hans, í fyrstu, var stutt: „Nei.“

Hann sneri hins vegar við örskömmu síðar og virt­ist ekki hafa náð spurn­ingu blaða­manns­ins eða sam­hengi henn­ar. Blaða­mað­ur­inn end­ur­tók spurn­ing­una og Biden svar­aði afdrátt­ar­laust: „Að mínu mati er hann stríðs­glæpa­mað­ur.“

Auglýsing

Banda­ríkja­for­seti bæt­ist þannig í hóp þeirra þjóð­ar­leið­toga sem hafa sakað Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta um stríðs­glæpi, en það hafa Volodomír Zel­en­skí, for­seti Úkra­ínu, og Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, þegar gert.

Orð „beint frá hjart­anu“ frekar en form­leg yfir­lýs­ing

Þetta er í fyrsta sinn sem Banda­ríkja­for­seti kemst svo að orði og for­dæmir Pútín. Jen Psaki, upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins, segir orð Biden hafa „komið beint frá hjart­an­u“, frekar en um form­lega yfir­lýs­ingu hafi verið að ræða.

Joe Biden Bandaríkjaforseti. Mynd: EPA

Við­brögð rúss­neskra stjórn­valda létu ekki á sér standa. „Við teljum full­yrð­ingu eins og þessa frá þjóð­ar­leið­toga óvið­un­andi og ófyr­ir­gef­an­lega. Sprengjur hans hafa orðið mörg hund­ruð þús­und manns að bana um heim allan,“ segir Dmi­try Peskov, tals­maður rúss­neskra stjórn­valda í sam­tali við rík­is­reknu frétta­stof­una Tass.

En hvað er stríðs­glæpur í raun og veru? Zel­en­skí hefur ítrekað sakað Pútín um stríðs­glæpi, meðal ann­ars fyrir loft­árás rúss­neska hers­ins á spít­ala í Mariu­pol þar sem þrír létu lífið og 17 starfs­menn og sjúk­lingar særð­ust. Rúss­neskar her­sveitir hafa einnig verið sak­aðar um að beina árásum að óbreyttum borg­urum á flótta og þá eru dæmi um að klasa­sprengj­um, sem inni­halda margar smá­sprengjur sem dreifast yfir stórt svæði þegar aðal­sprengjan spring­ur, í nágrenni borg­ar­innar Khar­kív. Aðgerðir á borð við þessar kunna að brjóta gegn alþjóða­lög­um.

Það kann að hljóma ein­kenni­lega en, líkt og Alþjóða­ráð Rauða kross­ins (ICRC) hefur ítrekað bent á, gilda reglur í stríði. Regl­urnar byggja meðal ann­ars á Gen­far-sátt­mál­an­um, sem sam­þykktur var eftir seinni heim­styrj­öld og með frek­ari við­bótum árið 1977. Mark­mið sátt­mál­ans er að vernda þau sem ekki taka beinan þátt í stríði eða átökum fyrir afleið­ingum þeirra. Gen­far­sátt­mál­inn eru alþjóð­leg mann­úð­ar­lög og gilda ein­ungis á ófrið­ar­tím­um, ólíkt mann­réttinda­reglum sem gilda einnig á frið­ar­tím­um.

Inn­rásin ein og sér flokk­ist sem stríðs­glæpur

Loft­árás á spít­ala, beinar árásir á óbreytta borg­ara og notkun klasa­sprengja geta flokk­ast sem stríðs­glæpir en sér­fræð­ingar hafa einnig bent á að inn­rás Rússa í Úkra­ínu, ein og sér, sé stríðs­glæpur þar sem hún flokk­ist sem árás­ar­gjarn hern­að­ur.

Loftárás á spítala í Mariupol er meðal árása rússneska hersins sem Zelenskí Úkraínuforseti hefur sagt vera stríðsglæpi..

Það er í höndum hvers ríkis fyrir sig að rann­saka ásak­anir um stríðs­glæpi. Önnur ríki stunda það í rík­ara mæli en önnur og hafa lög­gæslu­yf­ir­völd í Bret­landi boð­ist til að safna saman sönn­un­ar­gögnum um hugs­an­lega stríðs­glæpi í Úkra­ínu.

Alþjóða­dóm­stóll­inn (ICJ) og alþjóð­legi stríðs­glæpa­dóm­stóll­inn (ICC) gegna því hlut­verki að við­halda reglum sem gilda í stríði. Alþjóða­dóm­stóll­inn sker úr deilu­málum milli ríkja en getur ekki sak­fellt ein­stak­linga. Úkra­ína hefur þegar höfðað mál á hendur Rúss­landi vegna stríðs­glæpa.

Ef Alþjóða­dóm­stóll­inn mun sak­fella Rúss­land verður það í höndum örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna að fram­fylgja dómn­um. Þar flækj­ast hins vegar málin þar sem Rúss­land er meðal þeirra fimm ríkja sem hafa neit­un­ar­vald í ráð­inu.

Alþjóð­legi stríðs­glæpa­dóm­stóll­inn getur rann­sakað og ákært ein­stak­linga fyrir stríðs­glæpi. Dóm­stólnum var komið á fót eftir Nürn­berg-rétt­ar­höldin þar sem 24 leið­togar nas­ista í seinni heim­styrj­öld­inni voru sak­felldir fyrir stríðs­glæpi. Með Nürn­berg-rétt­ar­höld­unum var komið á því for­dæmi að ríki geti látið reyna á alþjóða­lög fyrir sér­stökum dóm­stól.

Heims­leið­togar komi á fót sér­stökum dóm­stóli vegna stríðs­ins í Úkra­ínu

Aðal­sak­sókn­ari alþjóða­lega stríðs­glæpa­dóm­stóls­in, breski lög­fræð­ing­ur­inn Karim Khan, segir að margt bendi til þess að stríðs­glæpir hafi verið framdir í Úkra­ínu. Rann­sóknin sem nú stendur yfir nær allt aftur til 2013, áður en Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga. Ef nægar sann­anir eru fyrir hendur getur dóm­stóll­inn gefið út hand­töku­skipun og boðað sak­born­inga til rétt­ar­halda í Haag.

Völd dóm­stóls­ins eru þó tak­mörk­unum háð þar sem hann þarf að treysta á ríki til að fram­kvæma hand­tök­ur. Líkt og Banda­ríkin er Rúss­land ekki aðild­ar­ríki að alþjóð­lega stríðs­glæpa­dóm­stóln­um, sem, enn og aft­ur, flækir mál­in.

Leið­togar heims­ins geta því sakað Rúss­lands­for­seta um stríðs­glæpi að vild en það mun reyn­ast þraut­inni þyngri að fá hann sak­felld­an. Phil­ippe Sands, pró­fessor og sér­fræð­ingur í alþjóða­lögum við Uni­versity Col­lege í London, er meðal þeirra sér­fræð­inga sem hafa kallað eftir því að þjóð­ar­leið­togar heims sam­mælist um að koma á fót sér­stökum dóm­stól sem leiði til sak­fell­inga um stríðs­glæpi sem framdir hafa verið í Úkra­ínu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent