Reglur gilda líka í stríði

Stjórnmálasamband Bandaríkjanna og Rússlands hangir á bláþræði eftir að Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann. En þó reglur gildi líka í stríði er það hægara sagt en gert að sakfella þjóðarleiðtoga fyrir stríðsglæpi.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri stríðsglæpamaður.
Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri stríðsglæpamaður.
Auglýsing

„Herra for­seti, eftir allt sem við höfum séð, ertu reiðu­bú­inn að full­yrða að Pútín sé stríðs­glæpa­mað­ur?“ Að þessu spurði blaða­maður þegar Joe Biden var að yfir­gefa blaða­manna­fund í Hvíta hús­inu í gær. Svarið hans, í fyrstu, var stutt: „Nei.“

Hann sneri hins vegar við örskömmu síðar og virt­ist ekki hafa náð spurn­ingu blaða­manns­ins eða sam­hengi henn­ar. Blaða­mað­ur­inn end­ur­tók spurn­ing­una og Biden svar­aði afdrátt­ar­laust: „Að mínu mati er hann stríðs­glæpa­mað­ur.“

Auglýsing

Banda­ríkja­for­seti bæt­ist þannig í hóp þeirra þjóð­ar­leið­toga sem hafa sakað Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta um stríðs­glæpi, en það hafa Volodomír Zel­en­skí, for­seti Úkra­ínu, og Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, þegar gert.

Orð „beint frá hjart­anu“ frekar en form­leg yfir­lýs­ing

Þetta er í fyrsta sinn sem Banda­ríkja­for­seti kemst svo að orði og for­dæmir Pútín. Jen Psaki, upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins, segir orð Biden hafa „komið beint frá hjart­an­u“, frekar en um form­lega yfir­lýs­ingu hafi verið að ræða.

Joe Biden Bandaríkjaforseti. Mynd: EPA

Við­brögð rúss­neskra stjórn­valda létu ekki á sér standa. „Við teljum full­yrð­ingu eins og þessa frá þjóð­ar­leið­toga óvið­un­andi og ófyr­ir­gef­an­lega. Sprengjur hans hafa orðið mörg hund­ruð þús­und manns að bana um heim allan,“ segir Dmi­try Peskov, tals­maður rúss­neskra stjórn­valda í sam­tali við rík­is­reknu frétta­stof­una Tass.

En hvað er stríðs­glæpur í raun og veru? Zel­en­skí hefur ítrekað sakað Pútín um stríðs­glæpi, meðal ann­ars fyrir loft­árás rúss­neska hers­ins á spít­ala í Mariu­pol þar sem þrír létu lífið og 17 starfs­menn og sjúk­lingar særð­ust. Rúss­neskar her­sveitir hafa einnig verið sak­aðar um að beina árásum að óbreyttum borg­urum á flótta og þá eru dæmi um að klasa­sprengj­um, sem inni­halda margar smá­sprengjur sem dreifast yfir stórt svæði þegar aðal­sprengjan spring­ur, í nágrenni borg­ar­innar Khar­kív. Aðgerðir á borð við þessar kunna að brjóta gegn alþjóða­lög­um.

Það kann að hljóma ein­kenni­lega en, líkt og Alþjóða­ráð Rauða kross­ins (ICRC) hefur ítrekað bent á, gilda reglur í stríði. Regl­urnar byggja meðal ann­ars á Gen­far-sátt­mál­an­um, sem sam­þykktur var eftir seinni heim­styrj­öld og með frek­ari við­bótum árið 1977. Mark­mið sátt­mál­ans er að vernda þau sem ekki taka beinan þátt í stríði eða átökum fyrir afleið­ingum þeirra. Gen­far­sátt­mál­inn eru alþjóð­leg mann­úð­ar­lög og gilda ein­ungis á ófrið­ar­tím­um, ólíkt mann­réttinda­reglum sem gilda einnig á frið­ar­tím­um.

Inn­rásin ein og sér flokk­ist sem stríðs­glæpur

Loft­árás á spít­ala, beinar árásir á óbreytta borg­ara og notkun klasa­sprengja geta flokk­ast sem stríðs­glæpir en sér­fræð­ingar hafa einnig bent á að inn­rás Rússa í Úkra­ínu, ein og sér, sé stríðs­glæpur þar sem hún flokk­ist sem árás­ar­gjarn hern­að­ur.

Loftárás á spítala í Mariupol er meðal árása rússneska hersins sem Zelenskí Úkraínuforseti hefur sagt vera stríðsglæpi..

Það er í höndum hvers ríkis fyrir sig að rann­saka ásak­anir um stríðs­glæpi. Önnur ríki stunda það í rík­ara mæli en önnur og hafa lög­gæslu­yf­ir­völd í Bret­landi boð­ist til að safna saman sönn­un­ar­gögnum um hugs­an­lega stríðs­glæpi í Úkra­ínu.

Alþjóða­dóm­stóll­inn (ICJ) og alþjóð­legi stríðs­glæpa­dóm­stóll­inn (ICC) gegna því hlut­verki að við­halda reglum sem gilda í stríði. Alþjóða­dóm­stóll­inn sker úr deilu­málum milli ríkja en getur ekki sak­fellt ein­stak­linga. Úkra­ína hefur þegar höfðað mál á hendur Rúss­landi vegna stríðs­glæpa.

Ef Alþjóða­dóm­stóll­inn mun sak­fella Rúss­land verður það í höndum örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna að fram­fylgja dómn­um. Þar flækj­ast hins vegar málin þar sem Rúss­land er meðal þeirra fimm ríkja sem hafa neit­un­ar­vald í ráð­inu.

Alþjóð­legi stríðs­glæpa­dóm­stóll­inn getur rann­sakað og ákært ein­stak­linga fyrir stríðs­glæpi. Dóm­stólnum var komið á fót eftir Nürn­berg-rétt­ar­höldin þar sem 24 leið­togar nas­ista í seinni heim­styrj­öld­inni voru sak­felldir fyrir stríðs­glæpi. Með Nürn­berg-rétt­ar­höld­unum var komið á því for­dæmi að ríki geti látið reyna á alþjóða­lög fyrir sér­stökum dóm­stól.

Heims­leið­togar komi á fót sér­stökum dóm­stóli vegna stríðs­ins í Úkra­ínu

Aðal­sak­sókn­ari alþjóða­lega stríðs­glæpa­dóm­stóls­in, breski lög­fræð­ing­ur­inn Karim Khan, segir að margt bendi til þess að stríðs­glæpir hafi verið framdir í Úkra­ínu. Rann­sóknin sem nú stendur yfir nær allt aftur til 2013, áður en Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga. Ef nægar sann­anir eru fyrir hendur getur dóm­stóll­inn gefið út hand­töku­skipun og boðað sak­born­inga til rétt­ar­halda í Haag.

Völd dóm­stóls­ins eru þó tak­mörk­unum háð þar sem hann þarf að treysta á ríki til að fram­kvæma hand­tök­ur. Líkt og Banda­ríkin er Rúss­land ekki aðild­ar­ríki að alþjóð­lega stríðs­glæpa­dóm­stóln­um, sem, enn og aft­ur, flækir mál­in.

Leið­togar heims­ins geta því sakað Rúss­lands­for­seta um stríðs­glæpi að vild en það mun reyn­ast þraut­inni þyngri að fá hann sak­felld­an. Phil­ippe Sands, pró­fessor og sér­fræð­ingur í alþjóða­lögum við Uni­versity Col­lege í London, er meðal þeirra sér­fræð­inga sem hafa kallað eftir því að þjóð­ar­leið­togar heims sam­mælist um að koma á fót sér­stökum dóm­stól sem leiði til sak­fell­inga um stríðs­glæpi sem framdir hafa verið í Úkra­ínu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent