Stóra samgöngubótin

Fyrir tæpum tuttugu árum fullyrti danskur þingmaður, í umræðum í þinginu, að fyrir miðja öldina yrði komin vegtenging yfir Kattegat, milli Sjálands og Jótlands. Kollegarnir í þinginu hlógu að þessum orðum, það gera þeir ekki lengur.

Danmörk Mynd: NASA/Wikimedia Commons
Auglýsing

Þótt þing­menn­irnir á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, hafi skellt uppúr þegar félagi þeirra ræddi um Kattegat-teng­ing­una, eins og hann orð­aði það, vöktu orð hans eigi að síður athygli. Ekki bara á þing­inu því danskir fjöl­miðlar greindu frá þessum orðum þing­manns­ins. Í kjöl­farið birt­ust í miðl­unum vanga­veltur um hvernig þess­ari teng­ingu yrði hátt­að, ekki síst hvar „upp­hafs- og enda­punkt­arn­ir“ yrðu. Málið var sömu­leiðis viðrað á fundum þing­flokka og flestir úr hópi þing­manna lýstu sig sam­þykka því að þessi hug­mynd, sem þeim virt­ist í fyrstu allt að því frá­leit, yrði skoðuð bet­ur.

Rétt er að hafa í huga að þegar þing­mað­ur­inn nefndi fyrst Kattegat-teng­ing­una voru ein­ungis örfá ár síðan Stóra­belt­is­brúin milli Sjá­lands og Fjóns var tekin í notkun og fæstir leiddu hug­ann að því að þörf yrði á að tengja beint saman Sjá­land og Jót­land.

Flestir lýstu sig sam­þykka

Vorið 2007 kom Kattegat-teng­ingin til umræðu í þing­inu. Mik­ill meiri­hluti þing­manna lýsti yfir stuðn­ingi við að hafin yrði skipu­leg athugun varð­andi hugs­an­lega fram­kvæmd. Kostn­að­ur, stað­setn­ing, þörfin fyrir slíka teng­ingu og margt fleira. Í umræðum í þing­inu var rifjað upp að mörgum árum fyrr fóru danskir og sænskir stjórn­mála­menn að tjá sig um nauð­syn ann­arrar teng­ingar milli Dan­merkur og Sví­þjóð­ar, til við­bótar Eyr­ar­sunds­brúnni sem tekið var í notkun árið 2000.

Auglýsing

Hels­ingja­eyri, Hels­ingja­borg og Kattegat

Þegar danskir þing­menn ræddu um Kattegat-teng­ing­una vorið 2007 höfðu sjónir stjórn­mála­manna og sér­fræð­inga fyrir þann tíma fyrst og síð­ast beinst að Hels­ingja­eyri Dan­merk­ur­megin og Hels­ingja­borg Sví­þjóð­ar­megin í því skyni að bæta sam­göngur milli land­anna. Fjar­lægðin milli þess­ara tveggja borga við Eyr­ar­sund norð­an­vert er tæpir 5 kíló­metr­ar. Margoft hafði verið rætt um að tengja þessar tvær borgir saman með göng­um. Kostn­að­ur­inn var alltaf stóra hindr­un­in. Nýleg tækni, að leggja göng (risa­hólk) á sjáv­ar­botn­inn, er aftur á móti bæði ein­fald­ari og ódýr­ari en að bora.

Þótt teng­ing á milli Hels­ingja­eyrar og Hels­ingja­borgar myndi létta á umferð um Eyr­ar­sunds­brúna myndi slík teng­ing stór­auka umferð suður Sjá­land og yfir Stóra- og Litla­belti. Umferð um þessar brýr er mjög mikil og talið að eftir til­tölu­lega fá ár, kannski 15-20 verði Stóra­belt­is­brúin full­nýtt, hún anni þá ekki meiri umferð. Þess má geta að Stóra­belt­is­brú­in, eins og teng­ingin er ætíð köll­uð, er 17 kíló­metra löng og sam­anstendur af tveim brúm, göngum og upp­byggðum vegi. Teng­ing milli Sjá­lands og Jót­lands yrði miklu lengri, hve miklu lengri færi eftir stað­setn­ing­unni. Allt þetta bland­að­ist inn í Kattegat­sum­ræð­una í danska þing­inu.

Nið­ur­staða þings­ins var sú að hefja þegar í stað það sem þing­menn köll­uðu hænu­fet í und­ir­bún­ingi. Sem sé að sam­göngu­nefnd þings­ins hæfi þegar í stað vinnu við mat á hugs­an­legri fram­kvæmd, þeirri vinnu skyldi lokið á nokkrum mán­uð­um, fyrir haustið 2007. Nið­ur­staða nefnd­ar­innar var að rétt væri að setja af stað und­ir­bún­ings­vinnu, sem fyr­ir­séð var að yrði bæði flókin og tíma­frek. Sú und­ir­bún­ings­vinna fór þegar af stað á vegum sam­göngu­ráðu­neyt­is­ins, banka­hrunið 2008 tafði vinn­una nokkuð en nefnd ráðu­neyt­is­ins skil­aði áliti, meðal ann­ars grófri kostn­að­ar­á­ætl­un, um ára­mót 2010-2011.

Til að gera langa sögu stutta lagði þáver­andi sam­göngu­ráð­herra allar fyr­ir­ætl­anir um Kattegat-teng­ingu á hill­una snemma árs 2011. Ekki voru allir þing­menn sáttir við þessa ákvörðun en fátt gerð­ist næstu miss­erin og engar línur lagð­ar. Danska vega­mála­stofn­unin vann þó, með sam­þykki þings­ins, ýmis konar und­ir­bún­ings­vinnu, einkum varð­andi stað­ar­val hugs­an­legrar teng­ing­ar, eins og það var kall­að.

Tíma­mót

Árið 2018 tók danska þingið ákvörðun um að setja kraft í und­ir­bún­ings­vinnu við hugs­an­lega teng­ingu milli Sjá­lands og Jót­lands. Þar með var í raun búið að ákveða að ráð­ast í þetta verk­efni sem fyr­ir­séð var að yrði stærsta og kostn­að­ar­samasta sam­göngu­verk­efni sem Danir hefðu ráð­ist í. Kostn­að­ur­inn myndi að tals­verðu leyti fara eftir stað­ar­val­inu. Ef ráð­ast þyrfti í miklar vega­fram­kvæmdir beggja vegna sunds­ins myndi það hleypa kostn­að­inum upp. Þing­menn lögðu áherslu á nauð­syn þess að hratt yrði unnið og við það miðað að fyrir árs­lok 2020 yrðu línur farnar að skýr­ast. Það gekk eftir og þá var ákveðið að Vega­mála­stofn­unin skyldi leggja fram ákveðna til­lögu um stað­ar­valið og enn­fremur grófa kostn­að­ar­á­ætl­un. Miðað skyldi við að þess­ari vinnu yrði lokið í árs­lok 2021. Sú áætlun stóðst ekki en til­laga Vega­mála­stofn­unar og sam­starfs­að­ila hennar hefur nú litið dags­ins ljós.

Hér má sjá áætlunina að hugsanlegri Kattegat-teng­ingu.

46 kíló­metrar og Samsø klofin í tvennt

Þótt nokkrir mögu­leikar varð­andi stað­setn­ingu teng­ing­ar­innar hafi verið ræddir varð nið­ur­staðan sú að Sjá­lands­megin skyldi lagt út nálægt Kalund­borg, yfir suð­ur­hluta Samsø og komið á land Jót­lands­megin við smá­bæ­inn Hov (líka skrifað Hou) fyrir austan Hor­sens. Leiðin er sam­tals 46 kíló­metr­ar, sundið milli Sjá­lands og Samsø er 19 kíló­metr­ar, yfir eyj­una 9 kíló­metrar og sundið frá Samsø til Jót­lands 20 kíló­metr­ar. Gróf kostn­að­ar­á­ætlun hljóðar uppá 110 millj­arða danskra króna (rúma 2100 millj­arða íslenska) miðað við brú og upp­byggðan veg, fyrir bíla og járn­braut­ir. Vega­mála­stofn­unin setti fram tvo mögu­leika, sem velja þarf á milli en báðir gera ráð fyrir að farið verði um suð­ur­hluta Sam­sø.

Íbúar Samsø (tæp­lega 4 þús­und) höfðu vonað að önnur leið en sú að fara um eyj­una yrði fyrir val­inu og margir eru mjög ósátt­ir. Segja eyj­una ein­hverja helstu úti­vistar­perlu í land­inu, einkum suð­ur­hlut­ann. Í við­tali við danska útvarp­ið, DR, sögðu tals­menn íbú­anna að þeir myndu gera allt sem þeir gætu til að koma í veg fyrir að til­laga Vega­mála­stofn­un­ar­innar næði fram að ganga.

Þess má í lokin geta að áætl­anir Vega­mála­stofn­un­ar­innar gera ráð fyrir að teng­ing­in, sem verður að hluta fjár­mögnuð með veggjaldi, kom­ist í gagnið árið 2035.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar