Biden sagði Rússum að kenna ekki neinum öðrum en Pútín um lakari lífskjör

Joe Biden forseti Bandaríkjanna hélt kraftmikla ræðu til þess að marka lok heimsóknar sinnar til Póllands síðdegis í dag og sagði Vladimír Pútín hreinlega „ekki geta verið lengur við völd“. Blaðamaður Kjarnans endaði óvænt í áhorfendaskaranum í Varsjá.

Joe Biden Bandaríkjaforseti flytur ræðu sína í Varsjá síðdegis í dag.
Joe Biden Bandaríkjaforseti flytur ræðu sína í Varsjá síðdegis í dag.
Auglýsing

Vla­dimír Pútín for­seti Rúss­lands getur ekki verið lengur við völd, sagði Joe Biden for­seti Banda­ríkj­anna í ræðu frammi fyrir fjölda áheyr­enda í garði kon­ung­lega kast­al­ans í gamla bænum í Var­sjá í Pól­landi í kvöld. Annar eins fjöldi fylgd­ist svo með ávarpi for­set­ans á risa­skjá á torgi fyrir utan kast­al­ann.

Blaða­maður Kjarn­ans fékk óvænt miða inn á ávarp for­set­ans upp í hend­urnar frá starfs­manni Hvíta húss­ins, sem var að deila afgang­smiðum til almenn­ings á torg­inu eftir að fyr­ir­menni í stjórn­mála-, menn­ing­ar- og við­skipta­lífi Pól­lands höfðu gengið inn á torgið í kast­a­la­garð­in­um.

Í ræð­unni, sem mark­aði enda­lok þriggja daga Evr­ópu­reisu for­set­ans, sagði Biden að Vest­ur­lönd og raunar öll lýð­ræð­is­ríki heims þyrftu að sýna still­ingu, búa sig undir löng átök og halda sam­stöðu sinni til streitu. Stríðið í Úkra­ínu hverf­ist um stærri bar­áttu á milli lýð­ræðis og alræð­is, sagði Biden í ræðu sinni.

Getur Pútín ekki verið lengur við völd, nei?

Biden fór ófögrum orðum um Vla­dimír Pútín í ræð­unni, en gekk þó ekki svo langt að end­ur­taka fyrri orð sín um að Pútín væri stríðs­glæpa­mað­ur, sem vöktu upp hörð við­brögð í Kremlin fyrr í mán­uð­in­um. Hann sagði þó sem áður seg­ir, að Pútín „gæti ekki verið lengur við völd“.

Þessi orð röt­uðu all­víða inn í fyrstu fyr­ir­sagnir frétta af ræðu for­set­ans hér í Var­sjá, en banda­rískir blaða­menn hafa fengið frek­ari skýr­ingar á því frá fjöl­miðlateymi Hvíta húss­ins að orða­lagið hafi ekki átt að gefa í skyn að Biden vildi hafa frum­kvæði að því að steypa for­set­anum af stóli, heldur hefði hann ein­ungis átt við völd og áhrif for­set­ans yfir nágranna­ríkjum Rúss­lands, eins og Ashley Parker stjórn­mála­skýr­andi hjá Was­hington Post sagði frá á Twitt­er.

Hróð­ugur yfir hruni rúss­nesku rúblunnar

Biden sagði orð Pútíns þess efnis að árás á Úkra­ínu væri nauð­syn­leg þar sem það þyrfti að „afnas­ista­væða“ Úkra­ínu algjör­lega óboð­legar lygar og sagði rúss­neska for­set­ann einnig fara fram með ofboðs­legu afli og upp­lýs­inga­föls­unum til þess að svala fýsn sinni í aukin völd.

Biden lýsti sig ánægðan með mikla sam­stöðu vest­rænna ríkja og sagði að hrak­andi efna­hags­leg staða Rúss­lands vegna við­skipta­þving­ana væri Pútín einum að kenna. Virt­ist Biden kampa­kátur er hann tal­aði um hrun rúss­nesku rúblunnar og að það þyrfti núna um 200 rúblur til þess að kaupa einn Banda­ríkja­dal.

We’ve tur­ned the ruble into rubble, sagði hann.

Hann sagði einnig að stríðið í Úkra­ínu myndi aldrei enda með sigri Rúss­lands, þar sem frjálst fólk neiti því að lifa í heimi von­leysis og myrk­urs.

Ræðu Bidens var sjónvarpað á torgi fyrir utan konunglega kastalann í Varsjá. Mynd: Arnar Þór

Einnig ávarp­aði hann íbúa Rúss­lands, og sagði að ef þau gætu heyrt í honum vildi hann færa þeim þau skila­boð að ein­ungis Pútín væri ábyrgur fyrir því að lífs­kjör þeirra myndu fara þverr­andi á næst­unni. Hann sagði líka að Rúss­land væri nú þegar byrjað að líða fyrir aðgerð­irnar í Rúss­landi, 200 þús­und manns hefðu þegar kosið að flytja í burtu og speki­lek­inn (e. brain dra­in) frá land­inu væri nú þegar orð­inn gríð­ar­leg­ur.

Auglýsing

Í ræð­unni tók hann af öll tví­mæli um að rúss­nesk árás á eina ein­ustu tommu af land­svæði NATÓ-­ríkja yrði svarað af fullum krafti sam­ein­aðs Atl­ants­hafs­banda­lags. Hann sagði þá fjöl­mörgu banda­rísku her­menn sem eru í Pól­landi og víðar í Evr­ópu hér til þess að verja NATÓ, en ekki til þess að sækja fram gegn Rúss­landi.

Faðm­aði flótta­menn fyrr í dag

For­set­inn ræddi um veru sína í Pól­landi und­an­farna tvo daga í ræð­unni, en í gær fór hann að landa­mærum Úkra­ínu og heim­sótti banda­ríska og pólska her­menn og kynnti sér mót­töku­stöðvar flótta­fólks. Í dag fór hann svo á íþrótta­leik­vang hér í Var­sjá sem breytt hefur verið í tíma­bundnar flótta­manna­búðir fyrir þús­undir manna og ræddi við konur og börn sem eru á flótta frá Úkra­ínu.

„Þau eru að spyrja sig erf­ið­ustu spurn­ingu sem mann­vera getur spurt sjálfa sig: Guð minn góð­ur, hvað mun verða um mig, hvað mun verða um fjöl­skyld­una mína,“ sagði Biden.

For­set­inn sagði að hann þyrfti ekki að tala sama tungu­mál og flótta­fólkið til þess að sjá hvernig þeim liði, hryggðin í augum þeirra skini í gegn.

Júlía, flóttakona frá Kharkív vildi sjá Biden gefa loforð um að Bandaríkin og NATÓ myndu koma á flugbanni yfir Úkraínu. Henni varð ekki að óskum. Mynd: Arnar Þór.

Hann end­ur­tók síðan nýleg lof­orð sín um að Banda­ríkin myndu taka á móti 100 þús­und flótta­mönnum frá Úkra­ínu, en þess má geta að það er senni­lega á bil­inu einn þriðji til einn fimmti af þeim úkra­ínsku flótta­mönnum sem eru í pólsku höf­uð­borg­inni um þessar mund­ir.

Olli úkra­ínskri flótta­konu von­brigðum

Almennt hefur ræðu Bidens í Var­sjá verið nokkuð vel tekið af vest­rænum álits­gjöf­um. Júl­ía, fer­tug flótta­kona frá Khar­kív í Úkra­ínu, sem Kjarn­inn ræddi við bæði fyrir og eftir að hann flutti ræð­una, sagð­ist þó hafa orðið fyrir von­brigð­um.

„Ég skildi ekki alveg allt sem hann sagði en ég heyrði hann ekki segja neitt um að loka himn­in­um,“ segir Júl­ía, með tárin í aug­un­um, en Úkra­ínu­menn hafa kallað ákaft eftir því að Atl­ants­hafs­banda­lagið verji úkra­ínskar borgir fyrir loft­árásum Rússa með því að koma á flug­banni yfir land­inu.

Það hafa vest­rænir leið­togar þó úti­lokað með öllu, enda felst í því skuld­bind­ing um að skjóta niður rúss­neskar flug­vélar yfir Úkra­ínu. Og eng­inn veit hvernig það gæti end­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar