Sökuð um að fara mjúkum höndum um barnaníðinga og beðin að skilgreina orðið „kona“

Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þjörmuðu að Ketanji Brown Jackson í vikunni. Jackson stóðst prófið að mati demókrata og fátt ætti að koma í veg fyrir að hún taki sæti í Hæstarétt Bandaríkjanna í apríl, fyrst svartra kvenna.

Tilnefning Ketanji Brown Jackson í stöðu hæstaréttar Bandaríkjanna verður að öllum líkindum staðfest í næsta mánuði. Jackson verður fyrsta svarta konan sem tekur sæti í réttinum í 233 ára sögu hans.
Tilnefning Ketanji Brown Jackson í stöðu hæstaréttar Bandaríkjanna verður að öllum líkindum staðfest í næsta mánuði. Jackson verður fyrsta svarta konan sem tekur sæti í réttinum í 233 ára sögu hans.
Auglýsing

Stað­fest­ing­ar­ferli Ket­anji Brown Jackson í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara hélt áfram í vik­unni þegar Jackson kom fyrir dóms­mála­nefnd öld­ung­ar­deildar Banda­ríkja­þings. Vitna­leiðsl­urnar stóðu yfir í tvo daga.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti til­nefndi Jackson í lok febr­úar og stóð þannig við orð sín úr kosn­inga­bar­átt­unni fyrir tveimur árum þegar hann lof­aði að til­nefna fyrstu svörtu kon­una sem dóm­­ara við hæsta­rétt lands­ins.

Auglýsing

Sumir nefnd­ar­menn Repúblikana­flokks­ins virt­ust í hefnd­ar­hug, ekki síst vegna vitna­leiðslna sem Brett M. Kavan­augh und­ir­gekkst eftir að Don­ald Trump þáver­andi Banda­ríkja­for­seti til­nefndi hann í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara.

En það er stór munur á Jackson og Kavan­augh. Kavan­augh var sak­aður um kyn­ferð­is­of­beldi og Christine Bla­sey Ford, sem sak­aði Kavan­augh um nauðg­un, bar vitni fyrir dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­þings­ins í stað­fest­ing­ar­ferli Kavan­augh. Sjálfur sagði hann stað­fest­ing­ar­ferli hans í emb­ættið þjóð­ar­skömm.

Skipun Kavan­augh var að lokum sam­þykkt með 50 atkvæðum gegn 48 og hefur hæsta­rétt­ar­dóm­ari ekki verið sam­þykktur með minni mun frá árinu 1881.

Vill gera stað­fest­ing­ar­ferlið mann­legra

Áskor­anir Jackson í vitna­leiðsl­unum voru af allt öðrum toga. Nefnd­ar­menn Repúblikana­flokks­ins sögðu hana vera rót­tæka í félags­málum og fara mjúkum höndum um barn­a­níð­inga.

D­ick Dur­bin, þing­maður Repúblikana­flokks­ins fyrir Ill­in­ois, spurði Jackson út í orð kollega síns frá Mis­so­uri sem segir Jackson hafa orð á sér fyrir væga dóma í kyn­ferð­is­brotum gegn börn­um, til að mynda hvað varðar vörslu barnakláms. Jackson, sem er tveggja barna móð­ir, vís­aði ásök­unum á bug. „Það er ekk­ert fjarri sann­leik­anum en þetta.“

Að vitna­leiðsl­unum loknum virt­ust fáir, ef ein­hverj­ir, nefnd­ar­menn repúblik­ana sjá eftir orðum sín­um. „Ég held að þetta hafi ekki verið svo gróf­t,“ sagði Tom Cotton, þing­maður fyrir Arkansas, sem sagði Jackson „vinstri-að­gerða­sinna“ þegar hann tók til máls í vitna­leiðsl­un­um. „Við erum bara að meta dóm­greind henn­ar,“ sagði Cotton.

Sheldon Whitehou­se, þing­maður demókrata fyrir Rhode Island, sagði vitna­leiðsl­urnar hafa sýnt „eitr­aða, kald­rana­lega hegð­un“ sem við­gengst hefur hjá öld­ung­ar­deild­ar­þing­mönn­um. „Vonum að þetta hafi verið lág­punkt­ur­inn og að leiðin liggi nú upp á við,“ sagði Whitehou­se.

Ric­hard J. Dur­bin, öld­unga­deild­ar­þing­maður demókrata í Ill­in­ois, stjórn­aði vitna­leiðsl­un­um. „Ég held að við ættum að reyna að breyta ferl­inu og gera það mann­legra,“ sagði Dur­bin að þeim lokn­um.

„Ég er ekki líff­fræð­ing­ur“

Jackson fékk líka óhefð­bundnar og jafn­vel furðu­legar spurn­ingar við vitna­leiðsl­un­um. Þar má meðal ann­ars nefna beiðni Marsha Black­burn, öld­ung­ar­deild­ar­þing­manns repúblik­ana fyrir Tenn­essee, sem bað Jackson um að skil­greina orðið „kona“. Umræða um mál­efni trans­fólks hefur verið áber­andi upp á síðkastið eftir að rík­is­stjórar í Indi­ana og Utah, sem báðir eru repúblikan­ar, beittu neit­un­ar­valdi og komu þannig í veg fyrir sam­þykkt laga­frum­varps sem hefði bannað trans stúlkum að keppa í íþrótt­um. Ell­efu rík­is­stjórar hafa sam­þykkt sams konar frum­varp.

Black­burn minnt­ist á sund­kon­una Lia Thom­as, trans­konu sem sigr­aði nýlega á háskóla­móti í sundi, þegar hún bar upp spurn­ing­una fyrir Jackson: „Getur þú útskýrt merk­ingu orðs­ins „kona“?“

Svar Jackson var ein­falt: „Ég get það ekki.“ Þegar Black­burn furð­aði sig á svari Jackson bætti hún við: „Ekki í þessu sam­hengi. Ég er ekki líf­fræð­ing­ur.“

Black­burn var ósátt með að Jackson gæti ekki svarað spurn­ingu hennar og sagði það „und­ir­strika þær hættur sem fylgja fram­sæk­inni menntun sem við heyrum ítrekað meira um“.

„Hún er mögn­uð“

Dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­inn­ar, sem er skipuð 22 nefnd­ar­mönn­um, mun greiða atkvæði um til­nefn­ingu Jackson 4. apr­íl.

Verði til­nefn­ing hennar stað­fest þar fer fram atkvæða­greiðsla í öld­unga­deild­inni. Þar hafa demókratar 48 sæti, auk tveggja óháðra þing­manna sem demókratar geta reiknað með stuðn­ingi frá, og repúblikanar 50 sæti. Þrátt fyrir harðsvífnar vitna­leiðslur í vik­unni má gera ráð fyrir að ein­hverjir þing­menn Repúblikana­flokks­ins í öld­unga­deild­inni greiði með til­nefn­ingu Jackson í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Verði atkvæðin jöfn kemur það í hlut Kamala Harris vara­for­seta að eiga úrslita­at­kvæð­ið.

Stuðn­ingur Harris við Jackson fer ekki á milli mála. Í færslu á Twitter sem hún birti í vik­unni segir hún Jackson hafa sannað hæfi sitt fyrir dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­þings­ins. „Hún er mögnuð og hefur sýnt ein­stakt skap­lyndi í gegnum alla vitna­leiðsl­una. Þegar til­nefn­ing hennar verður stað­fest verður hún fram­úr­skar­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari,“ segir Harris í færslu sinni.

Verði til­­­nefn­ing Jackson sam­­þykkt mun hún taka sæti Stephen Breyer, sem mun setj­ast í helgan stein í júní. Líkt og hann er hún frjáls­­lynd í túlkun sinni á stjórn­­­ar­­skrá Banda­­ríkj­anna og sinnti hún raunar starfi aðstoð­­ar­­manns hans við hæsta­rétt á tíma­bil­inu 1999-2000. Íhalds­samir dóm­arar verða því enn í meiri­hluta í hæsta­rétti, sex tals­ins, en þrír frjáls­lynd­ir.

Ef allt gengur sam­kvæmt áætlun ætti stað­fest­ing­ar­ferl­inu að ljúka í kringum páska og allt bendir til þess að Ket­anji Brown Jackson taki við af Breyer í júní. Í 233 ára sögu Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna verður Jackson því fyrsta svarta konan sem tekur sæti í rétt­in­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent