Mynd: Bára Huld Beck Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Mynd: Bára Huld Beck

Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið

Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna. Lagabreyting sem tók gildi fyrir tæpum tveimur og hálfu ári kallar á að bankinn líti til hagsmuna almennings af því að fá að vita þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Niðurstaða Seðlabankans er að hagsmunir viðskiptamanna hans af því að leynd ríki um viðskipti þeirra vegi meira.

Seðla­banki Íslands ætlar ekki að afhenda Kjarn­anum afrit af stöð­ug­leika­samn­ing­unum sem gerðir voru árið 2015 né upp­lýs­ingar um hverjir fengu að nýta fjár­fest­ing­ar­leið hans. Þá seg­ist bank­inn ekki telja að hann þurfi að svara beiðnum um gögn sem tengj­ast Eigna­safni Seðla­banka Íslands (ESÍ) þar sem félagið sjálft hafi svarað slíkum beiðnum á starfs­tíma sín­um. Nú þegar búið sé að slíta ESÍ – því var slitið 2019 – sé það ekki hlut­verk Seðla­bank­ans að taka við því hlut­verki að svara fyr­ir­spurnum til þess.

ESÍ ráð­staf­aði tæp­lega 500 millj­örðum króna af rík­is­eignum sem hið opin­bera sat uppi með eftir banka­hrunið og var oft kallað „rusla­kista Seðla­bank­ans“. Seðla­banki Íslands var eini hlut­hafi ESÍ og stjórn­ar­for­maður félags­ins við stofnun var þáver­andi seðla­banka­stjóri, Már Guð­munds­son. Með honum í stjórn félags­ins sátu yfir­lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans og lyk­il­stjórn­andi innan hans. Seðla­bank­inn hefur árum saman unnið að gerð skýrslu um ESÍ sem átti að koma út árið 2018, en hefur enn ekki verið birt. Því liggur fyrir að bank­inn hefur öll gögn um starf­semi félags­ins undir hönd­um. Kjarn­inn vildi fá að vita hvaða eignir hafi verið færðar inn í ESÍ, hvenær þær voru seld­ar, á hvaða verði, hverjir voru milli­liðir og fá yfir­lit ­yfir kaup­endur allra þeirra eigna sem seldar voru út úr ESÍ. 

Kjarn­inn sendi beiðn­ina um gagna­af­hend­ing­una til Seðla­bank­ans í kjöl­far þess að for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, sem Seðla­bank­inn heyrir und­ir, neit­aði að leggja mat á hvort hags­munir almenn­ings af birt­ingu ofan­greindra gagna vegi þyngra en hags­munir sem mæla með leynd. Það gerði ráðu­neytið með þeim rök­stuðn­ingi að það hefði ekki umrædd gögn undir höndum og gæti því ekki tekið afstöðu til þess hvort þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði laga um starf­­semi Seðla­­bank­ans ætti við. Það væri bank­ans sjálfs að leggja mat á það hvort hags­munir almenn­ings af birt­ingu upp­­lýs­ing­anna vegi þyngra en þeir hags­munir sem mæla með leynd. Því þyrfti að beina fyr­ir­­spurn Kjarn­ans þang­að. 

Kjarn­inn hefur óskað eftir því að Seðla­bank­inn til­greini hvaða ein­stak­lingur geti svarað fyr­ir­spurnum um ESÍ svo hægt sé að senda fyr­ir­spurnir á við­kom­and­i. 

Ráðu­neyti vilja ekki leggja sjálf­stætt mat á afhend­ingu

Fyr­ir­­spurnir Kjarn­ans voru sendar eftir að Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði „sjálf­­stætt mat“ á að birta ætti lita yfir kaup­endur að 22,5 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka þrátt fyrir að Banka­­sýsla rík­­is­ins, sem heyrir undir það ráðu­­neyti, teldi þá birt­ingu ekki stand­­ast lög. Kjarn­inn fór fram á að for­­sæt­is­ráðu­­neytið legði sam­­bæri­­legt sjálf­­stætt mat á opin­berun gagna sem Seðla­­bank­inn hefur undir höndum og rök væru fyrir að eigi brýnt erindi við almenn­ing.

Þegar list­inn yfir þá sem fengu að kaupa í Íslands­­­banka var birtur sagði í til­­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins að fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið hefði metið málið þannig að upp­­lýs­ing­­ar um við­­skipti á milli rík­­is­­sjóðs og fjár­­­festa falli „ekki undir banka­­leynd og með hlið­­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­­sæi ríki um ráð­­stöfun opin­berra hags­muna hefur ráð­herra ákveðið að birta yfir­­lit­ið.“ 

Í til­­kynn­ingu for­­manna sitj­andi stjórn­­­ar­­flokka sem birt­ist á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins 19. apríl síð­­ast­lið­inn, stóð svo að traust og gagn­­sæi verði að ríkja um sölu á eignum rík­­is­ins. Í þeirri til­­kynn­ingu sagði orð­rétt: „Al­­menn­ingur á skýra og óum­­deilda kröfu um að allar upp­­lýs­ingar séu uppi á borðum um slík áform, mark­mið þeirra og áhrif.“

Með sömu rökum var þess óskað að for­­sæt­is­ráðu­­neytið legði sjálf­­stætt mat á þær rök­­semdir sem settar hafa verið fram um að þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði skuli ríkja yfir nöfnum þeirra sem fengu að nýta sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands, mat á afhend­ingu upp­lýs­inga um ráð­stöfun eigna ESÍ og afhend­ingu stöð­ug­leika­samn­ing­anna sem gerðir voru 2015. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið var sömu­leiðis beðið um að leggja sjálf­stætt mat á afhend­ingu stöð­ug­leika­samn­ing­anna. Ráðu­neytin vildu ekki gera slíkt og bentu á Seðla­banka Íslands. Hann ætti að svara þessum fyr­ir­spurn­um.

Laga­breyt­ing sem átti að veita heim­ild til að aflétta leynd

Seðla­­bank­inn hefur hingað til synjað afhend­ingu á umræddum gögnum á grund­velli þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæða laga um starf­semi hans, hvort sem um beiðnir frá þing­­mönnum eða fjöl­miðlum hafi verið að ræða. Auk þess hafa fallið úrskurðir hjá úrskurð­­ar­­nefnd um upp­­lýs­inga­­mál þar sem tekið er undir þá afstöð­u. 

Í svari for­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins var hins vegar bent á að með nýjum lögum um Seðla­­banka Íslands, sem sett voru árið 2019 og tóku gildi í byrjun árs 2020, hafi verið bætt við ákvæði þar sem bank­­anum er veitt heim­ild til að víkja frá þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði, „vegi hags­munir almenn­ings af birt­ing­unni þyngra en hags­munir sem mæla með leynd.“ 

Í athuga­­semdum með frum­varp­inu sem varð að lög­­unum segir að áður en ákvörðun sé tekin um slíka afhend­ingu þurfi að liggja fyrir grein­ing á þeim hags­munum sem veg­­ast á í hverju til­­viki fyrir sig. „Þá beri við mat á hags­munum almenn­ings af birt­ingu upp­­lýs­inga m.a. að líta til þess hvort þær varði ráð­­stöfun opin­berra hags­muna, sem almenn­ingur eigi almennt ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið er að.“

Kjarn­inn sendi því fyr­ir­­spurnir til Seðla­­bank­ans þar sem hann var beð­inn um að leggja mat á hags­muni almenn­ings af birt­ingu gagn­anna og að rök­­styðja það mat.

Neita að afhenda stöð­ug­leika­samn­inga

Seðla­bank­inn svar­aði Kjarn­anum í þess­ari viku. Bank­inn neit­aði að afhenda stöð­ug­leika­samn­ing­anna meðal ann­ars á þeim grund­velli þess að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi áður neitað að afhenda hann, og að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hafi stað­fest að sú neitun ætti sér stoð­ir.

Þess ber að geta að Kjarn­inn hafði áður óskað eftir því að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið myndi afhenda miðl­inum samn­ing­ana. Í svari við þeirri beiðni vís­aði ráðu­neytið á Seðla­banka Íslands sem var samn­ings­að­ili við gerð samn­ing­ana. 

Seðla­bank­inn vís­aði í fyrstu máls­grein greinar laga um starf­semi sína sem fjallar um þagn­ar­skyldu þegar hann svar­aði fyr­ir­spurn Kjarn­ans og neit­aði að afhenda samn­ing­ana.

Það ákvæði veitir Seðla­bank­anum opna heim­ild til að neita almenn­ingi og fjöl­miðlum aðgang að nán­ast hverju sem er. ­Vegna þessa var áður­nefndu nýju ákvæði bætt inn í lög um Seðla­bank­ann fyrir þremur árum síðan þar sem honum var veitt heim­ild til að víkja frá þagn­ar­skyldu­á­kvæði.

Hags­munir almenn­ings látnir víkja fyrir hags­munum við­skipta­manna

Fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands var opin 2012 til 2015. Allt í allt komu um 1.100 millj­­­­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leið­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar, sem sam­svar­aði um 206 millj­­­­­örðum króna. 794 inn­­­­­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­­­kerfi í gegnum útboðin á tíma þar sem ströng fjár­­­­­magns­höft voru við lýði. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­­­­sent þeirrar fjár­­­­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­­­­ari leið, en hún tryggði allt að 20 pró­­­­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­­­kvæmt skil­­­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­­leið­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar.

Seðla­bank­inn hefur aldrei viljað upp­lýsa um hverjir það voru sem fengu að nýta þessa leið. Í svari hans nú er bent á að beiðni Kjarn­ans um aðgengi að slíkum upp­lýs­ingum hafi áður verið hafnað af úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál með úrskurði 31. jan­úar 2019. 

Sá úrskurður féll hins vegar áður en nýju lög­in, sem leggja rík­ari skyldur á Seðla­banka Íslands um að afhenda gögn með til­liti til almanna­hags­muna, tóku gild­i. 

Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, var stjórnarformaður Eignasafns Seðlabanka Íslands.
Mynd: Bára Huld Beck

Í svari Seðla­banka Íslands segir að það sé nægj­an­legt að umbeðnar upp­lýs­ingar falli að þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um starf­semi bank­ans, að þær varði hagi við­skipta­manna bank­ans, við­skipti og rekstur eft­ir­lits­skylda aðila, tengdra aðila eða ann­arra og mál­efni bank­ans sjálfs, svo og önnur atriði sem leynt skulu fara sam­kvæmt lögum eða eðli máls, til að upp­lýs­inga­réttur almenn­ings verði tak­mark­aður á grund­velli ákvæð­is­ins. „Um hags­muna­mat sam­kvæmt 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 er það að segja að eftir skoðun á umbeðnum gögnum er það mat Seðla­bank­ans að þau séu und­ir­orpin sér­stakri þagn­ar­skyldu á grund­velli 1. mgr. sama ákvæð­is. Í slíku mati felst að meintir hags­munir almenn­ings af því að fá að kynna sér upp­lýs­ingar eru látnir víkja fyrir meiri hags­munum Seðla­bank­ans sjálfs og í þessu til­viki við­skipta­manna hans að um þær ríki leynd.“

Þagn­ar­skylda trompar almanna­hags­muni af því að vita

Þá að brot gegn þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um Seðla­banka Íslands geti varðað refs­ingu með sektum eða fang­elsi. „Þar sem það er mat bank­ans að ann­ars vegar stöð­ug­leika­samn­ingar við föllnu bank­ana og hins vegar gögn um þátt­tak­endur í fjár­fest­ing­ar­leið séu háð þagn­ar­skyldu er honum bein­línis skylt að synja um aðgang að þeim.“

Sam­kvæmt þessum rök­stuðn­ingi virð­ist Seðla­banki Íslands telja að það við­bót­ar­á­kvæði sem bætt var inn í lög um starf­semi hans sé í raun mark­laust. Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum frá Seðla­bank­anum um hvort það sé skiln­ingur bank­ans og hvort hann telji þar af leið­andi að breyt­ingin á lög­unum árið 2019, í frum­varpi lagt fram af for­sæt­is­ráð­herra og sam­þykkt með meiri­hluta atkvæða á Alþingi, hafi ekki raun­veru­lega virkni þar sem hags­munir almenn­ings á að fá að vita séu aldrei raun­veru­lega metn­ir.

Kjarn­inn hefur gert athuga­semdir við þessi svör og kallað eftir því að Seðla­bank­inn meti almanna­hags­muni af því að veita aðgengi að gögn­unum og rök­styðji nið­ur­stöðu sína á grund­velli þess mats, líkt og lög segja til um að honum beri að ger­a. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar