Mynd: Samsett Katrín Jakobsdóttir og Ásgeir Jónsson
Mynd: Samsett

Forsætisráðuneytið metur ekki hvort afhenda eigi gögn um ESÍ og fjárfestingaleiðina

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði „sjálfstætt mat“ á almannahagsmuni af birtingu lista yfir þá sem keyptu nýverið í Íslandsbanka. Forsætisráðuneytið telur það ekki hlutverk sitt að leggja sambærilegt mat á birtingu gagna um mörg hundruð milljarða króna ráðstafanir Seðlabanka Íslands, sem heyrir undir ráðuneytið. Það mat þurfi bankinn sjálfur að framkvæma. Í ákvæði sem bætt var í lög árið 2019 fékk bankinn heimild til að víkja frá þagnarskyldu ef hagsmunir almennings vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.

For­sæt­is­ráðu­neytið telur það ekki sitt hlut­verk að leggja mat á hvort hags­munir almenn­ings af birt­ingu gagna um sölu á mörg hund­ruð millj­arða króna eignum Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ) og um hverjir fengu að nýta sér fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans vegi þyngra en þeir hags­munir sem mæli með leynd yfir þeim upp­lýs­ing­um. Sömu sögu sé að segja um opin­berum á stöð­ug­leika­samn­ing­unum sem stjórn­völd gerðu við kröfu­hafa föllnu bank­anna árið 2015, sem heim­il­uðu erlendum kröfu­höfum að fara með miklar eignir gegn því að greiða svo­kallað stöð­ug­leika­fram­lag.

Ráðu­neytið segir að það sé Seðla­bank­ans að leggja mat á hvort opin­bera eigi upp­lýs­ing­arn­ar. 

Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sem send var til þess í síð­asta mán­uð­i. 

For­dæmi fyrir „sjálf­stæðu mati“ á birt­ingu

Fyr­ir­spurnin var send eftir að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði „sjálf­stætt mat“ á að birta ætti lista yfir kaup­endur að 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka þrátt fyrir að Banka­sýsla rík­is­ins, sem heyrir undir það ráðu­neyti, teldi þá birt­ingu ekki stand­ast lög. Kjarn­inn fór fram á að for­sæt­is­ráðu­neytið legði sam­bæri­legt sjálf­stætt mat á opin­berun gagna sem Seðla­bank­inn hefur undir höndum og rök væru fyrir að eigi brýnt erindi við almenn­ing. 

Þegar list­inn yfir þá sem fengu að kaupa í Íslands­banka var birtur sagði í til­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefði metið málið þannig að upp­lýs­ing­ar  um við­skipti á milli rík­is­sjóðs og fjár­festa falli „ekki undir banka­leynd og með hlið­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­sæi ríki um ráð­stöfun opin­berra hags­muna hefur ráð­herra ákveðið að birta yfir­lit­ið.“ 

Í til­kynn­ingu for­manna sitj­andi stjórn­ar­flokka sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs­ins 19. apríl síð­ast­lið­inn, stóð svo að traust og gagn­sæi verði að ríkja um sölu á eignum rík­is­ins. Í þeirri til­kynn­ingu sagði orð­rétt: „Al­menn­ingur á skýra og óum­deilda kröfu um að allar upp­lýs­ingar séu uppi á borðum um slík áform, mark­mið þeirra og áhrif.“

Nýaf­staðið sölu­ferli þar sem fyllsta gagn­sæis var heitið

Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins segir að þegar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið ákvað að birta lista yfir aðila sem keyptu hlut í öðrum áfanga sölu Íslands­banka hafi verið um að ræða gögn sem ráðu­neytið fékk afhent frá Banka­sýslu rík­is­ins. Ráðu­neytið hafi metið sem svo að lög stæðu ekki í vegi fyrir birt­ingu, þrátt fyrir að þær stofn­anir og lög­menn sem Banka­sýslan leit­aði til vegna máls­ins hafi verið á önd­verðu meiði. Birt­ing gagn­anna var rök­studd með því að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði ein­fald­lega lagt „sjálf­­stætt mat“ á þær rök­­semdir sem fram höfðu verið settar og kom­ist að annarri nið­­ur­­stöð­u. 

For­sæt­is­ráðu­neytið segir í svari sínu að þar hafi verið um að ræða sölu­ferli sem var þá nýaf­staðið og þar sem stjórn­völd höfðu fyr­ir­fram heitið fyllsta gagn­sæi. „Sala Íslands­banka var á for­ræði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og kom for­sæt­is­ráð­herra að und­ir­bún­ingi máls­ins í gegnum ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál. For­sæt­is­ráðu­neytið hafði hins vegar ekki aðkomu að þeim málum sem vísað er til í fyr­ir­spurnum þín­um.“

Óskað eftir því að ráðu­neytið legði „sjálf­stætt mat“ á birt­ingu

Þau gögn sem Kjarn­inn kall­aði eftir að for­sæt­is­ráðu­neytið beitti sér fyrir að opin­bera varða ráð­staf­anir upp á mörg hund­ruð millj­arða króna.

Bjarni Benediktsson lagði „sjálfstætt mat“ á birtingu á lista yfir þá sem keyptu í Íslandsbanka.
Mynd: Bára Huld Beck

ESÍ starf­aði frá 2009 og út árið 2017. Félagið hafði það hlut­verk að koma eignum og kröfur sem Seðla­banki Íslands sat uppi með eftir banka­hrunið í verð. Umfang eigna og krafna sem ESÍ hélt á eftir hrunið var 490 millj­arðar króna sam­kvæmt svari þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn á þingi í sept­em­ber 2017. ESÍ naut lengi und­an­þágu frá upp­lýs­inga­lögum en sú und­an­þága rann út í des­em­ber 2018. Félag­inu var slitið 2019. 

Kjarn­inn óskaði eftir því að for­sæt­is­ráðu­neytið legði sam­bæri­legt sjálf­stætt mat á að upp­lýs­ingar um ráð­stöfun þess­ara eigna yrðu gerðar opin­berar og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra gerði varð­andi list­ann yfir þá sem keyptu í Íslands­banka.

Með sömu rökum var þess óskað að for­sæt­is­ráðu­neytið legði sjálf­stætt mat á þær rök­semdir sem settar hafa verið fram um að þagn­ar­skyldu­á­kvæði skuli ríkja yfir nöfnum þeirra sem fengu að nýta sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands á frá febr­úar 2012 til febr­úar 2015. Allt í allt komu um 1.100 millj­­­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­­­­­­ar­inn­­­­­­ar, sem sam­svar­aði um 206 millj­­­­örðum króna. 794 inn­­­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leiðar Seðla­­­­­­banka Íslands á tíma þar sem ströng fjár­­­magns­höft voru við lýði. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­­­sent þeirrar fjár­­­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­­­ari leið, en hún tryggði allt að 20 pró­­­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­­kvæmt skil­­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­­­­­­ar­inn­­­­­­ar. Að mati Kjarn­ans er þar um að ræða hóp sem fékk afhent gæði umfram almenna borg­ara sem leiddu til tæki­færa sem almennir borg­arar fengu ekki. 

Að lokum var þess óskað að stöð­ug­leika­samn­ing­arnir yrðu gerðir opin­berir með vísun til almanna­hags­muna. 

Hefur heim­ild til að afnema leynd

For­sæt­is­ráðu­neytið sagð­ist ekki hafa umrædd gögn undir höndum og gæti því ekki tekið afstöðu til þess hvort þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um starf­semi Seðla­bank­ans ætti við. Það væri bank­ans sjálfs að leggja mat á það hvort hags­munir almenn­ings af birt­ingu upp­lýs­ing­anna vegi þyngra en þeir hags­munir sem mæla með leynd. Því þyrfti að beina fyr­ir­spurn Kjarn­ans þang­að. 

Seðla­bank­inn hefur hingað til synjað afhend­ingu á umræddum gögnum á grund­velli þagn­ar­skyldu­á­kvæða, hvort sem um beiðnir frá þing­mönnum eða fjöl­miðlum hafi verið að ræða. Auk þess hafa fallið úrskurðir hjá úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál þar sem tekið er undir þá afstöð­u. 

Í svarið ráðu­neyt­is­ins er hins vegar bent á að með nýjum lögum um Seðla­banka Íslands, sem sett voru árið 2019, hafi verið bætt við ákvæði þar sem bank­anum er veitt heim­ild til að víkja frá þagn­ar­skyldu­á­kvæði, „enda vegi hags­munir almenn­ings af birt­ing­unni þyngra en hags­munir sem mæla með leynd.“ 

Í athuga­semdum með frum­varp­inu sem varð að lög­unum segir að áður en ákvörðun sé tekin um slíka afhend­ingu þurfi að liggja fyrir grein­ing á þeim hags­munum sem veg­ast á í hverju til­viki fyrir sig. „Þá beri við mat á hags­munum almenn­ings af birt­ingu upp­lýs­inga m.a. að líta til þess hvort þær varði ráð­stöfun opin­berra hags­muna, sem almenn­ingur eigi almennt ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið er að.“

Kjarn­inn sendi í gær fyr­ir­spurn til Seðla­bank­ans þar sem hann var beð­inn um að leggja mat á hags­muni almenn­ings af birt­ingu gagn­anna og að rök­styðja það mat.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar