Hvað þarf til svo byssulöggjöf í Bandaríkjunum verði breytt?

Skotárás í grunnskóla í smábænum Uvalde í Texas kallar fram kunnuglegan þrýsting um herta byssulöggjöf. Pólitískar hindranir eru enn til staðar og ólíklegt verður að teljast að harmleikurinn í Uvalde leiði til raunverulegra breytinga.

Börn á aldrinum 5-11 stunda nám í Robb-grunnskólanum í smábænum Uvalde í Texas. 19 börn og tveir kennarar létu lífið í skotárás í skólanum á þriðjudag.
Börn á aldrinum 5-11 stunda nám í Robb-grunnskólanum í smábænum Uvalde í Texas. 19 börn og tveir kennarar létu lífið í skotárás í skólanum á þriðjudag.
Auglýsing

Skotárásin í grunn­skóla í smá­bænum Uvalde Texas á þriðju­dag er sú mann­skæð­asta í banda­rískum grunn­skóla frá því að 20 börn og sex full­orðnir voru skotin til bana í Sandy Hook grunn­skól­anum fyrir ára­tug. Reiði og ang­ist ríkir vegna árás­ar­innar í Texas og eru stjórn­völd gagn­rýnd fyrir að ekk­ert hafi í raun breyst á þessum ára­tug.

5-11 ára börn stunda nám í Robb-grunn­skól­an­um. 19 börn og tveir kenn­arar voru myrt í skotárásinni. Árá­samað­ur­inn var 18 ára, vopn­aður skamm­byssu og riffli, og skaut á börnin af handa­hófi þegar þau reyndu að flýja. Árás­armað­ur­inn var inni í skól­anum í um 40 mín­útur áður en lög­regla skaut hann til bana. Börnin sem létu lífið í árásinni voru á aldr­inum sjö til tíu ára. Eitt fórn­ar­lambanna var 10 ára strákur sem elskaði að dansa. Annað var ung stúlka sem var skotin þegar hún reyndi að hringja á lög­regl­una.

Auglýsing

„Þeir brugð­ust börn­unum okkar aft­ur“

Banda­ríkja­menn sem hafa misst nákomna í skotárásum eru fyrir löngu komnir með nóg. Faðir sem missti 14 ára son sinn í skotárásinni í Park­land-fram­halds­skól­anum er kom­inn með nóg og spyr hversu margar skotárásir þurfi til að eitt­hvað verði gert í raun og veru?

Jai­me, sonur Fred Gutten­berg, var 14 ára þegar hann lét lífið í skotárásinni sem gerð var í Marjory Sto­neman Dougla­s-fram­halds­skól­anum í Park­land í Flór­ída árið 2018. Gutten­berg segir stjórn­mála­menn sem „stjórn­mála­væða byssur og ofbeldi hafi leitt til þessa dags“.

„Þeir brugð­ust börn­unum okkar aft­ur. Ég er hætt­ur. Ég get ekki meira. Hversu oft þarf þetta að ger­ast?“ sagði Gutten­berg í sam­tali við MSNBC-­sjón­varps­stöð­ina eftir skotárás­ina.

Íbúar í Uvalde í Texas komu saman í minningarsthöfn um fórnarlömb skotárásinnar í Robbe-grunnskólanum. 19 börn og tveir kennarar voru drepin í árásinni. Mynd: EPA

End­ur­tekin orð Banda­ríkja­for­seta

Barack Obama var Banda­ríkja­for­seti þegar skotárásin í Sandy Hook átti sér stað og hét hann því í til­finn­inga­þrung­inni ræðu að nú yrði byssu­lög­gjöf hert. Málið dag­aði hins vegar uppi í þing­inu.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hélt sömu­leiðis til­finn­inga­þrungna ræðu eftir skotárás­ina í Uvalde á þriðju­dag. „Af hverju látum við bjóða okkur að búa við þetta blóð­bað?“ spurði Biden. „Af hverju höldum við áfram að leyfa þessu að ger­ast?“ spurði Biden jafn­framt og sagði að tími væri kom­inn til að standa uppi í hár­inu á þeim sem berj­ast fyrir byssu­eign í Banda­ríkj­un­um.

Þrátt fyrir að demókratar séu með meiri­hluta bæði í full­trúa­deild­inni og öld­unga­deild­inni, sem og for­seta­emb­ætt­ið, virð­ist það ekki ætla að duga til að knýja fram breyt­ing­ar. Áskor­an­irnar eru enn til staðar og það sem meira er, nýjar bæt­ast við:

Gamlar hindr­anir á þing­inu

Nokkrum vikum eftir skor­árás­ina í Sandy Hook grunn­skól­anum studdi meiri­hluti öld­unga­deild­ar­þing­manna frum­varp þar sem bak­grunns­at­hug­anir þeirra sem hyggja á byssu­kaup voru hertar til muna. Það dugði hins vegar ekki til þar sem ein­faldur meiri­hluti dugir ekki til að fá laga­frum­vörp sam­þykkt heldur þarf sam­þykki frá 60 af 100 þing­mönnum öld­unga­deild­ar­inn­ar. Það sama virð­ist vera uppi á ten­ingnum núna, það er að aðeins örfáir þeirra 50 repúblik­ana sem eiga sæti á þing­inu eru fylgj­andi að herða byssu­lög­gjöf.

Umræðan er hins vegar til stað­ar, bæði hjá demókrötum og repúblik­un­um, og lík­leg­asta breyt­ing til að fá hljóm­grunn snýr að laga­setn­ingu sem kemur í veg fyrir að ein­stak­lingar sem glíma við and­leg veik­indi eða eru á saka­skrá geti keypt skot­vopn (e. Red flag law).

Breyt­ingar í stökum ríkjum

Nokkrar breyt­ingar í átt að hertri byssu­lög­gjöf hafa verið gerðar í nokkrum ríkjum Banda­ríkj­anna eftir árás­ina í Sandy Hook. Í ríkjum þar sem demókratar hafa verið við völd síð­ustu ár, til dæmis Conn­ect­icut, New York, Mar­yland og Kali­forn­íu, hefur lög­gjöf varð­andi byssu­eign verið hert.

Í ríkjum þar sem repúblikanar eru við stjórn­völ­inn er staðan allt önnur og stefnan frekar að liðka fyrir byssu­eign en herða. Þannig er staðan í Texas, þar sem skotárásin varð í vik­unni. Beto O'Rour­ke, fram­bjóð­andi demókrata til rík­is­stjóra í Texas í kosn­ingum sem fram fara í nóv­em­ber, lét Greg Abbott heyra það á blaða­manna­fundi í gær þar sem hann gagn­rýndi stefnu hans, og rík­is­ins, um byssu­lög­gjöf. „Tím­inn til að stöðva næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rour­ke.

Við­brögðin í Texas hafa verið á þá leið að auka fjár­magn til örygg­is­gæslu í skólum og hefur Ken Paxton, rík­is­sak­sókn­ari í Texas, lagt til að kenn­urum verði veittur greið­ari aðgangur að skot­vopn­um.

Hindr­anir fyrir dóm­stólum

Jafn­vel þó stjórn­mála­lands­lagið breyt­ist á þingi eða í ein­stökum ríkjum í átt að frek­ari vilja til hertrar byssu­lögga­far eru fleiri hindr­anir í veg­in­um, meðal ann­ars fyrir dóm­stól­um.

Í naumum meiri­hluta­úr­skurði, fimm gegnum fjórum, í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna árið 2008, í máli Was­hington-­borgar gegn Dick Heller komst rétt­ur­inn að þeirri nið­ur­stöðu að annar við­auki stjórn­ar­skrár­innar veiti ein­stökum borg­urum skýran rétt til að eiga skot­vopn og nota slík vopn til þess sem telst hefð­bund­inn lög­legur til­gang­ur, til að mynda til sjálfs­varnar innan heim­il­is.

Sama hversu margar skotárásir í skólum verða á næst­unni virð­ist lítið ætla að hagga stjórn­ar­skrár­vörðum rétti til byssu­eignar í Banda­ríkj­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent