Mynd: Hafrannsóknarstofnun

Meta að ekkert hafi farið úrskeiðis við mælingar á loðnu þrátt fyrir að kvótinn hafi ekki allur veiðst

Hafrannsóknarstofnun mælti með að risakvóta af loðnu yrði úthlutað í fyrrahaust. Ráðgjöfin var síðar lækkuð en samt tókst ekki að veiða nema 76 prósent. Virði skráðra útgerða hækkaði gríðarlega í aðdraganda þess að tilkynnt var um ráðgjöfina og er nú tugum milljarða króna meira en það var snemma í september í fyrra.

Haf­rann­sókna­stofnun metur það sem svo að ekk­ert hafi farið úrskeiðis við mæl­ingar á stærð loðnu­stofns­ins við Íslands­strendur þrátt fyrir að ekki hafi tekið að veiða nema hluta þess kvóta sem úthlutað var á grund­velli ráð­legg­ingar stofn­un­ar­inn­ar. 

Þetta kemur fram í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Þann 1. októ­ber 2021 lagði Haf­rann­sókna­stofnun til að gefin yrði út 904.200 tonna kvóti af loðnu á fisk­veiði­ár­inu 2021/2022. 

Nokkrum mán­uðum síð­ar, 18. febr­úar 2022, var loðnu­ráð­gjöfin lækkuð um 34.600 tonn niður í 869.600 tonn. Hluti hans fór til Norð­manna, Græn­lend­inga og Fær­ey­inga en kvóti íslenskra útgerða var 686 þús­und tonn. Af honum tókst að veiða 521 þús­und tonn, eða 76 pró­sent úthlut­aðs kvóta. 

Engum loðnu­kvóta hafði verið úthlutað í tvö ár áður en kom að þessum risa­kvóta, sem var sá stærsti í tæpa tvo ára­tugi, þannig að um gríð­ar­lega búbót var að ræða fyrir útgerðir sem fengu úthlutað loðnu og þjóð­ar­búið í heild. Áætlað er að útflutn­ings­verð­mæti fram­leiðsl­unnar hafi verið um 55 millj­arðar króna. Aðal­lega er um loðnu­mjöl að ræða, en á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins 2022 var sam­an­lagt útflutn­ings­verð­mæti mjöls og lýsis unnið úr loðnu um 77 pró­sent af heild­ar­verð­mætum útfluttra loðnu­af­urða. Á sama tíma­bili í fyrra voru mjöl og lýsi sex pró­sent af heild­ar­verð­mæt­un­um. 

Stærsti hlut­inn af stærstu loðn­unni átti að vera á leið í hrygn­ingu

Þegar Haf­rann­sókn­ar­stofun skil­aði sinni upp­runa­legu ráð­gjöf í fyrra­haust kom fram í rök­stuðn­ingi fyrir henni að stærsti hlut­inn af stærstu loðn­unni væri á leið í hrygn­ingu. Í ráð­gjöf­inni sagði þó einnig að „Meiri óvissa var í mati á kyn­þroska­hlut­falli loðnu í mæl­ing­unni í haust­sam­an­borið við fyrri ár. Heilt yfir var loðnan komin stutt á veg með þroskun kyn­kirtla og því í sumum til­vikum erfitt að greina á milli ókyn­þroska loðnu sem mun hrygna 2023 frá kyn­þroska loðnu sem mun hrygna 2022“. 

Í frétt sem birt­ist á heima­síðu Haf­rann­sókna­stofn­unar 22. mars 2022 sagði meðal ann­ars „að mik­ill munur hafi verið á milli mæl­inga á stærð hrygn­ing­ar­stofns loðnu í sept­em­ber 2021 (1834 þús. tonn) og í jan­ú­ar/­febr­úar 2022 (1213 þús. tonn að með­töldum afla fram að mæl­ing­u). Mögu­legar ástæður fyrir þessum mun hafa einnig verið rædd­ar, en sú veiga­mesta er óvenju mikil óvissa á kyn­þroskamati í haust­mæl­ing­unni sem skap­aði meiri óvissu í mati á stærð hrygn­ing­ar­stofns­ins en alla jafn­a.“

Þrátt fyrir þessa óvissu á kyn­þroskamati í haust­mæl­ingum Haf­rann­sókna­stofn­unar úthlut­aði þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, kvóta til útgerða í sam­ræmi við ráð­gjöf­ina þann 13. októ­ber í fyrra. Það gerð­ist eftir síð­ustu þing­kosn­ingar en áður en að ný rík­is­stjórn, skipuð sömu flokkum og á síð­asta kjör­tíma­bili, tók við. Krist­ján Þór var ekki í fram­boði í síð­ustu kosn­ingum og var því hættur á þingi þegar úthlut­unin átti sér stað en beið myndun nýrrar rík­is­stjórnar á ráð­herra­stóli. 

Hafði gríð­ar­leg áhrif á mark­aðsvirði skráðra útgerða

Þrjú fyr­ir­tækið fengu 56,5 pró­­sent af þeim loðn­u­kvóta sem var úthlut­að. Ísfé­lag Vest­­manna­eyja, einka­­fyr­ir­tæki að mestu í eigu Guð­­bjargar Matt­h­í­a­s­dóttur og barna henn­­ar, fékk mest, 19,99 pró­­sent. Síld­­ar­vinnslan og tengd félög komu þar á eftir með 18,5 pró­­sent og Brim var í þriðja sæti með um 18 pró­­sent.

Eitt af síðustu stóru verkum Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegsráðuneytinu var að undirrita reglugerð um úthlutun á stærsta lóðnukvóta sem úthlutað hefur verið í næstum 20 ár. Það gerði hann 13. október í fyrra.
Mynd: Stjórnarráðið

Tvö þess­ara félaga, Síld­ar­vinnslan og Brim, eru skráð á hluta­bréfa­mark­að. Eftir til­kynn­ing­una um úthlutun kvót­ans rauk mark­aðsvirði þeirra upp. 

Hækk­un­ar­hrinan hófst raunar nokkrum dögum fyrr. Þann 23. sept­em­ber 2021 var mark­aðsvirði Brim tæp­lega 108 millj­arðar króna. Næstu vik­una hækk­aði mark­aðsvirði félags­ins um 20 pró­sent og dag­inn sem upp­haf­leg loðnu­ráð­gjöf Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar var kynnt, rauk mark­aðsvirðið upp um níu pró­sent og hafði þá hækkað um 31 pró­sent á átta dög­um, eða 33 millj­arða króna. Síðan þá hefur það haldið áfram að hækka og er nú 182,5 millj­arðar króna. Því hafa 74,5 millj­arðar króna bæst við mark­aðsvirðið frá 23. sept­em­ber og bréf í félag­inu því hækkað um 72 pró­sent. Ekk­ert félag í Kaup­höll­inni hefur hækkað nálægt því jafn mikið á umræddu tíma­bili og Brim. Það sem af er ári eru hækk­anir á bréfum Brim í sér­flokki á meðal skráðra félaga, en lang­flest félög í henni hafa lækkað umtals­vert í verði á tíma­bil­in­u. 

Sam­bæri­leg þróun átti sér stað með bréf í Síld­ar­vinnsl­unni. Þann 23. sept­em­ber 2021 var mark­aðsvirði félags­ins tæp­lega 116 millj­arðar króna. Næstu vik­una hækk­aði virði bréfa í Síld­ar­vinnsl­unni um tæp 13 pró­sent og dag­inn áður en til­kynnt var um loðnu­kvót­ann var mark­aðsvirðið rúm­lega 130 millj­arðar króna. Dag­inn eft­ir, þegar til­kynnt var um umfang úthlut­aðs kvóta, hækk­uðu bréfin um níu pró­sent. 

Í dag er mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar 162 millj­arðar króna og hefur hækkað um 46 millj­arða króna frá 23. sept­em­ber 2021. 

Sam­an­lagt hefur virði Brim og Síld­ar­vinnsl­unnar hækkað um meira en 120 millj­arða króna frá þeim deg­i. 

Besta afkoma frá upp­hafi

Bæði félög­in, Síld­­ar­vinnslan og Brim, högn­uð­ust um rúma ell­efu millj­­arða króna í fyrra. Á grund­velli þess árang­­­urs greiddi Brim hlut­höfum sínum rúm­­­lega fjóra millj­­­arða króna í arð vegna frammi­­­stöðu síð­­­asta árs og Síld­­ar­vinnslan greiddi sínum 3,4 millj­­arða króna. Stærstu eig­endur Brim, Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur (í eigu Guð­mundar Krist­jáns­sonar for­stjóra Brim= og félög Hjálm­­ars Krist­jáns­­sonar (bróður Guð­mund­ar) fengu um tvo millj­­arða króna af arð­greiðslu Brims í sinn hlut og Sam­herji, Kjálka­­nes og Snæ­fugl, stærstu eig­endur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, rúm­­­lega 1,8 millj­­­arða króna af arð­greiðslur henn­ar. 

Þegar félögin birtu upp­gjör fyrsta árs­fjórð­ungs 2022 kom í ljós mikil veltu­aukn­ing. Hjá Brim var um að ræða bestu afkomu á fyrsta árs­fjórð­ungi í sögu félags­ins og skipti góð loðnu­ver­tíð þar lyk­il­máli. Velta jókst um 32 pró­sent milli ára og var 13,5 millj­arðar króna. Hagn­aður var 3,8 millj­arðar króna. 

Hjá Síld­ar­vinnsl­unni næstum tvö­föld­uð­ust rekstr­ar­tekjur miðað við sama árs­fjórð­ung 2021 og voru 12,9 millj­arðar króna. Hagn­aður á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins var 3,5 millj­arðar króna. Ástæðan var fyrst og síð­ast fyrsta stóra loðnu­ver­tíðin í mörg ár. 

Óvar­legt að draga álykt­anir um ráð­gjöf­ina

Haf­rann­sókn­ar­stofnun segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um ástæður þess að ekki tókst að veiða úthlut­uðum afla séu marg­þætt­ar. Þar á meðal séu svæða- og tíma­tak­mark­anir norskra skipa, tím­inn sem skip gáfu sér til loðnu­veiða, óveður og frá­tafir vegna þeirra sem og óvenju­leg hrygn­ing­ar­ganga stofns­ins. 

Það sé því óvar­legt að gefa sér það að afl­inn hafi ekki náðst því stærð veiði­stofns­ins, og þar með ráð­gjöf­in, hafi ekki dugað fyrir heild­ar­afla­mark­inu. „Sam­kvæmt afla­reglu ber að nota allar þær mæl­ingar á stærð veiði­stofns­ins sem eru til hverju sinni og hafa verið metnar áreið­an­leg­ar. Nið­ur­stöður allra „heppn­aðra” mæl­inga hafa þannig fengið jafnt vægi svo og metin óvissa þeirra við ákvörðun á afla­marki. Þessu var fylgt eftir í ráð­gjaf­ar­ferl­inu fyrir síð­ustu ver­tíð.“

Ráð­gjöfin hafi byggt á afla­reglu sem fylgt var eftir og henni beitt eins og tíðkast hef­ur. „Það var ein­róma álit allra þeirra sér­fræð­inga sem komu að stofn­mat­inu og ráð­gjaf­ar­vinn­unni að ekki væru for­sendur til að bregða út frá henni í þetta skiptið frekar en önn­ur.“  

Óvissa í kyn­þroskamati ill­met­an­leg

Í haust­mæl­ing­unni hafi komið upp óvissa í kyn­þroskamati á loðnu sem væri ill­met­an­leg og sem hefur verið talin óveru­leg hingað til. Ef hún eigi að skýra mun­inn milli haust- og vetr­ar­mæl­ingu þýði það að aðeins um 50 pró­sent af 2019 árgang­inum varð kyn­þroska við tveggja ára aldur (í stað 66 pró­sent). Svo lágt kyn­þroska­hlut­fall hefur aðeins sést einu sinni áður, eða hjá árgangi 1983 sem var stærsti loðnu­ár­gang­ur­inn frá upp­hafi veiða. Þessi 2019 árgangur er senni­lega stærsti árgang­ur­inn síðan 1983 og því sé ekki frá­leitt að kyn­þroska­hlut­fallið kunni að vera þetta lágt. „Hlut­fall ókyn­þroska loðnu kann því vel hafa verið hærra en mat stofn­un­ar­innar frá í haust gaf til kynna og gæti því skýrt mun­inn milli haust- og vetr­ar­mæl­ing­ar. Hverjar eru þá afleið­ingar af þess­ari óvissu? Þess er vænst að það fáist mat á það í haust­leið­angrinum 2022 hvort hlut­fall ókyn­þroska loðnu hafi verið van­metið haustið 2021. Hafi svo verið má búast við því að meira af þeim árgangi komi til hrygn­ingar vet­ur­inn 2023 en vænta mátti. Á móti kemur að árgang­ur­inn þar á eftir (frá 2020) sem jafn­framt er met­inn yfir með­al­lagi, mun mögu­lega skila sér í lægra hlut­falli en allan jafnan til hrygn­ingar við þriggja ára ald­ur. Stærð­argráða þess­arar óvissu mun því mögu­lega upp­lýs­ast í haust og afleið­ing­arnar gætu orðið breyttar vænt­ingar um stærð hrygn­ing­ar­stofns­ins árið 2023 og 2024.“

Annað atriði sem bendi til þess að óvissa við kyn­þroska­grein­ingar geti skýrt mun­inn milli mæl­inga teng­ist fjölda þriggja ára ein­stak­linga, úr árgangi 2018. Hann hafi verið um sjö pró­sent af fjölda kyn­þroska loðnu í haust­mæl­ing­unni 2021, 12 pró­sent í jan­ú­ar­mæl­ing­unni og 15 pró­sent í afl­anum sem tek­inn er milli mæl­ing­anna. Afgang­ur­inn var tveggja ára, úr árgangi 2019. „Þegar tekið er til­lit til afla og nátt­úru­legra affalla þá ber mat á fjölda 2018 árgangs­ins í haust og vetr­ar­mæl­ingu mjög vel sam­an. Það sýnir að mun­ur­inn á mati á stærð hrygn­ing­ar­stofns­ins að hausti og vetri er fyrst og fremst til­kom­inn vegna mis­mun­andi mats á fjölda tveggja ára. Þann mis­mun teljum við tengj­ast óvissu í kyn­þroskamat­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar