Mynd: Reykjavíkurborg ENarjfekfefk1231.jpg
Mynd: Reykjavíkurborg

Stóru línurnar í þróun borgarinnar breytast lítið með nýjum meirihluta

Framsókn undir forystu Einars Þorsteinssonar virðist hafa fallið eins og flís við rass að stefnu síðasta meirihluta í málum sem varða framtíðarvöxt og -þróun Reykjavíkurborgar. Stóru línurnar eru að miklu leyti hinar sömu, en aukna áherslu á uppbyggingu húsnæðis austan Elliðaáa má þó sjá, samkvæmt því sem lesa má út úr samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.

Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Við­reisnar í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur­borgar kynnti mál­efna­samn­ing sinn á blaða­manna­fundi í Elliða­ár­dal í gær. Sátt­mál­inn er settur fram í plaggi sem teygir sig yfir 33 blað­síður og er rúm­lega 4.500 orð að lengd. Til sam­an­burðar var sam­starfs­sátt­máli síð­asta borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta settur fram í rúm­lega 2.800 orðum á 16 blað­síð­um.

Kjarn­inn rýndi í nokkur lyk­il­at­riði sátt­mál­ans út frá stefnum flokk­anna, en flokk­arnir fjórir voru sam­kvæmt fram­lögðum kosn­inga­stefnum mál­efna­lega sam­mála um marga hluti. Meiri­hluta­sátt­mál­inn er loð­inn um margt og almennt orð­að­ur, en í honum má síður en svo merkja ein­hverja kúvend­ingu á stefnu borg­ar­innar í helstu mála­flokk­um, þrátt fyrir að áhrif atriða sem Fram­sókn tal­aði fyrir í kosn­inga­bar­átt­unni sjá­ist all­víða.

Þróun og vöxtur borg­ar­innar

Einna helst var blæ­brigða­munur á Fram­sókn og hinum þremur flokk­unum um áherslur í hús­næð­is­upp­bygg­ingu í borg­inni – en Fram­sókn tal­aði af nokkrum krafti fyrir því að nýtt land yrði brotið undir nýja byggð á meðan að meg­in­á­hersla Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata var á þétt­ingu byggð­ar, auk bygg­ingar hins nýja borg­ar­hverfis á Ártúns­höfð­an­um, en þar eiga þús­undir íbúða að rísa á næstu árum sam­kvæmt nýlegum breyt­ingum á aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar.

Fram­sókn reið inn í kosn­inga­bar­átt­una með nokkra áherslu á hrað­ari upp­bygg­ingu Keldna­lands­ins en áður hafði verið stefnt að. Segja má að síð­asti meiri­hluti hafi brugð­ist við því ákalli Fram­sóknar þegar í kosn­inga­bar­átt­unni.

Tveimur vikum fyrir kosn­ingar var blaða­mönnum boðið að mæta upp að Keldum til að fylgj­ast með und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ingar á milli Reykja­vík­ur­borgar og Betri sam­gangna ohf. um að flýta upp­bygg­ingu tveggja leiða Borg­ar­línu, frá Krossamýr­ar­torgi að Keldna­holti og frá Voga­byggð í Efra-Breið­holt. Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni átti að efna til sam­keppni um þróun Keldna­lands­ins og Keldna­holts­ins og þær nið­ur­stöður að liggja fyrir áður en árið er á enda.

Þessar áherslur um Keldna­landið og Keldna­holtið eru á meðal þeirra sem eru á lista yfir aðgerðir sem nýi meiri­hlut­inn seg­ist ætla að ganga beint í á fyrstu mán­uðum sínum við völd. Einnig ætlar meiri­hlut­inn að ráð­ast í hús­næð­isá­tak og úthluta lóðum í Úlf­arsár­dal, á Kjal­ar­nesi, á Hlíð­ar­enda og í Gufus­nesi, auk lóða á Ártúns­höfð­an­um, á næstu mán­uð­um. Ekk­ert er þó tekið fram í sátt­mál­anum um hversu margar íbúðir áætlað sé að bygg­ist upp t.d. í Úlf­ars­árs­dal umfram núver­andi áætl­an­ir.

Í sátt­mál­anum segir að skipu­lags­sýn hins nýja meiri­hluta byggi á aðal­skipu­lag­inu fram til 2040, „með ákveðnum breyt­ing­um“, eins og þeirri að flýta upp­bygg­ingu Keldna­lands frá því sem áður var sam­þykkt. Upp­bygg­ing verði tryggð á þeim svæðum sem áður hafa verið nefnd, auk þess sem haldið verði áfram að byggja upp á reitum vestar í borg­inni, „við Kringl­una, í Skeif­unni, á Hlíð­ar­enda, við Vest­ur­bugt, á Kirkju­sandi, á Heklu­reit, á Orku­reit, á LHÍ-reit í Laug­ar­nesi og á fleiri svæð­u­m“.

Ætla að standa vörð um svæð­is­skipu­lagið

Borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn seg­ist ætla að „standa vörð“ um svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í sam­starfi við önnur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en ljóst er að nokkur tog­streita gæti orðið um svæð­is­skipu­lag­ið, sem gildir til 2040, á næstu árum.

Nýr meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar í Hafn­ar­firði lýsir því til dæmis yfir í sínum mál­efna­samn­ingi að hann muni leggja ríka áherslu „á upp­töku svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins svo brjóta megi nýtt land“ undir byggð, en svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem öll sveit­ar­fé­lög svæð­is­ins sam­mælt­ust um árið 2015 felur í sér að útþenslu byggðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru sett ákveðin mörk.

Áfram kvaðir um félags­legar íbúðir og óhagn­að­ar­drifna upp­bygg­ingu

Nýi meiri­hlut­inn ætlar að halda áfram að fylgja við­miðum aðal­skipu­lags borg­ar­innar um að 5 pró­sent nýrra íbúða verði félags­legar íbúðir og 20 pró­sent íbúða verði á vegum óhagn­að­ar­drif­inna félaga.

Einnig vill meiri­hlut­inn beita sér fyrir því að gerður verði hús­næð­is­sátt­máli ríkis og sveit­ar­fé­laga, sem skil­greini „hlut­deild og skyldur sveit­ar­fé­laga í hús­næð­is­upp­bygg­ingu, við­mið um hlut­deild hagn­að­ar- og óhagn­að­ar­drif­innar hús­næð­is­upp­bygg­ingar og hlut­deild félags­legs hús­næð­is,“ en bæði Sam­fylk­ingin og Fram­sókn fóru fram með áherslu á „hús­næð­is­sátt­mála“ sem tæki til fleiri sveit­ar­fé­laga í stefnu­skrám sínum fyrir kosn­ing­ar.

Borg­ar­línu flýtt og Sunda­braut fyrir alla ferða­máta

Í sam­göngu­málum segir hinn nýi meiri­hluti styðja sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. . „Við viljum flýta Borg­ar­línu og hjóla­stíga­neti höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Við ætlum að klára skipu­lag fyrir Arn­ar­nes­veg, við ætlum að útfæra gatna­mót við Bústaða­veg meðal ann­ars með til­liti til Borg­ar­línu og hefja und­ir­bún­ing að hönnun og fram­kvæmd stokka fyrir Miklu­braut og Sæbraut,“ segir um þau mál sem varða sam­göngusátt­mál­ann í meiri­hluta­sátt­mál­an­um.

Í kafl­anum lofts­lag og sam­göngur segir enn fremur að meiri­hlut­inn vilji að „öll ákvarð­ana­taka innan borg­ar­innar taki mið af mark­miðum í lofts­lags­málum og áhrifum ákvarð­ana á þau“ en það stefnu­mál er nær orð­rétt upp úr kosn­inga­stefnu­skrá Pírata, sem einmitt munu fara með for­mennsku í nýju umhverf­is- og skipu­lags­ráði borg­ar­inn­ar.

Í sátt­mál­anum er kveðið á um að sam­komu­lagi ríkis og borgar frá 2021 um gerð Sunda­brautar verði fylgt eft­ir. „Ráð­ist verður í gerð umhverf­is­mats, haf­ist handa við víð­tækt sam­ráð, og nauð­syn­legar skipu­lags­breyt­ingar vegna Sunda­brautar und­ir­bún­ar. Leggja þarf áherslu á að Sunda­braut nýt­ist öllum ferða­mát­um, skoða lofts­lags­á­hrif fram­kvæmd­ar­inn­ar, áhrif hennar á nær­liggj­andi byggð og rýna mögu­legar mót­væg­is­að­gerð­ir,“ segir um Sunda­braut­ina í sátt­mál­an­um.

Ef Sunda­brautin á að nýt­ast öllum ferða­mát­um, eins og borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn seg­ist í sátt­mála sínum ætla að leggja áherslu á, er ólík­legt að hún verði útfærð í jarð­göngum undir Klepps­vík, sem hefur til þessa verið annar tveggja val­mögu­leika um legu braut­ar­innar á þeim kafla.

Í gegnum árin er búið að velta upp ýmsum útfærslum um lagningu Sundabrautar. Nýr meirihluti vill að hún geti nýst öllum ferðamátum.
Mynd: Kjarninn

Í sam­göngu­málum má svo nefna að meiri­hlut­inn vill að næt­ur­strætó verði tek­inn aftur upp, sem ætti að geta létt á álag­inu á leigu­bíla­stöðvum og skutl­ara-hópum á Face­book við að koma þeim sem eru á næt­ur­brölti í mið­borg­inni heim tíl sín. Meiri­hlut­inn seg­ist líka vilja halda áfram að draga úr skutli og inn­leiða hámarks­hraða­á­ætlun í borg­inni, auk þess að draga úr svifryks­meng­un.

Meiri­hlut­inn seg­ist einnig vilja und­ir­búa Sam­göngu­mið­stöð Reykja­víkur á BSÍ-reit og vinna að því að græn sam­göngu­teng­ing kom­ist á milli Reykja­víkur og Kefla­vík­ur.

Græna planið upp­fært

Um fjár­mál borg­ar­innar segir nýi meiri­hlut­inn að hann ætli að hafa „ráð­deild í rekstri og vand­aða fjár­hags­á­ætl­un­ar­gerð í fyr­ir­rúmi“. Meiri­hlut­inn seg­ist ætla að hag­ræða í rekstri, halda áfram 1 pró­sent hag­ræð­ingu innan kerfi og sam­eina ein­ingar í borg­ar­kerf­inu, t.d. sam­eina mála­flokka íþrótta og menn­ingar í einu sviði.

Útsvar borg­ar­búa verður óbreytt og við lög­bundið hámark, sem er 14,52 pró­sent. Meiri­hlut­inn stefnir á að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði í lok kjör­tíma­bils­ins en ekki kemur fram í sátt­mál­anum hversu mikið til stendur að lækka þá skatta.

Ekk­ert er fjallað um lækkun fast­eigna­skatts á íbúð­ar­hús­næði, en borgin er nú þegar á meðal sveit­ar­fé­laga þar sem hann er lægst­ur, eða 0,18 pró­sent og öfugt við flest önnur sveit­ar­fé­lög eru gjöld á borð við vatns- og frá­veitu­gjöld ekki bein­tengd við fast­eigna­matið í Reykja­vík. Sú mikla hækkun fast­eigna­mats sem tekur gildi næstu ára­mót bitnar því síður á reyk­vískum heim­ilum en öðrum í formi skatta og gjalda.

Meiri­hlut­inn seg­ist ætla að upp­færa fjár­fest­ing­ar­á­ætl­un­ina Græna planið og end­ur­skoða 10 ára fjár­mála­stefnu borg­ar­innar „til að tryggja svig­rúm til fjár­fest­inga, rekstr­ar, sjálf­bærni og lang­tíma­stöð­ug­leika“ en orða­lagið gefur til kynna að eitt­hvað verði dregið úr þeim fjár­fest­ing­ar­á­formum sem sett voru fram í upp­hafi undir hatti Græna plans­ins.

Nýi meiri­hlut­inn seg­ist einnig ætla að „vinna að leið­rétt­ingu á fjár­mögnun verk­efna sem flust hafa frá rík­inu svo sem þjón­ustu við fatlað fólk“ en nýlega kom fram skýrsla frá hinu opin­bera sem sýndi fram á að rekstr­ar­nið­ur­staða sveit­ar­fé­laga vegna þess­arar þjón­ustu var orðin nei­kvæð um tæpa 9 millj­arða árið 2020 og borgin bar meira en helm­ings þess halla. Þetta vill nýr meiri­hluti fá leið­rétt með auk­inni fjár­mögnun frá rík­inu.

Leik­skóla­mál lítið útfærð í sátt­mála

Leik­skóla­málin fengu nokkuð mikið rými í umræð­unni fyrir kosn­ing­arnar í borg­inni. Nýr meiri­hluti er þó fáorður um mála­flokk­inn í mál­efna­sátt­mál­an­um, en seg­ist ætla að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla „með fjöl­breyttum aðferð­u­m“.

Síð­asti meiri­hluti mót­aði stefnu um að brúa bilið á síð­asta kjör­tíma­bili og þess má vænta að áætl­anir um fjár­fest­ingar í upp­bygg­ingu leik­skóla­plássa haldi áfram undir stjórn þess nýja meiri­hluta sem nú hefur tekið við.

Auð­velt ætti að verða fyrir fjöl­miðla að veita nýjum meiri­hluta aðhald hvað leik­skóla­málin varð­ar, enda eign­uð­ust odd­vitar bæði Fram­sóknar og Pírata börn á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unna. Verður fróð­legt að sjá hvort þau nái að inn­rit­ast á leik­skóla um það leyti sem árslangt fæð­ing­ar­or­lof for­eldr­anna rennur sitt skeið næsta vor.

Meiri­hlut­inn hyggst inn­leiða systkina­for­gang í leik­skóla, en það er áherslu­mál sem Fram­sókn var með á sinni stefnu­skrá. Systkina­for­gang­ur­inn var áður við lýði en svo afnum­inn í borg­inni árið 2008, þar sem hann var tal­inn brjóta gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar.

Borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn seg­ist ætla að gera við­halds­á­tak í leik- og grunn­skólum og frí­stunda­hús­næði að for­gangs­máli og flýta verk­efnum í þeim efnum eins og kostur er.

Meiri­hlut­inn seg­ist einnig ætla að end­ur­skoða fjár­mögnun sjálf­stætt starf­andi grunn­skóla, „með það að mark­miði að þeir verði fjár­magn­aðir með sam­bæri­legum hætti og hinir borg­ar­reknu en inn­heimti þess í stað ekki skóla­gjöld, inn­taka barna sé sam­bæri­leg og að aukið fjár­magn frá borg­inni sé nýtt í skóla­þróun en sé ekki tekið út sem arð­ur.“ Við­reisn lagði mikla áherslu á fjöl­breytt rekstr­ar­form í skóla­kerf­inu í sinni stefnu­skrá fyrir kosn­ing­arn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar