Tíu þúsund risastórar vindmyllur

Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.

Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Auglýsing

Margir Íslend­ingar þekkja Sunn­an­vind, lagið sem Örvar Krist­jáns­son söng, við texta Jóns Sig­urðs­sonar (í bank­an­um) en lagið samdi Pat Ball­ard. For­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur og full­trúar Evr­ópu­sam­bands­ins, Þýska­lands, Hollands og Belgíu þekkja lík­lega ekki þetta lag en vita hins­vegar vel um gagn­semi vinds­ins, úr hvaða átt sem hann blæs.

Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, Olaf Scholz kansl­ari Þýska­lands, Mark Rutte for­sæt­is­ráð­herra Hollands og Alex­ander De Croo for­sæt­is­ráð­herra Belgíu hittu­st, ásamt emb­ætt­is­mönn­um, í Esbjerg á suð­vest­ur­strönd Jót­lands sl. mið­viku­dag, 18. maí. Til­efni fund­ar­ins var und­ir­ritun sam­komu­lags, sem verið hafði í und­ir­bún­ingi um nokk­urt skeið. Sam­komu­lagið snýst um vind­myllur til raf­orku­fram­leiðslu.

Auglýsing

Lang­tímaplan

Sam­komu­lagið sem und­ir­ritað var í Esbjerg gerir ráð fyrir að löndin fjög­ur, Dan­mörk, Þýska­land, Hol­land og Belgía setji upp á næstu ára­tugum tíu þús­und vind­myllur úti fyrir ströndum land­anna, í Norð­ur­sjó. Þessi áætlun er liður í mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins um að hlut­leysi í kolefn­is­jöfnun verði náð árið 2050. Eigi það að takast þarf að halda vel á spöð­un­um.

Und­ir­bún­ingur sam­komu­lags­ins hefur staðið lengi og teng­ist ekki, nema þá óbeint, átök­unum í Úkra­ínu.

150 gíga­vött

Þegar myll­urnar tíu þús­und verða komnar í gagnið eiga þær að geta fram­leitt sam­tals 150 gíga­vött, sem nægir til að sjá 230 millj­ónum heim­ila fyrir raf­magni. Til sam­an­burðar má nefna að þær myllur sem í dag má sjá víða úti fyrir ströndum Dan­merkur fram­leiða sam­tals 2,3 gíga­vött.

Skaga 250 metra upp í loftið

Myll­urnar tíu þús­und verða engin smá­smíði, rúm­lega 250 metra háar, frá yfir­borði sjáv­ar, meira en þre­föld hæð Hall­gríms­kirkju­turns­ins í Reykja­vík. Til­raunir með myllur af þess­ari stærð hafa um nokk­urt skeið staðið yfir í Norð­ur­sjónum á vegum tveggja fram­leið­enda, Vestas og Siem­ens. Í Dan­mörku eru í dag tvær myllur sem eru hærri, þær standa báðar á landi og sú hærri skagar heila 330 metra upp í loft­ið.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu sem und­ir­ritað var í Esbjerg sl. mið­viku­dag mun tæpur fjórð­ungur myll­anna tíu þús­und standa á dönsku haf­svæði, úti fyrir vest­ur­strönd Jót­lands.

Sam­tengt dreifi­kerfi

Það er ekki nóg að geta fram­leitt raf­magn, það þarf líka að vera hægt að koma því til neyt­end­anna. Árum saman hafa stjórn­mála­menn og sér­fræð­ingar rætt um nauð­syn þess að tengja saman raf­orku­kerfi Evr­ópu­land­anna. Þjóð­verjar hafa lengi glímt við „flösku­háls“ í sínu flutn­ings­kerfi, milli norð­ur­hluta lands­ins og suð­ur­hlut­ans. Þjóð­verjar hafa þurft að reiða sig á kol, olíu og gas til raf­magns­fram­leiðslu. Nú stendur til að bæta úr þessu með eins konar sam­teng­ingu, þá þurfa Danir til dæmis ekki að stöðva myll­urnar til að koma í veg fyrir að kerfið hrynji (eins og danskir fjöl­miðlar orða það) vegna offram­leiðslu, sem ekki er hægt að losna við. Þegar myll­urnar kom­ast í gagn­ið, verða í sumum til­vik­um, útbúnar svo­nefndar orku­eyj­ar, eins konar dreifi­virki, þar sem orkunni frá mörgum myllum verður safnað sam­an, ef þannig má að orði kom­ast, áður en hún verður send áfram. Orku­eyj­arnar verða sam­tengdar og með því móti hægt að dreifa orkunni milli landa (á vissan hátt hlið­stætt lands­net­inu hér á Íslandi) burt­séð frá hvar orkan verður til. Vegna þess að orku­eyj­arnar eru mun kostn­að­ar­sam­ari en að senda ork­una beina leið til lands frá hverju „myllu­svæði“ eins og gert hefur verið til þessa verður „gamla“ aðferðin notuð í mörgum til­vik­um. Þess má geta að Danir höfðu í fyrra ákveðið að byggja eina orku­ey, hug­mynda­fræðin sú sama og nú er ákveðin í 10 þús­und mylla verk­efn­inu.

Mjög flókið

Að byggja og reisa 10 þús­und risa­stórar vind­myll­ur, koma þeim fyrir á hafs­botni, leggja kapla og leiðslur til orku­eyj­anna, koma orkunni til lands og svo áfram til not­enda er mjög flókið verk­efni, og dýrt. Það mun hins­vegar skapa mörg störf, eng­inn hefur nefnt tölur í því sam­bandi en ljóst er að þau muni skipta þús­und­um. Kostn­aður og fjár­mögnun hefur ekki mikið verið rætt fram að þessu en danskir líf­eyr­is­sjóðir hafa lýst yfir miklum áhuga á að fjár­festa í þessu verk­efni.

Til­gang­ur­inn er tví­þættur

Þjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins hafa lengi haft ákveðnar áhyggjur af hve háðar þær hafa verið Rússum um orku­kaup. Inn­rás Rússa í Úkra­ínu hefur ekki orðið til að draga úr þeim áhyggj­um. ESB þjóð­irnar reyna nú hver af annarri að finna leiðir til að losna úr klóm rúss­neska bjarn­ar­ins að þessu leyti, stóra vind­myllu­verk­efnið er ein þeirra leiða. Myllu­verk­efnið er enn­fremur skref í grænu orku­skipt­un­um.

Á frétta­manna­fundi sem hald­inn var við und­ir­skrift sam­komu­lags­ins í Esbjerg spurði einn við­staddra hvort hægt væri, í ljósi veð­ur­fars­breyt­inga, að tryggja nægan vind á Norð­ur­sjónum næstu ára­tugi. Danski orku­mála­ráð­herr­ann taldi ótta um logn á Norð­ur­sjó ástæðu­laus­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar