Mynd: Pexels mennaðheilsast.png
Mynd: Pexels

Karlar ráða íslenskum peningaheimi en konur að mestu í aukahlutverkum

Kjarninn hefur í níu ár framkvæmt úttekt á kynjahlutföllum þeirra sem stýra þúsundum milljarða króna í ýmis fjárfestingaverkefni hérlendis. Í níu ár hefur niðurstaðan verið svipuð, karlar eru allt um lykjandi. Í ár eru karlarnir 91 en konurnar 13. Þeim hefur fjölgað um sjö frá 2014.

Konur eru enn fjarri því að njóta jafn­ræðis við karl­menn þegar kemur að því að ákveða í hvaða verk­efni pen­ingar á Íslandi rata. Kjarn­inn hefur fram­­kvæmt úttekt á því hvers kyns þeir sem stýra fjár­­­magni á Íslandi eru árlega frá 2014. Úttektin nú er því sú níunda sem fram­­kvæmd hefur ver­ið.

Í ár nær hún til 104 æðstu stjórn­­enda við­­skipta­­banka, spari­­­sjóða, líf­eyr­is­­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­­fé­laga, lána­­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­­fyr­ir­tækja og -mið­l­ana, verð­bréfa­­sjóða,  sér­­hæfðra sjóða, orku­­fyr­ir­tækja, raf­­eyr­is­­fyr­ir­tækja, greiðslu­­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­­sjóða. 

Af þeim eru 91 karlar en 13 kon­­ur. Hlut­­fall kvenna sem stýra pen­ingum á Íslandi eykst því lít­il­lega á milli ára, fer úr ell­efu pró­­sentum í 12,5 pró­sent. Frá því að Kjarn­inn gerði úttekt­ina fyrst hefur kon­unum sem hún nær til fjölgað úr sex í 13, á níu árum. Körlunum hefur hins vegar fjölgað um tólf.

Þessi hópur sem fellur undir úttekt­­ar­skil­yrðin stýrir sam­tals þús­undum millj­­arða króna.

Ef 40 af stærstu einka­fjár­­­festum lands­ins, sem eru á meðal 20 stærstu hlut­hafa í félögum sem eru skráð í Kaup­höll eru einnig taldir með þá breyt­ist myndin aðeins. Í þeim hópi, sam­kvæmt úttekt Kjarn­ans, ráða 33 karlar ríkjum en sjö kon­ur. Körlunum fjölgar því í 124 en kon­unum í 20. 

Mark­mið kynja­kvóta­laga aldrei náðst

Lög um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja á Íslandi voru sam­­þykkt árið 2010. Þau tóku að fullu gildi í sept­­em­ber 2013. Lögin segja að fyr­ir­tækjum sem eru með 50 eða fleiri starfs­­menn þurfi að tryggja að hlut­­fall hvors kyns sé ekki undir 40 pró­­sent­­um. Mark­miðið með laga­­setn­ing­unni var að „stuðla að jafn­­­ari hlut­­föllum kvenna og karla í áhrifa­­stöðum í hluta­­fé­lögum og einka­hluta­­fé­lögum með auknu gagn­­sæi og greið­­ari aðgangi að upp­­lýs­ing­­um.“

Von þeirra sem sam­­þykktu frum­varpið – 32 þing­­menn úr öllum flokkum nema Sjálf­­stæð­is­­flokknum sem áttu þá sæti á þingi – var að fleiri konur í stjórnum myndi leiða til þess að fleiri konur yrðu ráðnar í stjórn­­un­­ar­­stöður og það myndi fjölga tæki­­færum kvenna.

Hag­­stofa Íslands tekur árlega saman tölur um hversu margar konur sitji í stjórnum fyr­ir­tækja. Stofn­unin birti nýj­ustu tölur sín­­ar, sem sýna stöð­una í lok 2021, á þriðju­dag í síð­ustu viku. Þar kom fram að rúm­­lega fjórð­ung­­ur, 27 pró­­sent, allra stjórn­­­ar­­manna í íslenskum fyr­ir­tækjum væru kon­­ur. Það hlut­­fall var 24 pró­­sent árið 2010. 

Í fyr­ir­tækjum með fleiri en 50 laun­þega var hlut­­fall kvenna í stjórnum 19,5 pró­­sent árið 2010. Árið sem lögin tóku gildi var hlut­­fallið orðið 30,2 pró­­sent. Frá þeim tíma hefur lítið gerst. Hlut­­fallið var 34,7 pró­­sent í fyrra. 

Hlut­fall kvenna í stöðu fram­kvæmda­stjóra hækk­aði lít­il­lega á milli ára og var 23,9 pró­sent en hlut­fall kvenna í stöðu stjórn­ar­for­manna var 24,7 pró­sent í lok árs 2021.

„Þetta er ekki hægt. Þetta á eftir að koma í bakið á ykk­­ur“  

Staða kvenna er afar mis­mun­andi eftir atvinnu­grein­um. Í einni af und­ir­stöðu­greinum þjóð­ar­inn­ar, sjáv­ar­út­vegi, er hún til að mynda afar skökk. Ein birt­ing­ar­mynd þess er sú að á síð­asta árs­fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) var kjörin ný 19 manna stjórn. Í henni sitja 19 karlar en engin kona.

Klem­ens Hjart­­ar, með­­eig­andi í alþjóð­­lega ráð­gjafa­­fyr­ir­tæk­inu McK­insey & Co, hélt erindi á árs­fund­inum og tók þessa stöðu fyr­ir. „Iðn­­aður sem ætlar að halla sér fram og breyta heim­in­um, búa til aðgrein­an­­leika, getur ekki hagað sér svo­­leið­­is. Þetta er algjör­­lega for­kast­an­­legt og það liggur mér á hjarta, af því að nú vinn ég við að ráð­­gefa fyr­ir­tækjum út um allan heim, þetta er ekki hægt. Þetta á eftir að koma í bakið á ykk­­ur.“  

Klem­ens sagð­ist vona að atvinn­u­­greinin færi að skilja að það að kjósa bara karla í stjórn hags­muna­gæslu­sam­taka hennar gangi virki­­lega ekki. „Ef þetta gerð­ist ein­hvers staðar ann­­ars staðar í venju­­legu fyr­ir­tæki sem er með þennan metnað sem hægt er að hafa hér, þá væri það bara alls ekki ásætt­an­­leg­t.“

Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, flutti erindi á ársfundi SFS sem vakti umtal og athygli.
Mynd: Skjáskot

Heiða Kristín Helga­dótt­ir, stofn­andi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Niceland Seafood, gerði stjórn­ar­kjörið einnig að umtals­efni í grein sem birt var á Vísi 12. maí. Þar sagði hún að all­ir lof­söngvar og glans­myndir sem hugs­ast geti nái ekki að breiða yfir þá stað­reynd að með stjórn­ar­kjöri 19 karla í 19 manna stjórn afhjúpist  helsti veik­leiki grein­ar­inn­ar. „Er það virki­lega svo að SFS ætlist til þess að allar þær fjöl­mörgu hæfu og reynslu­miklu konur sem starfa í grein­inni sitji penar á kant­in­um, styðji sína menn og bíði eftir kyn­slóð­ar­skipt­um? Eigi sjáv­ar­út­veg­ur­inn að tvö­falda verð­mætin sem hann skapar nú þegar eru engar líkur á að það tak­ist með eins­leitum hópi karla af sama reki og með sama bak­grunn í far­ar­broddi. Það er ákveðin lág­marks­krafa að hleypa öðru kyni að, svo ekki sé talað um allar aðrar mann­legar breytur sem greinin myndi græða svo marg­falt á að hleypa nálægt sér. En ég legg ekki meira á mína menn en þeir geta bor­ið.“

Nær allir stjórn­­endur líf­eyr­is­­sjóða eru karl­ar

Stærstu fjár­­­fest­­arnir á Íslandi eru líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Þeir eru allt um lykj­andi í við­­skipta­líf­inu. Hrein eign þeirra er um 6.647 millj­­arðar króna. Það er lík­­­lega rúmur þriðj­ungur af heild­­ar­fjár­­munum sem til eru á Íslandi og sá eign­­ar­hlutur mun vaxa á næstu árum. Árið 2060 munu þeir eiga tæp­­lega 40 pró­­sent allra fjár­­muna hér. Þeir eiga í dag meiri­hluta allra mark­aðs­skulda­bréfa á Íslandi og beint eða óbeint um helm­ing allra skráðra hluta­bréfa í íslensku kaup­höll­inni. Alls eru sjóð­irnir 21 tals­ins en stjórn­­endur þeirra eru 16.

Nær allir stjórn­­endur líf­eyr­is­­sjóða eru karl­­ar. Stærsta breyt­ingin í þeim efnum varð árið 2019 þegar Harpa Jóns­dóttir tók við stjórn­ar­taumunum hjá stærsta líf­eyr­is­sjóði lands­ins, Líf­eyr­is­­sjóði starfs­­manna rík­­is­ins. Þrettán sjóðum er stýrt af körlum en þremur af kon­­um. Það er sama stað og var uppi 2021. 

Þegar skyggst er undir efsta stjórn­enda­lagið er svipuð staða uppi. Karlar eru mun fyr­ir­ferða­meiri en konur í þeim stöðum sem ákveða í hvaða fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða­pen­ing­arnir okkar rata.

Karl­arnir all­staðar í verð­bréfa­fyr­ir­tækj­unum

Stærstu við­skipta­vinir íslenskra verð­bréfa­­­fyr­ir­tækja og rekstr­­­ar­­­fé­laga verð­bréfa­­­sjóða eru líf­eyr­is­sjóð­ir.

Flestir á þeim mark­aði hafa stóran hluta tekna sinna upp úr því að rukka líf­eyr­is­­­sjóði um þókn­ana­­­tekjur fyrir milli­­­­­göngu í verð­bréfa­­­kaup­um eða ann­­ars fjár­­­fest­ing­­um. Öllum leyf­­is­­skyldum verð­bréfa­­fyr­ir­tækjum og rekstr­­ar­­fé­lögum verð­bréfa- og sér­­hæfðra sjóða er stýrt af kör­l­­um. Af þeim rekstr­­ar­að­ilum sér­­hæfðra sjóða sem eru skrán­ing­­ar­­skyld­ir, en ekki leyf­­is­­skyld­ir, eru sjö undir stjórn karla en þrír undir stjórn kvenna. 

Öllum eft­ir­lits­skyldum trygg­inga­­fé­lögum lands­ins er stýrt af körlum og hjá lána­fyr­ir­tækjum eru karl­arnir tveir en konan ein eftir að Jón­ína Gunn­ars­dóttir tók við hjá Salt­Pay 18. mars síð­ast­lið­inn af Reyni Finn­dal Grét­ars­syni sem gerð­ist stjórn­ar­for­mað­ur.

Þá eru átta stór orku­­fyr­ir­tæki í land­inu. Lengi vel var þeim öllum stýrt af körlum en 2018 var Berg­lind Rán Ólafs­dóttir ráðin fram­­kvæmda­­stýra Orku Nátt­úr­unnar í kjöl­far mik­illa átaka innan þess fyr­ir­tækis vegna meintrar kyn­­ferð­is­­legrar áreitni.

Loks­ins kom kona í Kaup­höll­ina og önnur á leið­inni

Á Íslandi eru fjórir spari­­­sjóðir enn starf­andi. Þeim er öllum stýrt af kör­l­­um. Ein breyt­ing varð á æðstu stjórn­­endum þeirra á síð­­ast­liðnu ári, þegar karl­inn Sig­­urður Erlings­­son tók við stjórn­­­ar­­taumunum hjá Spari­­­sjóði Suð­­ur­-­­Þing­ey­inga. Honum var áður stýrt af spari­­­sjóðs­­stjór­­anum Gerði Sig­­tryggs­dótt­­ur.

Birna Einarsdóttir hefur stýrt Íslandsbanka frá því að hann var búinn til úr rústum Glitnis. Í fyrrasumar hringdi hún inn fyrstu viðskipti með bréf bankans og varð um leið fyrsta konan til að stýra skráðu félagi á Íslandi síðan 2016.
Mynd: Nasdaq Iceland

Þeim er öllum stýrt af kör­l­­um. Þegar litið er yfir starfs­­manna­list­ann er ljóst að kynja­hlut­­fallið lag­­ast ekki mikið þegar neðar í skipu­­ritið er kom­ið.

Fjórir stórir bankar eru á land­inu. Tveimur þeirra, Lands­­bank­anum og Íslands­­­banka, er stýrt af kon­unum Lilju Björk Ein­­ar­s­dóttur og Birnu Ein­­ar­s­dótt­­ur. Báðir bank­­arnir sem eru að fullu í einka­eigu, Arion banki og Kvika banki, eru undir stjórn karla. 

For­­stjóri Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­un­­ar, sem stundar útlán til fast­­eigna­­kaupa, er söm­u­­leiðis karl. 

Konur og peningar 2022
Infogram

Á íslenskum hluta­bréfa­­mark­aði eru skráð 26 félög sem stend­ur og nokkur eru á leið á hann. Alls eru 20 félag­anna skráð á Aðal­­­markað og sex á First North. Öllum félög­unum utan einu er stýrt af körl­um. Þar varð sú breyt­ingu á í fyrra þegar Íslands­banki var skráður á mark­að, að kona stýrði skráðu félagi á Íslandi í fyrsta sinn síðan í ágúst 2016, þegar Sig­rúnu Rögnu Ólafs­dóttur var sagt upp hjá VÍS. 

Þrjú félög eru á leið á markað í næsta mán­uði. Ölgerðin og Nova ætla að skrá sig á aðal­markað og Alvot­ech hefur hug á að skrá sig á First North. Nova er stýrt af kon­unni Mar­gréti Tryggva­dótt­ur.

Konur fjár­­­mála­ráð­herrar í minna en 17 mán­uði frá 1944

Þegar horft er víðar á áhrifa­­stöður í sam­­fé­lag­inu, þar sem pen­ingum er auð­vitað stýrt, en þó með öðrum hætti en í við­­skipta­líf­inu, hallar víða enn á kon­­ur. Í rík­­is­­stjórn er kynja­hlut­­fallið til að mynda enn körlum í hag.

Oddný Harðardóttir var fyrsta konan til að verða fjármálaráðherra á Íslandi.
Mynd: Bára Huld Beck

Þar sitja sex karlar og fimm kon­­ur. For­­sæt­is­ráð­herra er hins vegar konan Katrín Jak­obs­dótt­­ir. Það er í annað sinn í lýð­veld­is­­sög­unni sem kona situr í því emb­ætti. Sú fyrsta var Jóhanna Sig­­urð­­ar­dóttir sem var for­­sæt­is­ráð­herra 2009-2013.

Fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra er karl­inn Bjarni Bene­dikts­­son. Alls hafa 26 ein­stak­l­ingar gegnt þeirri stöðu frá því að lýð­veldið Ísland var stofn­að. Ein­ungis tveir þeirra hafa verið kon­­ur. Oddný Harð­­ar­dóttir varð fyrsta konan til að gegna emb­ætti fjár­­­mála­ráð­herra þegar hún tók við því á gaml­ár­s­dag 2011.



Oddný sat í emb­ætti í níu mán­uði og þá tók flokks­­systir hennar Katrín Júl­í­us­dóttir við. Hún sat í emb­ætt­inu í tæpa átta mán­uði. Því hafa konur verið fjár­­­mála­ráð­herrar á Íslandi í minna en 17 mán­uði frá árinu 1944.  

Konur undir 40 pró­­sent þeirra sem sitja á Alþingi

Seðla­­banka­­stjóri Íslands er, og hefur alltaf ver­ið, karl en af þremur vara­­seðla­­banka­­stjórum eru tvær kon­­ur, Rann­veig Sig­­urð­­ar­dóttir og Unnur Gunn­­ar­s­dótt­­ir.

Á Alþingi voru 30 konur kjörnar í fyrra. þær voru 24 fyrir kosn­ing­arnar og fjölg­aði því um sex í síð­ustu kosn­ing­um. Hlut­fall kvenna á þingi er nú 47,6 pró­sent en voru 38 pró­sent fyrir síð­ust kosn­ing­ar. Hlut­fallið nú er það sama og var eftir kosn­ing­arnar 2016, en þá var kosið aftur ári síðar eftir að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar sprakk og við það fækk­aði konum á ný. 

Í ríkisstjórn Íslands eru sjö karlar og fimm konur.
Mynd: Bára Huld Beck

Kon­urnar á þingi dreifast ójafnt á flokka. Hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, stærsta flokknum á þingi, eru þær sjö en karl­arnir tíu. Hjá Fram­sókn eru kon­urnar sex en karl­arnir sjö og hjá flokki for­sæt­is­ráð­herra, Vinstri græn­um,  eru kon­urnar fimm en karl­arnir þrí­r. 

Hjá Sam­fylk­ing­unni, nú stærsta stjórn­ar­and­stöðu­flokki lands­ins, eru kon­urnar fjórar en karl­arnir tveir og hjá Við­reisn eru kon­urnar sömu­leiðis í meiri­hluta, þrjár á móti tveimur körl­um. Hjá Pírötum er kynja­skipt­ingin jöfn milli sex þing­manna flokks­ins.

Inga Sæland og Ást­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, þing­konur Flokks fólks­ins, deila þing­flokki með fjórum körlum og báðir eft­ir­stand­andi þing­menn Mið­flokks­ins eru karl­ar. 

Því eru konur í meiri­hluta hjá þremur þing­flokk­um, kynja­hlut­föllin jöfn hjá einum en karl­arnir í meiri­hluta fjór­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar