Fimm staðreyndir um apabólu

Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.

Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Auglýsing

Sýk­ingar af apa­bólu hafa greinst í Kanada og Evr­ópu síð­ustu daga og að minnsta kosti eitt til­felli hefur greinst í Banda­ríkj­un­um, það fyrsta á þessu ári. Apa­bóla er veiru­sjúk­dómur sem er land­lægur í sumum hlutum Afr­íku en líkt og aðrir smit­sjúk­dómar stingur hún sér reglu­lega niður í öðrum heims­álf­um. Í þetta sinn er fólk sem ekki hefur dvalið í Afr­íku að sýkj­ast sem vís­inda­mönnum þykir nokkuð óvenju­legt og spurn­ingar hafa vaknað um smit­leið­irn­ar.

Í það minnsta níu til­felli hafa greinst í Bret­landi og aðeins einn smit­aðra hafði verið í Afr­íku nýver­ið, nánar til­tekið í Níger­íu. Þrír hinna smit­uðu búa í sama hús­næði. Á Spáni er grunur um að minnsta kosti 23 til­felli apa­bólunnar og í Portú­gal er grunur um álíka fjölda. Í Kanada hafa fimm til­felli verið stað­fest og grunur er um fimmtán til við­bót­ar, öll meðal fólks sem býr í Montr­eal. Þá hafa sýk­ingar einnig verið greindar í Sví­þjóð og á Ítal­íu.

Hér að neðan fara fimm stað­reyndir um þennan dul­ar­fulla sjúk­dóm.

Auglýsing

Aparnir á rann­sókn­ar­stof­unni

Apa­bólu­veiran er skyld veirunni sem veldur bólu­sótt, bráðsmit­andi og lífs­hættu­legum sjúk­dómi sem talið er að tek­ist hafi að útrýma á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Apa­bóla er hins vegar hættu­minni en bólu­sótt og ekki talin jafn smit­andi.

Veiran finnst í villtum dýrum, bæði nag­dýrum og prímötum og getur smit­ast í fólk. Apa­bóla er útbreidd­ust í Mið- og Vest­ur­-Afr­íku og þá helst meðal fólks sem veiðir villt dýr sér til matar eða með­höndlar kjöt slíkra dýra. Vís­inda­menn upp­götv­uðu sjúk­dóm­inn fyrst árið 1958 er hópsmit kom upp meðal apa á rann­sókn­ar­stofu. Og þaðan er auð­vitað nafnið kom­ið: Apa­bóla. Fyrsta til­fellið í manni greind­ist árið 1970, raunar níu ára gömlu barni, í Aust­ur-­Kongó.

Ein­kennin eru nokkuð dæmi­gerð

Sjúk­dóms­ein­kenni apa­bólu eru mild­ari en af bólu­sótt. Flestir sjúk­lingar fá flensu­lík ein­kenni; hita, bein­verki, hroll og verða slapp­ir. Eftir nokkra daga geta sjúk­lingar fengið útbrot, fyrst í and­lit og jafn­vel inni í lóf­ana. Þessi útbrot geta breiðst út um allan lík­amann, bólgnað og í þau kom­ist sýk­ing. Ein­kennin eru almennt talin gera vart við sig um fimm dögum eftir smit. Flestir ná sér af veik­ind­unum á 2-4 vikum án þess að þurfa á sjúkra­húsinn­lögn að halda. Talið er að ein­kennin séu almennt verri hjá börnum en full­orðn­um.

Apa­bóla getur verið hættu­leg og jafn­vel ban­væn ef hún er ekki með­höndluð en erfitt er að segja nákvæm­lega til um dán­ar­tíðni, hún gæti verið allt frá 1 pró­senti upp í 15 pró­sent.

Bólu­setn­ing gegn bólu­sótt hefur virkað vel gegn apa­bólu. Smit­sjúk­dóma­stofnun Evr­ópu hvetur heil­brigð­is­fyri­völd í álf­unni til að setja fólk sem grein­ist með apa­bólu­veiruna í ein­angrun og bjóða fólki sem það hefur umgeng­ist bólu­setn­ingu.

Apa­bólu­veiran hefur hingað til ekki valdið útbreiddum far­öldrum líkt og veiran sem veldur COVID-19, svo dæmi sé tek­ið.

Þús­undir til­fella á ári

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin telur að árlega sýk­ist þús­undir manna af apa­bólu, fyrst og fremst í um tíu Afr­íku­lönd­um. Flestir veikj­ast í Aust­ur-­Kongó en þar grein­ast um 6.000 til­felli á ári. Nígería kemur þar á eft­ir.

Grein­ingu smit­sjúk­dóma í flestum Afr­íku­ríkjum er veru­lega ábóta­vant enda heil­brigð­is­kerfi þess­ara fátæk­ustu landa ver­aldar mörg hver mjög veik­byggð, fjársvelt og und­ir­mönnuð á mæli­kvarða sem við Vest­ur­landa­búar getum vart ímyndað okk­ur. Þess vegna er mjög lík­legt, nán­ast víst, að apa­bóla sé mun útbreidd­ari en opin­berar tölur segja til um.

Flestir þeir sem grein­ast utan Afr­íku hafa dvalið þar og verið í snert­ingu við dýr á þeim svæðum þar sem sjúk­dóm­ur­inn er útbreidd­ur.

Nokkuð stór hóp­sýk­ing varð í Banda­ríkj­unum árið 2003. 47 manns greindust með apa­bólu og talið er að fólkið hafi smit­ast af veirunni úr sléttu­hundum sem haldnir voru sem gælu­dýr. Hund­arnir höfðu verið í húsi í nálægð við inn­flutt spen­dýr frá Gana.

Smit­leið­irnar ekki að fullu kunnar

Dropa­smit í augu, nef og munn hefur hingað til verið talin algeng­asta smit­leiðin en einnig getur veiran kom­ist inn í lík­amann t.d. í gegnum sár á húð. En í raun má segja að smit­leið­irnar séu ekki kunnar að fullu.

Vís­inda­menn hafa enn ekki fundið greini­leg tengsl við Afr­íku í öllum þeim til­fellum sem upp hafa komið í Evr­ópu og Kanada síð­ustu daga. Heil­brigð­is­stofnun Bret­lands seg­ist svo ekki heldur hafa fundið tengsl milli allra til­fell­anna sem þar hafa greinst og leiðir líkur að því að smit­leið­irnar séu nokkr­ar.

Grunur er um að í ein­hverjum til­vikum hafi veiran smit­ast með kyn­mökum en vís­inda­menn eru ragir við að full­yrða nokkuð um það að svo stöddu. Sú smit­leið hefur hingað til ekki verið þekkt þegar kemur að veirunni sem veldur apa­bólu en hins vegar er talið að hún geti smit­ast með mik­illi nánd við sýkta.

AP-frétta­stofan hefur eftir veiru­fræð­ingi við Imerpial Col­lege í London að kyn­ferð­is­mök kalli vissu­lega á nánd milli fólks sem auki þar með líkur á smiti og undir þetta taka fleiri veiru­fræð­ing­ar. Því þurfi ekki að vera um ein­hverja nýja smit­leið að ræða, veiran finn­ist í lík­ams­vessum hvers konar og geti því, tækni­lega séð, smit­ast með kyn­mök­um, eða með dropa­smiti úr önd­un­ar­færum við þær aðstæð­ur.

Útbreiðslan gæti verið miklu meiri

Þar sem til­felli hafa verið að grein­ast í nokkrum Evr­ópu­löndum sem og í Kanada og Banda­ríkj­unum á svip­uðum tíma telja vís­inda­menn að útbreiðsla apa­bólunnar gæti verið mun víð­tæk­ari. „Okkar til­finn­ing er sú að eng­inn hafi allar þær stað­reyndir sem til þarf svo hægt sé að full­yrða nokkuð um útbreiðsl­una núna og hversu mikil hún gæti orð­ið,“ hefur vís­inda­tíma­ritið Nat­ure eftir Jenni­fer McQui­ston sem starfar hjá Smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar