Ekki allir þjónar jafnir í dönsku guðshúsunum

Niðrandi og niðurlægjandi framkoma í garð kvenpresta er vandamál í dönsku þjóðkirkjunni og mörg dæmi um að þær hafi hrakist úr starfi. Dönsk lög um jafnrétti til starfa óháð kyni hafa til þessa undanskilið eina starfsstétt: presta.

Kirkja
Auglýsing

Þegar Hafn­ar­há­skóli tók til starfa árið 1479 var guð­fræði­deildin ein fjög­urra deilda skól­ans, hinar voru lög­fræði, lækn­is­fræði og heim­speki. Háskól­inn var karla­skóli og það var ekki fyrr en 396 árum síðar (1875) að konur fengu leyfi til að stunda þar nám. Það var sama ár og konur fengu leyfi til að taka stúd­ents­próf í Dan­mörku. Tveimur árum síð­ar, 1877, hóf fyrsta konan nám við skól­ann, nánar til­tekið við lækna­deild­ina. Hún hét  Nielsine Niel­sen og var 27 ára. Nám­inu lauk hún árið 1885 og var fyrsta konan til að ljúka háskóla­námi í Dan­mörku. Hún opn­aði eigin stofu í Kaup­manna­höfn árið 1889. Nielsine Niel­sen lést árið 1916.

Máttu læra guð­fræði en ekki fá emb­ætt­is­próf 

Þótt konur hafi árið 1875 fengið leyfi til að stunda nám í guð­fræði við Hafn­ar­há­skóla var gam­al­gróið karla­veldið samt við sig. Konur gátu ekki fengið leyfi til að starfa sem prestar þótt þær lykju nám­inu. Þetta hafði í för með sér að konur sótt­ust ekki eftir að leggja stund á guð­fræði.

Auglýsing
Það var ekki fyrr en árið 1916 að konur fengu leyfi til að ljúka emb­ætt­is­prófi í guð­fræði, með starfs­leyfi. 26. júní það ár útskrif­að­ist Rig­mor Karen Sofie Larsen með emb­ætt­is­próf í guð­fræði, með hæstu ein­kunn.

Fleiri ljón í veg­inum

Eins og áður sagði fengu konur árið 1916 starfs­leyfi að loknu emb­ætt­is­prófi í guð­fræði. Sá hængur var þó á að konur gátu ekki, lögum sam­kvæmt, gegnt prests­emb­ættum innan dönsku þjóð­kirkj­unn­ar. Lögum um jöfn rétt­indi kynj­anna til að gegna opin­berum emb­ættum var breytt árið 1919, en þar voru prests­emb­ætti und­an­skil­in. Meg­in­á­stæðan var and­staða dönsku presta­stétt­ar­innar og meðal ann­ars bent á að Jesús hafi verið karl­mað­ur, og læri­svein­arnir karl­ar. Ef að því kæmi að kona sækt­ist eftir að gegna prests­emb­ætti innan dönsku þjóð­kirkj­unnar yrði að taka afstöðu til þess sagði í bréfi presta til ráðu­neytis kirkju­mála. Árin liðu og þær konur sem luku prófi í guð­fræði sinntu ýmsum störfum öðrum en prests­emb­ætt­u­m. 

Laga­breyt­ing­ar 

Árið 1947 var lögum breytt og þar með var heim­ilt að ráða konur til prests­starfa við dönsku þjóð­kirkj­una. Í stað þess að í lög­unum stæði að karlar gætu gegnt prests­emb­ættum stóð nú mann­eskja, per­son. Það var þó ein­ungis heim­ild, sókn­ar­nefndir gátu ákveðið að ganga fram­hjá kven­kyns umsækj­end­um. Ári síð­ar, 1948, voru þrjár konur vígðar til prests í Óðins­véum, þær fyrstu í land­inu. Þá voru liðin 983 ár frá því að Har­aldur blá­tönn kristn­aði Dani. Hund­ruð presta mót­mæltu vígslu kvenn­anna þriggja. 

Árið 1978 var jafn­rétt­islögum enn breytt en áfram var í gildi und­an­þágu­heim­ild varð­andi emb­ætti presta, sú heim­ild er enn í gildi.

Meira en annar hver prestur í dag er kona

Frá því að kon­urnar þrjár fengu prests­vígslu árið 1948 hefur margt breyst. Í dag eru prestar dönsku þjóð­kirkj­unnar um það bil 2400, af þessum fjölda er meira en helm­ingur kon­ur. Nánar til­tekið 58 pró­sent.

Auglýsing
Í nýlegri könnun kom fram að átta af tíu bisk­upum lands­ins vilja að lögum verði breytt þannig að und­an­þágu­heim­ild sókn­ar­nefnda varð­andi kven­presta verði afnum­in. Fjórir af bisk­up­unum tíu eru kon­ur. 

Biblían mik­il­væg­ari en dönsk lög á Borg­und­ar­hólmi

Þrátt fyrir að rúmur helm­ingur allra presta í Dan­mörku séu konur eru ekki allir á þeirri skoðun að þær séu hæfar til slíkra starfa. Filip Ambrosen safn­að­ar­nefnd­ar­for­maður í smá­bænum Hasle á Borg­und­ar­hólmi seg­ist algjör­lega mót­fall­inn kven­prest­um. Ef til þess kæmi að kona yrði skipuð prestur myndi hann umsvifa­laust segja af sér og flytja sig í aðra sókn.  Filip Ambrosen segir að í Bibl­í­unni sé afdrátt­ar­laust kveðið á um að konur geti ekki verið prest­ar. Hann seg­ist ekki vera á móti kon­um, síður en svo, en fólki sé ætlað mis­mun­andi hlut­verk, að vera prestur sé karl­manns­starf. Safn­að­ar­nefndin í þorp­inu Rutsker á Borg­und­ar­hólmi er sömu skoð­un­ar. 

Auk þess­ara tveggja safn­aða eru örfáir söfn­uðir ann­ars staðar í Dan­mörku þar sem and­staða er við kven­presta og þeir ekki valdir til starfa.

Slæmur mórall og nið­ur­lægj­andi fram­koma

Fyrir tveim vikum greindi danska útvarp­ið, DR, frá nýrri könnun með­al  starfs­manna dönsku þjóð­kirkj­unn­ar. Um er að ræða org­anista, fast­ráðna söngv­ara, graf­ara, kirkju­verði og umsjón­ar­menn, sem sé annað starfs­fólk en presta. Sam­tals eru starfs­menn­irnir um það bil tólf þús­und og þrjú þús­und svör­uðu könn­un­inni. Nið­ur­stöð­urnar hafa vakið athygli en þar kom í ljós að einn af hverjum þremur taldi sig hafa orðið fyrir nið­ur­lægj­andi fram­komu í starfi sínu, langoft­ast frá safn­að­ar­nefnd­ar­fólki. Safn­að­ar­nefnd­irnar eru um það bil sextán hund­ruð, þær eru skip­aðar leik­mönnum og eru kosnar fjórða hvert ár. Í könnun danska útvarps­ins kom fram að margir þeirra sem sitja í safn­að­ar­nefnd­unum hafi enga, eða litla, reynslu af slíkum störfum og ímyndi sér að þeir geti beitt eins­konar til­skip­un­ar­stjórnun og tali niður til starfs­manna.

Prestar draga upp dökka mynd

Fyrir um það bil ári birti sjón­varps­stöðin TV2 Lorry langt við­tal við Katrine Blin­ken­berg sókn­ar­prest á Sjá­landi. Hún hafði rætt við 49 starf­andi presta, af báðum kynj­um, í Kaup­manna­höfn. Í við­töl­unum kom fram að prest­arn­ir, einkum kon­urn­ar, höfðu upp­lifað nei­kvæða og niðr­andi fram­komu í sinn garð og þekktu sömu­leiðis allir dæmi um presta sem höfðu hrökkl­ast úr starfi vegna þessa. Í fram­haldi af  við­töl­unum höfðu prest­arnir sem rætt var við und­ir­ritað yfir­lýs­ingu sem birt­ist í „Prest­in­um“ tíma­riti presta. Umfjöllun TV2 Lorry vakti mikla athygli og var rædd í þing­in­u.  Ane Hals­boe- Jørg­en­sen kirkju­mála­ráð­herra ákvað í fram­hald­inu að koma á lagg­irnar ráð­gjaf­artil­boði, eins og hún komst að orði, fyrir starfs­fólk þjóð­kirkj­unn­ar. Ýmsir úr hópi þing­manna sögðu ráð­gjaf­artil­boðið ekki duga, meira þyrfti til að ef takast ætti að upp­ræta vand­ann. 

Fyrir nokkrum dögum birti danska útvarpið við­tal við Meg­han Welch Jak­ob­sen fyrr­ver­andi prest í smá­bænum Gudhjem á Borg­und­ar­hólmi. Hún lauk emb­ætt­is­prófi í guð­fræði árið 2017, 49 ára að aldri, og réðst þá til starfa í Gudhjem. Hún kvaðst strax hafa fundið að hún væri ekki vel­kom­in, fólk hefði veist að henni og sagt að það kærði sig ekki um kven­prest og myndi ekki sækja kirkju hjá henni. Á end­anum sagði Meg­han Welch Jak­ob­sen upp, hún er nú starf­andi prestur í Hol­bæk á Sjá­landi og kveðst mjög ánægð.

Ráð­herra skoðar laga­breyt­ing­ar 

Í við­tali fyrir nokkrum dögum sagði Ane Hals­boe- Jørg­en­sen kirkju­mála­ráð­herra að nið­ur­staða áður­nefndrar könn­unar danska útvarps­ins væri von­brigði þótt hún hefði ekki komið á óvart. Hún kvaðst vona að hægt yrði að ráða bót á ástand­inu, í sátt og sam­lyndi. Jafn­framt sagð­ist hún til­búin að skoða laga­breyt­ingar varð­andi skipan presta og nefndi sér­stak­lega vilja mik­ils meiri­hluta bisk­upa lands­ins til breyt­inga. 

„En ég vil ekki ana að neinu“ sagði ráð­herr­ann „kirkjan er mik­il­væg stofnun í sam­fé­lag­inu og um hana þarf að ríkja sátt“. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar