Högnuðust samtals um 16,5 milljarða eftir að þau greiddu 4,4 milljarða í veiðigjöld og skatta

Útgerðarfélög að öllu leyti í eigu Samherja og Síldarvinnslan, sem Samherji á þriðjung í, greiddu um fimmtung þess sem var til skiptanna úr rekstrinum til ríkisins í formi veiðigjalda en afgangurinn rann til hluthafa.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Síld­ar­vinnslan, Sam­herji Íslands og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyrar högn­uð­ust sam­tals um 16,5 millj­arða króna í fyrra. Þá er búið að taka til­lit til þess að útgerð­ar­fé­lögin þrjú greiddu sam­tals um 4,4 millj­arða króna í veiði­gjöld og skatta. Því fór um fimmt­ungur þess sem var til skipt­anna hjá félög­unum þremur eftir greiddan kostnað til rík­is­ins en afgang­ur­inn, tæp 80 pró­sent, rann til hlut­hafa. 

Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingum þeirra þriggja vegna árs­ins 2021.

Sam­herji hf. á tvö síð­ar­nefndu félögin að öllu leyti og rekur botn­fisksveiðar og -vinnslu sína í gegnum þau. Sam­herji hf. er auk þess stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar sem er en stærsta upp­sjáv­ar­veiða­út­gerð lands­ins. Móð­ur­fé­lagið á um þriðj­ung í Síld­ar­vinnsl­unni sem er skráð á hluta­bréfa­mark­að, en talið sem hlut­deild­ar­fé­lag í árs­reikn­ingi Sam­herja hf. 

Sam­herji Ísland

Sam­herji Ísland, útgerð­­ar- og fisk­vinnslu­­fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar, hagn­að­ist um næstum fjóra millj­­arða króna á árinu 2021, ef miðað er við með­­al­­gengi evru á síð­­asta ári, en útgerðin gerir upp í þeirri mynt. 

Útgerðin er með fjórðu mestu afla­hlut­­­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­­­sögu allra sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 8,09 pró­­­­­­sent, sam­­kvæmt síð­­­ustu birtu töl­u­m. 

Auglýsing
Í árs­­reikn­ingi félags­­ins sem er nú aðgeng­i­­legur í fyr­ir­tækja­­skrá kemur fram að rekstr­­ar­hagn­aður hafi verið um 4,6 millj­­arðar króna, en þá var búið að gera ráð fyrir greiðslu veið­i­­gjalda upp á um 470 millj­­ónir króna sem hluta af kostn­að­­ar­verði seldra vara. Sam­herji Ísland borg­aði svo um 900 millj­­ónir króna í tekju­skatt. Sam­tals fóru því tæp­­lega 1,4 millj­­arðar króna til rík­­is­­sjóðs frá félag­inu á árinu 2021. 

Stjórn Sam­herja Ísland ákvað að greiða út 40 pró­­sent af hagn­aði árs­ins í arð til móð­ur­fé­lags­ins Sam­herja hf. vegna síð­­asta árs, sem eru þá um 1,6 millj­­arðar króna. Greidd veið­i­­­gjöld voru því undir 30 pró­­sent af arð­greiðsl­unni sem greidd var upp í móð­­ur­­fé­lagið Sam­herja hf. 

Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga

Hitt útgerð­ar­fé­lagið sem Sam­herji hf. á að öllu leyti er Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga, sem heldur á 1,1 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Sam­an­lagt halda Sam­herji Ísland og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga því á 9,2 pró­sent af öllum kvóta á Íslandi. Sam­an­lagt gera félögin tvö út átta skip og reka land­vinnslu á Dal­vík, Akur­eyri og á Laugum í Reykja­dal. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem birt var á vef Sam­herja í gær samnýtir það félag veiði­heim­ildir sínar með Sam­herja Íslandi. Vegna þessa bók­færði Sam­herji Ísland um einn millj­arð króna í kvóta­leigu­tekjur á síð­asta ári en Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyrar leigði allan þann kvóta af syst­ur­fé­lag­inu fyrir sömu upp­hæð. 

Vergur hagn­aður Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga, eftir greiðslu 240 milljón króna veiði­gjalds, á síð­asta ári var 4,2 millj­arðar króna. Kvóta­leiga, afskriftir og fjár­magns­gjöld, ásamt umtals­verðum nei­kvæðum geng­is­mun, gerði það að verkum að end­an­legur hagn­aður Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyrar eftir greiðslu 127 milljón króna í skatta, var 1,4 millj­arðar króna. Stjórn félags­ins ákvað að greiða helm­ing­inn af þeirri upp­hæð til móð­ur­fé­lags­ins Sam­herja hf. í arð, eða um 700 millj­ónir króna. 

Sam­tals greiddi Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga því um 367 millj­ónir króna, miðað við með­al­gengi evru, í rík­is­sjóð á síð­asta ári eða rúm­lega helm­ing þess sem félagið greiddi í arð til móð­ur­fé­lags­ins Sam­herja hf.

Síld­ar­vinnslan

Sam­herji er líka stærsti ein­staki eig­andi útgerð­ar­ris­ans Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem skráð er á mark­að, með 32,6 pró­sent hlut. Síld­ar­vinnslan hélt á 9,41 pró­sent af úthlut­uðum kvóta sam­kvæmt síð­ustu birtu upp­lýs­ingum Fiski­stofu og félagið til­kynnti nýlega um kaup á Vísi í Grinda­vík fyrir á fjórða tug millj­arða króna, en Vísir heldur á 2,16 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Að óbreyttu fer Síld­ar­vinnslan ein og sér því yfir það tólf pró­­sent hámark sem hver útgerð má sam­­kvæmt lögum halda á af úthlut­uðum kvóta. 

Síld­ar­vinnslan hagn­að­ist um 11,1 millj­arð króna í fyrra. Af þeirri upp­­hæð féllu um þrír millj­­arðar króna til vegna sölu­hagn­aðar sem mynd­að­ist þegar SVN eigna­­fé­lag, stærsti eig­andi trygg­inga­­fé­lags­ins Sjó­vár, var afhentur fyrri hlut­höfum Síld­­ar­vinnsl­unnar áður en félagið var skráð á markað í maí í fyrra.

Síld­ar­vinnslan greiddi hlut­höfum sínum 3,4 millj­arða króna í arð, miðað við með­al­gengi Banda­ríkja­dals á árinu 2021 en félagið gerir upp í þeirri mynt. 

Þegar horft er á rekstr­ar­hagnað félags­ins fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta (EBIT­DA), þar sem búið er að gera ráð fyrir greiðslu veiði­gjalda en sölu­hagn­aður vegn a SVN eigna­fé­lags er ekki tek­inn með, nam hann 10,7 millj­örðum króna á síð­asta ári.

Félagið greiddi 531 millj­­ónir króna í veið­i­­­gjöld í fyrra og tæp­­lega 2,1 millj­­arð króna í tekju­skatt. Því námu sam­an­lagðar greiðslur vegna veið­i­­gjalds og tekju­skatts í rík­­is­­sjóð um 2,6 millj­­örðum króna, 

Af þeim arð­greiðslum sem Síld­ar­vinnslan greiddi fóru um 1,1 millj­arður króna til stærsta eig­and­ans, Sam­herja hf. 

Móð­ur­fé­lagið

Vert er að taka fram að Sam­herji hf., félags­ins sem heldur utan um inn­­­lendan rekstur Sam­herja, starf­­sem­i í Fær­eyjum auk eign­­ar­hluta í nokkrum skráðum félög­um, greiddi hlut­höfum sínum ekki út arð vegna síð­asta árs og hefur raunar ekki gert það síð­ustu þrjú rekstr­ar­ár. Hagn­aður sam­stæð­unnar í fyrra var 17,1 millj­arður króna og eigið fé þess var orðið 89 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 72 pró­sent í lok árs 2021. 

Auglýsing
Hluta þeirra miklu fjár­muna sem safnað hefur verið í Sam­herja hf. á að nota í upp­bygg­ingu á lax­eldi í þremur áföngum á næstu ell­efu árum, en dótt­ur­fé­lagið Sam­herji fisk­eldi áformar að byggja upp allt að 40 þús­und tonna land­eldi á laxi á þeim tíma. Land­eld­is­stöðin verður stað­sett við Reykja­nes­virkjun og mun sam­an­standa af seiða­stöð, áframeld­is­stöð og frum­vinnslu­húsi ásamt þjón­ustu­bygg­ing­um. Í árs­reikn­ingi Sam­herja hf. segir að heild­ar­fjár­fest­ing sé áætluð ríf­lega 45 millj­arðar króna en stjórn Sam­herja hefur ákveðið að leggja til fjár­magn til fyrsta áfanga verk­efn­is­ins og mun hækka hlutafé félags­ins um allt að 7,5 millj­arða króna, þar af um að minnsta kosti. 3,5 millj­arða króna á árinu 2022.

Sam­herji á líka fjár­fest­inga­fé­lagið Kald­bak, sem heldur utan um ýmsar fjár­fest­inga­eignir sam­stæð­unn­ar. Þar ber helst að nefna 4,5 pró­sent hlut í smá­söluris­anum Hög­um, sem færður var inn í Kald­bak fyrr á þessu ári og er met­inn á um 3,7 millj­arða króna í dag.

Eig­endur

Til­­­­kynnt var opin­ber­­­­lega um eig­enda­­­­skipti á Sam­herja hf. 15. maí 2020. Þá birt­ist til­­­­kynn­ing á heima­­­­síðu Sam­herj­­­­a­­­­sam­­­­stæð­unnar um að Þor­­­­steinn Már Bald­vins­­­­son, Helga S. Guð­­­­munds­dóttir og Krist­ján Vil­helms­­­­son væru að færa næstum allt eign­­­­ar­hald á Sam­herja hf., sem er eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lag utan um þorra starf­­­­semi sam­­­­stæð­unnar á Íslandi og í Fær­eyj­um, til barna sinna. Sú til­­­­­færsla átti sér þó stað á árinu 2019.

Þau halda hins vegar áfram að vera eig­endur að erlendu starf­­­­sem­inni, og halda á stórum hlut í Eim­­­­skip, sem hefur frá 2018 verið vistað inni í öðru eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lagi. Árs­reikn­ingur Sam­herja Hold­ing vegna árs­ins 2021 liggur ekki fyr­ir.

Stærsti eig­andi Sam­herja hf. í dag er félagið K&B ehf., sem er í 2,1 pró­­­­sent eigu Þor­­­­steins Más, for­­­­stjóra Sam­herja, 49 pró­­­­sent eigu Bald­vins Þor­­­­steins­­­­son­­­­ar, sonar hans, og 48,9 pró­­­­sent eigu Kötlu Þor­­­­steins­dótt­­­­ur, dóttur Þor­­­­steins Más. Það á 44,1 pró­­­­sent í félag­inu. Félagið Bliki ehf., sem Sam­herji á sjálfur 32,1 pró­­sent í og flokk­­ast þar með sem dótt­­ur­­fé­lag sam­­stæð­unn­­ar, er næst stærsti ein­staki eig­and­inn með 11,9 pró­­sent hlut. Sam­herji keypti 10,3 pró­­sent hlut í Blika í fyrra auk þess sem dótt­­ur­­fé­lag­ið  Fram­in­vest Sp/f á 28,2 pró­­sent eign­­ar­hlut í Blika. Kross­­eigna­­tengsl félag­anna eru færð út til lækk­­unar á eigin fé í reikn­ingum Sam­herja. Þor­­­­­­steinn Már er helsti skráði stjórn­­­­­­andi Fram­in­vest sp/f, sem er með heim­il­is­­festi í Fær­eyj­­­­­­um.

Hall­­­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín, börn útgerð­­­ar­­­stjór­ans Krist­jáns Vil­helms­­­son­­­ar, eiga sam­an­lagt með um 41,5 pró­­­­sent hluta­fjár en ekk­ert þeirra meira en 8,5 pró­­­sent hlut hvert.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar