Skrifræði í vegi vindorku

Í júní undirritaði meirihluti þingmanna á danska þinginu samkomulag sem kynnt var sem „risaskref“ í orkumálum. Meðal annars á að fimmfalda raforku frá vindmyllum á hafi úti fram til 2030. En eitt er að ákveða og annað að framkvæma.

Vindorkuver á hafi
Auglýsing

Í sept­em­ber í fyrra kynnti danska rík­is­stjórnin umfangs­mikla áætlun um marg­hátt­aðar umbætur í mennta- og atvinnu­mál­um. Áætl­unin nefnd­ist Dan­mark kan mere. Jafn­framt var greint frá því að á þessu ári (2022) myndi stjórnin leggja fram áætlun um grund­vall­ar­breyt­ingar í orku­mál­um. Sú áætlun var kynnt um miðjan apríl á þessu ári undir heit­inu Dan­mark kan mere II.

24. júní síð­ast­lið­inn sendi danski orku­mála­ráð­herr­ann Dan Jørg­en­sen frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem greint var frá því að meiri­hluti þing­manna hefði und­ir­ritað sam­komu­lag um áður­nefnda áætl­un. 

Í til­kynn­ingu ráð­herr­ans segir að „með þessu sam­komu­lagi verði til stórt umhverf­is­vænt (grønt) orku­ver fyrir alla Evr­ópu þegar við sköpum mögu­leika á fimm­földun raf­orku­fram­leiðslu frá vind­myllum á sjó árið 2030 frá því sem nú er. Þetta skipti miklu fyrir and­rúms­loftið og mun gera Dan­mörku óháða rúss­neskri orku og jafn­framt mik­il­vægt að meiri­hluti þing­manna standi saman og sýni að Dan­mörk getur bet­ur“.

Meiri vind­ur, meiri sól, minna gas

Með ofan­greindum orðum lýstu þing­menn sam­komu­lag­inu sem und­ir­ritað var í júní. Sam­kvæmt því skal allt gas í dönskum gasleiðslum (eins og það er orð­að) vera umhverf­is­vænt árið 2030 og árið 2035 skal ekk­ert íbúð­ar­hús­næði í Dan­mörku nota gas til upp­hit­un­ar. Raf­orku­fram­leiðsla með vind­myllum á sjó (havmøll­er) á að geta séð 15 millj­ónum heim­ila fyrir umhverf­is­vænni raf­orku árið 2030.

Sam­kvæmt tölum dönsku hag­stof­unnar eru heim­ili í land­inu um það bil 2.8 millj­ónir þannig að miðað við áætl­anir gætu Danir selt umtals­vert magn raf­orku úr landi. Mörg önnur atriði eru til­greind í sam­komu­lag­inu, þar á meðal fjár­mögn­un­ar­leið­ir. Sam­tök fjar­varma­fyr­ir­tækja, Dansk Fjern­varme, sem eru sam­tals 400, sögð­ust í frétta­til­kynn­ingu fagna sam­komu­lagi þing­mann­anna. En lýstu jafn­framt yfir áhyggjum vegna þess að ekk­ert væri minnst á aðgerðir til aðstoðar hús­eig­endum sem vilja skipta út gas­hit­un­ar­kyndi­tækjum og fá græna fjar­hit­un. 

Best geymdar á haf­inu

Þótt flestum þyki vind­myllur góðar til síns brúks finnst mörgum þær ekki vera bein­línis neitt fyrir augað og þar að auki þykir hvin­ur­inn frá spöð­un­um, sem sífellt verða stærri, hvim­leið­ur. Rann­sóknir hafa sýnt að sífelldur niður frá myllum í næsta nágrenni manna­bú­staða geti verið skað­legur heils­unni. Þess vegna kæra fæst­ir, eða engir sig um að hafa myll­urnar í næsta nágrenni og þar stendur hníf­ur­inn í kúnni. Land­rými í Dan­mörku er tak­markað og ekki um auð­ugan garð að gresja þegar finna skal land fyrir myll­ur. Þess vegna horfa Danir í síauknum mæli til sjávar þegar reisa skal nýjar myll­ur.

Auglýsing
Þetta er ástæða þess að áætl­unin fyrr­nefnda gerir ráð fyrir að vind­myll­urnar verði stað­settar á hafi úti, þrátt fyrir að kostn­aður við upp­setn­ingu og rekstur haf­mylla sé meiri en land­mylla. Þess má geta að sam­tals eru fleiri en 6 þús­und myllur í Dan­mörku, á landi og sjó. Hlut­fall vind­orku í raf­magns­fram­leiðslu hefur auk­ist jafnt og þétt og á fyrstu mán­uðum árs­ins var raf­magn frá vind­orku 61% af allri orku­notkun í land­inu og hefur aldrei verið hærra. 

Fyrstu dönsku haf­myll­urnar 1991 

Árið 1991 voru reistar 11 vind­myllur úti fyrir Vindeby á Lálandi. Myll­urnar gátu fram­leitt 5 mega­vött. Margir höfðu efa­semdir og töldu að haf­myllur ættu ekki fram­tíð­ina fyrir sér. Vindeby myll­urnar eru ekki lengur á sínum stað en á þeim rúmu þremur ára­tugum sem liðnir eru frá því þær fóru að snú­ast hafa verið reistar fleiri en 600 haf­myllur sem fram­leiða sam­tals 2.300 mega­vött, 2,3 gíga­vött. Þótt það sé mikil aukn­ing frá upp­haf­legu myll­unum hjá Vindeby eru það smá­munir miðað við þau 12.9 gíga­vött sem áætl­unin Dan­mark kan mere II mið­ast við. Til þess að ná því mark­miði þarf að reisa milli 500 og 1000 nýjar risa­vind­myllur á næstu átta árum. Þær eiga allar að vera haf­myll­ur, flestar úti fyrir vest­ur­strönd Jót­lands. Í svoköll­uðum haf­myllu­görð­um, eins og Danir kom­ast að orði.

Skrifræð­isljón á eða í veg­inum

Stundum er um það deilt hvort tala skuli um ljón á veg­in­um, eða í veg­in­um, þegar hindr­anir eða óvæntir erf­ið­leikar tefja fram­kvæmdir eða ákvarð­an­ir. Hvort sem ljónin eru í eða á veg­inum í áætlun danskra þing­manna um haf­myll­urnar eru þau til stað­ar, að mati margra sér­fræð­inga. Þeir telja úti­lokað að mark­miði um fram­leiðslu 12.9 gíga­vatta verði náð árið 2030. 

Fyrsta skref eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að ráð­ast í verkið og svæðið fyrir myll­urnar ákveðið er rann­sókn á svæð­inu og skipu­lag þar. 

Dan Jørgensen er orkumálaráðherra Danmörku. Mynd: EPA

Því næst útboð þar sem fyr­ir­tæki bjóða í fram­kvæmd­ina. Þegar því er lokið þarf fyr­ir­tækið sem varð hlut­skarp­ast í útboð­inu að gera frek­ari rann­sóknir á við­kom­andi svæði. Svo tekur við umhverf­is­mat (VVM rann­sókn). Þar á eftir þarf að sækja um og fá til­skilin leyfi stjórn­valda. Sömu­leiðis þarf að ná samn­ingum um að tengja vind­myll­urnar dreifi­kerfi, það krefst leyfa og sam­þykkta. Þá er loks hægt að hefj­ast handa, smíða myll­urn­ar, flytja þær á stað­inn, koma þeim fyrir á und­ir­stöð­unum og leggja kapla til lands. Allt þetta þarf til, ef áætl­unin Dan­mark kan mere II á að stand­ast og straum­ur­inn að ber­ast um dreif­ing­ar­kerfið eftir átta ár. Sér­fræð­ingar í orku­málum hafa bent á að reynslan sýni að það taki allt að níu árum að koma vind­myllu­svæði, í gagn­ið. Skrifræðið sé helsti þrösk­uld­ur­inn, það taki ein­fald­lega allt of langan tíma. Krist­ian Jen­sen (fyrr­ver­andi ráð­herra) tals­maður Green Power Den­mark (sam­tök orku­fyr­ir­tækja) segir að eins og málum sé nú háttað gangi hlut­irnir alltof hægt fyrir sig í „kerf­in­u“. 

Ráð­herra er bjart­sýnn 

Dan Jørg­en­sen orku­mála­ráð­herra kvaðst í við­tali við danska sjón­varp­ið, DR, sam­mála því að bretta þurfi upp ermar ef mark­mið Dan­mark kan mere II eigi að nást. Hann seg­ist þó bjart­sýnn og ef allir legg­ist á eitt náist þetta háleita mark­mið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar