Margrétarskálin

Hvað er svona merkilegt við skál úr melamíni sem þótti ekki rétt að setja sjóð­andi vökva í þær og eiga ekki erindi í örbylgju­ofn­inn, og eru kjötbollurnar í alvöru besta ef þær eru hrærðar í „Margréti“?

margrethe.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn end­­­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­­­ir. Frétta­­­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­­­sælda og sú sem er end­­­­ur­birt hér að neðan var upp­­­­haf­­­­lega birt þann 14. apríl 2015.

Árið 1953 var dönskum lögum breytt þannig að konur og karlar ættu sama rétt til krún­­unn­­ar, aldur í beinan legg skyldi ráða. Þetta var gert í ljósi þess að elsta barn dönsku kon­ungs­hjón­anna, Frið­­riks IX og Ingiríðar drottn­ingar var stúlka, Mar­grét Þór­hild­­ur. ­­Kon­ungs­hjónin eign­uð­ust þrjár dætur en ekki son og þar að auki var þessi laga­breyt­ing í takt við breytta tíma.

Árið 1952 hóf ungur hönn­uð­­ur, Jacob Jen­­sen, störf hjá teikn­i­­stof­unni Berna­dotte og Bjørn Industridesign A/S. Jacob þessi var nýút­­­skrif­aður úr Danska hönn­un­­ar­­skól­an­um, af iðn­­hönn­un­­ar­braut sem hinn þekkti arki­­tekt Jörn Utzon hafði sett á lagg­irn­­ar. Jacob (fæddur 1926) hafði dottið út úr skóla og vann eftir það um skeið á bólst­­ur­verk­­stæði föður síns. Hann varð síðar enn þekkt­­asti iðn­­hönn­uður Dana, einkum vegna starfa sinna hjá Bang & Olu­f­­sen.

Fyrsta verk Jac­obs Jen­­sen á teikn­i­­stofu Berna­dotte og Bjørns, var að teikna skál, ætl­­aða til alhliða nota í eld­­húsi. Þetta var akkúrat um sama leyti og verið var að breyta að dönsku rík­­is­­ar­falög­unum og Sig­vard Berna­dotti, sem var bróðir Ingiríðar dana­drottn­ingar fékk leyfi dönsku krún­­unnar til að kenna skál­ina við Mar­gréti rík­­is­­arfa. Skálin fékk því nafnið Margretheskå­­len, Mar­grét­­ar­­skál­in.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið Rosti, sem þá var tíu ára gam­alt, tók að sér að fram­­leiða Mar­grét­­ar­­skál­ina. Skál­in, sem var steypt í móti, var gerð úr sér­­­stöku plast­­efni, melamíni, og hafði marga eig­in­­leika umfram Bakelite efnið sem þá var mikið not­að. Var miklu létt­­ara og ekki jafn við­­kvæmt. Skál­­arnar eru enn fram­­leiddar úr þessu sama efni, það er ekki rétt að setja sjóð­andi vökva í þær og þær eiga ekki erindi í örbylgju­ofn­inn.

Sló strax í gegn

Engan, hvorki hönn­uð­inn, vinn­u­veit­endur hans né Rosti fyr­ir­tæk­ið, hefur lík­­­lega grunað hví­líkt snilldar eld­hús­á­hald Jacob Jen­­sen hafði skap­að. Enn síður hefur þá grunað að 61 ári síðar hefðu selst næstum 50 millj­­ónir skála. Hönn­uð­­ur­inn sagði ein­hvern­­tíma í við­tali að hann hefði kannski átt að tryggja sér eins og eina krónu af hverri seldri skál, en það væri nú auð­velt að vera vitur eftir á bætti hann svo við. Ann­­ars hefur hann ekki þurft að örvænta um afkom­una, er heims­þekktur hönn­uður og ekki á hor­­leggj­unum eins og sagt er. Mar­grét­­ar­­skálin er á nútíma­lista­safn­inu MOMA í New York, meiri upp­­hefð getur ekki einni eld­hús­­skál hlotn­­ast.

Gúmmí­­hringur á botni og lok eina breyt­ingin

Mar­grét­­ar­­skálin var í fyrstu fram­­leidd í fjórum lit­um, hvítum græn­um, gulum og bláum og í fjórum stærð­­um. Núna eru stærð­­irnar 10 og lit­irnir að minnsta kosti 15. Formið á skál­inni er algjör­­lega óbreytt en uppúr 1960 var farið að setja gúmmí­­­kant, eða hring, neðan á botn­inn til að gera skál­ina stöðugri á borði.

Hvað er svona merki­­legt við eina skál?

Þessa spurn­ingu lagði eitt dönsku blað­anna fyrir fólk á förnum veg­i. Allir þekktu skál­ina og svörin voru á þá leið að hún væri ein­fald­­lega svo þæg­i­­leg og hægt að nota hana til margra hluta í eld­hús­inu. „Alltaf eins og ný" sagði einn. Margir sögðu að hún fal­­leg og maður fengi aldrei leiða á að hafa hana fyrir aug­un­­um. „Ein­fald­­lega flott" sagði fólk. „Kjöt­­boll­­urnar bestar ef þær eru hrærðar í Mar­gréti" sagði einn sem spurður var. Einn úr hópi við­­mæl­enda sagði að eini mínus­inn við Mar­grét­­ar­­skál­ina væri sá að hún væri ekki lengur fram­­leidd í Dan­­mörku. Fram­­leiðslan var fyrir nokkrum árum flutt til Hollands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar