Að bera slæðu eða ekki

Nefnd á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar leggur til að slæður verði bannaðar í dönskum grunnskólum. Tillagan, sem enn er aðeins drög, er mjög umdeild og margir þingmenn telja útilokað að tillaga um slæðubann yrði samþykkt í danska þinginu.

Frá nefnd á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar hefur komið sú tillaga að banna notkun slæðu, eða hijab, í grunnskólum landsins. Ekki eru allir á einu máli um ágæti tillögunnar.
Frá nefnd á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar hefur komið sú tillaga að banna notkun slæðu, eða hijab, í grunnskólum landsins. Ekki eru allir á einu máli um ágæti tillögunnar.
Auglýsing

Fyrr á þessu ári skip­aði danska rík­is­stjórnin nefnd „Kommissionen for den glemte kvindekamp“ eins og nefndin hét í skip­un­ar­bréf­inu. Verk­efni nefnd­ar­inn­ar, sem var skipuð ell­efu full­trú­um, var að koma með til­lögur og hug­myndir um hvernig hægt væri að tryggja konum sem til­heyra minni­hluta­hópum í Dan­mörku sömu rétt­indi og frelsi og aðrar konur í land­inu njóta. For­maður nefnd­ar­innar er Christ­ina Krzyros­iak Han­sen borg­ar­stjóri í sveit­ar­fé­lag­inu Hol­bæk. Í skip­un­ar­bréf­inu kom fram að nefnd­inni væri ætlað að ljúka störfum og skila til­lögum sínum í árs­byrjun 2023. Í skip­un­ar­bréf­inu voru nefnd þau gildi sem nefnd­inni bæri að hafa í huga og eiga að ná til allra íbúa Dan­merk­ur. Í fyrsta lagi að börnum sé tryggt upp­eldi án vald­beit­ingar (uden vold i opdra­gel­sen), eðli­lega umgengni við börn af báðum kynj­um, í íþrótt­um, ferðum á vegum skól­ans, í leikjum og starfi.

Í öðru lagi að ung­ling­ar, ákveði sjálfir hverja þeir umgang­ist, þar á meðal að velja kærasta, eða kærustu, og maka. Ráða sjálfir yfir eigin lík­ama og kyni (seksu­alitet).

Í þriðja lagi að vera hluti sam­fé­lags­ins Dan­merk­ur, velja menntun og vini, taka þátt í hátíðum og atvinnu­lífi. Ákveða eigin klæðnað og njóta tján­ing­ar- og trú­frels­is.

Í skip­un­ar­bréf­inu kom fram að nefnd­inni væri ætlað að ljúka störfum og skila til­lögum sínum í árs­byrjun 2023.

Engin sér­lög um slæður

Í Dan­mörku eru ekki í gildi lög sem gilda sér­stak­lega um slæðu­burð. Á vinnu­mark­aðnum eru engar almennar reglur um slæður en hins­vegar er bannað að mis­muna fólki af trúar­á­stæð­um. Lögum um dóm­stóla (Retsplejeloven) var breytt árið 2009 og þar var tekið fram að dóm­arar mættu ekki bera trú­ar­leg né póli­tísk tákn í rétt­ar­söl­um. Her­menn og lög­reglu­þjónar mega ekki bera slæður sem hluta ein­kenn­is­bún­ings.

Ára­langar deilur og umræður

Í byrjun þessa árs voru tæp­lega 850 þús­und manns af erlendu bergi brot­ið, inn­flytj­endur og afkom­endur þeirra, búsett í Dan­mörku. Inn­flytj­endum fjölg­aði eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina allt fram til árs­ins 1973. Í sumum til­vikum var um að ræða fólk sem hrak­ist hafði frá heima­löndum sínum en einnig var um ræða erlent vinnu­afl, einkum tengt olíu­-og gasvinnslu, fyrst og fremst karl­menn. Margir úr þessum hópi sneru ekki heim aftur heldur sett­ust að í Dan­mörku. Árið 1983 tóku gildi breytt lög um útlend­inga, þau tryggðu aukin rétt­indi, meiri en í flestum öðrum ríkjum Evr­ópu. Þessi lög mættu vel­vilja Dana í upp­hafi en í kjöl­far auk­innar ásóknar útlend­inga í að setj­ast að í Dan­mörku kom annað og gagn­rýnna hljóð í strokk­inn.

Auglýsing

Mál­efni erlends fólks sem flutt hefur til Dan­merkur með aðra siði og trú­ar­brögð en Danir eiga að venj­ast hafa þannig árum saman orðið til­efni deilna, bæði í þing­inu, Fol­ket­in­get, og meðal almenn­ings. Mikil umræða varð um mál­efni útlend­inga í kjöl­far stríðs­átak­anna í Sýr­landi en árið 2015 ósk­uðu 21 þús­und Sýr­lend­ingar og Sómalar eftir póli­tísku hæli í Dan­mörku. Af þeim 850 þús­undum íbúa Dan­merkur af erlendum upp­runa eru Tyrkir fjöl­mennast­ir, um 65 þús­und, Pól­verjar eru næst fjöl­mennast­ir, um það bil 50 þús­und og Sýr­lend­ingar koma næstir þar á eft­ir, rétt um 44 þús­und.

Slæðu­bann margoft rætt í þing­inu

Á und­an­förnum árum hafa slæðu­mál, eins og gjarna er kom­ist að orði, margoft komið til umræðu í danska þing­inu og skoð­anir ætíð skipt­ar. Snemma árs 2018 lagði Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn til að öll trú­ar­leg tákn skyldu bönnuð í grunn­skólum lands­ins og fyrir þing­kosn­ing­arnar 2019 sagði Pern­ille Ver­mund, for­maður Nýja borg­ara­lega flokks­ins (Nye Borgerlige) að flokk­ur­inn myndi vinna að því að banna múslima­slæð­ur, eins og hún komst að orði, í grunn­skólum lands­ins.

Árið 2018 tók gildi bann við því að hylja and­lit sitt á almanna­færi, kallað búrku­bann­ið. Þessu banni var fyrst og fremst beint gegn múslímskum konum þótt ekki væri það sagt berum orð­um.

Mál­efni inn­flytj­enda og staða þeirra í dönsku sam­fé­lagi hafa verið áber­andi í danskri þjóð­fé­lags­um­ræðu á síð­ustu árum. Sú umræða stafar ef til vill af þeirri stað­reynd að inn­flytj­endum og fólki af erlendu bergi brotið hefur fjölgað og gerir sig æ meira gild­andi í þjóð­líf­inu. Það hefur þó frekar gilt um karla en kon­ur. Kann­anir hafa sýnt að konum af öðrum upp­runa en dönskum hefur ekki reynst auð­velt að hasla sér völl og láta til sín taka í sam­fé­lag­inu. Mörgum hefur verið ljóst að „ekk­ert kemur af engu“ eins og Lér kon­ungur í sam­nefndu leik­riti Shakespe­ares sagði en þó hefur fátt gerst. Nefndin sem stjórnin skip­aði í byrjun árs­ins hefur nú birt til­lögur sínar og þær hafa vakið athygli.

Leggur til slæðu­bann

Til­lögur nefnd­ar­innar sem stjórnin skip­aði eru ekki end­an­leg­ar. Til­lög­urnar eru í níu liðum en sú sem lang mesta athygli hefur vakið er sú sem snýr að slæð­unum marg­nefndu. Nefndin mælir með að slæður verði bann­aðar í öllum grunn­skólum lands­ins. Rökin eru þau að stúlkur sem beri slæður skilji sig frá öðrum og ein­angr­ist og þær myndi ekki vina­tengsl utan mjög tak­mark­aðs hóps. Séu öðru­vísi.

Skiptar skoð­anir

Til­lög­urnar sem nefnd rík­is­stjórn­ar­innar lagði fram til kynn­ingar í síð­ustu viku eru mjög umdeild­ar. Rök þeirra sem styðja til­lög­urnar eru þau að verði slæð­urnar bann­aðar hverfi sú sýni­lega aðgrein­ing sem nú er til stað­ar. Þeir sem eru and­snúnir slæðu­banni segja að ef það verði lög­fest muni sum­ir, kannski margir, for­eldrar ein­fald­lega ekki senda dæt­urnar í skóla og þar með ein­angr­ist stúlk­urnar enn frek­ar. Í Dan­mörku er ekki skóla­skylda, heima­kennsla er heimil og börn sem læra heima fari á mis við félags­líf sem teng­ist skól­an­um. Aðrir gagn­rýnendur slæðu­banns­ins segja að trú­frelsi sé tryggt í dönsku stjórn­ar­skránni og ekki gangi að ætla að banna slæður en ekki önnur trú­ar­tákn, t.d. háls­men með krossi.

Meðal þing­manna eru skoð­anir skipt­ar. Sama máli gegnir um borg­ar­stjóra vítt og breitt um land­ið, margir þeirra eru and­snúnir slæðu­banni. Jakob Ellem­ann Jen­sen for­maður Ven­stre hefur ekki sagt af eða á varð­andi hugs­an­legt slæðu­bann. Kaare Dybvad Beck ráð­herra útlend­inga­mála hefur ekki viljað tjá sig um mál­ið. Margir þing­menn sem danskir fjöl­miðlar hafa rætt við telja úti­lokað að lög um slæðu­bann yrðu sam­þykkt í þing­inu, ef til þess kæmi að málið næði svo langt.

Rétt er að geta þess að slæðu­nefnd­in, eins og nefndin sem rík­is­stjórnin skip­aði er köll­uð, á að skila end­an­legum til­lögum sínum í árs­byrjun 2023.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar