Hóf ferilinn sem frjálslyndur demókrati en leiðir nú Íhaldsflokkinn

Verðandi forsætisráðherra Bretlands og nýr leiðtogi Íhaldsflokksins var frjálslyndur demókrati á námsárunum og kaus gegn útgöngu Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en skipti svo um skoðun. En hver er Liz Truss?

Mary Elizabeth Truss verður nýr forsætisráðherra Bretlands og þriðja konan í sögunni sem gegnir því embætti.
Mary Elizabeth Truss verður nýr forsætisráðherra Bretlands og þriðja konan í sögunni sem gegnir því embætti.
Auglýsing

Mary Eliza­beth Truss verður nýr for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands frá og með morg­un­deg­in­um. Það varð ljóst eftir að hún bar sigur úr býtum í leið­toga­kjöri Íhalds­flokks­ins gegn Rishi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, sem sagði af sér emb­ætti í aðdrag­anda afsagnar Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra í júlí.

Ó­hætt er að full­yrða að Truss var ekki fyrsta val flokks­manna Íhalds­flokks­ins eftir að Boris John­son sagði af sér í kjöl­far fjölda hneyksl­is­mála. Eftir fimm umferðir af atkvæða­greiðslu þar sem fram­bjóð­endum var fækkað úr átta í tvo stóð valið á milli Truss og Sunak og sigur hennar var í raun aldrei í hætti, þó mun­ur­inn hafi verið minni en spár gerðu ráð fyr­ir.

Truss fékk 57 pró­sent atkvæða. 172.437 voru með kosn­inga­rétt í kjör­inu, rúm­lega þrettán þús­und fleiri en í leið­toga­kjör­inu 2019 þegar Boris John­son var kjör­inn. Það gefur vís­bend­ingu um fjölda flokks­manna en Íhalds­flokk­ur­inn er eini stjórn­mála­flokk­ur­inn í Bret­landi sem gefur ekki reglu­lega út fjölda flokks­manna. Miðað við þessar upp­lýs­ingar hefur flokks­mönnum fjölgað en þeir voru 159.320 árið 2019.

Auglýsing

En hver er Liz Truss?

Ung Liz hefði lík­lega ekki gert sér í hug­ar­lund að hún ætti síð­ar­meir eftir að ganga inn um dyr númer tíu í Down­ingstræti sem for­sæt­is­ráð­herra. Það verður hins vegar raun­in, frá og með morg­un­deg­in­um, þegar Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing mun form­lega skipa hana sem for­sæt­is­ráð­herra. Truss verður þriðja konan sem gegnir emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra í sögu Bret­lands, á eftir Marg­aret Thatcher og Ther­esu May.

Mary Eliza­beth Truss er 47 ára, fædd 26. júlí 1975. Hún er elst fjög­urra systk­ina og ólst upp á heim­ili frjáls­lyndra demókrata. Faðir hennar var pró­fessor í stærð­fræði og móðir hennar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Truss fædd­ist í Oxford en fjög­urra ára gömul flutti fjöl­skyldan til Pais­ly, í nágrenni við Glas­gow. Fjöl­skyldan flutti síðar til Leeds.

Mót­mælti aðgerðum Thatcher en lýsir henni síðar sem fyr­ir­mynd

Priscilla, móðir Truss, barð­ist ötul­lega fyrir afvopna­væð­ingu kjarn­orku og Truss var ekki há í loft­inu þegar hún fór með móður sinni í „ban the bomb“-­göngur þar sem hún kyrj­aði slag­orð sem beindust gegn Marg­aret Thatcher, sem hún hefur í seinni tíð lýst sem fyr­ir­mynd hennar í stjórn­mál­um.

Truss lýsir for­eldrum sínum sem „til vinstri við Verka­manna­flokk­inn“. Móðir hennar hafi þó stutt bar­áttu hennar í leið­toga­kjöri Íhalds­flokks­ins en hún er ekki viss hvort faðir hennar muni nokkurn tím­ann greiða henni atkvæði.

Truss stund­aði nám í heim­speki, hag­fræði og stjórn­mála­fræði við Merton-há­skól­ann sem heyrir undir Oxfor­d-há­skól­ann. Á náms­ár­unum var hún virk í stúd­entapóli­tík­inni fyrir Frjáls­lynda demókrata þar sem hún gegndi for­mennsku og lagði til að kon­ungs­stjórnin yrði lögð nið­ur. „Við, frjáls­lyndir demókrat­ar, trúum því ekki að fólk sé fætt til að stjórn­a,“ sagði Truss í ræðu á lands­fundi Frjáls­lyndra demókrata árið 1994.

Ekki leið á löngu þar til hún sagði skilið við flokk­inn og söðl­aði um yfir til Íhalds­flokks­ins. Hún hefur lýst tíma­bili sínu sem frjáls­lyndur demókrati sem mis­tökum á hennar yngri árum. „Sumir stunda kyn­líf, nota eit­ur­lyf og hlusta á rokk, ég var frjáls­lyndur demókrati. Fyr­ir­gef­ið,“ sagði Truss á fram­boðs­fundi í sum­ar.

Auglýsing

Að loknu námi starf­aði hún í bók­haldi hjá Shell og síðar hjá fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Cable & Wirel­ess þar sem hún kynnt­ist Hugh O'Leary. Þau gengu í hjóna­band árið 2000 og eiga tvö börn sem eru nú á tán­ings­aldri.

Umhverf­is-, dóms­mála- og utan­rík­is­ráð­herra

Truss reyndi fyrst að kom­ast á þing árið 2001. Hún náði ekki kjöri og heldur ekki árið 2005. Fyrir þing­kosn­ing­arnar 2010 var hún á svoköll­uðum A-lista David Camer­on, þáver­andi leið­toga Íhalds­flokks­ins, sem sam­an­stóð af Íhalds­mönnum sem hann vildi gjarnan að næðu kjöri. Truss bauð sig fram í Suð­vestur Nor­folk, þar sem talið var að Íhalds­flokk­ur­inn ætti öruggt sæti, og það reynd­ist rétt.

Liz Truss lýsti fyrst yfir áhuga á að verða forsætisráðherra í viðtali við You Magazine í maí 2019. Mynd: Instagram

Ráð­herra­fer­ill Truss hófst árið 2012 þegar hún varð und­ir­ráð­herra í mennta­mála­ráðu­neyt­inu. Tveimur árum síðar varð hún umhverf­is­ráð­herra og árið 2016 varð hún dóms­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Ther­esu May. Truss vakti athygli í umræðu um útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu og kaus hún gegn Brexit í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sum­arið 2016 þar sem hún tal­aði fyrir mik­il­vægi þess að vera hluti af sam­eig­in­legum mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins.

Truss skipti fljót­lega um skoðun eftir að nið­ur­staðan var ljós og sá hag sinn í því að fylgja Boris John­son þegar hann tók við sem leið­togi árið 2019 og var hún meðal þeirra fyrstu sem studdu hann sem leið­toga Íhalds­flokks­ins. Truss gegndi emb­ætti utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn John­son en þarf nú að finna nýjan í það emb­ætti þegar hún tekur við sem for­sæt­is­ráð­herra.

Nýkjörnum for­sæt­is­ráð­herra ber ekki að boða til kosn­inga en hefur þó vald til að gera svo. Kosn­ingar verða í síð­asta lagi í jan­úar 2025. Truss full­yrti í sig­ur­ræðu sinni í dag að áætlað sé að næstu þing­kosn­ingar fari fram 2024.

Boðar skatta­lækk­anir og aðgerðir vegna hækk­andi orku­verðs

Truss bíður vanda­samt verk sem for­sæt­is­ráð­herra en hún hyggst bregð­ast við verð­bólgu, hækk­andi orku­verði og öðrum efna­hags­á­skor­unu með því að kynna áætlun síðar í vik­unni sem felst að öllum lík­indum í fryst­ingu orku­reikn­inga. Þá hefur hún lofað að lækka skatta.

Truss heldur til Skotlands í fyrra­málið þar sem Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing dvelur þessa dag­ana. Þar mun drottn­ingin skipa Truss form­lega í emb­ætti og er það í fyrsta sinn í 70 ára valda­tíð drottn­ing­ar­innar sem hún skipar for­sæt­is­ráð­herra, sem er sá fimmt­ándi frá því að hún tók við völd­um, ann­ars staðar en í Buck­ing­ham-höll.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar