Virði íbúða Félagsbústaða hefur aukist um rúmlega 20 milljarða á sex mánuðum

Í fyrra hækkaði virði íbúða í eigu Félagsbústaða um rúmlega 20 milljarða. Eignasafnið hafði aldrei hækkað jafn mikið innan árs áður og hækkunin var meiri en fjögur árin á undan. Á fyrri hluta þessa árs hækkaði virði íbúðanna aftur um 20 milljarða.

Reykjavík
Auglýsing

Þær íbúðir sem Félags­­­bú­­stað­ir, félag utan um félags­­­legar leig­u­í­­búðir í eigu Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar, voru metnar á 146,7 millj­arðar króna í lok júní síð­ast­lið­ins. Virði þeirra hefur auk­ist um rúm­lega 20 millj­arða króna frá síð­ustu ára­mót­um, þegar íbúða­safnið var metið á  126,5 millj­­arða króna. Eigið fé félags­­ins er nú um 84,8 millj­arðar króna og hefur auk­ist um 17,5 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs. Hækk­­unin end­­ur­­speglar hækkun á fast­­eigna­mati á þeim 3.030 íbúðum sem Félags­bú­staðir eiga.

Þetta má lesa út úr nýbirtum árs­hluta­reikn­ingi Félags­bú­staða. 

Þessi mikla hækkun á virði eigna Félags­bú­staða, sem eru að öllu leyti í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, er stærsta ástæða þess að afkoma sam­­stæð­u borg­ar­innar á fyrri hluta árs­ins reynd­ist heilum 9,8 millj­­örðum krónum betri en gert hafði verið ráð fyr­ir. Virði eigna­safns félags­ins hækk­­aði um 16,9 millj­­arða króna umfram áætl­­un.

Lang­mesta hækkun frá upp­hafi

Þetta er lang­hæsta mats­breyt­ingin á fjár­­­fest­inga­­eignum Félags­­­bú­­staða sem nokkru sinni hefur átt sér stað á hálfs árs tíma­bili. Til að setja hana í sam­hengi má nefna að allt árið í fyrra hækk­aði virði íbúða­safns Félags­bú­staða um 20,5 millj­arðar króna, sem var í takti við þær gríð­­ar­­legu hækk­­­anir sem orðið höfðu á íbúð­­ar­verði á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu á tíma­bil­inu. Það var mesta hækkun sem orðið hafði á safn­inu innan árs frá stofnun Félags­bú­staða. Fyrra metið var sett árið 2016 þegar verð­breyt­ing á þeim fast­­eignum sem Félags­­­bú­­staði á og ætl­­aðar eru til útleigu hækk­­uðu um 10,9 millj­­arða króna. Árið 2017 hækk­­uðu eign­­irnar um 8,5 millj­­arða króna, ári síðar um þrjá millj­­arða og 2019 hækk­­uðu eign­­irnar um 4,8 millj­­arða króna. Þær hækk­­uðu svo um 1,8 millj­­arð króna árið 2020. Sam­an­lagt hækk­­uðu þær því um 18 millj­arða króna á fjórum árum. Í fyrra, á einu ári, hækk­­uðu þær um 2,5 millj­­arði króna umfram það sem þær höfðu hækkað fjögur árin á und­­an. 

Auglýsing
Á fyrstu sex mán­uðum þessa árs hækk­aði virði íbúð­anna um nán­ast sömu upp­hæð og allt árið í fyrra, og rúm­lega tveimur millj­örðum krónum meira en á árunum 2016-2020 sam­an­lag­t. 

Halda á 3.030 íbúðum

Í Reykja­vík er 74 pró­­­sent af öllu félags­­­­­legu hús­næði á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, þótt íbúar höf­uð­­­borg­­­ar­innar séu 56 pró­­­sent íbúa á svæð­in­u. Íbúðir Félags­­­bú­­staða eru yfir fimm pró­sent af öllum íbúðum í Reykja­vík. 

Alls halda Félags­­­­­bú­­­staðir á 3.030 íbúð­­­um. Almennar íbúðir eru 2.204, 444 eru svo útbúnar fyrir fatl­aða og 382 eru fyrir aldr­aða. Að öllu með­­­­­­­töldu er 22 félags­­­­­­­leg íbúð á hverja 1.000 íbúa Reykja­víkur – en þeir voru 137.260 tals­ins um mitt þetta ár. Heild­­­­ar­­­­fjöldi félags­­­­­­­legra íbúða í Reykja­vík við árs­­­­lok 2017 var sagður 2.513 og hefur þeim því fjölgað um 517  síðan þá.

Í könnun sem var gerð í fyrra kom fram að 84 pró­­­sent leigj­enda óhagn­að­­­ar­drif­inna leigu­fé­laga á borð við Félags­­­­­bú­­­staði eru ánægðir með að leigja þar. Á­nægjan hjá þeim sem leigja hjá einka­reknu leigu­fé­lög­unum á Íslandi er hins vegar mun minni, en á meðal leigj­enda þeirra segj­­­­ast 64 pró­­­­sent vera ánægð með núver­andi hús­næði.

Tölu­verður munur er á því að leigja af einka­að­ila og því að leigja af hinu opin­bera. Í mán­að­­­ar­­­skýrslu Hús­næð­is- og mann­­­virkja­­­stofn­unar (HMS) sem birt var í októ­ber 2021 kom fram að það kost­aði að með­­­­al­tali 168 þús­und krónur á mán­uði að leigja af einka­að­ila en 126 þús­und krónur á mán­uði að leigja íbúð í eigu ríkis eða sveit­­­­ar­­­­fé­laga. 

Því er að jafn­aði þriðj­ungi dýr­­­­ara að leigja af einka­að­ila en af opin­berum aðila.

Almennar íbúðir fyrir tekju­lága

Til við­­bótar við þær íbúðir sem Félags­bú­staðir eiga í Reykja­vík hafa verið byggðar margar almennar íbúðir fyrir tekju­lága í höf­uð­borg­inni á und­an­förnum árum. Lög um bygg­ingu slíkra íbúða voru sam­­­­þykkt sum­­­­­­­arið 2016. Hið nýja íbúða­­­­­kerfi er til­­­­­raun til að end­­­­­ur­reisa ein­hvern vísi að rík­­is­rekna félags­­­­­­­­­lega hús­næð­is­­­­­kerf­inu sem var aflagt undir lok síð­­­­­­­­­ustu aldar með þeim afleið­ingum að félags­­­­­­­­­legum íbúðum fækk­­­­­aði um helm­ing milli áranna 1998 og 2017.

Auglýsing
Mark­mið þeirra laga var að bæta hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­­­­ar­­­­mörkum með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi leig­u­hús­næði. Þannig yrði stuðlað að því að hús­næð­is­­­­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­­­­getu þeirra sem leigja hús­næðið og fari að jafn­­­­aði ekki yfir 25 pró­­­­sent af tekjum þeirra. 

Íbúð­­­­irnar sem hafa fengið stofn­fram­lög eru ætl­­­­aðar fyrir allskyns hópa sem eru með lágar tekj­­­­ur. Þar ber fyrst að nefna þá félags­­­­hópa sem eru undir skil­­­­greindum tekju- og eign­­­­ar­við­mið­­­­um. 

Níu af hverjum tíu almennum íbúðum í Reykja­vík

Stór hluti þess­­­­arar upp­­­­­­­bygg­ing­­­­ar, sem er afar umfangs­­­­mik­il, er á vegum Bjargs íbúða­­­­fé­lags, sem var stofnað af ASÍ og BSRB fyrir nokkrum árum síð­­­­an, og er rekið án hagn­að­­­­ar­­­­mark­miða.

Ýmsar íbúðir sem eru ekki innan almenna íbúða­­kerf­is­ins eða eru ekki í eigu sveit­­ar­­fé­laga falla þó ekki undir þessa upp­­taln­ingu líkt og allar íbúðir Félags­­­stofn­unar stúd­­enta og hluti íbúða Bygg­ing­ar­fé­lags náms­­manna, hluti íbúða Brynju – Hús­­sjóðs ÖBÍ, íbúðir Leig­u­­fé­lags­ins Brí­etar og fleiri.

Almenna ibúða­kerfið er fjár­­­­­­­magnað þannig að ríkið veitir stofn­fram­lag sem nemur 18 pró­­­­sent af stofn­virði almennra íbúða. Stofn­virði er kostn­að­­­­ar­verð íbúð­­­­ar­inn­­­­ar, sama hvort það er við bygg­ingu hennar eða vegna kaupa á henn­i. 

Reykja­vík hefur tekið á sig meg­in­þorra ábyrgðar á upp­­­­­bygg­ingu á almenna íbúð­­­ar­­­kerf­inu fyrir lág­­­tekju­­­fólk sem eru í vand­ræðum með að taka þátt á hefð­bundnum íbúða­­­mark­að­i. Alls 89,4 pró­­sent allra almennra íbúða sem hafa risið á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu á und­an­­förnum árum eru í Reykja­vík.

Það er ekki án kostn­aðar fyrir höf­uð­­­borg­ina, eða íbúa henn­­­ar, sem greiða fyrir rekst­­­ur­inn með útsvari  og fast­­­eigna­­­gjöld­­­um. Sveit­­­­ar­­­­fé­lög veita nefn­i­­­lega 12 til 16 pró­­­­sent stofn­fram­lag til verk­efn­anna. Þau geta falist í beinu fjár­­­­fram­lagi en eru oftar en ekki í formi úthlut­unar á lóðum eða lækk­­­­unar eða nið­­­­ur­­­­fell­ingar á gjöldum sem þyrfti ann­­­­ars að greiða til sveit­­­­ar­­­­fé­lags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar