Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands

Liz Truss verður nýr forsætisráðherra Bretlands eftir að hún hafði betur gegn Rishi Sunak í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Stórar áskoranir blasa við, ekki síst hækkandi orkuverð og hyggst Truss kynna áætlun sína til að bregðast við því í vikunni.

Liz Truss er nýr forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins.
Liz Truss er nýr forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins.
Auglýsing

Liz Truss, utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, er nýr leið­togi breska Íhalds­flokks­ins og þar með nýr for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands. Truss hafði betur gegn Rishi Sunak í leið­toga­kjöri flokks­ins með 81.326 atkvæðum gegn 60.399 atkvæð­um. Kjör­sókn var 82,6 pró­sent. Gra­ham Brady, for­maður 1922-­­­­nefndar Íhalds­­­­­flokks­ins, sem sér um helstu for­yst­u­­­­mál Íhalds­­­­­­­flokks­ins, greindi frá nið­ur­stöðum leið­toga­kjörs­ins skömmu fyrir hádegi.

Truss verður þriðja konan sem gegnir emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra í sögu Bret­lands. Hún hóf þakk­ar­ræðu sína á að segja það mik­inn heiður að vera kjör­inn leið­togi Íhalds­flokks­ins. Átta sótt­ust eftir að leiða flokk­inn eftir að Boris John­son sagði af sér í byrjun júlí. Eftir nokkrar lotur atkvæða­greiðsla stóð valið á milli Truss og Sunak. Fyr­ir­fram var búist við sigri Truss, sem þótti þó ekki lík­legur sig­ur­veg­ari þegar kosn­inga­bar­áttan hófst fyrir um tveimur mán­uð­um.

Auglýsing

Truss þakk­aði Íhalds­flokknum fyrir „að skipu­leggja eitt lengsta atvinnu­við­tal sög­unn­ar“. Þá þakk­aði hún Boris John­son fyrir að standa uppi í hár­inu á Valdimír Pútín Rúss­lands­for­seta, leiða Bret­land úr Evr­ópu­sam­band­inu og fyrir að hafa komið bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni til almenn­ings. Auk þess þakk­aði hún John­son fyrir að hafa „malað Jer­emy Cor­byn“.

Í færslu á Twitter þakk­aði Truss fyrir traustið sem henni er sýnt og heitir hún að grípa til stór­tækra aðgerða til að koma Bret­landi í gegnum erf­iða tíma.

Ljóst er að Truss á vanda­samt hlut­verk fyrir höndum og hafa stjórn­mála­skýrendur haldið því fram að nýr for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki tekið við á jafn erf­iðum tímum síðan Marg­aret Thatcher varð for­sæt­is­ráð­herra árið 1979.

Hækk­andi orku­verð er meðal helstu áskor­ana sem rík­is­stjórnin stendur frammi fyrir og meðal fyrstu verk­efna rík­is­stjórn­ar­innar undur for­ystu Truss verður að kynna áætlun um að bregð­ast við hækk­andi orku­verði. Lík­legt er talið að Truss muni til­kynna áform sín á fimmtu­dag sem munu meðal ann­ars fel­ast í fryst­ingu á orku­reikn­ing­um.

Hneyksli eftir hneyksli leiddi til afsagnar John­son – og sig­urs Truss

Helsta verk­efni Truss innan flokks­ins verður að sam­eina hann eftir mikla umróta­tíma.

Boris John­son sagði af sér sem leið­togi Íhalds­flokks­ins 7. júlí eftir röð ýmissa hneyksl­is­mála, ekki síst „Par­tyga­te“ þar sem John­­son og starfs­­menn hans í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu urðu ítrekað upp­­­vísir að því að brjóta reglur um sam­komu­tak­­mark­­anir sem rík­­is­­stjórnin hafði gert bresku þjóð­inni að fylgja til að halda drykkju­­sam­­kvæmi, fór langt með að ýta John­­son út af svið­inu. John­­son var meðal ann­­ars sektaður fyrir að vera við­staddur eina veisl­una, eigin afmæl­is­­veislu, og varð með því fyrsti for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands frá upp­­hafi til að verða sektaður fyrir lög­­brot.

John­son stóð af sér van­traust­s­til­lögu í byrjun júní, en ein­ungis með naum­indum og því þótti ljóst í hvað stefndi. Alls 148 þing­­menn breska Íhalds­­­flokk­inn studdu til­­lög­una en 211 greiddu atkvæði á móti henni. Það þýddi að ein­ungis um 60 pró­­sent þing­­manna studdu ráð­herrann, þar með talið þeir sem áttu allt vald sitt innan rík­­is­­stjórnar undir hon­­um.

Sunak sagði af sér sem fjár­mála­ráð­herra í júlí og var í hópi um 50 emb­ætt­is­manna og ráð­herra sem sögðu af sér þar sem þeir treystu John­son ekki til að leiða land­ið. Hann greindi svo fljót­lega eftir afsögn John­son að hann ætl­aði að sækj­ast eftir því að leiða Íhalds­flokk­inn.

­Með­limir Íhalds­flokks­ins voru með kosn­inga­rétt í leið­toga­kjör­inu og var það því í höndum 0,3 pró­sent bresku þjóð­ar­innar að kjósa næsta for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands.

Í fyrsta sinn sem drottn­ing skipar nýjan for­sæt­is­ráð­herra utan Buck­ing­ham-hallar

Atkvæða­greiðslu flokks­manna lauk síð­degis á föstu­dag en Gra­ham Brady, for­maður 1922-­nefnd­ar­inn­ar, greindi frá sigri Truss skömmu fyrir hádegi. Truss mun form­lega taka við á morg­un, þriðju­dag, og verður það í fyrsta sinn sem Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing, í 70 ára valda­tíð sinni, skipar nýjan for­sæt­is­ráð­herra ann­ars staðar en við Buck­ing­ham-höll. Drottn­ingin dvelur nú í Balmoral-kast­ala í Skotlandi ásamt fjöl­skyldu sinni líkt og venjan er yfir sum­ar­mán­uð­ina og fram á haust.

Nýr leið­togi Íhalds­flokks­ins og John­son, frá­far­andi leið­togi, munu því gera sér um 1.600 kíló­metra ferð til drottn­ing­ar­innar svo nýr for­sæt­is­ráð­herra geti form­lega tekið við völd­um. Áður en að því kemur er búist við að John­son muni flytja kveðju­ávarp fyrir utan Down­ingstræti 10 í fyrra­mál­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent