Fröken Klukka

Fyrir örfáum áratugum hringdi fólk í Fröken Klukku til að vita nákvæmlega hvað klukkan væri. Þótt nútímatækni hafi tekið við hlutverki Frökenarinnar svarar hún enn hér á Íslandi. Í Danmörku hefur Frøken Klokken lagt á og svarar ekki lengur.

Klukka
Auglýsing

Kjarn­inn end­­­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­­­ir. Frétta­­­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­­­sælda og sú sem er end­­­­ur­birt hér að neðan var upp­­­­haf­­­­lega birt þann 12. des­em­ber 2021.

Í ágúst árið 1937 greindu íslenskir fjöl­miðlar (dag­blöð og útvarp) frá því að Land­sím­inn hefði fest kaup á tal­vél frá sænska fyr­ir­tæk­inu L.M. Erics­son. Þegar hringt yrði í til­tekið síma­númer (03) myndi rödd umsvifa­laust til­kynna hvað klukkan væri. Þetta þóttu mikil tíð­indi. Í nóv­em­ber þetta sama ár mátti lesa í dag­blöð­unum að Fröken Klukka, sem líka var kölluð Ung­frú Klukka, væri tekin til starfa. Hall­dóra Briem, sem þá stund­aði nám í Sví­þjóð, léði klukk­unni rödd sína. Í umfjöllun Nýja Dag­blaðs­ins mátti lesa að rödd ung­frú Hall­dóru væri bæði fögur og hrein og hún, ung­frú­in, myndi vafa­laust verða vin­sæl meðal Reyk­vík­inga. Hall­dóra, sem var fyrst íslenskra kvenna til að læra arki­tektúr bjó og starf­aði í Sví­þjóð að námi loknu en hún lést árið 1993, átt­ræð að aldri.

Halldóra Briem léði fyrstu Ungfrú Klukku rödd sína. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að læra arkitektúr.

Frönsk upp­finn­ing

Fyrsta tal­vélin var fundin upp í Frakk­landi árið 1933. Tækið vakti mikla athygli og sér­fræð­ingar síma­fyr­ir­tækja í mörgum löndum lágu yfir þessu nýja tækni­undri. Svíar voru fljótir að not­færa sér þessa nýju tækni og þar tók Fröken Ur til starfa árið 1934. Curt Ahlberg verk­fræð­ingur hjá L.M.Er­ics­son í Stokk­hólmi end­ur­bætti árið 1936 frönsku upp­finn­ing­una. Það var í höf­uð­stöðvum L.M.Er­ics­son sem áður­nefnd Hall­dóra Briem las inn á tal­vél­ina. Lesa þurfti inn 90 mis­mun­andi upp­tök­ur, 24 klukku­stunda­töl­ur, 60 mín­útu­tölur og sex sek­úndu­töl­ur, eina fyrir hverjar tíu sek­únd­ur. Sam­tals 90 upp­tökur sem tal­vél­in, með sinni tækni, gat spilað í 8640 mis­mun­andi útgáf­um. Það er athygl­is­vert að aðeins voru fjögur ár frá því að tal­vélstæknin var fundin upp þangað til Hall­dóra Briem gat upp­lýst Reyk­vík­inga um hvað tím­anum liði.

Auglýsing

Vin­sæl og mikið notuð

Spá Nýja Dag­blaðs­ins um vin­sældir klukk­unnar og ung­frú Hall­dóru reynd­ust rétt­ar. Reyk­vík­ingar kunnu sann­ar­lega að not­færa sér að geta með einu sím­tali fengið að vita hvað klukkan væri. Sem dæmi um vin­sældir Fröken Klukku má nefna að árið 1953 hafði hún svarað 22 millj­ónum upp­hring­inga, það sam­svarar um það bil hálfri annarri milljón á ári. Eitt dag­blað­anna nefndi að meðal þeirra sem hvað ánægð­astir voru með þjón­ustu Fröken Klukku á fyrstu „starfs­árum“ hennar væru lög­reglu­þjón­ar, úrsmiðir og slökkvi­liðs­menn, sem alltaf, eins og blaðið komst að orði, var verið að spyrja hvað klukkan væri.

Ekki gátu allir lands­menn tekið upp tólið og hringt í fröken­ina. Sá lúxus var í fyrstu bund­inn við Reykja­vík, sem einn staða hafði sjálf­virkan síma (kom 1932). Næst í sjálf­virku síma­röð­inni var Akur­eyri, árið 1950.

Þrjár kon­ur, einn karl, fjögur síma­númer

Eins og áður var getið var það Hall­dóra Briem sem var fyrsta rödd Frökenar Klukku. Árið 1963 var upp­haf­legu gler­plöt­unum sem geymdu hljóðið skipt út og sam­tímis skipti Fröken Klukka um rödd. Nú var það rödd Sig­ríðar Haga­lín leikkonu sem upp­lýsti þann sem hringdi um réttan tíma. 1993 var enn skipt um búnað og rödd, sú nýja var rödd Ingi­bjargar Björns­dóttur leikkonu. Árið 2013 heyrð­ist í fyrsta skipti karl­manns­rödd svara þegar hringt var í klukk­una, sú rödd til­heyrir Ólafi Darra Ólafs­syni. Hann situr enn við sím­ann, ef svo mætti að orði kom­ast. Fröken Klukka er því orðin karl­mað­ur.

Í upp­hafi var núm­erið hjá Fröken Klukku 03, síðar breytt­ist það í 04, enn síðar í 155 en í dag er núm­erið 511 0155. Þrátt fyrir tækninýj­ungar er íslenska klukku­þjón­ustan sem sé enn til staðar þótt þörfin fyrir hana sé ekki sú sama og áður fyrr.

Frø­ken Klokken

Árið 1939 hafði danska síma­fé­lagið Kjøben­havns Telefon Akti­e-Selskab, KTAS, keypt tal­vél hjá L.M.Er­ics­son. Ung kona, Anna Sommer -Jen­sen las þá inn á vél­ina í höf­uð­stöðvum L.M.Er­ics­son í Stokk­hólmi. Danska útvarp­ið, Stats­radi­of­on­ien (eins og það hét þá) hóf starf­semi árið 1925 og hafði frá upp­hafi sent út mors­merki á heilu tímun­um, þegar fréttir voru sagð­ar. Fimm stutt „dut“ og eitt langt. Þegar Frø­ken Klokken kom til sög­unnar hætti danska útvarpið að senda út mors­merkið en rödd Anna Sommer-J­en­sen til­kynnti Dönum oft á dag hvað tím­anum liði, í upp­hafi frétta.

Talvél frá L.M. Ericsson. Mynd: Wikipedia

Árið 1970 var tal­vél­inni frá 1939 skipt út og á sama tíma skipti Frø­ken Klokken um rödd og heyrð­ist nú aðeins einu sinni á dag í útvarp­inu: í upp­hafi útvarps­frétta klukkan átta að morgni. Nýja röddin til­heyrði Mari­anne Germer, sem um nokk­urra ára skeið hafði verið þulur í danska útvarp­inu. Í des­em­ber 1991 hætti rödd Frø­ken Klokken að heyr­ast í útvarp­inu en áfram en áfram var vita­skuld hægt að hringja í 0055 og fá að vita, nákvæm­lega, hvað klukkan væri.

Nú hefur Frø­ken Klokken lagt á, í síð­asta sinn

Frø­ken Klokken, Fröken Klukka, Fröken Ur og hvað þær nú hétu allar komu í góðar þarfir á sínum tíma. En nú eru breyttir tímar, lang­flestir með far­síma í vas­an­um, eða á hand­leggnum og úr sem ganga rétt kosta lítið og fást víða.

Danska Frø­ken Klokken hætti að svara á mið­nætti 30. nóv­em­ber sl. Í Nor­egi var hætt að bjóða upp á þjón­ust­una árið 2007, Fröken Ur í Sví­þjóð svarar enn, Finnar hafa getað hringt í klukk­una frá árinu 1936 og fá enn svar og hér á Íslandi svarar klukkan þegar hringt er í núm­erið sem nefnt var framar í þessum pist­li, 511 0155.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar