Breska konungsfjölskyldan/Vanity Fair

Prins án konunglegra titla tekur við dásemdum drottningar

Hlutskipti sona Englandsdrottningar heitinnar eru ólík eftir andlát hennar. Karl er konungur en Andrés tekur við hundum drottningar sem skipuðu stóran sess í lífi hennar í yfir 80 ár. Hundaunnendum finnst hlutverk Andrésar eflaust ekki veigaminna en konungsembættið en töluverðra gagnrýnisradda gætir þó sökum fortíðar prinsins, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot og verið gert að afsala sér öllum konunglegum titlum.

Hvað verður um hunda drottn­ing­ar, litlu corg­i-hundana sem hún hefur dýrkað og dáð frá því í æsku?

Þessa spurn­ingu mátti heyra oftar en margar aðrar eftir að fregnir bár­ust af and­láti Elísa­betar Eng­lands­drottn­ingar í síð­ustu viku.

Nú liggur fyrir að Andrés prins, annar tveggja sona Elísa­betar og Fil­ippus­ar, mun taka við hund­unum. Hlut­skipti bræðr­anna við frá­fall drottn­ing­ar­innar er því nokkuð ólíkt. Eldri bróðir hans, Karl, er eins og flestum ætti að vera kunn­ugt, orð­inn Bret­lands­kon­un­ung­ur, Karl III.

En Andrés mun ekki sjá einn um hundana, síður en svo. Sarah Fergu­son, her­toga­ynjan af York, fyrr­ver­andi eig­in­kona Andr­ésar mun einnig sjá um hunda drottn­ing­ar, Muick og Sandy, tvo unga corg­i-hunda, sem Andrés og dætur hans, Beat­rice og Eugenie, færðu Elísa­betu drottn­ingu að gjöf í fyrra.

Drottn­ingin átti einnig Candy, blöndu af corgi og dachs­hund, „dorg­i“, og mun hún að öllum lík­indum fylgja Muick og Sandy. Teg­undin varð til fyrir slysni með hjálp frá Pip­k­in, dacs­hund sem var í eigu Mar­grét­ar, yngri systur Elísa­bet­ar. Candy er eini eft­ir­lif­andi dorg­i-hund­ur­inn en Candy kom inn í kon­ungs­fjöl­skyld­una árið 2007 ásamt þremur öðrum af sömu teg­und.

Velski corgi á mögu­lega rætur að rekja til Íslands

Corg­i-hund­arnir sem hafa verið í eigu drottn­ingar í gegnum tíð­ina eru af teg­und­inni welsh corgi pembroke og heyra undir fjár- og hjarð­hunda. Velski corgi á sér yfir þús­und ára sögu og sam­kvæmt umfjöllun Hunda­rækt­ar­fé­lags Íslands eru mögu­legir for­feður hans eru íslenski hund­ur­inn og hinn sænski Wal­hund. Sam­kvæmt einni þjóð­sögu eiga álfar að hafa notað velska corgi eins og hesta vegna hent­ugrar stærðar þeirra, en corgi þýðir dverg­hundur á velsku.

Elísabet drottning á rölti við Windsor-kastala í maí 1973 í góðum félagsskap. Mynd: Breska konungsfjölskyldan

Andrés og dætur hans, að frum­kvæði móður þeirra, gáfu Elísa­betu drottn­ingu Muick og dorg­i-hvolp­inn Fergus síð­asta vor. Vildu þau færa drottn­ing­unni hvolpana til að létta lund­ina á erf­iðum tímum þegar Fil­ippus drottn­inga­maður var á spít­ala. Ef það var ein­hver sem furð­aði sig á dálæti drottn­ing­ar­innar á fer­fætlingum var það einmitt Fil­ippus. „Fjár­ans hund­arn­ir. Af hverju áttu svona marga?“ á drottn­inga­mað­ur­inn að hafa sagt, oftar en einu sinni.

Fil­ippus lést í 9. apríl 2021, 99 ára að aldri, en aðeins mán­uði síðar lést Fergus, sem nefndur var í höf­uðið á frænda drottn­ingar í móð­ur­ætt, Fergus Bowes-Lyon, flota­for­ingja í breska hernum sem lét lífið í fyrri heims­styrj­öld­inni. Corg­i-hund­ur­inn Fergus var aðeins fimm mán­aða þegar hann kvaddi en talið er að bana­mein hans hafi verið hjarta­galli. Drottn­ingin var sögð miður sín eftir miss­inn og færði Andrés henni hvolp­inn Sandy á 95 ára opin­beran afmæl­is­dag drottn­ing­ar­inn­ar, í júní í fyrra.

Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins ásamt börnum sínum, Játvarði, Önnu og Andrési, að ógleymdum corgi-hundi, við Balmoral-kastala sumarið 1960. Andrés mun nú taka við hundum drottningar..
Mynd: EPA

Muick, Sandy, og að öllum lík­indum Candy, munu búa í Royal Lodge í Windsor þar sem Andrés hefur búið frá því að Elísa­bet drottn­inga­móðir lést árið 2002. Andrés og Sarah skildu fyrir 26 árum en hafa búið saman í Royal Lodge síðan þá. Her­toga­ynjan og drottn­ingin héldu vin­skap eftir skiln­að­inn og héldu áfram reglu­legum göngut­úrum þar sem þær viðr­uðu hundana í Frog­more, í nágrenni Royal Lod­ge, og spjöll­uðu um dag­inn og veg­inn. Eftir frá­fall hennar sagði Sarah að drottn­ingin hefði verið „stór­kost­leg tengda­móðir og vin­kona“ og að hún muni „sakna hennar meira en orð fá lýst“.

Hund­arnir geta haft áhrif á fram­tíð prins­ins innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar

Sam­band hjón­anna fyrr­ver­andi virð­ist vera með ágætum en styr hefur staðið um Andrés prins síð­ustu ár eftir að fregnir bár­ust af vin­skapi prins­ins við barn­a­níð­ing­inn og auð­kýf­ing­inn Jef­frey Epstein. Andrés veitti frétta­skýr­inga­þætt­inum The New­snight á BBC umdeilt við­tal í nóv­em­ber 2019 þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið kyn­ferð­is­lega á ung­lings­stúlku. Bar hann fyrir sig að vitn­is­burður hennar gæti ekki stað­ist þar sem „hann gæti ekki svitn­að“ sökum áfalls sem hann varð fyrir í Falklandseyja-­stríð­inu.

Í frá­sögn hennar kom fram að Andrés væri „við­bjóðs­leg­asti dans­ari“ sem hún hafi séð á ævinni og lýsti hún því í Panorama, frétta­skýr­inga­þátt BBC, í des­em­ber 2019 hvernig svita­dropar spýtt­ust í allar átti frá prins­in­um. Ung­lings­stúlkan, sem í dag er 39 ára, er Virg­inia Giuf­fre. Í við­tal­inu sagði hún Ep­­­stein hafa gert hana út til Bret­lands árið 2001 þar sem hún hafi meðal ann­­ars verið þvinguð af Epstein til að hafa kyn­­­mök við Andrés prins.

Hún kærði prins­inn fyrir að hafa nauðgað henni þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára. Í kjöl­far ásakan­anna sagði hann sig frá öllum opin­berum kon­ung­legum skyld­um. Í upp­hafi árs til­kynnti kon­ungs­fjöl­skyldan að ákveðið hefði verið að svipta Andrés öllum hertitl­um, þrettán tals­ins, auk þess sem hann hætti afskiptum sem vernd­ari ýmissa sam­taka. Þá er hann ekki lengur ávarp­aður sem hans hátign (e. his royal hig­hness).

Mála­ferli stóðu yfir í New York í nokkra mán­uði og fór vörn yfir Andr­ési fram eins og um almennan borg­ara væri að ræða. Í febr­úar gerðu Andrés og Giuf­fre sam­komu­lag utan dóm­stóla þar sem málið var látið niður falla. Andrés féllst á greiða ákveðna upp­­hæð og við­­ur­­kenndi að Giu­f­fre sé fórn­­­ar­­lamb mis­­­not­k­un­­ar. Þá fól sam­komu­lagið einnig í sér að Andrés greiddi ákveðna upp­­hæð til góð­­gerða­­sam­­taka Giu­f­fre sem standa vörð um fórn­­­ar­lömb kyn­­ferð­is­of­beld­­is.

Andrés hefur því staðið að mestu utan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar og krafta hans ekki verið óskað í kon­ungs­höll­inni en við and­lát Elísa­betar er hann að nýju orð­inn sýni­legri. Athygli vakti þegar Andrés gekk ásamt systk­inum sínum á eftir lík­kistu drottn­ingar í Edin­borg í vik­unni í jakka­fötum á meðan Karl kon­ung­ur, Anna og Ját­varður voru í her­klæð­um. Sami háttur verður hafði á við útför drottn­ingar sem fram fer á mánu­dag, þar sem Andrés hefur afsalað sér öllum hertitl­um. Ein und­an­tekn­ing verður gerð þegar systk­inin munu standa vörð um lík­kistu móður sinnar í London þegar Andr­ési verður heim­ilt að klæð­ast her­bún­ingi.

Andrés prins var ekki í herklæðum, ólíkt systkinum sínum, þegar þau gengu á eftir líkkistu Englandsdrottningar í Skotlandi.
Mynd: EPA

Hvað sem kon­ung­legum titlum og hertitlum líður eru kon­ung­legir corg­i-hundar hluti af lífi Andr­ésar prins, Söruh Fergu­son, fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, og dætra.

Hluti af lífi drottn­ingar í nærri 90 ár

En af hverju corgi? Svarið er í raun sára­ein­falt. Þegar Elísa­bet var sjö ára áttu vinir for­eldra hennar corg­i-hund og hana lang­aði í þannig líka. Sú ósk rætt­ist þegar Elísa­bet var 11 ára þegar faðir henn­ar, Albert, her­tog­inn af York, sem þá var ekki orð­inn kon­ung­ur, færði henni og Mar­gréti systur hennar hund­inn Dookie.

Elísabet Englandsdrottning og Susan við Windsor-kastala árið 1944. Mynd: Breska konungsfjölskyldan.

Corg­i-hundar áttu eftir að fylgja Elísa­betu alla tíð og átti hún yfir þrjá­tíu tals­ins á lífs­leið­inni. Þeir skiptu allir Elísa­betu miklu máli en teng­ing hennar við tík­ina Susan var ein­stök. Á 18 ára afmæl­is­dag Elísa­betar eign­að­ist hún Susan sem fylgdi henni í gegnum margar af stærstu stundum í líf­inu. Hún fylgdi Elísa­betu og Fil­ippusi í brúð­kaups­ferð­ina og var henni til halds og trausts þegar faðir hennar lést og Elísa­bet varð drottn­ing.

„Ég kveið því alltaf að missa hana,“ rit­aði drottn­ingin í minn­ing­ar­orðum um Susan árið 1959. Susan er grafin í gælu­dýra­kirkju­garð­inum í Sandring­ham, kirkju­garði sem Vikt­oría drottn­ing kom á fót á 19. öld.

Arf­leifð Susan lifði þó áfram en Elísa­bet eign­að­ist yfir 30 corg­i-, eða dorg­i-hunda, sem allir voru afkom­endur Sus­an. Í yfir átta ára­tugi átti hún að minnsta kosti einn, oft­ast fleiri, corgi. Willow var síð­asti afkom­andi Susan sem var í eigu drottn­ing­ar. Hann gerði garð­inn meðal ann­ars frægan í kynn­ing­ar­mynd­skeiði fyrir Ólymp­íu­leik­ana í London ásamt drottn­ing­unni og James Bond.

Willow kvaddi fyrir fjórum árum og þar með lauk sögu afkom­enda Sus­an. Elísa­bet vildi segja skilið við rækt­un­ina þar sem hún vildi ekki skilja eftir unga hunda þegar hún sjálf myndi kveðja. Hún gat þó ekki hugsað sér að vera án hunda og fylgdi Candy henni hvert fót­mál. Sandy og Muick bætt­ust svo við í fyrra en nú segja hund­arnir skilið við Buck­ing­ham­höll, að minnsta kosti um sinn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar