Niðurskurður í höll Margrétar Þórhildar

Þótt nær daglega séu fluttar fréttir af niðurskurði er óhætt að fullyrða að niðurskurðartíðindin sem borist hafa úr dönsku konungshöllinni hafi nokkra sérstöðu. Enda snúast þær fréttir um titla en ekki peninga eða samdrátt í viðskiptalífinu.

Danadrottning  með barnabörnunum á svölum Amalíuborgar á 76 ára afmælisdaginn 2016. Í vikunni tilkynnti hún að barnabörnin verða svipt prinsa- og prinsessutitlum frá og með næstu áramótum.
Danadrottning með barnabörnunum á svölum Amalíuborgar á 76 ára afmælisdaginn 2016. Í vikunni tilkynnti hún að barnabörnin verða svipt prinsa- og prinsessutitlum frá og með næstu áramótum.
Auglýsing

Flestir Danir eru áhuga­samir um allt sem við kemur dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni. Um Mar­gréti Þór­hildi drottn­ingu, syn­ina, tengda­dæt­urnar tvær, og eina fyrr­ver­andi, og barna­börnin átta. Það er í raun sama hvert til­efnið er, Danir fylgj­ast grannt með fjöl­skyld­unni. Margir Danir eru yfir­lýstir „roya­list­ar“ og Billed-bla­det „Dan­marks royale ugeblad“ eins og það kallar sig fylgist nán­ast með hverju fót­máli fjöl­skyld­unnar á Amal­íu­borg.

Billed-bla­det kemur út viku­lega. Þótt ekki séu ætíð ein­hverjar stór­fréttir af drottn­ing­unni og hennar fólki leggur starfs­fólk blaðs­ins sig í fram­króka í „frétta­öfl­un­inni“ til að hafa frá ein­hverju að segja. Afmæli, upp­haf skóla­göngu, ferða­lög í fríum, sýn­ing­ar­opn­an­ir, frum­sýn­ingar á Kon­ung­lega leik­hús­inu, þing­setn­ing­ar, heim­sóknir erlendra þjóð­höfð­ingja, nýárs­fagn­aðir drottn­ingar og fleira og fleira. Allt ratar þetta, og margt fleira, á síður Billed-bla­det og ann­arra miðla og stærri við­burðir sem drottn­ingin eða aðrir úr fjöl­skyld­unni eru við­staddir má iðu­lega sjá í sjón­varps­frétt­um.

Prinsa- og prinsessu ofgnótt

Mar­grét Þór­hildur á tvo syni. Sá eldri, rík­is­arf­inn Frið­rik, ber tit­il­inn krón­prins en sá yngri Jóakim verður að láta sér prins­tit­il­inn nægja. Mary eig­in­kona rík­is­arfans er krón­prinsessa, Marie eig­in­kona Jóakims ber prinsessu­tit­il. Bræð­urnir eiga sam­tals átta börn, þrjár stúlkur og fimm drengi. Stúlk­urnar eru prinsess­ur, drengirnir prins­ar. Mar­grét Þór­hildur á tvær syst­ur, Bene­diktu prinsessu og Önnu sem ber drottn­ing­ar­tit­il, hún er gift Kon­stantin 2. fyrr­ver­andi Grikk­lands­kon­ung­i. Þetta gerir einn krón­prins, eina krón­prinsessu, fimm prinsessur og sex prinsa. Sam­tals þrett­án. Alex­andra, fyrri eig­in­kona Jóakims missti prinsessu­tit­il­inn við skiln­að­inn en ber þess í stað tit­il­inn greifynja.

Auglýsing

Rétt er að geta þess að Mar­grét drottn­ing heitir fjórum nöfn­um: Margrethe Alex­andrine Þór­hildur Ingrid og syn­irnir og börn þeirra bera einnig fjögur nöfn. Að auki var Mon­pezat nafnið tekið upp í dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­una árið 2008 og kemur aft­ast í nafnarun­unni, eftir kyni greifi (greve) eða greifynja (grevinde). Fullt nafn Frið­riks krón­prins er því  Frederik André Hen­rik Christ­ian greve af Mon­pezat. Synir Mar­grétar Þór­hild­ar, tengda­dætur hennar og barna­börn bera öll Mon­pezat nafn­ið, sem er fjöl­skyldu­nafn Hen­riks drottn­ing­ar­manns. Hann lést árið 2018.

Margrét Þórhildur Danadrottning og Henrik drottningarmaður fögnuðu 40 ára brúðkaupsafmælinu 2. júní 2007. Af því tilefni stilltu þau sér upp með prinsunum þremur: Christian, Felix og Nikolai. Mynd: EPA

Mar­grét Þór­hildur gerir kunn­ugt

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag, 27. sept­em­ber, birt­ist á heima­síðu hall­ar­innar (Kongehu­set) til­kynn­ing. Yfir­skrift til­kynn­ing­ar­innar var „Ændrin­ger i titler og til­talefor­mer i den kong­elige familie“ þ.e breyt­ingar á titlum og ávarps­orðum í kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Tilkynningin frá dönsku krúnunni barst á þriðjudag.

Í til­kynn­ing­unni segir fyrst að árið 2008 hafi drottn­ingin veitt sonum sín­um, tengda­dætrum og afkom­endum þeirra heim­ild til að nota Mon­pezat tit­il­inn. Hann kemur eins og áður sagði aft­ast í nafnarun­unni hjá prins­unum greve af Mon­pezat, hjá tengda­dætrum og giftum son­ar­dætrum, þegar og ef að því kem­ur, grevinde af Mon­pezat og hjá ógiftum son­ar­dætrum komtesse af Mon­pezat. Þá segir í til­kynn­ing­unni að eins og greint hafi verið frá árið 2016 verði prins Christ­i­an, elsta barna­barn Mar­grétar Þór­hildar og til­von­andi rík­is­arfi, eina barna­barnið sem muni fá ,,apana­ge“ árlegan fram­færslu­eyri frá rík­inu.

Excellence í stað højhed

En það var ekki þetta fram­an­greinda, heldur það sem á eftir fór, sem vakti athygli og hefur sett allt í háa­loft hjá fjöl­skyld­unni á Amal­íu­borg.

Í til­kynn­ing­unni segir að í eðli­legu fram­haldi af Mon­pezat titl­unum hafi drottn­ingin ákveðið að frá og með næstu ára­mótum geti börn Jóakims ein­ungis notað greifa og komtesse titl­ana, prinsa og prinsessutitlar falli brott. Börn Jóakims verði þannig ávörpuð sem „excellence“ hágöfgi. Þetta ávarp kemur í stað „højhed“ hátign. Ávarpið er sem sé skref niður á við.

Fram hefur komið að áður hafi verið ákveðið að titl­arnir þrír „greve“, „grevinde“ og „komtesse“ skyldu falla niður þegar börn Jóakims ná 25 ára aldri. Niko­lai er þeirra elst­ur, nýorð­inn 23 ára, Felix er tví­tug­ur, Hen­rik er 13 ára og Athena 10 ára. Jóakim eign­að­ist Niko­lai og Felix með Alexöndru fyrri konu sinni, hún missti prinsessu­tit­il­inn þegar þau Jóakim skildu en ber þess í stað tit­il­inn greifynja. Marie seinni kona Jóakims er móðir þeirra Hen­riks og Athenu.

Eldri syn­irnir tveir stunda nám við CBS, danska við­skipta­há­skól­ann, en yngri börnin búa hjá for­eldrum sínum í París og ganga þar í skóla. Jóakim vinnur í varn­ar­mála­deild danska sendi­ráðs­ins í borg­inni og Marie vinnur einnig í sendi­ráð­inu, í menn­ing­ar­mála­deild­inni.

Felix prins, Marie prinsessa, Jóakim prins, Athena prinsessa, Henrik prins og Nikolai prins. Myndin er tekin 11. síðastliðinn, þegar fjölskyldan var á leið í hádegisverðarboð í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Danadrottningar. Mynd: EPA

Sama og aðrir hafa gert

Í til­kynn­ing­unni áður­nefndu, frá höll­inni, segir að ákvörðun Mar­grétar Þór­hildar sé á svip­uðum nótum og átt hafi sér stað á nokkrum und­an­förnum árum í öðrum kon­ungs­ríkj­um. Enn­fremur segir að með þess­ari ákvörðun óski drottn­ingin þess að barna­börnin fjögur geti sjálf mótað sína eigin fram­tíð án þess að vera háð þeim sér­stöku skyldum sem tengj­ast hirð­inni.

Jóakim mjög ósáttur

Það er afar sjald­gæft að fjöl­skyldan á Amal­íu­borg beri ágrein­ing og inn­byrðis deilur á torg. Und­an­tekn­ingar frá slíku er óánægja Hen­riks drottn­ing­ar­manns með að fá ekki kon­ungs­tign. Jóakim prins lá hins­vegar ekki á skoðun sinni þegar blaða­menn sátu fyrir honum á leið í vinn­una morg­un­inn eftir að til­kynn­ing hall­ar­innar var birt. Hann sagði að börn sín væru afar von­svikin og fynd­ist þau hafa verið svik­in. Hann hefði fengið vit­neskju um ákvörðun móður sinnar með fimm daga fyr­ir­vara. Þegar blaða­maður spurði hvaða áhrif ákvörðun móður hans hefði á sam­band þeirra, sonar og móður svar­aði Jóakim að hann teldi að hann þyrfti ekki að útskýra það.

Frá skírn Henriks Karls Jóakims Alain í júlí 2009. Henrik er sonur Jóakims prins og Marie prinsessu og er níundi í erfðaröðinni. Mynd: EPA

Sýnir klofn­ing í fjöl­skyld­unni

Danskir fjöl­miðlar hafa eytt miklu púðri í umfjöllun um þetta mál. Og sýn­ist sitt hverj­um. Sumir frétta­skýrendur hafa talið ákvörðun drottn­ingar rétta og eðli­lega. Hún hafi líka, í ljósi þess að hennar eigin skapa­dægur nálg­ast (hún er 82 ára), viljað losa rík­is­arf­ann við að þurfa að taka ákvörðun af þessu tagi. Aðrir hafa bent á að hægt hefði verið að fara aðra leið, til dæmis að halda sig við 25 ára við­miðið eins og nefnt var hér að fram­an. Enn aðrir hafa bent á að börn Jóakims séu ekk­ert frjáls­ari að ákveða sína eigin fram­tíð þótt titl­arnir prins, prinsesse og komtesse hverfi. Allir frétta­skýrendur virð­ast á einu máli um að ákvörðun drottn­ingar sýni klofn­ing og ágrein­ing innan fjöl­skyld­unnar á Amal­íu­borg. Þeir eru líka sam­mála um að drottn­ingin muni ekki draga ákvörðun sína til baka, gert sé gert og sagt sé sagt.

Dregur þetta mál dilk á eftir sér?

Þess­ari spurn­ingu hafa danskir blaða­menn, og frétta­skýrendur velt fyrir sér. Án þess að hafa svar á reiðum hönd­um. Gam­al­reyndur blaða­maður sagði að sá stirð­leiki sem greini­lega væri kom­inn upp í fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hildar yrði ekki leystur ann­ars staðar en við eld­hús­borðið á Amal­íu­borg. Bætti við að gaman væri að geta verið fluga á eld­hús­veggnum þegar fjöl­skyldan öll kemur næst sam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar