Drottningarmaður hættur í rauðvíninu!

h_51878062-1.jpg
Auglýsing

Lík­lega hafa margir Danir sperrt eyrun þegar þeir heyrðu frétta­þul danska útvarps­ins, DR, til­kynna þessi tíð­indi í yfir­liti hádeg­is­frétt­anna fyrir nokkrum dög­um. Þessi upp­hafs­orð reynd­ust líka vill­andi þegar betur var að gáð. Drottn­ing­ar­mað­ur­inn er sem sé ekki geng­inn í bind­indi heldur búinn að selja vín­gerð­ar­fyr­ir­tæki sitt í Frakk­landi, þar sem er reyndar líka fram­leitt hvítvín.

Hen­rik drottn­ing­ar­maður var mikið til umfjöll­unar í dönskum fjöl­miðlum í kringum 75 ára afmæli Mar­grétar Þór­hild­ar. Ástæðan var sú að hann var ekki við­staddur neinar sam­komur eða frétta­manna­fundi vegna tíma­mót­anna ef frá eru talin hátíða­höld í Árósum sem fram fóru viku fyrir afmæl­ið. Á frétta­manna­fundi sem drottn­ingin hélt nokkrum dögum fyrir afmælið greindi hún frá því að eig­in­maður sinn lægi í inflú­ensu. Hann myndi ekki vera með í öllu afmælistil­stand­inu en hefði þó valið rétt­ina sem snæddir yrðu í stóru afmæl­is­veisl­unum tveim, sömu­leiðis drykk­ina.

Við þessu var ekk­ert að gera, allir geta jú fengið inflú­ensu og hún spyr hvorki um stétt né stöðu og enn síður um afmæl­is­daga.

Auglýsing

Margrét Þórhildur Danadrottning, ásamt fjölskyldu sinni á 75 ára afmælisdegi hennar, og Henrik hvergi sjáanlegur. Mynd: EPA Mar­grét Þór­hildur Dana­drottn­ing, ásamt fjöl­skyldu sinni á 75 ára afmæl­is­degi drottn­ing­ar, og Hen­rik hvergi sjá­an­leg­ur. Mynd: EPA

Undrafljótur að ná sérHálfum sól­ar­hring eftir að síð­ari afmæl­is­veislu drottn­ingar (fjöl­skyldu­veisl­unni) lauk var Hen­rik hins vegar kom­inn á kreik og alla leið til Ham­borg­ar. Margir Danir sögð­ust hafa séð hann þar og karl­inn hefði virst hinn spræk­asti. Sama dag og þessi tíð­indi bár­ust frétt­ist svo af honum í Fen­eyjum og virt­ist að sögn ekki las­legur þar sem hann sprang­aði um Mark­ús­ar­torgið við vængja­slátt dúfna­sk­ar­ans sem þar gerir sig heima­kom­inn.

Frétt­irnar af hinum undra­skjóta bata urðu til þess að ýmsir fóru að gera því skóna að drottn­ing­ar­mað­ur­inn hefði hreint ekk­ert verið lasinn, hann hefði ein­fald­lega ákveðið að skrópa í afmæl­inu. Öðrum fannst það af og frá að slíkt ætti sér nokkra stoð, hann hefði alltaf staðið þétt við hlið Mar­grétar Þór­hildar og ekki komið til hugar að hlaup­ast undan merkjum á stóraf­mæl­inu. Engin nið­ur­staða fékkst þó úr þessum vanga­veltum og eins og búast mátti við heyrð­ist ekk­ert frá höll­inni.

Hættur í vín­inuVarla var búið að vaska upp leir­tauið og hnífa­pörin eftir afmæl­is­veislur drottn­ingar þegar Hen­rik bóndi hennar var aftur kom­inn á for­síður dönsku miðl­anna. Að þessu sinni voru það hvorki mat­ar­boð né ferð á Mark­ús­ar­torgið sem um var rætt heldur það að drottn­ing­ar­mað­ur­inn kunn­gjörði að hann væri ekki lengur vín­bóndi í Frakk­landi.

Hann hefði selt vín­rækt­ina sem hefði verið sitt stóra hugð­ar­efni í 40 ár. Hann væri kom­inn á níræð­is­aldur (fæddur 1934) og þar sem ljóst væri að synir þeirra Mar­grétar kærðu sig ekki um að taka við búrekstr­inum væri þetta rétt ákvörð­un. Gott fólk tæki við þessum búskap og vín­við­ur­inn væri í góðum hönd­um.

Chateau de CayxVín­rækt­in, sem drottn­ing­ar­mað­ur­inn kallar svo, fer fram á búgarð­inum Chateau de Cayx í Cahors í Suð­ur­-Frakk­landi. Þau Mar­grét Þór­hildur og Hen­rik keyptu búgarð­inn, aðal­bygg­ingin er lítil höll, fyrir um það bil 40 árum. Þá var þar fram­leitt vín sem þótti í slöku með­al­lagi og Dan­ir, sem voru lengi að sætta sig við þennan franska sendi­ráðs­starfs­mann sem rík­is­arf­inn hafði kynnst í mat­ar­boði, gerðu óspart grín að rauð­vín­inu frá Chateau de Cayx.

Henrik drottningarmaður við sveitahöllina í Chateau de Cayx, með tveimur barnabörnum sínum. Mynd: EPA Hen­rik drottn­ing­ar­maður við sveita­höll­ina í Chateau de Cayx, með tveimur barna­börnum sín­um. Mynd: EPA

Sendi­ráðs­starfs­mað­ur­inn fyrr­ver­andi kærði sig koll­óttan um þetta tal og hægt og rólega steig vínið frá búgarði Hen­riks (drottn­ingin kom aldrei nálægt búskapn­um) á ein­kunna­kvarða vín­dóm­ara og nú þykir vínið frá Chateau de Cayx í hópi þess besta frá Cahors hér­að­inu. „Í vín­gerð er þol­in­mæði dyggð,“ sagði Hen­rik á frétta­manna­fundi fyrir nokkru í til­efni útkomu bókar um búgarð­inn og starf­sem­ina þar og bætti við að 40 ár væru ekki langur tími í því sam­hengi. Hinir nýju eig­endur hafa leyfi til að nota merk­ing­arnar á flösk­unum áfram óbreyttar og Hen­rik kvaðst mjög ánægður með það, og stolt­ur.

Eiga sjálfa höll­ina áframÞótt vín­fram­leiðslan sé ekki lengur í höndum Hen­riks hafa þau hjónin ekki sagt skilið við Chateu de Cayx. Þau eiga höll­ina áfram og hyggj­ast nota hana sem sum­ar­dval­ar­stað fyrir fjöl­skyld­una eins og þau hafa lengi gert. Höllin sem var í mik­illi nið­ur­níðslu þegar þau hjónin keyptu búgarð­inn hefur verið gerð upp og er í „topp­standi“ eins og Hen­rik orðað það þegar hann sagði frá ákvörð­un­inni um aðrir tækju við vín­rækt­inni.

Hann sagði að nýju eig­end­urnir hefðu spurt sig hvort hann myndi verða þeim innan handar og gefa góð ráð. hann hefði svarað því til að það skyldi hann glaður gera. Gefa góð ráð, án þess að senda reikn­ing fyrir ráð­gjöf­inni.                                                                                                                   

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None