Kristján Þór Júlíusson: Uppbygging Landsspítala verður við Hringbraut

kristjan_thor_vidtal_frame_530.jpg
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra segir það enga spurn­ingu í sínum huga að nýbygg­ingar Lands­spít­al­ans muni rísa við Hring­braut. Stað­ar­valið hafi verið skoðað og end­ur­skoðað þrí­vegis og nið­ur­staðan hafi alltaf verið sú að Hring­braut væri besti kost­ur­inn. Fram­kvæmdir við fyrstu skref upp­bygg­ingar þar fari á fullt í haust. Þetta kom fram í ræðu hans á árs­fundi Lands­spít­al­ans í dag.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í fréttum RÚV 1. apríl síð­ast­lið­inn að hann teldi ástæðu til að kanna hvort skyn­sam­legt væri að reisa nýjan Lands­spít­ala á lóð Rík­is­út­varps­ins. Skoða ætti hvort skyn­sam­legt væri að selja fast­eignir spít­al­ans og „ná þannig inn jafn­vel tugum millj­arða strax sem hægt væri að nota til þessa að setja upp­bygg­ingu nýs spít­ala alveg á fullt á nýjum stað.“

Margir gagn­rýndu ummæli for­sæt­is­ráð­herra. Þeirra á meðal var Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, sem sagð­ist vona að ummælin hefðu verið apr­ílgabb og að frum­for­senda Sig­mundar Dav­íðs, um að græða á sölu lóða til fjár­magna spít­al­ann stand­ist ekki. Borgin ætti lóð­irn­ar, ekki rík­ið.

Auglýsing

Ekki nokkur spurn­ing að spít­al­inn verði við Hring­brautKrist­ján tók af öll tví­mæli um afstöðu sína stað­setn­ingar nýs Lands­spít­ala í ræðu sinni í dag. Þar sagði hann að í fjár­lögum þessa árs væru 945 millj­ónir króna ætl­aðar í verk­fram­kvæmdir sjúkra­hót­els og fulln­að­ar­hönnun með­ferða­kjarna. Fram­kvæmdir ættu að geta haf­ist í haust og áætlað sé að hót­elið verði til­búið til notk­unar árið 2017.

Hann vék síðan að stað­setn­ing­u nýs Lands­spít­ala. Í ræðu sinni sagði Krist­ján:

„Ef ein­hver skyldi velkj­ast í vafa um hvar nýbygg­ingar Land­spít­ala munu rísa get ég upp­lýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurn­ing, það verður við Hring­braut. Stað­ar­valið hefur verið skoðað og end­ur­skoðað þrisvar sinn­um. Árið 2002 skil­aði fyrsta nefndin um fram­tíð­ar­skipu­lag LSH áliti sínu og á grund­velli þess tóku stjórn­völd ákvörðun um bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Aftur var kom­ist að sömu nið­ur­stöðu árið 2004. Árið 2008 skil­aði nefnd um fast­eign­ir, nýbygg­ingar og aðstöðu heil­brigð­is­stofn­ana grein­ar­gerð til heil­brigð­is­ráð­herra eftir að hafa skoðað bygg­inga­staði eins og Foss­vog, Víf­ils­staði og Hring­braut, auk nýs val­kosts í landi Keldna. Enn á ný var nið­ur­staðan sú að Hring­braut væri besti kost­ur­inn.

Þá er rétt að árétta að með lögum nr 64/2010 sam­þykkti Alþingi sam­hljóða að standa bæri að upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Með lögum nr 53/2013 sam­þykkti Alþingi sam­hljóða að um fram­kvæmd­irnar við Hring­braut skyldu gilda lög um skipan opin­berra fram­kvæmda nr. 84/2001 og í þings­á­lyktun Alþingis sem sam­þykkt var sam­hljóða á 143. lög­gjaf­ar­þingi fyrir tæpu ári síðan eða þann 16. maí 2014 var tekið á þremur efn­is­legum þátt­um. Í fyrsta lagi, stað­setn­ing yrði við Hring­braut, í öðru lagi að ljúka ætti und­ir­bún­ingi á end­ur­nýjun og upp­bygg­ingu Land­spít­ala og í þriðja lagi að fram­kvæmdir hæfust þegar fjár­mögnun hefur verið tryggð.

Rík­is­stjórnin sam­þykkti nýlega  þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um lang­tíma­á­ætlun í rík­is­fjár­mál­um. Þar er gert ráð fyrir 5,1 millj­arði króna í fram­kvæmdir við Land­spít­ala á árunum 2016 – 2019 og fjár­magni til bygg­ingar sjúkra­hót­els og fulln­að­ar­hönn­unar með­ferð­ar­kjarna. Fyr­ir­vari er um fjár­mögnun fram­kvæmda við með­ferð­ar­kjarn­ann, en rétt er að taka fram að þessi lang­tíma­á­ætlun er end­ur­skoðuð ár hvert og það er enn langt í að fram­kvæmdir við með­ferð­ar­kjarn­ann geti hafist, ein­fald­lega vegna þess að fulln­að­ar­hönnun og allt ferlið í kringum hana er tíma­frekt.

Fyrir þessum ákvörð­unum öllum liggja marg­vís­leg rök. Hag­kvæmni vegur þungt, því talið er að það yrði dýr­ara að byggja nýtt sjúkra­hús frá grunni á öðrum stað en að byggja við Hring­braut og nýta áfram 56.000 fer­metra af eldri bygg­ing­um. Nálægð við Háskóla Íslands og þekk­ing­ar­sam­fé­lagið í Vatns­mýr­inni skiptir einnig miklu máli vegna rann­sókna og kennslu þar sem vel á annað hund­rað starfs­manna spít­al­ans eru jafn­framt starfs­menn Háskól­ans. For­hönnun og allar skipu­lags­á­ætl­anir liggja fyrir og eru stað­fest­ar. Vilji Alþingis liggur fyr­ir.

Mark­miðið er alveg skýrt og við hljótum að geta sam­ein­ast um það, þ.e. að byggja upp þjóð­ar­sjúkra­húsið sem þörfn­umst og viljum sjá, með sterka inn­viði, fag­fólk í fremstu röð, vel tækjum búið og í hús­næði sem sam­ræm­ist kröfum sam­tím­ans. Þetta er verk­efnið  og nú er það innan seil­ing­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None