Kristján Þór Júlíusson: Uppbygging Landsspítala verður við Hringbraut

kristjan_thor_vidtal_frame_530.jpg
Auglýsing

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það enga spurningu í sínum huga að nýbyggingar Landsspítalans muni rísa við Hringbraut. Staðarvalið hafi verið skoðað og endurskoðað þrívegis og niðurstaðan hafi alltaf verið sú að Hringbraut væri besti kosturinn. Framkvæmdir við fyrstu skref uppbyggingar þar fari á fullt í haust. Þetta kom fram í ræðu hans á ársfundi Landsspítalans í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í fréttum RÚV 1. apríl síðastliðinn að hann teldi ástæðu til að kanna hvort skynsamlegt væri að reisa nýjan Landsspítala á lóð Ríkisútvarpsins. Skoða ætti hvort skynsamlegt væri að selja fasteignir spítalans og „ná þannig inn jafnvel tugum milljarða strax sem hægt væri að nota til þessa að setja uppbyggingu nýs spítala alveg á fullt á nýjum stað.“

Margir gagnrýndu ummæli forsætisráðherra. Þeirra á meðal var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sem sagðist vona að ummælin hefðu verið aprílgabb og að frumforsenda Sigmundar Davíðs, um að græða á sölu lóða til fjármagna spítalann standist ekki. Borgin ætti lóðirnar, ekki ríkið.

Ekki nokkur spurning að spítalinn verði við Hringbraut


Kristján tók af öll tvímæli um afstöðu sína staðsetningar nýs Landsspítala í ræðu sinni í dag. Þar sagði hann að í fjárlögum þessa árs væru 945 milljónir króna ætlaðar í verkframkvæmdir sjúkrahótels og fullnaðarhönnun meðferðakjarna. Framkvæmdir ættu að geta hafist í haust og áætlað sé að hótelið verði tilbúið til notkunar árið 2017.

Auglýsing

Hann vék síðan að staðsetningu nýs Landsspítala. Í ræðu sinni sagði Kristján:

„Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hvar nýbyggingar Landspítala munu rísa get ég upplýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurning, það verður við Hringbraut. Staðarvalið hefur verið skoðað og endurskoðað þrisvar sinnum. Árið 2002 skilaði fyrsta nefndin um framtíðarskipulag LSH áliti sínu og á grundvelli þess tóku stjórnvöld ákvörðun um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Aftur var komist að sömu niðurstöðu árið 2004. Árið 2008 skilaði nefnd um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana greinargerð til heilbrigðisráðherra eftir að hafa skoðað byggingastaði eins og Fossvog, Vífilsstaði og Hringbraut, auk nýs valkosts í landi Keldna. Enn á ný var niðurstaðan sú að Hringbraut væri besti kosturinn.

Þá er rétt að árétta að með lögum nr 64/2010 samþykkti Alþingi samhljóða að standa bæri að uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Með lögum nr 53/2013 samþykkti Alþingi samhljóða að um framkvæmdirnar við Hringbraut skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda nr. 84/2001 og í þingsályktun Alþingis sem samþykkt var samhljóða á 143. löggjafarþingi fyrir tæpu ári síðan eða þann 16. maí 2014 var tekið á þremur efnislegum þáttum. Í fyrsta lagi, staðsetning yrði við Hringbraut, í öðru lagi að ljúka ætti undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala og í þriðja lagi að framkvæmdir hæfust þegar fjármögnun hefur verið tryggð.

Ríkisstjórnin samþykkti nýlega  þingsályktunartillögu um langtímaáætlun í ríkisfjármálum. Þar er gert ráð fyrir 5,1 milljarði króna í framkvæmdir við Landspítala á árunum 2016 – 2019 og fjármagni til byggingar sjúkrahótels og fullnaðarhönnunar meðferðarkjarna. Fyrirvari er um fjármögnun framkvæmda við meðferðarkjarnann, en rétt er að taka fram að þessi langtímaáætlun er endurskoðuð ár hvert og það er enn langt í að framkvæmdir við meðferðarkjarnann geti hafist, einfaldlega vegna þess að fullnaðarhönnun og allt ferlið í kringum hana er tímafrekt.

Fyrir þessum ákvörðunum öllum liggja margvísleg rök. Hagkvæmni vegur þungt, því talið er að það yrði dýrara að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á öðrum stað en að byggja við Hringbraut og nýta áfram 56.000 fermetra af eldri byggingum. Nálægð við Háskóla Íslands og þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir einnig miklu máli vegna rannsókna og kennslu þar sem vel á annað hundrað starfsmanna spítalans eru jafnframt starfsmenn Háskólans. Forhönnun og allar skipulagsáætlanir liggja fyrir og eru staðfestar. Vilji Alþingis liggur fyrir.

Markmiðið er alveg skýrt og við hljótum að geta sameinast um það, þ.e. að byggja upp þjóðarsjúkrahúsið sem þörfnumst og viljum sjá, með sterka innviði, fagfólk í fremstu röð, vel tækjum búið og í húsnæði sem samræmist kröfum samtímans. Þetta er verkefnið  og nú er það innan seilingar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None