Kristján Þór Júlíusson: Uppbygging Landsspítala verður við Hringbraut

kristjan_thor_vidtal_frame_530.jpg
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra segir það enga spurn­ingu í sínum huga að nýbygg­ingar Lands­spít­al­ans muni rísa við Hring­braut. Stað­ar­valið hafi verið skoðað og end­ur­skoðað þrí­vegis og nið­ur­staðan hafi alltaf verið sú að Hring­braut væri besti kost­ur­inn. Fram­kvæmdir við fyrstu skref upp­bygg­ingar þar fari á fullt í haust. Þetta kom fram í ræðu hans á árs­fundi Lands­spít­al­ans í dag.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í fréttum RÚV 1. apríl síð­ast­lið­inn að hann teldi ástæðu til að kanna hvort skyn­sam­legt væri að reisa nýjan Lands­spít­ala á lóð Rík­is­út­varps­ins. Skoða ætti hvort skyn­sam­legt væri að selja fast­eignir spít­al­ans og „ná þannig inn jafn­vel tugum millj­arða strax sem hægt væri að nota til þessa að setja upp­bygg­ingu nýs spít­ala alveg á fullt á nýjum stað.“

Margir gagn­rýndu ummæli for­sæt­is­ráð­herra. Þeirra á meðal var Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, sem sagð­ist vona að ummælin hefðu verið apr­ílgabb og að frum­for­senda Sig­mundar Dav­íðs, um að græða á sölu lóða til fjár­magna spít­al­ann stand­ist ekki. Borgin ætti lóð­irn­ar, ekki rík­ið.

Auglýsing

Ekki nokkur spurn­ing að spít­al­inn verði við Hring­brautKrist­ján tók af öll tví­mæli um afstöðu sína stað­setn­ingar nýs Lands­spít­ala í ræðu sinni í dag. Þar sagði hann að í fjár­lögum þessa árs væru 945 millj­ónir króna ætl­aðar í verk­fram­kvæmdir sjúkra­hót­els og fulln­að­ar­hönnun með­ferða­kjarna. Fram­kvæmdir ættu að geta haf­ist í haust og áætlað sé að hót­elið verði til­búið til notk­unar árið 2017.

Hann vék síðan að stað­setn­ing­u nýs Lands­spít­ala. Í ræðu sinni sagði Krist­ján:

„Ef ein­hver skyldi velkj­ast í vafa um hvar nýbygg­ingar Land­spít­ala munu rísa get ég upp­lýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurn­ing, það verður við Hring­braut. Stað­ar­valið hefur verið skoðað og end­ur­skoðað þrisvar sinn­um. Árið 2002 skil­aði fyrsta nefndin um fram­tíð­ar­skipu­lag LSH áliti sínu og á grund­velli þess tóku stjórn­völd ákvörðun um bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Aftur var kom­ist að sömu nið­ur­stöðu árið 2004. Árið 2008 skil­aði nefnd um fast­eign­ir, nýbygg­ingar og aðstöðu heil­brigð­is­stofn­ana grein­ar­gerð til heil­brigð­is­ráð­herra eftir að hafa skoðað bygg­inga­staði eins og Foss­vog, Víf­ils­staði og Hring­braut, auk nýs val­kosts í landi Keldna. Enn á ný var nið­ur­staðan sú að Hring­braut væri besti kost­ur­inn.

Þá er rétt að árétta að með lögum nr 64/2010 sam­þykkti Alþingi sam­hljóða að standa bæri að upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Með lögum nr 53/2013 sam­þykkti Alþingi sam­hljóða að um fram­kvæmd­irnar við Hring­braut skyldu gilda lög um skipan opin­berra fram­kvæmda nr. 84/2001 og í þings­á­lyktun Alþingis sem sam­þykkt var sam­hljóða á 143. lög­gjaf­ar­þingi fyrir tæpu ári síðan eða þann 16. maí 2014 var tekið á þremur efn­is­legum þátt­um. Í fyrsta lagi, stað­setn­ing yrði við Hring­braut, í öðru lagi að ljúka ætti und­ir­bún­ingi á end­ur­nýjun og upp­bygg­ingu Land­spít­ala og í þriðja lagi að fram­kvæmdir hæfust þegar fjár­mögnun hefur verið tryggð.

Rík­is­stjórnin sam­þykkti nýlega  þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um lang­tíma­á­ætlun í rík­is­fjár­mál­um. Þar er gert ráð fyrir 5,1 millj­arði króna í fram­kvæmdir við Land­spít­ala á árunum 2016 – 2019 og fjár­magni til bygg­ingar sjúkra­hót­els og fulln­að­ar­hönn­unar með­ferð­ar­kjarna. Fyr­ir­vari er um fjár­mögnun fram­kvæmda við með­ferð­ar­kjarn­ann, en rétt er að taka fram að þessi lang­tíma­á­ætlun er end­ur­skoðuð ár hvert og það er enn langt í að fram­kvæmdir við með­ferð­ar­kjarn­ann geti hafist, ein­fald­lega vegna þess að fulln­að­ar­hönnun og allt ferlið í kringum hana er tíma­frekt.

Fyrir þessum ákvörð­unum öllum liggja marg­vís­leg rök. Hag­kvæmni vegur þungt, því talið er að það yrði dýr­ara að byggja nýtt sjúkra­hús frá grunni á öðrum stað en að byggja við Hring­braut og nýta áfram 56.000 fer­metra af eldri bygg­ing­um. Nálægð við Háskóla Íslands og þekk­ing­ar­sam­fé­lagið í Vatns­mýr­inni skiptir einnig miklu máli vegna rann­sókna og kennslu þar sem vel á annað hund­rað starfs­manna spít­al­ans eru jafn­framt starfs­menn Háskól­ans. For­hönnun og allar skipu­lags­á­ætl­anir liggja fyrir og eru stað­fest­ar. Vilji Alþingis liggur fyr­ir.

Mark­miðið er alveg skýrt og við hljótum að geta sam­ein­ast um það, þ.e. að byggja upp þjóð­ar­sjúkra­húsið sem þörfn­umst og viljum sjá, með sterka inn­viði, fag­fólk í fremstu röð, vel tækjum búið og í hús­næði sem sam­ræm­ist kröfum sam­tím­ans. Þetta er verk­efnið  og nú er það innan seil­ing­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None