Kristján Þór Júlíusson: Uppbygging Landsspítala verður við Hringbraut

kristjan_thor_vidtal_frame_530.jpg
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra segir það enga spurn­ingu í sínum huga að nýbygg­ingar Lands­spít­al­ans muni rísa við Hring­braut. Stað­ar­valið hafi verið skoðað og end­ur­skoðað þrí­vegis og nið­ur­staðan hafi alltaf verið sú að Hring­braut væri besti kost­ur­inn. Fram­kvæmdir við fyrstu skref upp­bygg­ingar þar fari á fullt í haust. Þetta kom fram í ræðu hans á árs­fundi Lands­spít­al­ans í dag.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í fréttum RÚV 1. apríl síð­ast­lið­inn að hann teldi ástæðu til að kanna hvort skyn­sam­legt væri að reisa nýjan Lands­spít­ala á lóð Rík­is­út­varps­ins. Skoða ætti hvort skyn­sam­legt væri að selja fast­eignir spít­al­ans og „ná þannig inn jafn­vel tugum millj­arða strax sem hægt væri að nota til þessa að setja upp­bygg­ingu nýs spít­ala alveg á fullt á nýjum stað.“

Margir gagn­rýndu ummæli for­sæt­is­ráð­herra. Þeirra á meðal var Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, sem sagð­ist vona að ummælin hefðu verið apr­ílgabb og að frum­for­senda Sig­mundar Dav­íðs, um að græða á sölu lóða til fjár­magna spít­al­ann stand­ist ekki. Borgin ætti lóð­irn­ar, ekki rík­ið.

Auglýsing

Ekki nokkur spurn­ing að spít­al­inn verði við Hring­brautKrist­ján tók af öll tví­mæli um afstöðu sína stað­setn­ingar nýs Lands­spít­ala í ræðu sinni í dag. Þar sagði hann að í fjár­lögum þessa árs væru 945 millj­ónir króna ætl­aðar í verk­fram­kvæmdir sjúkra­hót­els og fulln­að­ar­hönnun með­ferða­kjarna. Fram­kvæmdir ættu að geta haf­ist í haust og áætlað sé að hót­elið verði til­búið til notk­unar árið 2017.

Hann vék síðan að stað­setn­ing­u nýs Lands­spít­ala. Í ræðu sinni sagði Krist­ján:

„Ef ein­hver skyldi velkj­ast í vafa um hvar nýbygg­ingar Land­spít­ala munu rísa get ég upp­lýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurn­ing, það verður við Hring­braut. Stað­ar­valið hefur verið skoðað og end­ur­skoðað þrisvar sinn­um. Árið 2002 skil­aði fyrsta nefndin um fram­tíð­ar­skipu­lag LSH áliti sínu og á grund­velli þess tóku stjórn­völd ákvörðun um bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Aftur var kom­ist að sömu nið­ur­stöðu árið 2004. Árið 2008 skil­aði nefnd um fast­eign­ir, nýbygg­ingar og aðstöðu heil­brigð­is­stofn­ana grein­ar­gerð til heil­brigð­is­ráð­herra eftir að hafa skoðað bygg­inga­staði eins og Foss­vog, Víf­ils­staði og Hring­braut, auk nýs val­kosts í landi Keldna. Enn á ný var nið­ur­staðan sú að Hring­braut væri besti kost­ur­inn.

Þá er rétt að árétta að með lögum nr 64/2010 sam­þykkti Alþingi sam­hljóða að standa bæri að upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Með lögum nr 53/2013 sam­þykkti Alþingi sam­hljóða að um fram­kvæmd­irnar við Hring­braut skyldu gilda lög um skipan opin­berra fram­kvæmda nr. 84/2001 og í þings­á­lyktun Alþingis sem sam­þykkt var sam­hljóða á 143. lög­gjaf­ar­þingi fyrir tæpu ári síðan eða þann 16. maí 2014 var tekið á þremur efn­is­legum þátt­um. Í fyrsta lagi, stað­setn­ing yrði við Hring­braut, í öðru lagi að ljúka ætti und­ir­bún­ingi á end­ur­nýjun og upp­bygg­ingu Land­spít­ala og í þriðja lagi að fram­kvæmdir hæfust þegar fjár­mögnun hefur verið tryggð.

Rík­is­stjórnin sam­þykkti nýlega  þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um lang­tíma­á­ætlun í rík­is­fjár­mál­um. Þar er gert ráð fyrir 5,1 millj­arði króna í fram­kvæmdir við Land­spít­ala á árunum 2016 – 2019 og fjár­magni til bygg­ingar sjúkra­hót­els og fulln­að­ar­hönn­unar með­ferð­ar­kjarna. Fyr­ir­vari er um fjár­mögnun fram­kvæmda við með­ferð­ar­kjarn­ann, en rétt er að taka fram að þessi lang­tíma­á­ætlun er end­ur­skoðuð ár hvert og það er enn langt í að fram­kvæmdir við með­ferð­ar­kjarn­ann geti hafist, ein­fald­lega vegna þess að fulln­að­ar­hönnun og allt ferlið í kringum hana er tíma­frekt.

Fyrir þessum ákvörð­unum öllum liggja marg­vís­leg rök. Hag­kvæmni vegur þungt, því talið er að það yrði dýr­ara að byggja nýtt sjúkra­hús frá grunni á öðrum stað en að byggja við Hring­braut og nýta áfram 56.000 fer­metra af eldri bygg­ing­um. Nálægð við Háskóla Íslands og þekk­ing­ar­sam­fé­lagið í Vatns­mýr­inni skiptir einnig miklu máli vegna rann­sókna og kennslu þar sem vel á annað hund­rað starfs­manna spít­al­ans eru jafn­framt starfs­menn Háskól­ans. For­hönnun og allar skipu­lags­á­ætl­anir liggja fyrir og eru stað­fest­ar. Vilji Alþingis liggur fyr­ir.

Mark­miðið er alveg skýrt og við hljótum að geta sam­ein­ast um það, þ.e. að byggja upp þjóð­ar­sjúkra­húsið sem þörfn­umst og viljum sjá, með sterka inn­viði, fag­fólk í fremstu röð, vel tækjum búið og í hús­næði sem sam­ræm­ist kröfum sam­tím­ans. Þetta er verk­efnið  og nú er það innan seil­ing­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None