Hagnaður KEA nærri hálfur milljarður 2014 - laun stjórnenda hækkuðu um 25%

KEA_5cm.18.04.08.jpg
Auglýsing

Hagn­aður sam­vinnu­fé­lags­ins KEA á síð­asta ári nam 467 millj­ónum eftir skatta, sam­an­borið við 227 millj­ónir króna árið áður. Þá námu tekjur félags­ins tæpum 650 millj­ónum króna á árinu 2014 og hækk­uðu um 250 millj­ónir á milli ára. Eigið fé KEA um síð­ustu ára­mót nam 5,3 millj­örðum króna og heild­ar­eignir félags­ins hljóð­uðu þá upp á tæpa sex millj­arða króna. Þetta kemur fram í árs­skýrslu félags­ins fyrir árið 2014.

Þar kemur jafn­framt fram að Hall­dór Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóri KEA, hafi fengið greiddar rúmar 23,6 millj­ónir króna í laun og þókn­anir á árinu 2014, eða 1,9 millj­ónir króna á mán­uði. Sam­kvæmt árs­skýrslu félags­ins fyrir árið á undan, fékk Hall­dór röskar 18,2 millj­ónir króna í laun á árinu 2013. Laun fram­kvæmda­stjóra KEA hækk­uðu því um tæpar 5,4 millj­ónir króna á milli ára, eða um 450 þús­und krónur á mán­uði að jafn­aði.

Laun og þókn­anir til stjórnar og stjórn­enda KEA námu 32,1 milljón árið 2014, sam­an­borið við 25,6 millj­ónir króna árið áður, og hækk­uðu því um 6,5 millj­ónir eða um 25 pró­sent á milli ára.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None