Offjölgun í dönsku konungsfjölskyldunni

roayl.jpg
Auglýsing

Það er lík­lega flestum kunn­ugt að Mar­grét Þór­hildur Dana­drottn­ing varð 75 ára sl. fimmtu­dag. Tug­þús­undir hylltu þjóð­höfð­ingj­ann í til­efni dags­ins en fjöl­skylda drottn­ingar sem var með henni á svölum Amal­íu­borgar er stærri en dæmi eru um í sögu Dan­merk­ur, ef frá er tal­inn Krist­ján IV, sem átti 25 börn. Hann er jafn­framt sá kon­ungur Dana sem lengst hefur ríkt, rétt tæp 60 ár.

Hátíða­höldin í til­efni afmælis Mar­grétar Þór­hildar stóðu, með hléum, í rúma viku. Löng hefð er fyrir því hér í Dan­mörku að fagna afmælum þjóð­höfð­ingj­ans og margir útlend­ingar sagðir undr­andi á því að götur og torg höf­uð­borg­ar­innar skuli fyll­ast af fólki, og fán­um, á stóraf­mæl­u­m.  Kannski ræður hefðin tals­verðu um þetta en lík­lega ekki síður hitt að Mar­grét Þór­hildur er mjög vin­sæl meðal þegna sinna. Vin­sæld­irnar  virð­ast ekki fara dvín­andi með árunum en 43 ár og þrír mán­uðir eru síðan hún varð drottn­ing.  Mar­grét á tvær yngri syst­ur, Bene­dikte og Anne- Marie.

Mar­grét Þór­hildur og Hen­rik drottn­ing­ar­maður eiga tvo syni, Frið­rik krón­prins og Jóakim. Frið­rik og krón­prinsessan Mary eiga fjögur börn, elstur er Christ­ian (Krist­ján), þá Isa­belle og svo tví­burarnir Vincent og Jos­ephine. Jóakim á einnig fjögur börn, dreng og stúlku með eig­in­kon­unni Marie prinsessu og tvo syni með fyrr­ver­andi eig­in­konu, Alexöndru greifynju. Barna­börn drottn­ingar eru því átta tals­ins. Það var þess vegna fremur þröngt á svöl­unum á Amal­íu­borg (Schacks Palæ) þegar fjöl­skyld­an, að und­an­skildum Hen­rik drottn­ing­ar­manni sem lá í inflú­ensu, stóð og veif­aði til mann­fjöld­ans.

Auglýsing

Krúnu­erf­ingja­hóp­ur­inn er fjöl­menn­ur                                             Danska krúnu­erf­ingja­röðin fer eftir til­teknum regl­um. Fremstur í þeim flokki er Frið­rik, eldri sonur Mar­grétar Þór­hild­ar, þá koma börn hans fjögur í ald­urs­röð, númer sex er Jóakim prins og svo börn hans fjög­ur. Þar fyrir aftan kemur Bene­dikte, yngri systir Mar­grétar drottn­ing­ar, og aft­ast í þess­ari röð er Elisa­beth, faðir hennar var Knud, föð­ur­bróðir Mar­grét­ar. Ann­e-Marie systir drottn­ingar (yngst þeirra systra) afsal­aði sér til­kalli til krún­unnar þegar hún gift­ist Kon­stantin Grikk­lands­kon­ungi árið 1964. Krúnu­erf­ingj­arnir eru því sam­tals tólf.

Hirðin kostar sitt                                                                                         Allir sem eiga til­kall til krún­unnar (og reyndar fleiri ætt­ingjar drottn­ing­ar) eiga lögum sam­kvæmt rétt á laun­um, apana­ge. Þær greiðslur nema árlega rúmum eitt hund­rað millj­ónum danskra króna , tæpum tveimur millj­örðum íslensk­um. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, ekki einu sinni hálf. Tvö dag­blöð hér í Dan­mörku tóku saman það sem þau kalla "ekki allan heild­ar­kostn­að" vegna hirð­ar­inn­ar. Sam­kvæmt útreikn­ingum þeirra nema þau útgjöld rúm­lega hálfum millj­arði danskra króna árlega (um tíu millj­örðum íslenskum) sem er drjúgur skild­ing­ur.  Blöðin segja að þarna sé þó ekki allt talið, það vanti til dæmis upp­lýs­ingar um kostnað vegna lög­gæslu, sem sé umtals­verð­ur. Ekki sé heldur tal­inn með allur sá kostn­aður sem lendir á hernum vegna gæslu og eft­ir­lits við ýmsar opin­berar athafn­ir. Sömu­leiðis séu við­gerðir og við­hald á hús­eignum kon­ungs­fjöl­skyld­unnar ekki nema að litlu leyti inni í þessum útreikn­ingum. Og fleira er tínt til.

Hvað á allt þetta kónga­fólk að ger­a?    Barna­börn Mar­grétar drottn­ingar eru átta tals­ins, skemmti­legir og frísk­legir krakkar sem iðu­lega sjást í sjón­varpi og blöðum við ýmis konar athafnir sem tengj­ast hirð­inni. Elstur í þessum hópi er Nico­lai sonur Jóakims, hann er reyndar eng­inn krakki, verður 16 ára eftir nokkra mán­uði. Blaða­maður dag­blaðs­ins Politi­ken velti því fyrir sér í langri grein í blað­inu hvað allt þetta unga og efni­lega fólk eigi að taka sér fyrir hendur þegar skóla­göngu lýkur og full­orð­ins­árin taka við. Svona stór hópur geti ekki allur verið eins­konar vara­lið þjóð­höfð­ingj­ans, þótt það heiti svo í orði kveðnu.

Verður að skipta máli                                                                                           Í áður­nefndri grein segir blaða­mað­ur­inn að þótt unga kónga­fólkið fari kannski ekki í áhuga­sviðs­próf til að ákveða hvað það eigi að taka sér fyrir hendur sé mik­il­vægt að það finni sér starfs­vett­vang. Það sé hrein­lega ekki þörf fyrir allan þennan fjölda til að vera við­staddur alls kyns athafn­ir, hverju nafni sem þær nefn­ast.  Og, það sé ekki ein­ungis brýnt fyrir ung­mennin sjálf að finna sér starfs­vett­vang, það sé líka mik­il­vægt ef kon­ungs­fjöl­skyldan eigi áfram að skipa þann sess í hugum og hjörtum Dana sem hún geri í dag. Blaða­mað­ur­inn full­yrðir að mörgum þyki nóg um, en sætti sig þó við, allan þann kostnað og umstang sem fylgi hirð­inni. Það muni breyt­ast ef kon­ungs­fjöl­skyldan  stækki bara og stækki og verði á fram­færi þjóð­ar­innar án sýni­legs til­gangs. Ef fjöl­skyld­unni á Amal­íu­borg mis­tak­ist eða hætti að ganga í takt við þjóð­ina eigi hún ekki fram­tíð­ina fyrir sér.

Stærsti leik­hópur lands­ins                                                                    Sagn­fræð­ingur við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla segir í við­tali við danskt dag­blað að danska kon­ungs­fjöl­skyldan sé stærsti leik­hópur lands­ins. Þessi leik­hópur sýni þó hvorki Hamlet né Mak­beð heldur eins­konar til­bú­inn raun­veru­leika. Almenn­ingur fylgist með kon­ungs­fjöl­skyld­unni í sjón­varpi og útvarpi, dag­blöðin flytji reglu­lega af henni fréttir og hér séu viku­blöð sem fjalli ekki um neitt annað en kónga­fólkið og kjól­ana, eins og hann kemst að orð­i.  "Gall­inn við þennan leik­hóp"­segir sagn­fræð­ing­ur­inn "er að þetta er alltaf sama sýn­ing­in, bara nýir bún­ing­ar".

Danir vilja við­halda hefð­inni     Hvað sem öllu tali um leik­sýn­ingar og gagns­leysi líður er það stað­reynd að mik­ill meiri­hluti Dana er mjög hlynntur kon­ungs­fjöl­skyld­unni. Kann­anir sýna að sú afstaða hefur lítið breyst í marga ára­tugi. Margir velta fyrir sér hvort þetta kunni að breyt­ast þegar að því kemur að Mar­grétar Þór­hildar nýtur ekki lengur við. Þótt krón­prins­inn þyki hafa margt til síns ágætis er það margra álit að hann jafn­ist á engan hátt við móð­ur­ina. Aðrir segja það ókomið í ljós hvernig hann muni spjara sig, þótt hann sé öðru­vísi en móðir hans og fari aðrar leiðir í mörgu sé það ekki endi­lega slæmt eða nei­kvætt. Hann hefur ekki sama áhug­ann á menn­ingu og listum og hún en hins­vegar mik­inn áhuga á íþróttum og úti­veru. Það muni líka reyna mikið á krón­prinsess­una Mary sem fær, þegar þar að kem­ur, tit­il­inn drottn­ing. Hún þarf því ekki að ergja sig yfir því að fá ekki kon­ung­legan tit­il, öfugt við Hen­rik drottningar­mann sem er enn, annað slagið að minnsta kosti, í hálf­gerðri fýlu yfir að bera ekki kon­ungs­tit­il.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None