Funduðu með fulltrúum kröfuhafa í London, órói eftir ræðu Sigmundar

framsokn.jpg
Auglýsing

Glenn Kim, sem er for­maður fram­kvæmda­hóps íslenskra stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta, og aðrir erlendir ráð­gjafar íslenskra stjórn­valda hafa und­an­farið fundað nokkrum sinnum með helstu full­trúum stærstu kröfu­hafa slita­búa föllnu bank­anna. Frá þessu var greint í DV í dag.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er ekki um að ræða beina fundi með kröfu­höf­unum heldur með helstu ráð­gjöfum þeirra, meðal ann­ars Barry Russell (lög­maður hjá Akin Gump) og Matt Hinds (frá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Tal­bot Hug­hes&McK­ill­op), sem starfað hafa fyrir stærstu kröfu­hafa hér­lendis árum sam­an. Um var að ræða upp­lýs­inga­fundi, ekki samn­inga­fundi. Ráð­gjaf­arnir voru þó ekki upp­lýstir að neinu leyti um áætl­anir stjórn­valda um losun hafta, sem kynntar verða á næstu vikum og mun meðal ann­ars inni­halda útfærslu á svoköll­uðum stöð­ug­leika­skatti sem mun hið minnsta leggj­ast á eignir slita­búa gömlu bank­anna og snjó­hengj­una svoköll­uðu.

Og, eins sér­kenni­lega og það kann að hljóma, þá mega ráð­gjaf­arnir ekki upp­lýsa atvinnu­rek­endur sína, kröfu­hafa föllnu bank­anna, um það sem fram fór á við­kom­andi fund­um. Kröfur á föllnu bank­anna ganga nefni­lega kaupum og sölum á skipu­legum mark­aði. Verð á þeim sveifl­ast til og frá og upp­lýs­ingar á borð við þær sem gætu komið fram á fundum með íslenska fram­kvæmd­ar­hópnum gætu talist verð­mynd­andi.

Auglýsing

Órói á kröfu­mark­aðiUnd­an­farin miss­eri hefur ekki verið mikil hreyf­ing á mark­aði með kröfur á íslensku bank­anna. Beðið hefur verið eftir útspili íslenskra stjórn­valda um skref í átt að losun hafta. Heim­ildir Kjarn­ans herma hins vegar að órói hafi skap­ast á meðal eig­enda sumra krafna eftir ræðu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins á föstu­dag þar sem í fyrsta sinn var minnst á stöð­ug­leika­skatt.

Hann hafi síðan lægt eftir að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, steig fram á þriðju­dag og greindi frá því að umræddur skattur er í fullu sam­ræmi við þær leiðir sem hann boð­aði í grein­ar­gerð sinni til Alþingis þann 18. mars síð­ast­lið­inn.

Ræða sem vakti mikla athygliÞað vakti athygli víðar en á Íslandi þegar Sig­mundur Davíð sagði í ræðu sinni fyrir viku að stöð­ug­leika­skattur ætti að skila hund­ruðum millj­arða króna. Margir túlk­uðu þau ummæli á þann veg að for­sæt­is­ráð­herr­ann væri að boða mikið inn­flæði fjár­mags í rík­is­sjóð. Það er í and­stöðu við það sem Lee Buccheit, ráð­gjafi stjórn­valda, og Glenn Kim sögðu á fundi með sam­ráðs­nefnd stjórn­mála­flokk­anna í byrjun des­em­ber síð­ast­liðn­um, þegar þeir kynnt fyrir henni hug­myndir um útgöngu­skatt og löng skulda­bréf fyrir eig­endur snjó­hengj­unn­ar. Þar kom skýrt fram að mark­mið til­lag­anna væri ekki að afla tekna fyrir íslenska rík­ið, heldur að afnema fjár­magns­höft.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hefur talað á sömu nótum og það hefur Bjarni Bene­dikts­son líka gert. Hann sagði við fjöl­miðla í vik­unni, þegar hann tjáði sig við þá í fyrsta sinn eftir ræðu Sig­mund­ar, að efna­hags­legum stöð­ug­leika yrði ekki ógnað við losun hafta.

Mik­il­væg yfir­lýs­ingSig­mundur sagði síðan í við­tali við Morg­un­blaðið á mánu­dag að áætlun um losun hafta snú­ist að öllu leyti um að verja efna­hags­legan stöð­ug­leika og gengi krón­unn­ar. Fjár­magn sem kæmi út úr áætl­un­inni, sem felur meðal ann­ars í sér álagn­ingu svo­kall­aðs stöðu­leika­skatts sem hefur ekki verið útskýrður að fullu, yrði ekki hugsað til þess að ráð­stafa í fram­kvæmdir eða verða hluti útgjalda rík­is­sjóðs.

Þessi yfir­lýs­ing Sig­mundar er talin mik­il­væg. Nauð­syn­legt sé að öll opin­ber ummæli þeirra sem komi að áætlun um losun hafta séu þannig að álagn­ing stöð­ug­leika­skatts snú­ist ein­vörð­ungu um að hægt verði að stíga skref við losun fjár­magns­hafta án þess að greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins verði ógn­að. Ef aðrar ástæður eru gefnar fyrir álagn­ingu skatts­ins, að hann sé til dæmis settur á til tekju­öfl­unar fyrir rík­is­sjóð, þá er það talið styrkja rök kröfu­hafa fyrir því að í honum felist eign­ar­upp­taka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None