Funduðu með fulltrúum kröfuhafa í London, órói eftir ræðu Sigmundar

framsokn.jpg
Auglýsing

Glenn Kim, sem er for­maður fram­kvæmda­hóps íslenskra stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta, og aðrir erlendir ráð­gjafar íslenskra stjórn­valda hafa und­an­farið fundað nokkrum sinnum með helstu full­trúum stærstu kröfu­hafa slita­búa föllnu bank­anna. Frá þessu var greint í DV í dag.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er ekki um að ræða beina fundi með kröfu­höf­unum heldur með helstu ráð­gjöfum þeirra, meðal ann­ars Barry Russell (lög­maður hjá Akin Gump) og Matt Hinds (frá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Tal­bot Hug­hes&McK­ill­op), sem starfað hafa fyrir stærstu kröfu­hafa hér­lendis árum sam­an. Um var að ræða upp­lýs­inga­fundi, ekki samn­inga­fundi. Ráð­gjaf­arnir voru þó ekki upp­lýstir að neinu leyti um áætl­anir stjórn­valda um losun hafta, sem kynntar verða á næstu vikum og mun meðal ann­ars inni­halda útfærslu á svoköll­uðum stöð­ug­leika­skatti sem mun hið minnsta leggj­ast á eignir slita­búa gömlu bank­anna og snjó­hengj­una svoköll­uðu.

Og, eins sér­kenni­lega og það kann að hljóma, þá mega ráð­gjaf­arnir ekki upp­lýsa atvinnu­rek­endur sína, kröfu­hafa föllnu bank­anna, um það sem fram fór á við­kom­andi fund­um. Kröfur á föllnu bank­anna ganga nefni­lega kaupum og sölum á skipu­legum mark­aði. Verð á þeim sveifl­ast til og frá og upp­lýs­ingar á borð við þær sem gætu komið fram á fundum með íslenska fram­kvæmd­ar­hópnum gætu talist verð­mynd­andi.

Auglýsing

Órói á kröfu­mark­aðiUnd­an­farin miss­eri hefur ekki verið mikil hreyf­ing á mark­aði með kröfur á íslensku bank­anna. Beðið hefur verið eftir útspili íslenskra stjórn­valda um skref í átt að losun hafta. Heim­ildir Kjarn­ans herma hins vegar að órói hafi skap­ast á meðal eig­enda sumra krafna eftir ræðu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins á föstu­dag þar sem í fyrsta sinn var minnst á stöð­ug­leika­skatt.

Hann hafi síðan lægt eftir að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, steig fram á þriðju­dag og greindi frá því að umræddur skattur er í fullu sam­ræmi við þær leiðir sem hann boð­aði í grein­ar­gerð sinni til Alþingis þann 18. mars síð­ast­lið­inn.

Ræða sem vakti mikla athygliÞað vakti athygli víðar en á Íslandi þegar Sig­mundur Davíð sagði í ræðu sinni fyrir viku að stöð­ug­leika­skattur ætti að skila hund­ruðum millj­arða króna. Margir túlk­uðu þau ummæli á þann veg að for­sæt­is­ráð­herr­ann væri að boða mikið inn­flæði fjár­mags í rík­is­sjóð. Það er í and­stöðu við það sem Lee Buccheit, ráð­gjafi stjórn­valda, og Glenn Kim sögðu á fundi með sam­ráðs­nefnd stjórn­mála­flokk­anna í byrjun des­em­ber síð­ast­liðn­um, þegar þeir kynnt fyrir henni hug­myndir um útgöngu­skatt og löng skulda­bréf fyrir eig­endur snjó­hengj­unn­ar. Þar kom skýrt fram að mark­mið til­lag­anna væri ekki að afla tekna fyrir íslenska rík­ið, heldur að afnema fjár­magns­höft.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hefur talað á sömu nótum og það hefur Bjarni Bene­dikts­son líka gert. Hann sagði við fjöl­miðla í vik­unni, þegar hann tjáði sig við þá í fyrsta sinn eftir ræðu Sig­mund­ar, að efna­hags­legum stöð­ug­leika yrði ekki ógnað við losun hafta.

Mik­il­væg yfir­lýs­ingSig­mundur sagði síðan í við­tali við Morg­un­blaðið á mánu­dag að áætlun um losun hafta snú­ist að öllu leyti um að verja efna­hags­legan stöð­ug­leika og gengi krón­unn­ar. Fjár­magn sem kæmi út úr áætl­un­inni, sem felur meðal ann­ars í sér álagn­ingu svo­kall­aðs stöðu­leika­skatts sem hefur ekki verið útskýrður að fullu, yrði ekki hugsað til þess að ráð­stafa í fram­kvæmdir eða verða hluti útgjalda rík­is­sjóðs.

Þessi yfir­lýs­ing Sig­mundar er talin mik­il­væg. Nauð­syn­legt sé að öll opin­ber ummæli þeirra sem komi að áætlun um losun hafta séu þannig að álagn­ing stöð­ug­leika­skatts snú­ist ein­vörð­ungu um að hægt verði að stíga skref við losun fjár­magns­hafta án þess að greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins verði ógn­að. Ef aðrar ástæður eru gefnar fyrir álagn­ingu skatts­ins, að hann sé til dæmis settur á til tekju­öfl­unar fyrir rík­is­sjóð, þá er það talið styrkja rök kröfu­hafa fyrir því að í honum felist eign­ar­upp­taka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None