Fréttablaðið og Morgunblaðið standa nánast í stað, lestur DV dalar áfram

dagbl..nota_.jpg
Auglýsing

Lestur Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins stendur nán­ast í stað milli mán­aða en lestur DV heldur áfram að dala lít­il­lega. Lestur Frétta­tím­ans og Við­skipta­blaðs­ins tekur hins vegar skarpan kipp upp á við.

Þetta kemur fram í nýrri prent­miðla­könnun Gallup sem kannar lestur á helstu prent­miðlum lands­ins. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar voru birtar í dag.

Frétta­blaðið tapar áfram yngri les­endumFrétta­blaðið er sem fyrr lang­mest lesna dag­blað lands­ins, en því er dreift frítt í 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unn­ar. Lestur blaðs­ins eykst lít­il­lega á milli mán­aða, eða um 0,16 pró­sent. Alls lesa 51,5 pró­sent lands­manna blað­ið, sam­kvæmt könn­un­inni. Þetta er í fyrsta sinn í sjö mán­uði sem lestur á blað­inu minnkar ekki á milli mán­aða.

Lestur Frétta­blaðs­ins hefur fallið hratt und­an­farin ár og blaðið hefur alls tapað um 20 pró­sent les­enda sinna á síð­ustu fimm árum. Upp­lag blaðs­ins hefur á móti dreg­ist saman á tíma­bil­inu og skýrir það að hluta til minni lest­ur. Lest­ur­inn hefur minnkað sér­stak­lega mikið und­an­farna mán­uði, en frá því í júlí 2014 hefur hann dreg­ist saman um 8,5 pró­sent.

Auglýsing

Frétta­blaðið heldur líka áfram að tapa yngri les­end­um. Í ald­urs­hópnum 18-49 ára fækk­aði les­endum blaðs­ins um 2,8 pró­sent í mars­mán­uði. Frá því í júlí 2014, fyrir níu mán­uðum síð­an, hefur lest­ur­inn í þessum ald­urs­hópi dreg­ist saman um 18 pró­sent. 

DV aldrei mælst með minni lesturEini stóri prent­mið­ill­inn sem missir heild­ar­lestur milli kann­ana er DV. Lestur blaðs­ins er nú 8,4 pró­sent og hefur aldrei mælst minni hjá Gallup frá því að DV kom aftur inn í mæl­ingar fyr­ir­tæk­is­ins í byrjun árs 2010 eftir eig­enda­skipti. Þegar best gekk hjá nýja DV, í maí 2011, mæld­ist lest­ur­inn 14,15 pró­sent. Það er þó jákvætt fyrir DV að lestur blaðs­ins í ald­urs­hópnum 18-49 ára tekur smá kipp upp á við, þótt lest­ur­inn sé enn afar lít­ill í þessum ald­urs­hópi. Hann fer úr 5,3 pró­sentum í 6,6 pró­sent á milli mæl­inga sem er aukn­ing upp á tæp 20 pró­sent milli mán­aða. Ugg­laust spilar þar inn í áskrift­ar­til­boð þar sem nýjum áskrif­endum býðst að fá iPad með áskrift að DV og dv.­is.

Yngri les­endum Morg­un­blaðs­ins fjölgarLes­endum Morg­un­blaðs­ins, stærsta áskrift­ar­blaðs lands­ins, hefur fækkað mikið und­an­farin ár. Árið 2009 lásu 43 pró­sent lands­manna blaðið en lestur þess í dag er 28,7 pró­sent. Lest­ur­inn fór í fyrsta sinn í ára­tugi undir 30 pró­sent snemma árs í fyrra. Annað vanda­mál sem Morg­un­blaðið hefur verið að glíma við er ald­ur­sam­setn­ing les­enda. Les­endur blaðs­ins virð­ast flestir vera í eldri kant­in­um. Í nóv­em­ber 2014 var hlut­fall þeirra sem eru á aldr­inum 18-49 ára komið niður í 19,05 pró­sent. Síðan þá hefur það hækkað mán­uði frá mán­uði og er nú 21,58 pró­sent.Við­skipta­blaðið og Frétta­tím­inn sig­ur­veg­arar síð­asta mán­aðarSig­ur­veg­arar nýj­ustu prent­miðla­könn­un­ar­innar eru Við­skipta­blaðið (bætir við sig 15,4 pró­sentum milli mán­aða) og Frétta­tím­inn (bætir við sig sjö pró­sentum milli mán­aða). Alls segj­ast nú 11,64 pró­sent lands­manna lesa Við­skipta­blaðið en 40,57 pró­sent Frétta­tím­ann.

Ljóst er að aukn­ing Við­skipta­blaðs­ins er mest hjá ungu fólki, þar sem lest­ur­inn jókst um tæp 17 pró­sent á milli mán­aða.  Sömu sögu er að segja af Frétta­tím­anum þar sem lest­ur­inn hjá ald­urs­hópnum 18-49 ára jókst um 10,2 pró­sent á milli mán­aða.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None