Fréttablaðið og Morgunblaðið standa nánast í stað, lestur DV dalar áfram

dagbl..nota_.jpg
Auglýsing

Lestur Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins stendur nán­ast í stað milli mán­aða en lestur DV heldur áfram að dala lít­il­lega. Lestur Frétta­tím­ans og Við­skipta­blaðs­ins tekur hins vegar skarpan kipp upp á við.

Þetta kemur fram í nýrri prent­miðla­könnun Gallup sem kannar lestur á helstu prent­miðlum lands­ins. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar voru birtar í dag.

Frétta­blaðið tapar áfram yngri les­endum



Frétta­blaðið er sem fyrr lang­mest lesna dag­blað lands­ins, en því er dreift frítt í 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unn­ar. Lestur blaðs­ins eykst lít­il­lega á milli mán­aða, eða um 0,16 pró­sent. Alls lesa 51,5 pró­sent lands­manna blað­ið, sam­kvæmt könn­un­inni. Þetta er í fyrsta sinn í sjö mán­uði sem lestur á blað­inu minnkar ekki á milli mán­aða.

Lestur Frétta­blaðs­ins hefur fallið hratt und­an­farin ár og blaðið hefur alls tapað um 20 pró­sent les­enda sinna á síð­ustu fimm árum. Upp­lag blaðs­ins hefur á móti dreg­ist saman á tíma­bil­inu og skýrir það að hluta til minni lest­ur. Lest­ur­inn hefur minnkað sér­stak­lega mikið und­an­farna mán­uði, en frá því í júlí 2014 hefur hann dreg­ist saman um 8,5 pró­sent.

Auglýsing

Frétta­blaðið heldur líka áfram að tapa yngri les­end­um. Í ald­urs­hópnum 18-49 ára fækk­aði les­endum blaðs­ins um 2,8 pró­sent í mars­mán­uði. Frá því í júlí 2014, fyrir níu mán­uðum síð­an, hefur lest­ur­inn í þessum ald­urs­hópi dreg­ist saman um 18 pró­sent.



 

DV aldrei mælst með minni lestur



Eini stóri prent­mið­ill­inn sem missir heild­ar­lestur milli kann­ana er DV. Lestur blaðs­ins er nú 8,4 pró­sent og hefur aldrei mælst minni hjá Gallup frá því að DV kom aftur inn í mæl­ingar fyr­ir­tæk­is­ins í byrjun árs 2010 eftir eig­enda­skipti. Þegar best gekk hjá nýja DV, í maí 2011, mæld­ist lest­ur­inn 14,15 pró­sent. Það er þó jákvætt fyrir DV að lestur blaðs­ins í ald­urs­hópnum 18-49 ára tekur smá kipp upp á við, þótt lest­ur­inn sé enn afar lít­ill í þessum ald­urs­hópi. Hann fer úr 5,3 pró­sentum í 6,6 pró­sent á milli mæl­inga sem er aukn­ing upp á tæp 20 pró­sent milli mán­aða. Ugg­laust spilar þar inn í áskrift­ar­til­boð þar sem nýjum áskrif­endum býðst að fá iPad með áskrift að DV og dv.­is.

Yngri les­endum Morg­un­blaðs­ins fjölgar



Les­endum Morg­un­blaðs­ins, stærsta áskrift­ar­blaðs lands­ins, hefur fækkað mikið und­an­farin ár. Árið 2009 lásu 43 pró­sent lands­manna blaðið en lestur þess í dag er 28,7 pró­sent. Lest­ur­inn fór í fyrsta sinn í ára­tugi undir 30 pró­sent snemma árs í fyrra. Annað vanda­mál sem Morg­un­blaðið hefur verið að glíma við er ald­ur­sam­setn­ing les­enda. Les­endur blaðs­ins virð­ast flestir vera í eldri kant­in­um. Í nóv­em­ber 2014 var hlut­fall þeirra sem eru á aldr­inum 18-49 ára komið niður í 19,05 pró­sent. Síðan þá hefur það hækkað mán­uði frá mán­uði og er nú 21,58 pró­sent.



Við­skipta­blaðið og Frétta­tím­inn sig­ur­veg­arar síð­asta mán­aðar



Sig­ur­veg­arar nýj­ustu prent­miðla­könn­un­ar­innar eru Við­skipta­blaðið (bætir við sig 15,4 pró­sentum milli mán­aða) og Frétta­tím­inn (bætir við sig sjö pró­sentum milli mán­aða). Alls segj­ast nú 11,64 pró­sent lands­manna lesa Við­skipta­blaðið en 40,57 pró­sent Frétta­tím­ann.

Ljóst er að aukn­ing Við­skipta­blaðs­ins er mest hjá ungu fólki, þar sem lest­ur­inn jókst um tæp 17 pró­sent á milli mán­aða.  Sömu sögu er að segja af Frétta­tím­anum þar sem lest­ur­inn hjá ald­urs­hópnum 18-49 ára jókst um 10,2 pró­sent á milli mán­aða.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None