Fréttablaðið og Morgunblaðið standa nánast í stað, lestur DV dalar áfram

dagbl..nota_.jpg
Auglýsing

Lestur Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins stendur nán­ast í stað milli mán­aða en lestur DV heldur áfram að dala lít­il­lega. Lestur Frétta­tím­ans og Við­skipta­blaðs­ins tekur hins vegar skarpan kipp upp á við.

Þetta kemur fram í nýrri prent­miðla­könnun Gallup sem kannar lestur á helstu prent­miðlum lands­ins. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar voru birtar í dag.

Frétta­blaðið tapar áfram yngri les­endumFrétta­blaðið er sem fyrr lang­mest lesna dag­blað lands­ins, en því er dreift frítt í 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unn­ar. Lestur blaðs­ins eykst lít­il­lega á milli mán­aða, eða um 0,16 pró­sent. Alls lesa 51,5 pró­sent lands­manna blað­ið, sam­kvæmt könn­un­inni. Þetta er í fyrsta sinn í sjö mán­uði sem lestur á blað­inu minnkar ekki á milli mán­aða.

Lestur Frétta­blaðs­ins hefur fallið hratt und­an­farin ár og blaðið hefur alls tapað um 20 pró­sent les­enda sinna á síð­ustu fimm árum. Upp­lag blaðs­ins hefur á móti dreg­ist saman á tíma­bil­inu og skýrir það að hluta til minni lest­ur. Lest­ur­inn hefur minnkað sér­stak­lega mikið und­an­farna mán­uði, en frá því í júlí 2014 hefur hann dreg­ist saman um 8,5 pró­sent.

Auglýsing

Frétta­blaðið heldur líka áfram að tapa yngri les­end­um. Í ald­urs­hópnum 18-49 ára fækk­aði les­endum blaðs­ins um 2,8 pró­sent í mars­mán­uði. Frá því í júlí 2014, fyrir níu mán­uðum síð­an, hefur lest­ur­inn í þessum ald­urs­hópi dreg­ist saman um 18 pró­sent. 

DV aldrei mælst með minni lesturEini stóri prent­mið­ill­inn sem missir heild­ar­lestur milli kann­ana er DV. Lestur blaðs­ins er nú 8,4 pró­sent og hefur aldrei mælst minni hjá Gallup frá því að DV kom aftur inn í mæl­ingar fyr­ir­tæk­is­ins í byrjun árs 2010 eftir eig­enda­skipti. Þegar best gekk hjá nýja DV, í maí 2011, mæld­ist lest­ur­inn 14,15 pró­sent. Það er þó jákvætt fyrir DV að lestur blaðs­ins í ald­urs­hópnum 18-49 ára tekur smá kipp upp á við, þótt lest­ur­inn sé enn afar lít­ill í þessum ald­urs­hópi. Hann fer úr 5,3 pró­sentum í 6,6 pró­sent á milli mæl­inga sem er aukn­ing upp á tæp 20 pró­sent milli mán­aða. Ugg­laust spilar þar inn í áskrift­ar­til­boð þar sem nýjum áskrif­endum býðst að fá iPad með áskrift að DV og dv.­is.

Yngri les­endum Morg­un­blaðs­ins fjölgarLes­endum Morg­un­blaðs­ins, stærsta áskrift­ar­blaðs lands­ins, hefur fækkað mikið und­an­farin ár. Árið 2009 lásu 43 pró­sent lands­manna blaðið en lestur þess í dag er 28,7 pró­sent. Lest­ur­inn fór í fyrsta sinn í ára­tugi undir 30 pró­sent snemma árs í fyrra. Annað vanda­mál sem Morg­un­blaðið hefur verið að glíma við er ald­ur­sam­setn­ing les­enda. Les­endur blaðs­ins virð­ast flestir vera í eldri kant­in­um. Í nóv­em­ber 2014 var hlut­fall þeirra sem eru á aldr­inum 18-49 ára komið niður í 19,05 pró­sent. Síðan þá hefur það hækkað mán­uði frá mán­uði og er nú 21,58 pró­sent.Við­skipta­blaðið og Frétta­tím­inn sig­ur­veg­arar síð­asta mán­aðarSig­ur­veg­arar nýj­ustu prent­miðla­könn­un­ar­innar eru Við­skipta­blaðið (bætir við sig 15,4 pró­sentum milli mán­aða) og Frétta­tím­inn (bætir við sig sjö pró­sentum milli mán­aða). Alls segj­ast nú 11,64 pró­sent lands­manna lesa Við­skipta­blaðið en 40,57 pró­sent Frétta­tím­ann.

Ljóst er að aukn­ing Við­skipta­blaðs­ins er mest hjá ungu fólki, þar sem lest­ur­inn jókst um tæp 17 pró­sent á milli mán­aða.  Sömu sögu er að segja af Frétta­tím­anum þar sem lest­ur­inn hjá ald­urs­hópnum 18-49 ára jókst um 10,2 pró­sent á milli mán­aða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None