Engin veisla hjá Margréti Þórhildi á áttræðisafmælinu

Margrét Þórhildur Danadrottning verður áttræð næstkomandi fimmtudag, 16. apríl. Veirufaraldurinn sem nú geisar kemur í veg fyrir veisluhöld. Þegar drottningin varð sjötug var það Eyjafjallajökull sem setti strik í veislureikninginn.

Margrét Þórhildur Danadrottning verður áttræð 16. apríl. Til stóð að halda rækilega upp á áfangann, en svo kom COVID-19.
Margrét Þórhildur Danadrottning verður áttræð 16. apríl. Til stóð að halda rækilega upp á áfangann, en svo kom COVID-19.
Auglýsing

Und­ir­bún­ingur vegna átt­ræð­is­af­mælis drottn­ingar hófst snemma á síð­asta ári. Í mörg horn er að líta við und­ir­bún­ing slíkra tíma­móta.  Starfs­fólk hall­ar­innar ásamt emb­ætt­is­mönnum ráðu­neyta, lög­regl­unn­ar, hers­ins, bæj­a-og sveita­stjórn­ar­fólki víða um land, fjöl­miðl­um, lista­mönnum og fleirum hafa ann­ast þennan und­ir­bún­ing. Ótal við­burðir um allt land höfðu verið skipu­lagðir út í ystu æsar, allt í sam­ráði við drottn­ing­una.

Tvær ástæður fyrir til­stand­inu

Þótt iðu­lega fylgi mikið til­stand stóraf­mælum í dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni stóð óvenju­lega mikið til að þessu sinni. Fyrir því voru tvær ástæð­ur. Önnur var sú að þegar drottn­ingin varð sjö­tug, árið 2010 kom gosið í Eyja­fjalla­jökli í veg fyrir að margir af hinum tignu gestum sem boðið hafði verið til veisl­unnar komust ekki til Kaup­manna­hafn­ar. Meðal þeirra sem fjarri voru góðu gamni var for­seti Íslands Ólafur Ragnar Gríms­son. Veislan fór fram eins og ráð var fyrir gert þótt langtum færri væru við­staddir en til stóð. Af þessum sökum stóð til að veislan nú yrði sér­lega veg­leg. 

Hin ástæða þess, og kannski sú veiga­meiri, að til stóð að svo mikið skyldi lagt í afmæl­is­fagn­að­inn að þessu sinni er að kannski hefði þetta orðið síð­asti stóri afmæl­is­fagn­aður Mar­grétar Þór­hild­ar. Að minnsta kosti ef marka má orð drottn­ingar sjálfr­ar. Í við­tali sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði viku­rits­ins Alt for damer­ne, og var tekið skömmu áður en kór­óna­veiran bloss­aði upp, sagð­ist drottn­ingin ekki sjá fyrir sér tíu ár framundan (jeg tror ikke der er ti år foran mig). Þrátt fyrir að hún væri hraust og fynd­ist ekki halla undan fæti yrði þó að líta með raun­sæi á hlut­ina og út frá því sjón­ar­miði met ég það svo að ekki séu tíu ár eft­ir. Hún sagð­ist ekki vera upp­tekin af aldr­inum „ég er alltaf með 117 hluti í gangi og hugsa ekki um ald­ur­inn.“

Auglýsing

Frá 2. apríl og fram á haust

Ráð­gert var að við­burðir vegna átt­ræð­is­af­mælis drottn­ingar hæfust með opnun mynd­list­ar­sýn­ing­ar­innar „Dronn­ing­ens por­trætt­er“ í Frið­riks­borg­ar­höll­inni í Hill­erød á Sjá­landi. Þarna stóð til að sýna margar myndir af drottn­ing­unni, frá ýmsum tím­um, og eftir fjöl­marga lista­menn. Við opnun sýn­ing­ar­innar átti jafn­framt að afhjúpa nýtt mál­verk af drottn­ing­unn­i. 

Í kjöl­far þess­arar opn­unar átti svo hver við­burð­ur­inn að reka ann­an, hápunkt­ur­inn auð­vitað afmæl­is­dag­ur­inn sjálf­ur, 16. apr­íl. 

Ætl­unin var að fjöl­skylda Mar­grétar Þór­hildar kæmi út á svalir hallar Krist­jáns IX á Amali­en­borg, en ekki á höll Krist­jáns VII, eins og venjan er. Ekki mikil breyt­ing (hall­irnar fjórar á Amali­en­borg líkj­ast hver ann­arri) en átti þó að sýna að þessi afmæl­is­dagur skæri sig úr.  

Að þessu loknu stóð til að drottn­ingin æki í hátíð­ar­vagni hirð­ar­inn­ar, gull­vagn­inum svo­nefnda, um götur borg­ar­innar og að Ráð­húsi Kaup­manna­hafn­ar. Þar yrðu ræðu­höld og skemmti­at­riði (eins og það var orðað í til­kynn­ingu) og drottn­ingin myndi koma fram á svalir Ráð­húss­ins. Sér­stakur hátíð­ar­kvöld­verður var svo ráð­gerður í höll­inni á Fredens­borg, að eigin sögn eft­ir­læt­is­bú­stað Mar­grétar Þór­hild­ar. 

Hin árlega sum­ar­sigl­ing drottn­ingar á skipi hennar hátignar Dannebr­og, þar sem komið er við á nokkrum stöð­um, átti að vera í tveimur áföngum í ár (nokkrir dagar í senn) og ljúka í byrjun sept­em­ber og marka þar með lok afmæl­is­við­burð­anna.

Svo kom COVID-19

11. mars til­kynnti Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra að ákveðið hefði verið að loka Dan­mörku (lukke Dan­mark ned) vegna kór­ónu­far­ald­urs­ins. Ekki þarf að útlista hvað þessi ákvörðun þýddi, sam­fé­lagið meira og minna lam­að. 

12. mars, dag­inn eftir yfir­lýs­ingu for­sæt­is­ráð­herr­ans sendi drottn­ingin frá sér til­kynn­ingu um að öllum við­burðum sem tengd­ust afmæli hennar væri aflýst. Danska útvarp­ið, DR, verður hins­vegar með viða­mikla dag­skrá í kringum afmælið og sömu­leiðis sjón­varps­stöðin TV2

17. mars flutti drottn­ingin útvarps- og sjón­varps­ávarp til þjóð­ar­inn­ar. Það að þjóð­höfð­ing­inn ávarpi þjóð­ina, fyrir utan hefð­bundið ára­móta­ávarp, er mjög fátítt. Hafði raunar ekki gerst í Dan­mörku frá stríðslok­um, en 5. maí 1945 (befri­el­ses­da­gen) ávarp­aði kóng­ur­inn, Krist­ján X, þjóð sína.

Danskir stjórn­mála­skýrendur voru á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá drottn­ing­unni að tala til þjóð­ar­innar við þessar aðstæð­ur. Mar­grét Þór­hildur nýtur mik­illa vin­sælda hjá dönsku þjóð­inni og orð hennar við aðstæður sem þessar vega þungt, mun þyngra en orð stjórn­mála­manna. 

Ávarpið var stutt en boð­skap­ur­inn til þjóð­ar­innar var að allir yrðu að sýna ábyrgð og fara að fyr­ir­mælum yfir­valda. Gildir um okkur öll sagði sagði drottn­ing­in. Fréttir hefðu borist af því að ekki fylgdu allir fyr­ir­mæl­un­um, væru jafn­vel að halda fjöl­mennar veisl­ur. Slíkt væri mikið ábyrgð­ar­leysi.

Drottn­ingin leggur sjaldan orð belg í þjóð­fé­lags­um­ræð­unn­i.  Helst þó í nýárs­ræðum sínum og í ræðu hennar um síð­ustu ára­mót ræddi hún um hve við­kvæm jörðin er og ábyrgðin er okk­ar. 

Ummæli hennar í löngu við­tali sem birt­ist í dag­blað­inu Politi­ken í gær (11.4. 2020) hafa hin­vegar vakið tals­verða athygli. Þar sagði drottn­ingin orð­rétt „Ja­men, at menn­esker spiller en rolle i klimafor­an­andrin­ger, det er der nok ingen tvivl om. Men om de er skabte – direkte – det er jeg ikke ganske over­bevist om.“

Danskir stjórn­mála­menn hafa verið spurðir út í þessi ummæli. Álit þeirra skipt­ist í tvö horn, sumir segja að auð­vitað hafi hún rétt til að segja skoðun sína, aðrir segja und­ar­legt að drottn­ingin lýsi efa­semdum um álit vís­inda­manna. 

Einn stjórn­mála­skýr­andi komst svo að orði að kannski hefði drottn­ingin átt að sleppa þess­ari setn­ingu. Stjórn­mála­skýr­andi danska útvarps­ins sagði að drottn­ingin væri svo vin­sæl að ummæli sem þessi breyttu engu.

Drottn­ing í 48 ár

Margrethe Alex­andrine Þór­hildur Ingrid, eins hún heitir fullu nafni hefur verið drottn­ing Dan­merkur í 48 ár. Nafnið Þór­hildur er íslenskt og ástæða þess að þar eru tveir stafir (þ og ó), sem ekki er að finna í danska staf­róf­inu er að þegar Mar­grét Þór­hildur fædd­ist var afi henn­ar, Krist­ján X kon­ungur kon­ungs­ríks­ins Íslands. 

Hún er elst þriggja dætra Frið­riks IX (1899-1972) og Ingiríðar drottn­ingar (1910-2000), þau eign­uð­ust ekki son. Fram til árs­ins 1953 gerðu lögin um kon­ungs­dæmið ráð fyrir að þjóð­höfð­ing­inn væri væri karl­maður en laga­breyt­ing sem þá var gerð þýddi að Mar­grét Þór­hildur yrði þjóð­höfð­ingi að föður sínum gengn­um. Árið 2009 var gerð önnur breyt­ing á þessum lög­um, í henni fólst að elsta barn, óháð kyni, skyldi erfa krún­una en breyt­ingin frá 1953 var tak­mörkuð við Mar­gréti Þór­hildi.

Frið­rik IX lést 14. jan­úar 1972. Hann hafði verið kon­ungur frá árinu 1947. Mar­grét Þór­hildur hefur í við­tölum sagt að þótt faðir sinn hefði ekki verið heilsu­hraustur síð­ustu árin hefði frá­fall hans, eftir nokk­urra daga veik­indi, komið á óvart.

Í við­tals­bók, sem kom út skömmu eftir síð­ustu alda­mót, sagði drottn­ingin að hún hafi verið nokkuð vel und­ir­búin að taka við krún­unni „þótt maður sé kannski aldrei algjör­lega til­bú­inn“.

Mar­grét Þór­hildur lagði stund á heim­speki við Hafn­ar­há­skóla og forn­leifa­fræði við Háskól­ann í Cambridge. Á árunum 1961-1965 las hún stjórn­mála­fræði við Háskól­ann í Árósum, Sor­bonne í París og við London School of Economics, LSE. Auk dönsku er drottn­ingin altalandi á sænsku, ensku, frönsku og þýsku.

Árið 1967 gift­ist Mar­grét Þór­hildur Frakk­anum Henri Marie Jean André greve de Laborde de Mon­pezat. Við brúð­kaupið fékk hann nafnið Prins Hen­rik af Dan­mark. Hen­rik, sem var fæddur 1934 og lést 2018, var alla tíð ósáttur við að hann skyldi ekki vera kon­ung­ur, en danska stjórn­ar­skráin leyfir ekki að kóngur sé lægra settur en drottn­ing. Hen­rik varð því að sætta sig við að vera prins eða prins­gemal (drottn­ing­ar­mað­ur).

Þau hjónin voru bæði áhuga­söm um list­ir, drottn­ingin hefur mynd­skreytt bæk­ur, gert leik­myndir og bún­inga­teikn­ingar fyrir leik­sýn­ing­ar. Hen­rik gaf út nokkrar ljóða­bæk­ur, með eigin mynd­skreyt­ing­um. Hann var áhuga­maður um mat og garð­rækt og skrif­aði margar mat­reiðslu­bæk­ur, hann samdi einnig nokkur lög og var ágætur píanó­leik­ari. Stund­aði um ára­bil nám í högg­mynda­list og eftir hann liggja mörg slík verk. Árið 2014 héldu hjónin sam­eig­in­lega sýn­ingu á verkum sínum á AROS lista­safn­inu í Árósum, 300 þús­und gestir sóttu sýn­ing­una.

Mar­grét Þór­hildur hefur alla tíð notið mik­illa vin­sælda meðal Dana en Hen­rik var ætíð umdeild­ur. Flestir eru þó sam­mála um að hann hafi verið konu sinni stoð og stytta, bæði í opin­berum störfum og einka­líf­i.  Mar­grét Þór­hildur og Hen­rik eign­uð­ust tvo syni, krón­prins­inn Frið­rik, og Jóakim. Barna­börnin eru átta.

Hér í Kjarn­anum birt­ist 18.2. 2018 langur pist­ill um Hen­rik prins „Lit­ríkur og fjöl­hæfur Frakki lát­inn“. Enn­fremur má benda á pistil­inn „Frið­rik krón­prins fimm­tug­ur“ frá 27.5. 2018 og „Þegar Dana­drottn­ing vildi ekki hitta Trump“ frá 26.8. 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar