EPA

Harmsaga Hart-eyju

Einu sinni hét hún Hjartaeyja. En svo féll einn stafur niður og nafnið Hart-eyja festist við hana. Þetta er að minnsta kosti ein kenningin um nafnið á eyjunni sem á sér svo átakanlega sögu að flestir íbúar New York vilja ekki vita að hún sé til.

Langur og ­djúpur skurð­ur. Tugir kista úr krossviði liggja hver ofan á annarri í tveim­ur ­sam­hliða röð­um. Skurð­ur­inn var graf­inn með stórri gröfu en yfir kist­urnar moka ­menn í hvítum hlífð­ar­fatn­aði með grím­ur. Álengdar standa svart­klæddir menn, einnig með grímur fyrir vit­un­um, og fylgj­ast með aðgerð­um.

Vel­komin á Hart-eyju. Eyju fyrir utan Bronx-hverfið í New York-­borg þar sem fátækir hafa ver­ið lagðir til hinstu hvílu í nafn­lausum gröfum frá því um miðja nítj­ándu öld. Þar hvíla einnig þeir sem eng­inn vitj­aði eftir and­lát­ið. Og líka þeir sem urð­u ­fórn­ar­lömb far­sótta á borð við spænsku veik­ina. Meira en ein millj­ón ­Banda­ríkja­manna hefur verið jarð­sett þarna og oft­ast í fjölda­gröf­um. Síðust­u árin hefur greftr­unum á eyj­unni reyndar fækkað og þær verið innan við 1.500 á ári.

Athygl­in hefur nú beinst að þessu svæði á ný því til greina kemur að jarða þar fórn­ar­lömb far­ald­urs COVID-19, þau sem ekki er vitjað í lík­húsum borg­ar­innar innan tveggja vikna frá and­láti.

Auglýsing

Í byrj­un ­mán­að­ar­ins fóru að birt­ast í fjöl­miðlum vest­an­hafs loft­myndir af því sem lýst er hér í upp­hafi. Hvít­klæddum og svart­klæddum mönnum við opna fjölda­gröf. ­Borg­ar­yf­ir­völd í New York neit­uðu að þar væri verið að jarða þá sem lát­ist hefðu vegna far­sótt­ar­innar sem nú geisar en nokkru síðar við­ur­kenndu þau að til­ ­greina komi að gera það.

Lík­húsin í New York eru að verða yfir­full og flutn­inga­bílum með stórum frysti­gámum er lag­t ­fyrir utan sjúkra­hús­in. Sjúkra­tjöld eru í tuga­tali við spít­al­ana. Þau má með­al­ ann­ars sjá í almenn­ings­garð­inum Central Park. Margir deyja svo heima.

Íbúar New York, borg­ar­innar sem aldrei sef­ur, hafa orðið harka­lega úti í far­aldr­in­um. Í rík­inu hafa fleiri greinst með kór­ónu­veiruna en í öðrum löndum heims­ins utan Banda­ríkj­anna. Og yfir 8.600 hafa dáið vegna COVID-19 að því er fram kemur í New York Times. Um 2.000 hinna látnu eru íbúar hjúkr­un­ar­heim­ila og í gær lét­ust yfir 2.000 manns í rík­inu á einum sól­ar­hring. Á Hart-eyju hefur verið mokað yfir um 25 lík­kistur dag­lega að und­an­förnu í stað sama fjölda á viku áður. 

Eyjan utan­ við Bronx á sér langa og oft á tíðum skugga­lega og átak­an­lega sögu. Hún hefur í ára­tugi heyrt undir fang­els­is­mála­yf­ir­völd New York-­borgar og fangar af Ri­kers-eyju hafa haft það starf að taka graf­ir. Það hefur ekki alltaf þótt ­mann­eskju­leg með­ferð. Og fang­arnir hafa ekki allir viljað þá vinnu. Áður fyrr ­gátu þeir ekki skor­ast undan því. Gerðu þeir það var þeim refsað með ein­angr­un­ar­vist. En núna eru þeir sagðir hafa val. Og lýsa dvöl sinni á Hart-eyju jafn­vel með­ eft­ir­sjá. Þar hafi ríkt friður þrátt fyrir að vinnan hafi ekki verið upp­lífg­andi.

Fyr­ir­ land­nám Evr­ópu­búa bjó fólk af Siwa­noy-­þjóð­inni, frum­byggjum Norð­ur­-Am­er­íku, á eyj­unni. Árið 1654 keypti enski lækn­ir­inn Thomas Pell hana og var hún í eig­u Pell-­fjöl­skyld­unnar í yfir hund­rað ár. Hún var áfram í einka­eigu í ára­tugi eft­ir það og í byrjun nítj­ándu aldar var hún þekkt fyrir grófar hnefa­leika­keppnir sem ­þús­undir áhorf­enda sóttu í hvert sinn.

Á Hart-eyju standa enn mörg hús sem hafa í gegnum tíðina þjónað margvíslegri starfsemi. Þar var eitt sinn geðveikrahæli fyrir konur.
Wikipedia

Í byrj­un sjö­unda ára­tugar nítj­ándu aldar var komið upp þjálf­un­ar­búðum fyrir her­menn á eyj­unni og næstu árin voru yfir 50 þús­und her­menn þjálfaðir þar. Hús vor­u ­byggð, m.a. her­manna­skálar og bóka­safn.

Á sama tíma voru þar reistar búðir fyrir stríðs­fanga þræla­stríðs­ins. Rúm­lega 3.400 her­menn ­Suð­ur­ríkja­sam­bands­ins voru þar í haldi. Fyrstu graf­irnar sem teknar voru á eyj­unni eftir að Siwa­noy-­fólkið yfir­gaf hana voru fyrir tutt­ugu her­menn sam­bands­stjórn­ar­inn­ar í þræla­stríð­inu.

Árið 1868 keypti New York-­borg stærsta hluta eyj­unnar og fljót­lega var farið að jarða þar ­fá­tækt fólk og  þá sem áttu engan að.

Hart-eyja hefur gegnt mörgum öðrum hlut­verk­um. Árið 1870 var þar ein­angr­un­ar­stöð vegna far­ald­urs gulu­sótt­ar. Á svip­uðum tíma voru þar einnig geð­veikra­hæli fyr­ir­ ­kon­ur, The Pavilion, og berkla­hæl­i. 

Hart-eyja er fremst á myndinni.

Í lok nítj­ándu aldar var þar opnað drengja­heim­ili og einnig fang­elsi fyrir full­orðn­a karl­menn. Bæði voru rekin í ára­tugi með hlé­um.

Á þriðja ára­tug síð­ustu aldar voru uppi hug­myndir um að opna skemmti­garð á Hart-eyju fyr­ir­ ­svarta íbúa Man­hatt­an. Á þeim tíma var svörtum bannað að ferð­ast með ferjum til­ ann­arra skemmti­garða borg­ar­inn­ar. Hluti eyj­unnar var þá enn í einka­eigu en ­borg­ar­yf­ir­völdum fannst ekki við­eig­andi að hafa skemmti­garð í nágrenn­i fang­elsis og geð­sjúkra­húss og tóku því rest­ina af eyj­unni eign­ar­námi.

Kjarnaflaugar og utan­garðs­fólk

Í síð­ar­i heims­styrj­öld­inni var fang­elsið á Hart-eyju flutt á aðra eyju, Rikers, þar sem það er enn í dag. Í stað­inn var þar opnað heim­ili fyrir utan­garðs­fólk og síð­ar­ ­með­ferð­ar­hæli fyrir áfeng­is­sjúka og enn síðar stofnun fyrir eit­ur­lyfjafíkla. Aft­ur áttu þó fangar eftir að dvelja þar á ýmsum tím­um.

Hart-eyja ­gegndi enn fleiri hlut­verkum í gegnum tíð­ina. Þar voru meðal ann­ars gerð neð­an­jarð­ar­byrgi fyrir kjarnaflaugar sem voru starf­rækt þar til um miðj­an átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Hér hef­ur verið stiklað á stóru um þau mörgu hlut­verk sem Hart-eyja hefur þjón­að. Enn standa þar margar þeirra bygg­inga sem áður hýstu sjúka og þurf­andi. Þær eru flestar í nið­ur­níðslu.

Fangar hafa í marga áratugi verið látnir grafa kisturnar á Hart-eyju. Myndin er tekin fyrir miðja síðustu öld.
Ljósmyndasafn New York

Allan tím­ann hefur fólk verið fært þar til graf­ar. Fyrst var nyrsti og syðsti oddi eyj­unn­ar lagður undir kirkju­garða. Garð­arnir eru kall­aðir „pott­er‘s fields“ á ensku – fá­tækt­ar­graf­reitir á íslensku – og eru þeir stærstu sinnar teg­undar í heim­in­um. ­Síð­ustu ára­tugi hafa meðal ann­ars mörg ung­börn verið grafin þar og börn sem ­fæðst hafa and­vana. Úr slíkum greftr­unum hefur dregið veru­lega síð­ustu ár eft­ir að sér­stakur sjóður var settur á stofn til að standa straum af kostn­aði for­eldra ­sem ekki hafa efni á jarð­setn­ingu barna sinna.

Kist­urn­ar eru grafnar í stórum skurð­um, fimm kistum barna er raðað hver ofan á aðra og ­þremur kistum full­orð­inna. Kist­urnar eru merktar með núm­eri og aldri þess látna. Stundum stendur á kist­unum hvar líkin fund­ust. Í skrá hjá dán­ar­dóms­stjóra eru svo frek­ari upp­lýs­ing­ar, ef þær eru til­tækar, fingraför og síð­ustu ár DNA-­sýn­i. Ef ætt­ingjar eða aðrir aðstand­endur gefa sig svo fram eru jarð­neskar leif­ar hinna látnu færðar í aðra kirkju­garða. Á hverju ári eru tugir kista grafnar upp­ af þessum sök­um.

Auglýsing

Eng­inn hef­ur verið jarð­sung­inn með við­höfn á Hart-eyju frá því um miðja síð­ustu öld. Og svo ó­heppi­lega vildi til á átt­unda ára­tugnum að stór hluti gagna um þá sem þar hvíla tap­að­ist í elds­voða.

En það eru fleiri en fátækir og vanda­lausir sem hvíla á eyj­unni. Í skæðum far­sóttum hafa ­fjölda­grafir verið tekn­ar. Er HIV-far­ald­ur­inn geis­aði á níunda ára­tugnum voru lík­ ­fyrstu sjúk­ling­anna sem lét­ust grafin hvert í sinni gröf­inni. Fang­arnir sem sáu um verkið voru klæddir varn­ar­bún­aði.

Er í ljós kom að engin hætta var á að smit­ast af HIV af lík­unum var farið að grafa þau í fjölda­gröf. Þús­undir fórn­ar­lamba HIV hafa síðan þá verið grafin þar. Árið 2008, er sér­lega slæmur far­aldur inflú­ensu geis­aði, voru margir hinna látnu einnig ­fluttir til Hart-eyju.

Kisturnar eru merktar með nöfnum hinna látnu ef vitað er hver þau eru. Myndin er tekin á níunda áratug síðustu aldar.

Hart-eyja hefur verið lokuð almenn­ingi í ára­tugi. Þangað fá aðeins fáir að koma. Það var ekki fyrr en árið 2015 að ætt­ingjum og öðrum aðstand­endum þeirra sem grafn­ir eru á eyj­unni var heim­ilt að koma þangað eina helgi í mán­uði en aðeins fimm­tíu ­sam­tals í hvert sinn.

Núna er búið að grafa stóra skurði á Hart-eyju og setja í þá margar kist­ur. Það er ekki ­ljóst hvort að um sé að ræða fólk sem dáið hefur vegna COVID-19 en ­borg­ar­yf­ir­völd segja að til þess geti vissu­lega kom­ið.

Gríð­ar­legt álag vegna COVID-19

Um 150 manns deyja dag­lega í New York-­borg undir venju­legum kring­um­stæð­um. Sá fjöldi hefur marg­faldast ­vegna far­ald­urs kór­ónu­veirunnar og álag á lík­hús og útfar­ar­stofur sömu­leið­is. Her­menn hafa verið fengnir til þess að aka um borg­ina og sækja lík þeirra sem deyja heima.

Það eru hins ­vegar ekki fangar sem munu grafa kist­urnar á Hart-eyju á næst­unn­i. ­Borg­ar­yf­ir­völd til­kynntu fyrr í vik­unni að verk­takar hefðu verið ráðnir til­ verks­ins. Skýr­ingin er sú að meira en 275 fangar á Rikers-eyju hafa greinst með­ kór­ónu­veirusmit og hætta er á frek­ari útbreiðslu. 

Í hug­um margra New York-­búa eru fjölda­graf­irnar smán­ar­blettur í sögu borg­ar­inn­ar. Aðr­ir ­segja að í far­öldrum sé nauð­syn­legt að nýta þetta úrræði, að minnsta kost­i ­tíma­bund­ið.

Sam­tök voru stofnuð fyrir nokkrum árum sér­stak­lega til að berj­ast fyrir því að opna eyj­una ­fyrir almenn­ingi og gera gögn um þá sem þar eru grafnir aðgengi­legri. For­mað­ur­ heil­brigð­is­nefndar New York-­borg­ar, Mark Levine, segir að mögu­lega sé hægt að breyta ásýnd eyj­unnar svo að eitt­hvað gott taki við af langri og sárs­auka­full­ri ­sögu henn­ar. „Ef margir eiga ein­hvern nákom­inn sem hvílir þar þá getum við gert ­gott úr þessu,“ segir Levine. Kirkju­garðar þjappi fólki sam­an. „Hart-eyja er varla til í hugum New York-­búa. Þetta gæti orðið augna­blikið þar sem borg­in áttar sig loks á því að við höfum þarna graf­reit og það er okkar allra að breyta rétt gagn­vart þeim sem þar hvíla.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar