Þegar Danadrottning vildi ekki hitta Trump

Eins og margir vita verður ekkert af Danmerkurheimsókn Donalds Trumps og hann hittir því ekki Margréti Þórhildi drottningu. Fyrir 28 árum kom hún sér hjá því að hitta Trump í New York.

Margrét Danadrottning hefur setið sem drottning frá árinu 1972.
Margrét Danadrottning hefur setið sem drottning frá árinu 1972.
Auglýsing

Árið 1991 fór Margrét Þórhildur drottning í opinbera heimsókn til Washington í boði forsetans, George Bush eldri. Fjöldi embættismanna var með í för, ásamt Uffe Ellemann Jensen þáverandi utanríkisráðherra. Hann sagði frá þessari heimsókn í bókinni „Du store verden“ sem hann skrifaði ásamt Mogens Lykketoft, sem kom út í fyrra.

Eftir að hinni opinberu heimsókn lauk dvaldi drottningin í New York, ásamt Uffe Ellemann Jensen. Þau, ásamt fleirum í fygldarliði drottningar bjuggu á Hotel Plaza við Central Park. Þremur árum fyrr hafði maður að nafni Donald Trump keypt þetta hótel. Í grein í New York Times sagði hann hreykinn frá því að hann hefði ekki bara keypt hús, hann hefði keypt „meistaraverk – Monu Lisu“.

Hóteleigandinn hafði frétt að Margrét Þórhildur byggi á hótelinu og kom nú, með miklum asa, og vildi fá að hitta drottninguna til þess að fá tekna mynd af þeim tveim. „Ég fékk skilaboð um að drottningu þætti þetta ekki góð hugmynd, og ráðherrann skyldi sjá til þess að af þessu yrði ekki“ segir Uffe Ellemann í bókinni. Ég fór þess vegna og spjallaði við hóteleigandann Trump meðan Margrét Þórhildur laumaðist út bakdyramegin. Trump virkaði klunnalegur, heimskulegur (dum) og áhugalaus. 

Auglýsing

„Ég brá á það ráð að segja honum nokkrar skröksögur um Grænland og líka af matarvenjum Grænlendinga. Skyndilega sá ég að maðurinn hlustaði af athygli. Aðstoðarmaður Trump hrósaði mér á eftir og sagði að Trump hefði takmarkaða hæfileika til að hlusta en þér tókst að fá hann til að halda athyglinni.“  

Samkvæmt frásögn Uffe Ellemann Jensen reyndi Donald Trump ekki aftur að fá tekna mynd af sér og Margréti Þórhildi meðan drottningin dvaldi á Hotel Plaza.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent