Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót

Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Auglýsing

Alls námu inn­stæður í við­skipta­bönkum og spari­sjóðum á Íslandi 1.707 millj­örðum króna um síð­ustu ára­mót. Af þeim voru 1.424 millj­arðar króna tryggðar af Trygg­inga­sjóði inn­stæðu­eig­enda og fjár­festa (TIF), eða 83 pró­sent allra inn­stæðn­a. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­sonar, þing­manns Mið­flokks­ins, um inn­stæðu­trygg­ing­ar. 

Í sjóðnum voru 38 millj­arðar króna í lok árs 2018, sem þýðir að til­tækt eigið fé hans var ein­ungis 2,2 pró­sent af öllum inn­stæð­u­m. 

Gat ekki staðið undir Ices­a­ve-greiðslum

TIF er sjálfs­eign­ar­stofnun sem bankar og spari­sjóðir greiða til og lýtur eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Til­gangur sjóðs­ins er að greiða inn­stæðu­eig­endum út inn­stæður sínar ef bankar eða spari­sjóðir sem hafa tekið við þeim geta það ekki. Á þetta reyndi umtals­vert í banka­hrun­inu, sér­stak­lega í tengslum við Ices­a­ve-­reikn­inga Lands­bank­ans. 

Auglýsing
Þá átti TIF ekki fyrir lág­marks­trygg­inga­vernd þeirra sem höfðu treyst Lands­bank­anum fyrir inn­stæðum sín­um. Bresk og hol­lensk stjórn­völd greiddu inn­stæðu­eig­endum upp að lág­marks­greiðslu en reyndu svo að end­ur­heimta þá fjár­muni hjá íslenska rík­inu. Úr varð milli­ríkja­deila og mikil póli­tísk átök inn­an­lands á Íslandi sem snér­ust um hvort og þá hvernig íslenska ríkið ætti að bera ábyrgð á greiðslum sem TIF var skuld­bundið sam­kvæmt EES-­samn­ingnum að greiða út, í ljósi þess að einka­fyr­ir­tæki hefði stofnað til þeirra. Ices­a­ve-­samn­ingar voru svo tví­vegis felldir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og Ísland var á end­anum sýknað af kröfum Breta og Hol­lend­inga fyrir EFTA-­dóm­stólnum í upp­hafi árs 2013. 

Á end­anum var til, og rúm­lega það, í þrota­búi Lands­bank­ans til að greiða Ices­a­ve-­reikn­ing­inn og Bretar og Hol­lend­ingar fengu 53,5 millj­arða króna umfram þann höf­uð­stól sem þeir greiddu inn­stæðu­eig­end­um, að mestu vegna geng­is­hagn­að­ar. 

Ekki til­efni til að fram­kvæma sér­stök álags­próf

Sam­kvæmt gild­andi lögum er lág­mark trygg­ing­ar­verndar 20.887 evrur í íslenskum krón­um. Það þýðir að hver og einn inn­stæðu­eig­andi á rétt á greiðslu upp að þeirri upp­hæð ef bank­inn sem hann hefur geymt inn­stæður sínar í fer á haus­inn og getur ekki greitt þær út. TIF á að greiða út þá greiðslu.

Ólafur spurði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra meðal ann­ars að því hvort þar til bærir eft­ir­lits­að­ilar hafi fram­kvæmt álags­próf­anir til að sann­reyna greiðslu­getu TIF. 

Í svar­inu segir að  Seðla­banki Íslands fram­kvæmi árlega álags­próf á banka­kerf­inu öllu og að það hafi komið ágæt­lega út úr álags­prófum með sér­lega svart­sýnum for­send­um. Fyrir liggi að hlut­verk Trygg­ing­ar­sjóðs­ins mun taka breyt­ingum til fram­tíðar og fyr­ir­séð sé að aðkoma hans í til­viki greiðslu­erf­ið­leika kerf­is­lega mik­il­vægra fjár­mála­fyr­ir­tækja verður tak­mörk­uð. „Meðal ann­ars af þeim sökum hefur ekki verið talið til­efni til að fram­kvæma sér­stök álags­próf til að sann­reyna greiðslu­getu sjóðs­ins. Hins vegar gerir stjórn sjóðs­ins ráð­herra árlega grein fyrir fjár­hags­legri stöðu hans og á tveggja ára fresti, eða oft­ar, gerir stjórn ráð­herra grein fyrir afstöðu sinni til lág­marks­eignar sjóðs­ins.“

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent