Uppgjörið vegna Icesave

Bretar og Hollendingar fengu 53,5 milljörðum meira frá LBI og TIFF en þeir greiddu innistæðueigendum.

Auglýsing

Slita­stjórn þrotabús gamla Lands­bank­ans (LBI) lauk uppgjöri við for­gangskröfuhafa með greiðslu 11. jan­úar 2016. For­gangskröfur voru nær eingöngu vegna svo­kall­aðra Ices­ave spari­reikn­inga sem LBI bauð fólki á Bret­landseyjum og í Hollandi til ávöxtunar á fjár­munum sín­um. Hluti fjár á þeim reikn­ing­um, þ.e. fjár­hæðir allt að 20.877 evrur á hverjum reikn­ingi, var and­lag svo­kallaðrar Ices­ave deilu og við­fangs­efni samn­ings­til­rauna til að leysa hana. Til­raunir til að leysa málið með samn­ingum eins og ákveðið var á Alþingi þegar haustið 2008 reynd­ust ófærar vegna and­stöðu sem var mögnuð upp með vafasömum fullyrðingum um efni og afleið­ingar samn­inga og lýð­skrumi.

Til­raunir til að semja um mál­ið, að frá­tal­inni hinni fyrst­u ­sem gerð var í október 2008, ­byggðust á því að þrotabú LBI stæði að greiðslum á tryggðu Ices­ave inni­stæð­unum eins og öðrum for­gangskröfum í þrotabú LBI. Uppgjör á for­gangskröfum er lokið og hefur þrotabú LBI borgað tryggðu Ices­ave inni­stæð­urnar að fullu andstætt því ­sem margir trúa eftir tvær þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur.

I          Sam­an­dregnar nið­ur­stöður

   Greiðslur frá Íslandi í gjald­eyri vegna tryggðra inni­stæðna í úti­búum LBI í Bret­landi og Hollandi voru um 53,5 millj­arð­ar­ ­ís­lenskra króna umfram þann höf­uð­stól sem Bretar og Hol­lend­ingar yfir­tóku.

Auglýsing

    For­gangskröfur voru að mestu leyti inni­stæður á spari­reikn­ingum úti­bú­anna í Bret­landi og Hollandi í erlendum gjald­eyri. Alls voru þær 1.328 millj­arðar krónur á gengi slita­dags 22. apríl 2009. Búið greiddi kröfuhöfum þá fjár­hæð af eignum sínum í erlendum gjald­eyri á hverjum tíma. Vegna hærra geng­is ­ís­lensku krónunn­ar á greiðslu­dögum en á kröfu­degi urðu greiðslur til kröfuhafa hærri en sam­þykktar kröfur þeirra í gjald­eyri höfðu verið og nam geng­is­hagnaður þeirra og geng­is­tap þrotabúsins um 55 milljörðum króna.

    Hluti uppgjörsins voru þær inni­stæður á Ices­ave spari­reikn­ingum á fjóa hundruð þús­unda ein­stak­linga í Bret­landi og Hollandi, sem voru undir hámarki inni­stæðu­trygg­inga á EES svæð­inu og voru við­fangs­efni Ices­ave deil­unn­ar. Bret­ar ­leystu til sín tryggðar inni­stæður að fjár­hæð 2.340 milljónir ­sterl­ingspunda og Hol­lend­ingar leystu til sín tryggðar inni­stæður fyrir 1.322 milljónir ­evra.

    Slitabú LBI greiddi Bretum allar tryggð­ar­ inni­stæður sem þeir leystu til sín og 63 milljónir punda umfram höfuðstól þeirra. Hol­lend­ingum greiddi slita­búið allar tryggð­ar­ inni­stæður sem þeir leystu til sín og 156 milljón evrur umfram höfuðstól þeirra. Á geng­i loka­greiðslu­dags voru greiðslur slita­bús­ins til Breta og Hol­lend­inga sam­tals um 33 millj­arðar króna um­fram höfuðstólinn.

    TIFF, íslenski inni­stæðu­trygg­inga­sjóð­ur­inn, greiddi Bretum um 68 milljón punda til viðbótar við greiðslur slita­bús­ins. Að greiðsl­u­m frá TIFF meðtöldum urð­u greiðslur til Breta vegna tryggðu Ices­ave reikn­ing­anna 131 milljónum punda eða 24,7 milljörðum íslenskra króna hærri en höfuðstóll slíkra inni­stæðna sem þeir yfirtóku.

    TIFF, íslenski inni­stæðu­trygg­inga­sjóð­ur­inn, greiddi Hol­lend­ingum um 46 milljón evra til viðbótar við greiðslur slita­bús­ins.  Að greiðslum frá TIFF urðu greiðslur til­ Hol­lend­inga vegna tryggðu Ices­ave reikn­ing­anna 203 milljónum evra eða 28,8 milljörðum íslenskra króna hærri en höfuðstóll slíkra inni­stæðna sem þeir yfirtóku.  

II.        Greiðslur úr þrotabúi LBI

Heild­ar­fjár­hæð for­gangskrafna í þrotabú LBI var 1.328 millj­arðar króna á gengi slita­dags­ins,  sem var 22. apr­íl 2009.  Er hér miðað við það gengi nema annað sé tekið fram. Af þess­ari fjár­hæð voru 1.167 millj­arðar króna eða 88% vegna inni­stæðu­reikn­inga ein­stak­linga. Þar af var 671 millj­arður króna vegna fjár­hæða sem voru lægri en hámark inni­stæðu­trygg­inga á Evrópska efna­hags­svæð­inu þ.á m. á Íslandi en þetta hámark er 20.877 evr­ur. Um þá fjár­hæð sner­ist svokölluð Ices­ave - deila.

Slita­stjórn LBI greiddi for­gangskröfur í búið með sex greiðslum frá 2. des­em­ber 2011 til 11. jan­úar 2016. Greiðsl­urnar voru sem hér seg­ir:

2. des­em­ber 2011       29,616% for­gangskrafna        409,9 millj­arðar króna

24. maí 2012               12,981% for­gangskrafna        172,3 millj­arða króna

5. október 2012            8,029% for­gangskrafna        80,0 millj­arða króna

12. sept­em­ber 2013      5,062% for­gangskrafna        67,2 millj­arðar króna

14. des­em­ber 2014     30,310% for­gangskrafna        402,7 millj­arða króna

11. jan­úar 2016           16,002% for­gangskrafna        210,6 millj­arðar króna

Sam­tals eru þetta 1.342,7 millj­arða króna. Í þess­ari tölu eru með­taldir um 14,5 millj­arðar króna sem greiddar voru inn á bið­reikn­ingi vegna umdeildra krafna sem síðar voru end­ur­greiddar búinu.

Dag­setn­ing ­fyrstu greiðslu réðst af því hvenær greitt hafði verið úr ágrein­ings­málum um for­gangskröfur og önnur álitamál. Að öðru leyti réð­ist geta bús­ins til greiðslu af handbæru fé þess eftir því sem það inn­heimti eignir sín­ar.

Tregða stjórn­valda tafði greiðslur úr þrota­bú­inu

Þrotabú bank­anna voru felld undir ákvæði gjald­eyr­is­lag­anna og gjald­eyr­ishöft í mars 2012,  ekki löngu eftir fyrstu greiðslu úr búinu. Eftir það þurft­u slita­stjórnirnar að fá heim­ild stjórnvalda til að greiða út fé í erlendum gjald­eyri. Breytti þetta ­miklu þar sem ákvörðun um greiðslur var orðin að stjórnvalds­ákvörðun sem réðist af öðru en getu bús­ins til greiðslu. Reyndin varð líka sú að stjórnvöld drógu mjög lapp­irnar og þrotabú LBI sat langtímum saman uppi með mikið handbært fé. Ávöxtun þess hjá bú­inu kom for­gangskröfuhöfum ekki að gagni en skil­aði sér í hærri greiðslum til almennra kröfuhafa. ­Myndin sýnir að laust fé þrotabúsins frá 2010 til 2015 var lengst af 100 til 400 millj­arðar króna og þar af voru ein­ungis um 25 millj­arðar í íslenskum krónum.

Ekki er ljóst af hverju tregða stjórnvalda til að heim­ila úrgreiðslur úr þrotabúinu staf­aði. Eignir bús­ins voru að lang­mestu í erlendum gjald­eyri, sem varðveittar var erlendis og greiðslur úr því höfðu engin áhrif á gjald­eyr­is­stöðu þjóð­ar­bús­ins. Sem ástæða fyrir tregð­unni hefur verið nefnt að til­gang­ur­inn hafi verið að skapa þrýsting á kröfuhafa að ganga að skil­málum um ­stöð­ug­leika­fram­lag. Það getur þó tæpast átt við um for­gangskröfuhafa í LBI, sem ekki urðu fyrir né gátu orðið fyrir neinni eigna­skerð­ing­u af þeim ástæðum og ætla má að almennir kröfuhafar í LBI, þ.e. hand­hafar skulda­bréfa bank­ans og aðrir sem höfðu lánað honum fé, hafi fremur hagn­ast af töfun­um þar sem þeir einir nutu ávöxtun­ar af öllum eignum bús­ins í töfum sem urðu á útborg­un­um.

Laust fé þrotabús LBI.

III       Uppgjör LBI við for­gangskröfuhafa

For­gangskröfur í þrotabúið voru mikið til inni­stæður á spari­reikn­ingum í LBI. Með neyðarlögunum voru inni­stæður á spari­reikn­ingum LBI á Ísland­i ­fluttar í hinn nýja Lands­banka. Þær inni­stæður voru tryggðar með því að eignir að sama verðmæti voru færðar­ úr gamla bank­anum í hinn nýja. Spari­reikn­ingar sem boðnir höfðu voru á net­inu við útibú bank­ans í Bret­landi og Hollandi, svo­kallaðir Ices­ave reikn­ing­ar, voru áfram í þrotabúi LBI og tryggðir með eignum þess en sú breyt­ing hafð­i einnig verið gerð með neyðarlögunum að inni­stæður á spari­reikn­ingum voru gerðir að for­gangskröfum við búskipti. Að auki átt­i ­Trygg­inga­sjóður inni­stæðu­eig­enda og fjár­festa (TIFF) að tryggja hverjum og einum inni­stæðu­eig­anda end­ur­greiðslu allt að jafn­virði 20.887 evra.

Geng­is­hagnaður og vaxta­á­vinn­ingur Breta og Hol­lend­inga

Með gild­istöku laga nr. 44/2009, sem tóku gildi 22. a­príl 2009, hófst slita­með­ferð LBI og miðast kröfur í þrotabúið við þann dag og verðmæti krafna í erlendum gjald­eyri við geng­i ­ís­lensku krónunnar á þeim degi. Það að kröfur í þrotabúið voru bundnar við til­tekið gengi krónunnar hafði þau áhrif að end­ur­greiðslur til kröfuhafa fóru í reynd eftir gengi krónunnar á hverjum greiðslu­degi gagn­vart þeim myntum sem kröfurnar voru í. Gengi krónunnar styrkt­ist á tíma­bil­inu og fengu kröfuhafar því meira í sinn hlut en sem nam fjár­hæð krafna ­sinna í erlendri mynt. Kostnaður LBI varð að sama skapi meiri en verið hefði ef krafan hefði mið­ast við gengi hinn­ar er­lendu mynta á hverjum tíma. Geng­is­hagnaður kröfuhafa og geng­is­tap þrotabúsins af þessum ástæðum varð alls um 55 millj­arðar íslenskra króna eða nálægt 4% af heild­ar­fjár­hæð for­gangskrafn­anna.

Dag­setn­ing slita­dagsins hafði einnig aðrar afleið­ing­ar. Bank­inn hafði verið í greiðslu­stöðvun frá 6. október 2008. Kröfur á bank­ann frá þeim tíma og þar til­ slita­með­ferð hófst 22. apríl 2009 héldu gildi sínu eftir því sem lög og samn­ingar sögðu til um. Það þýddi m.a. að inni­stæð­ur, meg­in­hluti for­gangskrafn­anna, báru fulla samn­ings­vexti allt til þess tíma. Ices­ave reikn­ingar LBI báru háa vexti sem bættust við höfuðstólinn eins og hann hafði verið við greiðslu­fall bank­ans 6. október 2008 þegar end­an­leg krafa í þrotabúið var reiknuð og samþykkt.

 Í samn­ings­til­raun­unum sem gerðar vor­u var gert ráð fyrir að íslenski trygg­inga­sjóð­ur­inn (TIFF) yfir­tæki kröfur á þrotabúið ­vegna tryggðra inni­stæðna og þar með rétt til vaxta fram að slita­deg­i. Fram­an­greindir þætt­ir, sem komu Bretum og Hol­lend­ingum mjög til góða, hefðu á sama hátt gagn­ast TIFF og gert honum auðveld­ara en ella að halda á kröfun­um.

Tryggðar inni­stæður yfir 300 þús­und ein­stak­linga

Sam­þykktar kröfur í þrotabú LBI voru sam­tals rúm­lega 3 þús­und millj­arðar króna á gengi íslensku krónunn­ar 22. apríl 2009 og skipt­ust þannig:

Tryggðar kröfu o.fl.    um       82 milljarðar­ króna

For­gangskröfur           um 1.328 millj­arðar króna

Almennar kröfur         um 1.640 millj­arður króna

Sam­tals                       um 3.051 milljarður króna

For­gangskröfurn­ar, 1.328 millj­arðar króna, voru að lang­mestu leyti inni­stæður á spari­reikn­ingum ein­stak­linga og félaga­sam­taka, svo­kall­aðir smásölureikn­ing­ar ­með um 1.167 millj­arðar króna inni­stæð­ur­. Heildsölureikn­ingar og lán frá fjár­mála­stofn­unum voru tæpir 160 millj­arðar króna. Á spari­reikn­ingum þessum var það fé sem bank­inn hafði safnað í Bret­land­i og í Hollandi með Ices­a­ve-­reikn­ing­unum þar sem lofað var háum vöxtum eða 5 til yfir 6% og bak­trygg­ingu íslenska rík­is­ins. Létu margir til­leiðast því eig­end­ur ­reikn­ing­anna voru milli 300 og 400 þús­und og heild­ar­inni­stæð­urnar marg­falt það fé sem var á spari­reikn­ingum Íslend­inga í bank­an­um. Ekki var alltaf um háar fjár­hæðir að ræða því innan við helm­ingur fjár­hæð­ar­innar var ­yfir 20.887 evrum sem var lág­marks­fjár­hæð inni­stæðu­trygg­inga á EES svæð­inu.

IV       Uppgjör LBI vegna tryggðra inni­stæðna (Ices­a­ve)

Við fall Lands­bank­ans 6. október 2008 gripu stjórnvöld í Bret­landi og í Hollandi til þess ráðs að lýsa því yfir að þau myndu sjá til þess að inni­stæð­urn­ar yrðu greiddar út. Af hálfu Breta var það gert án þess að setja á hámark á end­ur­greiðslu en í Hollandi var miðað við að hámarki 100.000 evr­ur. Á sama tíma tóku þeir upp­ við­ræður við íslenska trygg­inga­sjóð­inn (TIFF) og stjórnvöld um að sjóð­ur­inn myndi greiða þann hluta sem kveðið er á um í lögum um hann, þ.e. allt að 20.887 evrur til hvers reikn­ings­hafa. Með því að sjóð­ur­inn var ekki fær um greiðslur þessar var það að ráði að breski trygg­inga­sjóð­ur­inn og hol­lenski seðla­bank­inn sem fer með inni­stæðu­trygg­ingar þar í landi sæju um útgreiðslu í sam­ráði við TIFF. Með því yfirtóku þessir aðilar kröfur inni­stæðueig­enda á LBI og þau réttindi sem þeim ­fylgdu.

Höfuðstóll tryggðra inni­stæðna og vextir til Breta og Hol­lend­inga

Breski trygg­inga­sjóð­ur­inn og hol­lenski ­seðla­bank­inn höfðu einnig tekið að sér að greiða út inni­stæður umfram lág­marks­trygg­ing­una en kröfur á TIFF voru ein­um­gis fyrir þær fjár­hæðir sem voru und­ir­ 20.887 evr­um. Þegar upp var staðið reynd­ist sá hluti inni­stæðn­anna vera 2.340 milljónir sterl­ingspunda í Bret­landi og 1.322 milljón evra í Hollandi. Á gengi krónunn­ar á slita­degi - 22. apríl 2009 -  voru það sam­tals um 671 millj­arður íslenskar krónur.

            Með því að greiða reikn­ingshöfum inni­stæð­urnar og yfir­taka þar með kröfurnar á þrotabúið öðl­uð­ust Bretar og Hol­lend­ingar rétt til samn­ings­bund­inna vaxta á inni­stæð­urn­ar frá yfirtökunni til slita­dags. Vextir á Ices­ave reikn­ing­unum voru mjög háir eins og áður segir eða um 6% í Bret­landi og milli 5 og 6% í Hollandi. Með vöxtu­m frá 7. október 2008 til 22. apríl 2009 má því áætla að kröfur Breta hafi þannig hækkað úr 2.340 sterl­ingspundum í 2.416 sterl­ingspund og kröfur Hol­lend­inga úr 1.322 evrum í 1.359 evr­um.  Hér er reiknað með 6% vöxtum í Bret­landi og 5,25% vöxtum í Holland­i.  Kröfur Breta og Hol­lend­inga á þrotabúið voru þannig orðnar um 692 millj­arðar króna eða 21 millj­arði króna hærri en það sem þeir höfðu greitt reikn­inghöfunum vegna þess­ara inni­stæðna.

Greiðslur tryggðra inni­stæðna

 Greiðslur þrotabúsins til breska trygg­inga­sjóðs­ins og hol­lenska seðla­bank­ans ­vegna þess­ara krafna voru hluti af heild­ar­greiðsl­unum til for­gangskröfuhafa sem greint er frá í upp­hafi grein­ar­inn­ar. Upp­lýs­ing­ar um þær eru byggðar á opin­berum gögnum frá slita­stjórninni þar sem fram kemur hversu stór hluti for­gangskrafna var greiddur hverju sinni. Enn­frem­ur kemur fram að greiðsla þrotabúsins, ­sem er ákveðin í íslenskum krónum í samræmi við gengið á slita­degi er greidd kröfuhöfum í gjald­eyri miðað við gengi greiðslu­dags. Eins og áður hefur komið fram hafði var ­gengi krónunnar yfir­leitt hærra á greiðslu­tím­anum en það hafði verið á slita­degi og leiddi sá munur til geng­is­taps hjá þrotabúinu en geng­is­hagnaðar hjá kröfuhöfunum það er Bretum og Hol­lend­ing­um.

            Í töflunn­i hér á eftir er gerð grein fyrir því hvernig greiðslum til­ Breta og Hol­lend­inga vegna tryggðra inni­stæðna var hátt­að. Þar sem hver greiðsla úr þrotabúin­u er miðuð við til­tek­inn hund­raðs­hluta hverrar kröfu og sú fjár­hæð sem svarar til tryggðra inni­stæðna er þekkt er auð­velt að reikna þann greiðslu­fer­il.

Icesave greiðslur.

Taflan sýnir að heild­ar­greiðslur til­ Breta voru um 462 milj­arðar króna og til­ Hol­lend­inga um 230 millj­arðar króna eða sam­tals þeir 692 millj­arðar króna ­sem tryggðar inni­stæður með vöxtum til 22. apríl 2009 voru á gengi þess ­dags. Greiðslum til kröfuhaf­anna voru í gjald­eyri á geng­i greiðslu­dags og réði það gengi því hve mikil raun­veru­leg end­ur­greiðsla kröfunnar varð. Geng­is­hagn­að­ur­inn af þessum hluta krafn­anna féll kröfuhöfunum í skaut og þrotabúið tap­aði að sama skapi.

Þessi geng­is­hagnaður ásamt því að Bretar og Hol­lend­ingar fengu vexti frá 6/10/2008 til 22/4/2009 sem hluta kröfu sinnar leiddi til þess að þeir fengu meira greitt úr þrotabúinu en nam fjár­hæð þeirra inni­stæðna sem þeir höfðu yfir­tekið. Bretar höfðu ­yf­ir­tekið inni­stæður að fjár­hæð 2.340 milljónir punda en fengu 2.403 milljónir punda greiddar eða 63 milljónu pund­um  meira sem sam­svarar um 14 milljörðum íslenskra króna. Þrotabúið greiddi Hol­lend­ingum 1.479 milljónir evra eða um 157 milljónum ­evra umfram yfir­teknar kröfur en það jafn­gildir rúm­lega 6 milljörðum íslenskra króna.

IV       TIFF greið­ir 20 millj­arðar króna í viðbót

Í sept­em­ber 2015 sömdu TIFF og íslensk stjórnvöld við Breta og Hol­lend­inga um að trygg­inga­sjóð­ur­inn greiddi þeim 20 millj­arða íslenskra króna til viðbótar við það sem þrotabúið greiddi. Á þeim tíma var orðið ljóst að þrotabúið myndi greiða hinar tryggðu inni­stæð­urnar að fullu og vel það en eins og kemur fram hér að framan urðu greiðslur þrotabúsins í gjald­eyri meira en 20 milljörðu­m hærri en inni­stæður þær sem yfir­teknar voru auk þess sem kröfuhaf­anir höu notið mik­ils geng­is­hagn­að­ar. Engar aðgengi­legar heim­ildir eru til um efni þessa samn­ings nema fréttir fjölmiðla ­sem ekki greina frá efni hans né for­send­um. Samn­ing­ur­inn hefur ekki verið birtur opin­ber­lega og engar skýr­ingar hafa verið gefnar á því af hverju svo er.

Greiðsl­ur TIFF munu hafa numið 20 milljörðum króna. Ekki er vitað hvenig þessi greiðsla skipt­ist mill Breta og Hol­lend­inga en hér er ætlað að sú skipt­ing hafi verið í hlut­fall­i við kröfur þeirra á þrotabúið. Þannig má áætla end­an­legt uppgjör á tryggðu Ices­ave inni­stæð­un­um. Við þær fjár­hæð­ir, sem LBI greiddi Bretum og Hol­lend­ingum sem að framan grein­ir, bætast þá 20 millj­arðar íslenskra króna sem skipt­ast þannig að í hlut Breta koma 68 milljón punda og í hlut Hol­lend­inga koma 46 milljón evr­ur. Heild­ar­mynd af uppgjörin­u verður þá það sem sýnt er í eft­ir­far­andi töflu.

Greiðslur TIFF.

Hafa þarf í huga að geng­is­hagn­aður Breta og Hol­lend­inga kemur ein­ungis fram í erlendu mynt­unum og umreikn­ingi þeirra í íslenskar krónur.

Nið­ur­staða fyrir Breta og Hol­lend­inga

Breski trygg­inga­sjóð­ur­inn yfirtók tryggðar inni­stæður að fjár­hæð 2.340 milljónir sterl­ingspunda. Hann fékk 2.403 milljónir punda greiddar úr þrotabúi LBI og því til viðbótar 68 milljónir punda frá TIFF, sam­tals 2.471 milljón punda. Hann fékk þannig 131 milljón pund eða 24,7 millj­arða króna umfram það sem hann greiddi inni­stæðu­eig­end­um ­sem er 5,6% ávöxtun á það fé á tíma­bil­inu.

            Hollenski seðla­bank­inn yfirtók tryggðar inni­stæður að fjár­hæð 1.322 milljónir ­evra. Hann fékk 1.479 milljónir evr­a greiddar úr þrotabúi LBI og því til viðbótar 46 milljónir evra frá­ TIFF, sam­tals 1.525 milljónir evra. Hann fékk þannig 203 milljónir evra eða 28,8 millj­arða króna umfram það sem hann greiddi inni­stæðu­eig­endum og er það 15,3% ávöxtun á það fé á tíma­bil­inu.

Eins og fram hefur komið er skýring­ar á þessum af þrennum toga. Í fyrsta lagi fengu Bretar og Hol­lend­ingar háa ­samn­ings­vexti á inni­stæð­urnar frá greiðslu­falli LBI til slita­dags. Í öðru lag­i greiddi TIFF þeim háa fjár­hæð án til­lits til þess að inni­stæð­urnar voru þeg­ar end­ur­greiddar að fullu. Í þriðja lagi áskotnaðist þeim geng­is­hagn­aður vegna styrk­ingar krónunnar á greiðslu­tím­an­um.

Nið­ur­staðan er sú að Bretar og Hol­lend­ingar fengu frá þrota­búi LBI og TIFF um 53,5 millj­arða króna meira en nam þeim tryggðu Ices­ave inni­stæð­u­m ­sem þeir tóku yfir.

* Á vís­inda­vef Háskóla Íslands birt­ust 9.2.2016 útreikn­ingar á upp­gjöri LBI vegna tryggðu Ices­ave reikn­ing­anna. Þeir útreikn­ingar er því miður ekki réttir vegna ófull­nægj­andi for­sendna. Höf­undi þeirra hefur verið gerð grein fyrir ágöllum á þeim og hann áformar að birta leið­rétt­ingu sem ekki hefur þó enn orð­ið.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021
Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.
Kjarninn 1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None