Maðurinn sem vildi verða kóngur

Henrik prins, eiginmaður Danadrottningar, hefur aldrei sætt sig við stöðu sína sem maki þjóðhöfðingja. Fréttir af ummælum hans hafa komið á óvart en engar þó eins og sú nýjasta: hann vill ekki hvíla við hlið eiginkonunnar þegar hérvistinni lýkur.

Henrik drottningarmaður. Og eiginkona hans Margrét Þórhildur.
Henrik drottningarmaður. Og eiginkona hans Margrét Þórhildur.
Auglýsing

Stór­frétt lið­innar viku í dönskum fjöl­miðl­um, og reyndar víða um heim, var sú ákvörðun Hen­riks prins að þegar kallið kæmi myndi hann ekki hvíla við hlið Mar­grétar Þór­hild­ar. Drottn­ingin verð­ur, eins og kon­ung­lega hefðin býð­ur, jarð­sett í Hró­arskeldu, en þvert á það sem gengið hafði verið að sem vísu verður eig­in­mað­ur­inn Hen­rik ekki við hlið henn­ar. Hvar hann verður lagður til hinstu hvílu hefur ekki verið til­kynnt, að öðru leyti en því að það verði í Dan­mörku.

Kín­verski spá­mað­ur­inn

Hen­rik (Henri) prins sem er 83 ára, fæddur í Frakk­landi 11. júní 1934, ólst upp í Frakk­landi og franska Indokína (La­os, Kambodíu og Víetna­m). For­eldrar hans voru efna­fólk, með fyr­ir­tækja­rekstur í Frakk­landi og Asíu. Hen­rik lauk her­skyldu, eins og lög gerðu ráð fyr­ir, og síð­ar magister­prófi í frönskum bók­menntum og asískum tungu­mál­um.

Árið 1958 fór Hen­rik, sem þá var í Asíu, til kín­versks spá­manns ásamt vin­konu sinni. Spá­mað­ur­inn til­kynnti Hen­rik að hann myndi ekki gift­ast þess­ari vin­konu sinni en hann myndi gift­ast konu sem byggi langt í burtu. „Líf þitt verður spenn­andi en fullt af hindr­unum og ýmsum erf­ið­leik­um. Þú verður þekktur og ríkur og þú eyðir megn­inu af ævi þinni í landi umkringdu vatn­i.“

Auglýsing

Nýtt hlut­verk

Árið 1962 varð Hen­rik starfs­maður Asíu­deildar franska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og var árið eftir sendur til starfa við sendi­ráð Frakk­lands í London. Þar kynnt­ist hann, í kvöld­verð­ar­boði árið 1964, danska rík­is­arf­anum Mar­gréti Þór­hildi. Þau hitt­ust aftur skömmu síðar og 10. júní árið 1967 voru þau gefin saman í Hólms­ins kirkju í Kaup­manna­höfn. Hen­rik var nú nefndur prins en hlut­verk hans sem eig­in­manns rík­is­arfa og síðar þjóð­höfð­ingja (1972) var ann­ars algjör­lega ómót­að. „Það var engin upp­skrift, engin hefð, autt blað“ sagði Hen­rik síðar í við­tali. Hann sagði einnig í við­tali, skömmu eftir gift­ing­una að sér væri hlut­verk sitt sem maka rík­is­arfans vel ljóst og hann sætti sig fylli­lega við að „ganga alltaf tveimur skrefum á eftir drottn­ing­unn­i.“ Það átti eftir að breyt­ast.

Skyldur þjóð­höfð­ingj­ans og makans eru margar og marg­vís­legar en þau hjónin hafa líka áhuga­mál sem þau hafa lagt rækt við. Mar­grét Þór­hildur hefur löngum feng­ist við mynd­list, bæði hefð­bundin mál­verk og hún hefur margoft gert leik­myndir og bún­inga­teikn­ing­ar, meðal ann­ars fyrir Kon­ung­lega leik­húsið og Tívolí.

Hen­rik hefur haft mörg járn í eld­in­um. Hann sótti árum saman tíma í þrí­vídd­ar­mynd­mennt í Kon­ung­lega lista­há­skól­anum og eftir hann liggur fjöld­inn allur af brons­verk­um. Hann hefur sent frá sér átta ljóða­bæk­ur, sumar með eigin mynd­skreyt­ing­um. Hann er lið­tækur píanó­leik­ari og hefur samið nokkur tón­verk. Hen­rik er mik­ill áhuga­maður um mat og mat­ar­gerð, hefur skrif­að amk. þrjár mat­reiðslu­bækur og svo var hann um ára­bil vín­bóndi í Frakk­landi.  

Af hverju ekki kóng­ur?

Margrét Danadrottning er vinsæl meðal þegna sinna. Hún giftist Henrik árið 1967 og hefur setið sem drottning frá árinu 1972. Mynd: EPAÞótt svo að Hen­rik hafi í upp­hafi sagt að hann sætti sig full­kom­lega við hlut­verk sitt sem eig­in­maður drottn­ingar fór hann fyrir mörgum árum, fyrst 1992, að láta í ljós óánægju með eitt og annað varð­andi þetta hlut­skipti sem hann hafði tek­ist á hend­ur. Hen­rik hefur margoft í við­tölum lýst undrun og óánægju með að hann skuli ekki vera titl­aður kóng­ur. „Hvers konar jafn­rétti er það að eig­in­konur kónga séu drottn­ingar en eig­in­maður dönsku drottn­ing­ar­inn­ar, þjóð­höfð­ingj­ans, verður að láta sér lynda að vera prins?“ Þótt mörgum þyki þetta kannski ekki skipta öllu máli hefur þetta angrað Hen­rik og það erg­elsi hefur auk­ist með árun­um. Af hverju þetta er svona, prins en ekki kóng­ur, er ein­fald­lega hin evr­ópska hefð og Hen­rik að þessu leyti eins settur og Fil­ippus eig­in­maður Elísa­betar Eng­lands­drottn­ing­ar. Mar­grét Þór­hildur hefur ætíð neitað að ræða þessi titla­mál við fjöl­miðla.

Drottn­ing­ar­maður

Eftir að barna­börn Mar­grétar Þór­hildar og Hen­riks komu til sög­unnar (eru nú átta) var orðið mikið prinsa- og prinsessu­kraðak á Amali­en­borg. Árið 2005 var því ákveðið að Hen­rik skyldi hér eftir bera tit­il­inn „prins­gemal“, drottn­ing­ar­mað­ur. Drottn­ing­ar­mað­ur­inn tjáði sig ekki oft um þessa breyt­ingu en ítrek­aði þó, að minnsta kosti einu sinni, í við­tali óánægju sína með að fá ekki að heita kóng­ur.

Afmælið og eft­ir­launin

16. apríl 2015 varð Mar­grét Þór­hildur 75 ára. Af því til­efni var efnt til mik­illar og fjöl­mennrar veislu í höll­inni. Þar var margt kónga­fólk ásamt öðrum gestum sam­an­kom­ið. Einn, sem flestir hefðu talið sjálf­sagt að tæki þátt í gleð­inni, var hins­vegar fjar­ver­andi: Hen­rik drottn­ing­ar­mað­ur. Fjar­vera hans vakti mikla athygli en skýr­ingin sögð sú að hann væri las­inn. Tveimur dögum síðar sást hins vegar til hans í Fen­eyjum þar sem hann virt­ist hinn hress­asti. Danskir fjöl­miðlar veltu vöngum yfir þess­ari fjar­veru drottn­ing­ar­manns­ins og lögðu flestir út á sama veg: Hen­rik væri í lang­tíma­fýlu sem hann léti æ oftar í ljós með sífellt skýr­ari tákn­rænum hætti.

Í ára­móta­ávarpi sínu til dönsku þjóð­ar­innar 31. des­em­ber 2015 til­kynnti Mar­grét Þór­hildur að Hen­rik myndi frá og með árs­byrjun 2016 fara á eft­ir­laun (drossle ned) og eft­ir­leiðis  taka þátt í færri við­burð­um, opin­berum mót­tök­um, veisl­um o.þ.h. Flestir virtu­st, að sögn dönsku fjöl­miðl­anna, hafa skiln­ing á þessu, mað­ur­inn jú kom­inn vel yfir átt­rætt.

Aftur prins, gull­brúð­kaup

Í apríl 2016 til­kynnti Hen­rik að nú vildi hann ekki lengur bera tit­il­inn prins­gemal. Í sam­ræmi við þær breyt­ingar sem orðið hefðu (eft­ir­laun­in) væri eðli­legt að hann yrði aftur prins Hen­rik.

Um svipað leyti til­kynnti full­trúi drottn­ingar að gull­brúð­kaup Mar­grétar Þór­hildar og Hen­riks yrði fagnað „prí­vat“, ein­ungis með fjöl­skyld­unni. Sú fjöl­skyldu­veisla fór fram 10. júní sl. nákvæm­lega hálfri öld eftir að drottn­ingin og prins­inn ját­uð­ust hvort öðru í Hólms­ins kirkju.

Danir í senn undr­andi og reiðir

Eins og getið var í upp­hafi þessa pistils hefur Hen­rik prins oft komið þjóð­inni á óvart með ummælum sín­um. Aldrei þó eins og sl. fimmtu­dag þegar hann til­kynnti að hann vildi ekki liggja við hlið drottn­ingar í Hró­arskeldu eftir and­lát. Ástæðan sem hann gaf upp er ein­föld: „maður sem ekki stendur jafn­fætis konu sinni verð­skuldar ekki að hvíla við hlið hennar í gröf­inn­i.“

Við­brögðin hafa ekki látið á sér standa. Yfir­gnæf­andi meiri­hluta Dana er ósáttur við ákvörðun prins­ins, margir segja hana lýsa eig­in­girni og til­lits­leysi manns sem hugsi fyrst og síð­ast um sjálfan sig. Þótt margir Danir seg­ist skilja óánægju Hen­riks með að fá ekki að heita kóngur hafi hann núna farið langt yfir strik­ið. Svikið bæði eig­in­kon­una og þjóð­ina. Tals­maður drottn­ingar sagði að hún virti ákvörðun bónda síns en væri síður en svo sátt.

Hvar?  

Síðan hin óvænta til­kynn­ing prins­ins birt­ist sl. fimmtu­dag hafa fjöl­miðl­arnir velt því fyrir sér hvar hann vilji hvíla þegar jarð­vist hans lýk­ur. Góður vinur Hen­riks sagði frá því í við­tali að prins­inn hefði spurt sig hvort hann vildi vita hvar hann hygð­ist láta jarða sig. Vin­ur­inn svar­aði því til að það vildi hann ekki „ég sagði Hen­rik að ég gæti þá misst það út úr mér í hugs­un­ar­leysi og best væri fyrir mig að vita það ekki. En ég spái að það verði við dóm­kirkj­una í Hró­arskeldu, í nágrenni við leg­stað drottn­ing­ar.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar