Eru góð efnahagsskilyrði í Bandaríkjunum Trump að þakka?

Svo virðist sem efnahagshorfur í Bandaríkjunum hafi batnað töluvert á þessu ári. Gæti nýkjörinn Bandaríkjaforseti átt heiðurinn af því?

Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Auglýsing

Störfum í Banda­ríkj­unum hefur fjölgað um 440.000 á síð­ustu tveimur mán­uð­um, ásamt því að hluta­bréfa­mark­aðir vest­an­hafs eru í hæstu hæð­um. Sam­kvæmt Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta, eru góðar efna­hags­horfur honum að þakka, en er það virki­lega svo?

The Guar­dian greindi frá því í gær að banda­rískum störfum hefði fjölgað um 209.000 í júlí síð­ast­liðnum og 231.000 í júní, en báðar tölur voru nokkuð yfir spár sér­fræð­inga. Eftir fjölgun starfa síð­ust sex mán­uð­ina hefur atvinnu­leysi farið niður í 4,3%, en það hefur ekki verið lægra í 16 ár. 

Trump fagn­aði töl­unum með Twitter færslu, en í henni segir „frá­bærar atvinnu­tölur eru komnar út – og ég er ein­ungis rétt að byrj­a.“

The Trump Bump

Sam­hliða góðum horfum á vinnu­mark­aði virð­ist hluta­bréfa­mark­aðir Banda­ríkj­anna einnig vera í ágætum mál­um, en Dow Jones-vísi­talan náði met­hæðum við opnun mark­aða í gær. Vísi­talan, sem byggð er á hluta­bréfa­verði 30 stórra banda­rískra fyr­ir­tækja, hefur vaxið stöðugt í allt sum­ar, en margir stuðn­ings­menn Trump vilja eigna for­set­anum vel­gengni mark­aða og kalla hana „the Trump Bump.“ For­set­inn sjálfur virð­ist trúa því líka, ef marka má Twitt­er-­færslu hans síð­asta fimmtu­dag:Á hann heið­ur­inn?

En hversu mikil er efna­hags­leg vel­gengni Banda­ríkj­anna og er hún for­set­anum að þakka? Í frétt The Guar­dian kemur fram að megnið af nýsköp­uðum störfum hafi verið lág­fram­leiðni­störf, sam­hliða fjölgun starfa hafi launa­vísi­talan ein­ungis vaxið um 2,6% á síð­ustu tólf mán­uð­um. Einnig er bætt við að fram­leiðslu­störf­um, sem Trump hafði lagt áherslu á að fjölga í kosn­inga­bar­átt­unni sinni, hafi í raun fækkað um 4.000 í mán­uð­inum sem leið. 

Á vef The Economist er vel­gengni á banda­ríska verð­bréfa­mark­aðnum einnig tekin fyr­ir, en sam­kvæmt tíma­rit­inu er staðan ekki jafn­góð ef tekið er til­lit til sveiflna á gjald­eyr­is­mark­aðn­um. Þótt mörgum banda­rískum fyr­ir­tækjum hafi gengið vel upp á síðkastið hefur gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart evru veikst tölu­vert frá emb­ætt­is­töku Trump í jan­ú­ar, ann­ars vegar vegna þverr­andi trausts á doll­ar­anum og hins vegar vegna auk­ins trausts á evr­ópska hag­kerf­inu.

Raunar hefur geng­is­veik­ingin verið svo mikil að fjár­festar með eignir sínar bundnar í dölum hafa grætt meira á evr­ópskum hluta­bréfum heldur en banda­rískum það sem af er árs. 

Auglýsing

Einnig bendir tíma­ritið á að þau banda­rísku fyr­ir­tæki sem hækkað hafa mest í verði síð­ustu mán­uði hafi verið úr tækni­geir­anum og með starf­semi sína í mörgum lönd­um, en for­set­inn hefur jafnan haft horn í síðu þeirra vegna útvist­unar á vinnu­afli. 

Erfitt er við fyrstu sýn að greina hversu mik­inn heiður Trump á á fjölgun nýrra starfa og góðu gengi fyr­ir­tækja vest­an­hafs. Vel­gengnin virð­ist ekki vera jafn­mikil og for­set­inn lætur í ljós og  hún hefur ekki skilað sér jafn­mikið til þeirra geira sem hann hefur beitt sér mest fyr­ir. Á hinn bóg­inn er ekki hægt að úti­loka að nýj­ustu tölur séu vegna raun­veru­legs „Trump Bump.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar