Eru góð efnahagsskilyrði í Bandaríkjunum Trump að þakka?

Svo virðist sem efnahagshorfur í Bandaríkjunum hafi batnað töluvert á þessu ári. Gæti nýkjörinn Bandaríkjaforseti átt heiðurinn af því?

Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Auglýsing

Störfum í Banda­ríkj­unum hefur fjölgað um 440.000 á síð­ustu tveimur mán­uð­um, ásamt því að hluta­bréfa­mark­aðir vest­an­hafs eru í hæstu hæð­um. Sam­kvæmt Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta, eru góðar efna­hags­horfur honum að þakka, en er það virki­lega svo?

The Guar­dian greindi frá því í gær að banda­rískum störfum hefði fjölgað um 209.000 í júlí síð­ast­liðnum og 231.000 í júní, en báðar tölur voru nokkuð yfir spár sér­fræð­inga. Eftir fjölgun starfa síð­ust sex mán­uð­ina hefur atvinnu­leysi farið niður í 4,3%, en það hefur ekki verið lægra í 16 ár. 

Trump fagn­aði töl­unum með Twitter færslu, en í henni segir „frá­bærar atvinnu­tölur eru komnar út – og ég er ein­ungis rétt að byrj­a.“

The Trump Bump

Sam­hliða góðum horfum á vinnu­mark­aði virð­ist hluta­bréfa­mark­aðir Banda­ríkj­anna einnig vera í ágætum mál­um, en Dow Jones-vísi­talan náði met­hæðum við opnun mark­aða í gær. Vísi­talan, sem byggð er á hluta­bréfa­verði 30 stórra banda­rískra fyr­ir­tækja, hefur vaxið stöðugt í allt sum­ar, en margir stuðn­ings­menn Trump vilja eigna for­set­anum vel­gengni mark­aða og kalla hana „the Trump Bump.“ For­set­inn sjálfur virð­ist trúa því líka, ef marka má Twitt­er-­færslu hans síð­asta fimmtu­dag:Á hann heið­ur­inn?

En hversu mikil er efna­hags­leg vel­gengni Banda­ríkj­anna og er hún for­set­anum að þakka? Í frétt The Guar­dian kemur fram að megnið af nýsköp­uðum störfum hafi verið lág­fram­leiðni­störf, sam­hliða fjölgun starfa hafi launa­vísi­talan ein­ungis vaxið um 2,6% á síð­ustu tólf mán­uð­um. Einnig er bætt við að fram­leiðslu­störf­um, sem Trump hafði lagt áherslu á að fjölga í kosn­inga­bar­átt­unni sinni, hafi í raun fækkað um 4.000 í mán­uð­inum sem leið. 

Á vef The Economist er vel­gengni á banda­ríska verð­bréfa­mark­aðnum einnig tekin fyr­ir, en sam­kvæmt tíma­rit­inu er staðan ekki jafn­góð ef tekið er til­lit til sveiflna á gjald­eyr­is­mark­aðn­um. Þótt mörgum banda­rískum fyr­ir­tækjum hafi gengið vel upp á síðkastið hefur gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart evru veikst tölu­vert frá emb­ætt­is­töku Trump í jan­ú­ar, ann­ars vegar vegna þverr­andi trausts á doll­ar­anum og hins vegar vegna auk­ins trausts á evr­ópska hag­kerf­inu.

Raunar hefur geng­is­veik­ingin verið svo mikil að fjár­festar með eignir sínar bundnar í dölum hafa grætt meira á evr­ópskum hluta­bréfum heldur en banda­rískum það sem af er árs. 

Auglýsing

Einnig bendir tíma­ritið á að þau banda­rísku fyr­ir­tæki sem hækkað hafa mest í verði síð­ustu mán­uði hafi verið úr tækni­geir­anum og með starf­semi sína í mörgum lönd­um, en for­set­inn hefur jafnan haft horn í síðu þeirra vegna útvist­unar á vinnu­afli. 

Erfitt er við fyrstu sýn að greina hversu mik­inn heiður Trump á á fjölgun nýrra starfa og góðu gengi fyr­ir­tækja vest­an­hafs. Vel­gengnin virð­ist ekki vera jafn­mikil og for­set­inn lætur í ljós og  hún hefur ekki skilað sér jafn­mikið til þeirra geira sem hann hefur beitt sér mest fyr­ir. Á hinn bóg­inn er ekki hægt að úti­loka að nýj­ustu tölur séu vegna raun­veru­legs „Trump Bump.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur því ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar