Eru góð efnahagsskilyrði í Bandaríkjunum Trump að þakka?

Svo virðist sem efnahagshorfur í Bandaríkjunum hafi batnað töluvert á þessu ári. Gæti nýkjörinn Bandaríkjaforseti átt heiðurinn af því?

Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Auglýsing

Störfum í Banda­ríkj­unum hefur fjölgað um 440.000 á síð­ustu tveimur mán­uð­um, ásamt því að hluta­bréfa­mark­aðir vest­an­hafs eru í hæstu hæð­um. Sam­kvæmt Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta, eru góðar efna­hags­horfur honum að þakka, en er það virki­lega svo?

The Guar­dian greindi frá því í gær að banda­rískum störfum hefði fjölgað um 209.000 í júlí síð­ast­liðnum og 231.000 í júní, en báðar tölur voru nokkuð yfir spár sér­fræð­inga. Eftir fjölgun starfa síð­ust sex mán­uð­ina hefur atvinnu­leysi farið niður í 4,3%, en það hefur ekki verið lægra í 16 ár. 

Trump fagn­aði töl­unum með Twitter færslu, en í henni segir „frá­bærar atvinnu­tölur eru komnar út – og ég er ein­ungis rétt að byrj­a.“

The Trump Bump

Sam­hliða góðum horfum á vinnu­mark­aði virð­ist hluta­bréfa­mark­aðir Banda­ríkj­anna einnig vera í ágætum mál­um, en Dow Jones-vísi­talan náði met­hæðum við opnun mark­aða í gær. Vísi­talan, sem byggð er á hluta­bréfa­verði 30 stórra banda­rískra fyr­ir­tækja, hefur vaxið stöðugt í allt sum­ar, en margir stuðn­ings­menn Trump vilja eigna for­set­anum vel­gengni mark­aða og kalla hana „the Trump Bump.“ For­set­inn sjálfur virð­ist trúa því líka, ef marka má Twitt­er-­færslu hans síð­asta fimmtu­dag:Á hann heið­ur­inn?

En hversu mikil er efna­hags­leg vel­gengni Banda­ríkj­anna og er hún for­set­anum að þakka? Í frétt The Guar­dian kemur fram að megnið af nýsköp­uðum störfum hafi verið lág­fram­leiðni­störf, sam­hliða fjölgun starfa hafi launa­vísi­talan ein­ungis vaxið um 2,6% á síð­ustu tólf mán­uð­um. Einnig er bætt við að fram­leiðslu­störf­um, sem Trump hafði lagt áherslu á að fjölga í kosn­inga­bar­átt­unni sinni, hafi í raun fækkað um 4.000 í mán­uð­inum sem leið. 

Á vef The Economist er vel­gengni á banda­ríska verð­bréfa­mark­aðnum einnig tekin fyr­ir, en sam­kvæmt tíma­rit­inu er staðan ekki jafn­góð ef tekið er til­lit til sveiflna á gjald­eyr­is­mark­aðn­um. Þótt mörgum banda­rískum fyr­ir­tækjum hafi gengið vel upp á síðkastið hefur gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart evru veikst tölu­vert frá emb­ætt­is­töku Trump í jan­ú­ar, ann­ars vegar vegna þverr­andi trausts á doll­ar­anum og hins vegar vegna auk­ins trausts á evr­ópska hag­kerf­inu.

Raunar hefur geng­is­veik­ingin verið svo mikil að fjár­festar með eignir sínar bundnar í dölum hafa grætt meira á evr­ópskum hluta­bréfum heldur en banda­rískum það sem af er árs. 

Auglýsing

Einnig bendir tíma­ritið á að þau banda­rísku fyr­ir­tæki sem hækkað hafa mest í verði síð­ustu mán­uði hafi verið úr tækni­geir­anum og með starf­semi sína í mörgum lönd­um, en for­set­inn hefur jafnan haft horn í síðu þeirra vegna útvist­unar á vinnu­afli. 

Erfitt er við fyrstu sýn að greina hversu mik­inn heiður Trump á á fjölgun nýrra starfa og góðu gengi fyr­ir­tækja vest­an­hafs. Vel­gengnin virð­ist ekki vera jafn­mikil og for­set­inn lætur í ljós og  hún hefur ekki skilað sér jafn­mikið til þeirra geira sem hann hefur beitt sér mest fyr­ir. Á hinn bóg­inn er ekki hægt að úti­loka að nýj­ustu tölur séu vegna raun­veru­legs „Trump Bump.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar