Eru góð efnahagsskilyrði í Bandaríkjunum Trump að þakka?

Svo virðist sem efnahagshorfur í Bandaríkjunum hafi batnað töluvert á þessu ári. Gæti nýkjörinn Bandaríkjaforseti átt heiðurinn af því?

Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Auglýsing

Störfum í Banda­ríkj­unum hefur fjölgað um 440.000 á síð­ustu tveimur mán­uð­um, ásamt því að hluta­bréfa­mark­aðir vest­an­hafs eru í hæstu hæð­um. Sam­kvæmt Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta, eru góðar efna­hags­horfur honum að þakka, en er það virki­lega svo?

The Guar­dian greindi frá því í gær að banda­rískum störfum hefði fjölgað um 209.000 í júlí síð­ast­liðnum og 231.000 í júní, en báðar tölur voru nokkuð yfir spár sér­fræð­inga. Eftir fjölgun starfa síð­ust sex mán­uð­ina hefur atvinnu­leysi farið niður í 4,3%, en það hefur ekki verið lægra í 16 ár. 

Trump fagn­aði töl­unum með Twitter færslu, en í henni segir „frá­bærar atvinnu­tölur eru komnar út – og ég er ein­ungis rétt að byrj­a.“

The Trump Bump

Sam­hliða góðum horfum á vinnu­mark­aði virð­ist hluta­bréfa­mark­aðir Banda­ríkj­anna einnig vera í ágætum mál­um, en Dow Jones-vísi­talan náði met­hæðum við opnun mark­aða í gær. Vísi­talan, sem byggð er á hluta­bréfa­verði 30 stórra banda­rískra fyr­ir­tækja, hefur vaxið stöðugt í allt sum­ar, en margir stuðn­ings­menn Trump vilja eigna for­set­anum vel­gengni mark­aða og kalla hana „the Trump Bump.“ For­set­inn sjálfur virð­ist trúa því líka, ef marka má Twitt­er-­færslu hans síð­asta fimmtu­dag:Á hann heið­ur­inn?

En hversu mikil er efna­hags­leg vel­gengni Banda­ríkj­anna og er hún for­set­anum að þakka? Í frétt The Guar­dian kemur fram að megnið af nýsköp­uðum störfum hafi verið lág­fram­leiðni­störf, sam­hliða fjölgun starfa hafi launa­vísi­talan ein­ungis vaxið um 2,6% á síð­ustu tólf mán­uð­um. Einnig er bætt við að fram­leiðslu­störf­um, sem Trump hafði lagt áherslu á að fjölga í kosn­inga­bar­átt­unni sinni, hafi í raun fækkað um 4.000 í mán­uð­inum sem leið. 

Á vef The Economist er vel­gengni á banda­ríska verð­bréfa­mark­aðnum einnig tekin fyr­ir, en sam­kvæmt tíma­rit­inu er staðan ekki jafn­góð ef tekið er til­lit til sveiflna á gjald­eyr­is­mark­aðn­um. Þótt mörgum banda­rískum fyr­ir­tækjum hafi gengið vel upp á síðkastið hefur gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart evru veikst tölu­vert frá emb­ætt­is­töku Trump í jan­ú­ar, ann­ars vegar vegna þverr­andi trausts á doll­ar­anum og hins vegar vegna auk­ins trausts á evr­ópska hag­kerf­inu.

Raunar hefur geng­is­veik­ingin verið svo mikil að fjár­festar með eignir sínar bundnar í dölum hafa grætt meira á evr­ópskum hluta­bréfum heldur en banda­rískum það sem af er árs. 

Auglýsing

Einnig bendir tíma­ritið á að þau banda­rísku fyr­ir­tæki sem hækkað hafa mest í verði síð­ustu mán­uði hafi verið úr tækni­geir­anum og með starf­semi sína í mörgum lönd­um, en for­set­inn hefur jafnan haft horn í síðu þeirra vegna útvist­unar á vinnu­afli. 

Erfitt er við fyrstu sýn að greina hversu mik­inn heiður Trump á á fjölgun nýrra starfa og góðu gengi fyr­ir­tækja vest­an­hafs. Vel­gengnin virð­ist ekki vera jafn­mikil og for­set­inn lætur í ljós og  hún hefur ekki skilað sér jafn­mikið til þeirra geira sem hann hefur beitt sér mest fyr­ir. Á hinn bóg­inn er ekki hægt að úti­loka að nýj­ustu tölur séu vegna raun­veru­legs „Trump Bump.“Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar