Konur nenna ekki „alltaf í bjór eftir vinnu … við viljum bara frekar fara heim til barnanna“

Stjórnarkona í skráðu félagi segist ekki telja að karlarnir í stjórnunum séu „einhver klúbbur vondra karla sem vilji sitja um og fella ungar konur“ en „því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ertu.“

38967344_l.jpg
Auglýsing

„Karl­menn eru sekir um það að þeim líður voða vel að hringja í ein­hvern Sigga vin sinn, því að þeir treysta honum og þeir skilja hvernig hann hugsar og finnst hann svo voða útreikn­an­legur og svo fá þeir klapp á bakið frá hinum félög­unum … þú veist svona við Pall­arnir stöndum saman … því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ert­u.“

Þetta er á meðal þess sem stjórn­ar­kona í skráðu félagi á Íslandi sagði í við­tali við rann­sak­endur sem vildu kanna reynslu 22 slikra kvenna af  for­yst­u­hæfni, tengsla­­neti og stuðn­­ingi við konur til að gegna for­­stjóra­­stöðu. Nið­ur­staða rann­sókn­ar­inn­ar, sem kynnt var í grein í nýjasta hefti Tíma­­rits um við­­skipti og efna­hags­­mál, var að konur séu hæfar til að gegna for­­stjóra­­stöðum í skráðum fyr­ir­tækj­um, en þegar kemur til ráðn­­inga for­­stjóra skráðra félaga eru þær þó ekki ráðnar til starf­anna þar sem áhrif karla, tengsla­­net og íhalds­­­samar staðalí­­myndir af for­yst­u­hæfni kvenna og árang­­ur­s­­ríkri for­ystu virð­­ast ráða ákvörð­un­­um. Þar með aukast líkur á því að horft sé fram hjá hæfum konum við for­­stjóra­val. 

Grein­ina skrif­uðu Ásta Dís Óla­dótt­ir, dós­ent við Við­­skipta­fræð­i­­deild Háskóla Íslands, Sig­rún Gunn­­ar­s­dótt­ir, pró­­fessor við Við­­skipta­fræð­i­­deild Háskóla Íslands,  Þóra H. Christ­i­an­sen, aðjúnkt við Við­­skipta­fræð­i­­deild Háskóla Íslands, og Erla S. Krist­jáns­dótt­ir, pró­­fessor við Við­­skipta­fræð­i­­deild Háskóla Íslands. 

Kjarn­inn greindi fyrst frá helstu nið­ur­stöðum á mánu­dag.

„Ég þekki hann og hann er rosa fínn“

Rann­sóknin fór þannig fram að not­ast var við ítar­spurn­ingar til að fá grein­ar­góðar lýs­ingar og reynslu­sögur um upp­lifun og reynslu kvenn­anna 22. Við­tölin fóru fram 15. júní til 6. júlí 2020, í gegnum Microsoft Teams, tóku 60 til 130 mín­út­ur, voru hljóð­rit­uð, rituð frá orði til orðs, geymd í læstum tölvum rann­sak­enda og eytt að úrvinnslu lok­inni. Við­mæl­endum voru gefin gervi­nöfn til að tryggja nafn­leynd þeirra.

Í svörum kvenn­anna er meðal ann­ars tala um per­sónu­leg tengsl milli karla, sem virð­ast hafa meiri áhrif en fag­leg umræða: Ein þeirra sagði: „Ég átti von á miklu fag­legri umræðu og svo­leiðis en þetta er svo­lítið svona íslenska leið­in, þú vilt kunna vel við fólk, helst þekkja það eða þekkja vel til þess áður en þú tekur svona ákvarð­an­ir. … þá eiga karl­arn­ir, virð­ist vera, meiri sjéns því að þeir eru oft­ast í meiri­hluta í stjórn­unum og þeir eru með reynslu sem að kon­urnar eru ekki með og þeir eru með tengsl við hina karl­ana. ... þá ertu svo­lítið búin að taka þetta úr svona ein­hverju fag­legu ferli yfir í bara, ég þekki hann og hann er rosa fín­n.“

Kon­urnar tala um það í við­töl­unum að það sé mik­il­vægt að konur nýti stuðn­ing í gegnum tengsla­net sín til að ná fram­gangi. Karl­arnir hafi þó ein­fald­lega nýtt sín net miklu leng­ur. Ein konan lýsti þessu svona: „Maður er með svona sitt network, jafn­ingja network sem maður reynir bara að styðja við svona fag­lega, kannski hvor aðra og þetta er eitt­hvað sem að karl­arnir hafa áttað sig á í gegnum tíð­ina.“ 

Kon­urnar töl­uðu líka um mun á áherslum karla og kvenna í sam­bandi við tengsla­myndun og ein þeirra sagði að áherslur karla henti ekki alltaf kon­um: „Strák­arnir eru rosa öfl­ugir í því en við erum ekki, við nennum ekk­ert að fara alltaf í bjór eftir vinnu … við viljum bara frekar fara heim til barn­anna okk­ar”. Dröfn talar líka um þennan mun á áherslum sem hún telur að gæti tengst gild­is­mati: Ég held að konur til dæmis eru ekki stundum nógu dug­legar að … búa til tengsla­netin … við erum að nýta bara tím­ann í ann­að. Og svo má má líka alveg velta fyrir sér … er ekki bara hins vegar kom­inn tími á að annað gild­is­mat yfir­höf­uð? Þarna erum við að reyna að aðlaga konur að gild­is­mati karla. Er það endi­lega svo frá­bært að við þurfum að aðlaga okkur að því?“

„Því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ertu“

Í grein­inni er líka greint frá því að tengsl milli kvenna geti skipt miklu máli fyrir fram­gang í æðstu stjórn­un­ar­stöðu. Einn við­mæl­and­inn sagði að konur tali vel um hvora aðra, hrósi og sé til stað­ar. „Þetta „women‘s network“ er að byrja, þær eru að hjálpa hvor annarri orð­ið”. 

Önnur tók í sama streng og sagði að tengsla­net kvenna væri orðið virkara og að konur væri líka virk­ari í tengsla­netum karla. „Maður sér núna, bæði eru konur að standa mikið bet­ur, þéttar sam­an, það eru fleiri net­verk fyrir konur og konur eru meira inn í net­verkum karla”. 

Auglýsing
Einn við­mæl­and­inn sagði að hún héldi ekki að meiri­hluti stjórn­ar­manna á Íslandi væri ein­hver klúbbur vondra karla sem vilji sitja um og fella ungar kon­ur. „Þetta er bara ein­hver ráðn­ing­ar­gildra sem er svo­lítið fólgin í því að ef þú nærð að spegla sjálfa þig í umsækj­end­unum þá líður þér rosa vel með að ráða við­kom­andi, þá verður þetta svo auð­velt … karl­menn eru sekir um það að þeim líður voða vel að hringja í ein­hvern Sigga vin sinn, því að þeir treysta honum og þeir skilja hvernig hann hugsar og finnst hann svo voða útreikn­an­legur og svo fá þeir klapp á bakið frá hinum félög­unum … þú veist svona við Pall­arnir stöndum saman … því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ert­u.“

Níu af hverjum tíu for­stjórum karlar

Kjarn­inn hefur árum saman fjallað ítar­­lega um stöðu kvenna í þeim geirum sem stýra fjár­­­magni á Íslandi. í þau níu ár sem hann hefur fram­­­kvæmt úttekt á kynja­hlut­­­föllum þeirra sem stýra þús­undum millj­­­arða króna í ýmis fjár­­­­­fest­inga­verk­efni hér­­­­­lend­is hefur nið­­­ur­­­staðan verið svip­uð, karlar eru allt um lykj­andi. Í úttekt­inni í ár, sem birt var seint í maí, kom fram að karl­­­arnir væru 91 en kon­­­urnar 13. 

Auglýsing
Það hefur verið sér­­stak­­lega áber­andi á hluta­bréfa­­mark­aði. Eftir end­­ur­reisn hans var lengi vel ein kona for­­stjóri í skráðu félagi, Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir sem stýrði VÍS. Henni var sagt upp í ágúst 2016 og eftir það liðu næstum fimm ár þar til kona varð for­­stjóri í skráðu félagi. Það gerð­ist þó ekki í gegnum ráðn­­ingu heldur skrán­ingu Íslands­­­banka, sem stýrt er af Birnu Ein­­ar­s­dótt­­ur. Um ári síð­­­­­ar, seint í júní síð­­­ast­liðn­­­um, fjölg­aði kon­unum í for­­­stjóra­stóli skráðs félags  um 100 pró­­­sent, þegar Nova, sem er stýrt af Mar­gréti Tryggva­dótt­­­ur, var skráð á mark­að. 

Í sept­­em­ber 2022 gerð­ist það svo að fyrsta konan var ráðin for­­­stjóri í þegar skráðu félagi frá því að íslenskur hluta­bréfa­­­mark­aður var end­­­ur­reistur eftir banka­hrun­ið. Þá var greint frá því að Ásta Sig­ríður Fjeld­sted var ráðin for­­­stjóri Festi. Á tveimur og hálfum mán­uði fjölg­aði kon­unum sem gegna for­­­stjóra­­­stöðu í Kaup­höll Íslands því úr einni í þrjár. Hinum 27 félög­unum sem skráð eru á Aðal­­­markað og First North mark­að­inn er þó stýrt af kör­l­­um. Því eru 90 pró­­sent allra for­­stjóra í skráðum félögum karl­­ar. 

Mark­mið kynja­kvóta­laga aldrei náðst

Lög um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja á Íslandi voru sam­­­­­þykkt árið 2010. Þau tóku að fullu gildi í sept­­­­­em­ber 2013. Lögin segja að fyr­ir­tækjum sem eru með 50 eða fleiri starfs­­­­­menn þurfi að tryggja að hlut­­­­­fall hvors kyns sé ekki undir 40 pró­­­­­sent­­­­­um. Mark­miðið með laga­­­­­setn­ing­unni var að „stuðla að jafn­­­­­­­­­ari hlut­­­­­föllum kvenna og karla í áhrifa­­­­­stöðum í hluta­­­­­fé­lögum og einka­hluta­­­­­fé­lögum með auknu gagn­­­­­sæi og greið­­­­­ari aðgangi að upp­­­­­lýs­ing­­­­­um.“

Von þeirra sem sam­­­­­þykktu frum­varpið – 32 þing­­­­­menn úr öllum flokkum nema Sjálf­­­­­stæð­is­­­­­flokknum sem áttu þá sæti á þingi – var að fleiri konur í stjórnum myndi leiða til þess að fleiri konur yrðu ráðnar í stjórn­­­­­un­­­­­ar­­­­­stöður og það myndi fjölga tæki­­­­­færum kvenna.

Hag­­­­­stofa Íslands tekur árlega saman tölur um hversu margar konur sitji í stjórnum fyr­ir­tækja. Stofn­unin birti nýj­­­­ustu tölur sín­­­­­ar, sem sýna stöð­una í lok 2021, á þriðju­dag í síð­­­­­­­ustu viku. Þar kom fram að rúm­­­­­lega fjórð­ung­­­­­ur, 27 pró­­­­­sent, allra stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­manna í íslenskum fyr­ir­tækjum væru kon­­­­­ur. Það hlut­­­­­fall var 24 pró­­­­­sent árið 2010. 

Í fyr­ir­tækjum með fleiri en 50 laun­þega var hlut­­­­­fall kvenna í stjórnum 19,5 pró­­­­­sent árið 2010. Árið sem lögin tóku gildi var hlut­­­­­fallið orðið 30,2 pró­­­­­sent. Frá þeim tíma hefur lítið gerst. Hlut­­­­­fallið var 34,7 pró­­­­­sent í fyrra. 

Hlut­­­­fall kvenna í stöðu fram­­­­kvæmda­­­­stjóra hækk­­­­aði lít­il­­­­lega á milli ára og var 23,9 pró­­­­sent en hlut­­­­fall kvenna í stöðu stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­manna var 24,7 pró­­­­sent í lok árs 2021.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar