Shein „fjárfestir“ í bættum vinnuaðstæðum í fataverksmiðjum

Kínverski tískurisinn Shein viðurkennir að reglur um vinnutíma hafi verið brotnar í verksmiðjum sem fyrirtækið nýtir sér. Viðurkenningin nær þó aðeins til tveggja af yfir þrjú þúsund fataverksmiðjum sem framleiða háhraðatískuflíkur fyrir Shein.

Það virðist alltaf vera útsala á Shein. Tískurisinn hefur nú viðurkennt að hafa brotið gegn reglum um vinnutíma í tveimur fataverksmiðjum. Eftir standa rúmlega þrjú þúsund verksmiðjur í Kína.
Það virðist alltaf vera útsala á Shein. Tískurisinn hefur nú viðurkennt að hafa brotið gegn reglum um vinnutíma í tveimur fataverksmiðjum. Eftir standa rúmlega þrjú þúsund verksmiðjur í Kína.
Auglýsing

Kín­verska fata­fyr­ir­tækið Shein við­ur­kennir að hafa brotið gegn reglum um vinnu­tíma og heitir því að verja 15 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um tveimur millj­örðum króna, í að bæta vinnu­að­stæður starfs­manna í fata­verk­smiðjum sem fram­leiða fatnað sem Shein sel­ur.

En það er stórt en. Shein við­ur­kennir aðeins að hafa brotið gegn reglum um vinnu­tíma í tveimur verk­smiðjum af mörg þús­und sem fyr­ir­tækið á í við­skiptum við.

Algóriþmar og leit­ar­véla­bestun

Við­skipta­módel Shein er með þeim hætti að tískuris­inn rekur ekki eina ein­ustu versl­un. Öll við­skipti fara fram á net­inu. Shein á heldur ekki fata­verk­smiðjur heldur gerir fyr­ir­tækið samn­ing við þriðja aðila í Kína, yfir þrjú þús­und fata­verk­smiðj­ur, sem fram­leiða fá ein­tök af flík­um. Tak­markað magn af vörum er síðan birt á heima­síðu Shein og algóriþmar fylgj­ast með við­brögðum neyt­enda. Ef ákveðið bik­iní slær til dæmi í gegn á TikTok gerir Shein stærri pant­anir og fram­leiðir meira.

Auglýsing

Shein stærir sig af þessu fyr­ir­komu­lagi og segir við­skipta­módel sitt byggt á „þeim for­sendum að fram­leiða aðeins þær vörur í því magni sem sam­svarar raun­veru­legri eft­ir­spurn og minnka þannig fram­leiðslu­úr­gang“.

Þetta við­skipta­módel kall­ast „test and repeat“, þó svo að Shein kjósi ekki að nota þá skil­grein­ingu. Matt­hew Brenn­an, rit­höf­undur og sér­­fræð­ingur í kín­verskum tækn­i­­mál­um, segir í sam­tali við Vox að Shein sé stöðugt að safna og greina gögn við­­skipta­vina og noti síðan upp­­lýs­ing­­arnar til að hanna fatnað eftir því sem er í tísku hverju sinni.

Eig­andi Shein, Chris Xu, var eng­inn sér­­stakur tísku­fröm­uður en hann sér­­hæfði sig í leit­­ar­­véla­bestun (e. search engine optim­ization) og er tækn­i­m­iðuð nálgun í mark­aðs­­setn­ingu talin ein helsta ástæða þess hvað fyr­ir­tækið hefur vaxið hratt. Shein er í dag metið á 100 millj­­arða Banda­­ríkja­dala. Það er meira en sam­an­lagt virði tískurisanna H&M og Zara.

Í ítar­­legri frétta­­skýr­ingu um Shein í Kjarn­­anum í sumar vís­aði Rakel Guð­­munds­dóttir í rann­­sóknir sem sýnt hafa að vörur frá Shein inn­i­halda skað­­leg efni. Af þeim vörum sem rann­sak­aðar voru inn­­­i­hélt ein vara af hverjum fimm umtals­vert magn eit­­­­ur­efna, meðal ann­­­­ars blý, PFAS og þalöt. Shein hefur sótt í sig veðrið í net­verslun á Íslandi og er með átta pró­­sent hlut­­deild í net­verslun Íslend­inga á fatn­aði í erlendum net­versl­un­um.

Það eru þó ekki allir sem taka Shein fagn­andi hér á landi og hefur hringrás­ar­versl­unin Hringekjan til að mynda tekið allar vörur frá Shein úr end­ur­sölu vegna magns eit­ur­efna í flíkum og Rauði kross­inn vill ekki sjá flíkur frá Shein í versl­unum sín­um. Fötum frá Shein á þó enn að skila í fata­söfn­un­ar­gáma.

Fá fimm krónur fyrir hverja fram­leidda flík og vinna 18 tíma vinnu­dag

Verk­smiðj­urnar sem Shein skiptir við skipta þús­und­um. Shein hefur nú við­ur­kennt að langur vinnu­tími starfs­manna í verk­smiðjum í Kína brjóti gegn gild­andi reglu­gerð­um. En aðeins í tveimur verk­smiðjum í Guangzhou-hér­aði í Kína.

Shein við­ur­kenndi brotin eftir að starfs­fólk í tveimur verk­smiðjum steig fram í bresku heim­ild­ar­mynd­inni Inside the Shein Machine: UNTOLD og greindu frá gríð­ar­löngum vinnu­dögum og fáum, ef ein­hverj­um, frí­dög­um.

Fjöl­miðla­fólk á vegum Channel 4 sótti um störf hjá fata­verk­smiðjum sem eru með samn­ing við Shein og mynd­uðu starf­sem­ina með fal­inni mynda­vél. Dæmi eru um starfs­fólk sem vinnur allt að 18 klukku­stundir á dag, alla daga vik­unnar og fær greitt fyrir hverja flík sem það fram­leið­ir, þrjú penní, eða sem nemur um fimm krón­um. Þá fá þau aðeins einn frí­dag í mán­uði.

Shein réðst í sjálf­stæða rann­sókn

Heim­ild­ar­myndin kom út í októ­ber og í kjöl­farið réðst Shein í sjálf­stæða rann­sókn á vinnu­að­stæðum starfs­fólks í verk­smiðjum sem Shein á í við­skiptum við. Nið­ur­stöð­urnar liggja nú fyrir og eru þær að aðeins í tveimur verk­smiðjum er vinnu­tím­inn lengri en reglur í hér­að­inu kveða á um.

Í einni verk­smiðj­unni var vinnu­dag­ur­inn allt að 13 og hálfur tími á dag og tveir til þrír frí­dagar í mán­uði og í annarri verk­smiðju var vinnu­dag­ur­inn 12 klukku­stundir og engir skil­greindir frí­dagar í mán­uði.

„Þetta er styttri vinnu­tími en haldið er fram í heim­ild­ar­mynd­inni en samt sem áður lengri en svæð­is­bundnar reglur kveða á um,“ segir í yfir­lýs­ingu Shein, sem hefur hætt við­skiptum við verk­smiðj­urnar tvær og gefið þeim frest til ára­móta til að end­ur­skipu­leggja vinnu­fyr­ir­komu­lag starfs­manna sinna.

En eftir standa þús­undir ann­arra verk­smiðja í Kína sem Shein á við­skiptum við. Verk­smiðjur sem ekki hafa verið gerðar heim­ilda­myndir um. Að minnsta kosti ekki enn­þá.

Segja laun hærri en með­al­laun starfs­fólks í fata­fram­leiðslu

Shein hefur hafnað öllum öðrum stað­hæf­ingum sem fram koma í heim­ilda­mynd­inni, meðal ann­ars hvað varðar laun, sem Shein full­yrðir að séu hærri en lág­marks­laun í Guangzhou-hér­aði og hærri en með­al­laun starfs­fólks í fata­fram­leiðslu almennt í þessum hluta Kína.

„Það er ekki rétt sem fram kemur að verk­smiðjur haldi eftir launum starfs­manna eða dragi frá launum þeirra með ólög­mætum hætt­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Shein, sem segir það heldur ekki rétt að starfs­fólk fái greitt eftir fjölda flíka sem það fram­leiðir heldur fái það greitt fyrir „hvert fram­leiðslu­ferli flík­ur­inn­ar“.

Í nýaf­stað­inni „Black Fri­da­y-út­sölu“ Shein var hægt að kaupa flíkur á eitt penní. Það eru 0,73 krón­ur. Og þrefalt minna en starfs­maður verk­smiðj­unnar í Guangzhou-hér­aði fékk greitt fyrir að fram­leiða flík­ina.

Hægt var að fá flíkur á eitt penní, minna en eina krónu, á Black Friday útsölu Shein í nóvember. Skjáskot: Shein

Fjár­fest­inga­á­ætlun sem á að tryggja bættar vinnu­að­stæður

Shein full­yrðir að tveggja millj­arða króna fjár­fest­ing­ar­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins sem snýr að bættum vinnu­að­stæðum starfs­fólk sem fram­leiðir flíkur tískuris­ans muni ná til mörg hund­ruð verk­smiðja á næstu þremur til fjórum árum.

Adam Win­ston, yfir­maður umhverf­is- og sam­fé­lags­mála hjá Shein á heims­vísu segir fyr­ir­tækið hafa unnið mark­visst að áætlun um upp­runa­á­byrgðir (e. responsi­ble sourcing programme) til að bæta vel­ferð og vinnu­að­stæður starfs­fólks sem fram­leiðir vörur Shein.

Shein hefur einnig komið á fót kerfi sem gerir starfs­fólki fata­verk­smiðj­anna kleift að senda inn nafn­lausar ábend­ingar eða kvart­anir með tölvu­pósti, sím­tali eða í gegnum WeChat. „Það er hluti af áætlun okkar til að sinna eft­ir­liti og við­halda rétt­indum starfs­fólks,“ segir Win­ston.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar