Hætta að selja föt frá kínverska tískurisanum Shein vegna eiturefna

Hringrásarverslunin Hringekjan, þar sem básaleigjendum gefst kostur á að selja notuð föt, hefur tekið allar vörur frá tískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna í flíkunum.

Hringrásarverslunin Hringekjan hefur tekið fatnað frá kínverska hraðtískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna sem eru í flíkunum. Skila má flíkunum í nytjagám Sorpu en það er hlutverk Rauða krossins að skilgreina hvort þær eigi heima þar.
Hringrásarverslunin Hringekjan hefur tekið fatnað frá kínverska hraðtískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna sem eru í flíkunum. Skila má flíkunum í nytjagám Sorpu en það er hlutverk Rauða krossins að skilgreina hvort þær eigi heima þar.
Auglýsing

Hringrás­ar­versl­unin Hringekjan tók þá ákvörðun nýverið að taka allar vörur frá Shein úr end­ur­sölu í verslun sinni. Jana Mar­en Ósk­ar­s­dótt­ir, annar eig­andi Hring­ekj­unn­­ar, segir vörur frá Shein ekki falla að hug­mynda­fræði fyr­ir­tæk­is­ins, að sporna gegn fata­sóun og stuðla að heil­brigð­ari fatainn­kaup­um. Hringekjan opn­aði í árs­byrjun 2021 og er í hópi ört fjölg­andi versl­ana þar sem fólki gefst kostur á að leigja bás og selja notuð föt, skó og fylgi­hluti.

Auglýsing
Jana Maren Óskarsdóttir, annar eigandi hringrásarverslunarinnar Hringekjunnar. Mynd: Aðsend

Í aðdrag­anda ákvörð­un­ar­innar að hætta að selja föt frá Shein hafði Jana sam­band við Sorpu þar sem hún fékk þær upp­lýs­ingar að fatn­aður frá Shein flokk­ast sem eitr­aður textíll og eigi því að fara í sér­stakan gám fyrir eitr­aðan úrgang. „Okkur finnst mik­il­vægt að taka fram að skila þessum fatn­aði alls ekki í gáma góð­gerð­ar­sam­taka þar sem þau myndu halda áfram að eitra not­endur og umhverf­ið,“ segir Jana.

Gunnar Dofri Ólafs­son, sam­skipta- og við­skipta­þró­un­ar­stjóri Sorpu, segir í sam­tali við Kjarn­ann að upp­lýs­ing­arnar sem Jana fékk hafi verið byggðar á mis­skilngi. Sorpa hefur ekki tekið málið til skoð­unar en Gunnar Dofri bendir á að það sé hlut­verk Rauða kross­ins, sem sér um nytjagámana, að taka afstöðu til þess hvort um eitr­aðan úrgang sé að ræða.

Í upp­haf­legri útgáfu frétt­ar­innar var full­yrt að Sorpa flokki vörur frá Shein sem eitr­aðan úrgang. Það hefur nú verið leið­rétt.

Stofn­andi Shein sér­fræð­ingur í leit­ar­véla­bestun

Shein var stofn­að árið 2008 og hét þá SheInside og seldi aðal­lega brúð­­ar­kjóla. Árið 2012 breytti eig­and­inn, Chris Xu, áherslum fyr­ir­tæk­is­ins og byrj­­aði að selja tísku­fatnað fyrir ung­l­ings­stúlkur og breytti síðar nafn­inu í Shein (borið fram she-in). Chris Xu var eng­inn sér­­stakur tísku­fröm­uður en hann sér­­hæfði sig í leit­­ar­­véla­bestun (e. search engine optim­ization) og er tækn­i­m­iðuð nálgun í mark­aðs­­setn­ingu talin ein helsta ástæða þess hvað fyr­ir­tækið hefur vaxið hratt.

Shein er í dag metið á yfir 100 millj­­arða Banda­­ríkja­dala. Það er meira en sam­an­lagt virði tískurisanna H&M og Zara. Í fyrra tók snjall­­for­­rit Shein fram úr Amazon sem vin­­sælasta inn­­­kaupa-appið í Banda­­ríkj­unum og er heima­­síða Shein einnig mest heim­­sótta fata­­síða í heimi. Stærsti mark­aður Shein er í Banda­­ríkj­un­um, Bras­il­­íu, Frakk­landi og Spáni.

Ónötuð föt frá Shein í end­ur­sölu sem notuð föt

Íslenskir neyt­endur hafa tekið Shein opnum örm­um. Ef kaup­hegðun Íslend­inga á net­inu er skoðuð eru föt, skór og fylgi­hlutir vin­sæl­asti vöru­flokk­ur­inn og er Shein með átta pró­sent hlut­deild erlendra net­versl­ana þegar kemur að fata­kaup­um, á eftir Boozt og Asos.

­Föt og fylgi­hluti frá Shein hafa verið að sjást í auknum mæli í Hringekj­unni að sögn Jönu en dæmi eru um að föt frá Shein komi í Hringekj­una enn með mið­anum á. „Og þá kannski sömu eða svip­aða flík í mis­mun­andi munstrum eða litum sem er þá ekki verið að nota. Fólk er þá kannski að panta sér alls konar og sjá svo hvað passar og hvað er flott.“

Þetta er hættu­leg þróun að mati Jönu. „Það er akkúrat það sem við viljum ekki vera að ýta und­ir, að það sé auð­velt að versla sér eitt­hvað svona á net­inu og svo end­ur­selja það hjá okk­ur. Okkur finnst það ekki alveg passa þar sem starf­semin snýst um að leið­rétta ofneyslu á fatn­aði. Við fórum að velta fyrir okkur af hverju við værum að selja þessar vörur þar sem við höfum heyrt ýmis­legt slæmt um starf­semi þess. Því meira sem við fórum að lesa okkur til um þetta, því meira varð þetta bara lausn­in. Við viljum ekki hafa þetta í versl­un­inni okk­ar.“

Blý, PFAS, þalöt og önnur eit­ur­efni langt yfir við­mið­un­ar­mörkum

Rann­sóknir hafa sýnt að vörur frá Shein inni­halda skað­leg efni. Í októ­ber 2021 sýndi kanadíska sjón­­varps­­stöðin CBC frétta­­skýr­inga­þátt um skað­­leg efni í vörum frá Shein. Af þeim vörum sem rann­sak­aðar voru inn­i­hélt ein vara af hverjum fimm umtals­vert magn eit­­ur­efna, meðal ann­­ars blý, PFAS og þalöt. Flík­­­urnar sem CBC rann­sak­aði voru meðal ann­­ars ætluð börnum og ófrískum kon­­um. Rann­sak­endur komust að því að jakki fyrir unga­­barn, keyptur af heima­­síðu Shein, inn­i­hélt nán­­ast 20 sinnum meira blý en heil­brigð­is­­stofnun Kanada telur öruggt fyrir börn. Taska frá Shein inn­i­hélt efni sem var fimm sinnum yfir við­mið­un­­ar­­mörk­­um.

Hvatn­ing til að stíga skrefi lengra

Við­brögðin við ákvörðun Hringekj­unnar eru fyrst og fremst jákvæð að sögn Jönu. „Við eig­in­lega trúðum því ekki hvað þetta var allt jákvætt. Við vorum alveg búin að búa okkur undir ein­hverja gagn­rýni en það var lítið sem ekk­ert af því.“

Hrósum hefur aftur á móti rignt yfir Hringekj­una og Jana hefur fengið fyr­ir­spurnir frá kúnnum um önnur hrað­tísku­merki, til að mynda H&M og spænsku merkin Stra­di­varius og Pull and Bear. „Við erum að reyna að taka eitt skref í einu og kynna okkur málin vel áður,. Við viljum aðal­lega vekja fólk til umhugs­unar um inni­halds­efni í fatn­aði, og hvaða áhrif offram­leiðsla og neysla hefur á umhverfið og sam­fé­lagið okk­ar.“

„Margir nota þau rök að aðeins sé hægt að kaupa ódýran fatnað í gegnum fyr­ir­tæki á borð við Shein, en í raun hafa þær flíkur að með­al­tali stuttan líf­tíma. Það er miklu betri lausn til lengdar að velja vel flíkur úr hringrás­ar­versl­unum á góðum kjörum heldur en að kaupa mikið magn af ódýrum flíkum sem end­ast í styttri tíma,“ segir Jana, sem úti­lokar ekki að Hringekjan muni hætta end­ur­sölu á á vörum frá fleiri merkj­um.

Eftir því sem Kjarn­inn kemst næst er Hringekjan fyrsta versl­unin sem selur not­aðan fatnað og fylgi­hluti sem bannar vörur frá ákveðnum fram­leið­anda.

Auglýsing

Jana segir að með ákvörð­un­inni hafi Hringekjan ekki viljað setja pressu á aðrar versl­anir til að gera slíkt hið sama. „Okkar rök eru eit­ur­efnin og skað­lega dótið og í raun­inni að breyta hugs­un­ar­hætt­inum um að fólk hætti að versla við þau þannig að það þurfi ekki að losa sig við svona hlut­i.“

„Þetta erum við að hugsa um hver við erum sem fyr­ir­tæki og hvernig okkur langar að kynna okkur fyrir almenn­ingi. Það eru margir sem hafa ekki hug­mynd um þetta og vissu ekki einu sinni hvaða merki þetta væri en áttu þetta til inni í skáp af því að það hafði verið að kaupa þetta á mörk­uð­un­um.“

Með því að úti­loka vörur frá Shein vill Hringekjan fyrst og fremst vekja fólk til umhugs­unar um kaup­hegðun sína og umhverf­is­vit­und.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent