Rúmlega þriðjungur fatakaupa Íslendinga á netinu fara fram á Boozt

Aðeins fimm Evrópuþjóðir aðrar en Íslendingar versla meira á netinu. Föt, skór og fylgihlutir er vinsælasti vöruflokkurinn, jafnt í Evrópu og á Íslandi, og hér á landi er Boozt lang vinsælasta netverslunin í þeim flokki með 38 prósent hlutdeild.

85 prósent Íslendinga versla á netinu. Vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir og þar nýtur skandinavíska verslunin Boozt mestra vinsælda.
85 prósent Íslendinga versla á netinu. Vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir og þar nýtur skandinavíska verslunin Boozt mestra vinsælda.
Auglýsing

Net­verslun Íslend­inga hefur farið ört vax­andi á und­an­förnum árum. Í fyrra versl­uðu 85 pró­sent Íslend­inga á net­inu, sam­an­borið við 75 pró­sent árið 2018. Ef litið er tíu ár aftur í tím­ann nemur aukn­ingin 30 pró­sent­um.

Net­verslun Íslend­inga er vel yfir með­al­tali ann­arra Evr­ópu­ríkja en sam­kvæmt nýjum tölum frá Eurostat er Ísland í sjötta sæti álf­unnar hvað varðar net­versl­un. Ef kaup­hegðun íbúa allra Evr­ópu­ríkja er skoðuð keyptu 67 pró­sent Evr­ópu­búa, á aldr­inum 16-74 ára, vörur eða þjón­ustu á net­inu á síð­asta ári.

Auglýsing
92 pró­sent Norð­manna versla á net­inu, mest allra Evr­ópu­búa. Næst á eftir koma Dan­ir, Hol­lend­ing­ar, Írar og Sví­ar. Net­verslun fer minnk­andi eftir því sem austar og sunnar er farið í álf­unni. Þannig versla aðeins 17 pró­sent Albana á net­inu.

Fleiri breyta hegðun sinni í umhverf­is­skyni en föt vin­sælust í net­verslun

Vit­und­ar­vakn­ing hefur orðið í umhverf­is­málum á und­an­förnum árum. Sam­kvæmt umhverfiskönnun Gallup hafa 82,5 pró­sent Íslend­inga breytt hegðun sinni síð­ast­liðin fimm ár til að þess að lág­marka áhrif sín á umhverfi og lofts­lags­breyt­ing­ar. Það er tæp­lega 20 pró­senta aukn­ing á tveimur árum, þegar um 63 pró­sent svar­enda sögð­ust hafa breytt hegðun sinni mikið eða nokk­uð.

Dregið hefur úr fata­sóun hér á landi síð­ustu fimm ár, eftir öran vöxt fimm árin þar á und­an, en á sama tíma sækir net­verslun í sig veðr­ið. Föt, skór og fylgi­hlutir er vin­sæl­asti vöru­flokk­ur­inn, jafnt á Íslandi sem og í Evr­ópu.

Líkt og Kjarn­inn fjall­aði nýverið um verða föt, skór og fylgi­hlutir oft­ast fyrir val­inu þegar Íslend­ingar versla á net­inu, eða í 14 pró­sent til­vika. Konur versla meira af föt­um, skóm og fylg­i­hlutum en karl­­ar. Af kaupum á net­inu sam­an­standa 19 pró­­sent kaup kvenna af föt­um, skóm og fylg­i­hlutum en átta pró­­sent kaup karla.

Þetta er meðal þess sem lesa má út úr Net­versl­un­ar­púlsi Pró­sents. Síð­­ast­liðin tvö ár hefur Pró­­sent, í sam­­starfi við Sam­tök versl­unar og þjón­­ustu og Rann­­sókn­­ar­­setur versl­un­­ar­inn­­ar, tekið saman ýmsar upp­­lýs­ingar um kaup­hegðun Íslend­inga á net­inu. Gögnin upp­­­fær­­ast í raun­­tíma og byggja á 200 svörum Íslend­inga, 18 ára og eldri, sem valdir eru af handa­hófi. Gögnum er safnað í hverjum mán­uði og ná aftur til mars 2021.

Boozt trónir á toppnum

61 pró­sent kaupa á föt­um, skóm og fylgi­hlutum Íslend­inga á net­inu fara í gegnum erlendar net­versl­anir og þar trónir skand­in­av­íska tísku- og lífs­stíls­versl­unin Boozt á toppnum með 38 pró­sent hlut­deild. Þar á eftir kemur breska tísku­­fyr­ir­tækið Asos með 13 pró­sent hlut­deild og loks kín­verski hrað­tískuris­inn Shein með átta pró­­sent hlut­­deild.

38 pró­sent af kaupum Íslend­inga á föt­um, skóm og fylgi­hlutum á net­inu kemur frá Skand­in­av­íu, það er í gegnum Boozt. 29 pró­sent kemur frá Bret­landi, 16 pró­sent frá Bana­ríkj­un­um, 11 pró­sent frá Kína og sjö pró­sent frá öðrum lönd­um.

Ell­efu pró­sent ætla að versla meira á net­inu næstu 12 mán­uði

Sam­kvæmt Net­versl­un­ar­púls­inum gera ell­efu pró­sent Íslend­inga ráð fyrir að versla meira á net­inu næstu 12 mán­uði og tvö pró­sent miklu meira. 57 pró­sent sjá ekki fram á að breyta hegðun sinni á næst­unni og ætla að versla jafn­mik­ið.

Sjö pró­sent telja að þeir ætli að versla tals­vert minna en aðeins fjögur pró­sent telja sig ætla að versla miklu minna á net­inu næstu 12 mán­uði. 19 pró­sent eru óviss um hvort kaup­hegðun þeirra á net­inu muni breyt­ast næstu mán­uði. En ef fram fer sem horfir mun net­verslun Íslend­inga vænt­an­lega halda áfram að aukast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent