Sjö prósent barna komast inn á leikskóla 12 mánaða – Meðalaldur við inntöku 17,5 mánaða

Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur, þegar hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. BSRB hvetur öll framboð til að brúa bilið með því að setja í forgang rétt barna til leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi foreldra.

Um 7 prósent barna komast að á leikskóla að loknu fæðingarorlofi eða fyrr, 27 prósent komast inn á bilinu 12,5 til 18 mánaða og 66 prósent á bilinu 18,5 til 24 mánaða.
Um 7 prósent barna komast að á leikskóla að loknu fæðingarorlofi eða fyrr, 27 prósent komast inn á bilinu 12,5 til 18 mánaða og 66 prósent á bilinu 18,5 til 24 mánaða.
Auglýsing

Börn eru að með­al­tali 17,5 mán­aða gömul þegar þau kom­ast inn á leik­skóla og fæst sveit­ar­fé­lag­anna 69 tryggja börnum leik­skóla­pláss þegar þau verða 12 mán­aða, það er eftir að hefð­bundnu fæð­ing­ar­or­lofi lýk­ur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu BSRB - heild­ar­sam­taka stétt­ar­fé­laga starfs­fólks í almanna­þjón­ustu. Mun­ur­inn er tals­verður milli sveit­ar­fé­laga en með­al­ald­ur­inn er tals­vert lægri en árið 2017, þegar með­al­aldur barna við inn­töku á leik­skóla var 20 mán­uð­ir.

Mark­mið skýrsl­unnar er að varpa ljósi á stöðu leik­skóla­vist­unar ungra barna á Íslandi og atvinnu­þátt­töku for­eldra. Nið­ur­stöð­urnar byggja á nið­ur­stöðum könn­unar sem sam­tökin lögðu fyrir sveit­ar­fé­lög með raf­rænum hætti í febr­úar 2022 og gögnum frá Hag­stofu Íslands.

Um sjö pró­sent barna kom­ast að á leik­skóla að loknu fæð­ing­ar­or­lofi eða fyrr, 27 pró­sent kom­ast inn á bil­inu 12,5 til 18 mán­aða og 66 pró­sent á bil­inu 18,5 til 24 mán­aða.

Umönn­un­ar­bilið mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesjum

Umönn­un­ar­bil­ið, það er bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla, er mis­jafnt eftir lands­hlutum en er að jafn­aði um fimm og hálfur mán­uður á land­inu öllu. Bilið er minnst, um eða innan við mán­uður á Norð­ur­landi vestra, Vest­fjörð­um, Aust­ur­landi og Vest­ur­landi. Umönn­un­ar­bilið er 4 mán­uðir á Norð­ur­landi eystra, tæpir 5 á Suð­ur­landi, 6 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 9 mán­uðir á Suð­ur­nesj­um.

Auglýsing
Í skýrsl­unni segir að þrátt fyrir að mik­ill sigur hafi unn­ist þegar fæð­ing­ar­or­lof var lengt í 12 mán­uði árið 2021 sé staðan sú að umönn­un­ar­bilið er enn of langt í flestum til­fell­um.

„Nú­ver­andi skipan leik­skóla­mála tak­markar mögu­leika for­eldra til þátt­töku á vinnu­mark­aði að loknu fæð­ing­ar­or­lofi,“ segir í skýrsl­unni, þar sem er jafn­framt bent á að ekki hefur verið gripið til neinna aðgerða af hálfu rík­is­valds­ins til þess að tryggja 12 mán­aða gömlum börnum stuðn­ing við umönnun og menntun ungra barna sinna á borð við leik­skóla og því sé staða barna og for­eldra afar mis­jöfn eftir búsetu. „Mörg sveit­ar­fé­lög hafa þó sett sér skýr mark­mið, gripið til aðgerða og minnkað umönn­un­ar­bilið umtals­vert frá árinu 2017, sem er jákvætt,“ segir í skýrsl­unni.

66 pró­sent barna kom­ast inn á bil­inu eins og hálfs árs til tveggja ára

Þegar horft er á fjölda sveit­ar­fé­laga fer hlut­fallið í um 50% við 12 mán­aða aldur og er komið í 80% við 15 mán­aða ald­ur. Ljóst er að fleiri af minni sveit­ar­fé­lögum taka inn yngri börn, því þegar horft er til fjölda barna á leik­skóla­aldri er hlut­fallið aðeins komið í 40 pró­sent við 18,5 mán­aða aldur og svo 90 pró­sent við 19 mán­aða ald­ur.

Ef horft er á fjölda þeirra barna sem kom­ast inn á ákveðnum aldri kom­ast flest börn inn 19 mán­aða og næst­flest 15 mán­aða. Þá eru nokkuð stórir hópar sem kom­ast inn 22 mán­aða, 19 mán­aða og 12 mán­aða.

Ef aldur barn­anna við inn­töku er flokk­aður í fjóra hópa má sjá að 2 pró­sent barna kom­ast inn yngri en 12 mán­aða, 5 pró­sent kom­ast inn við 12 mán­aða ald­ur, 27 pró­sent kom­ast inn á bil­inu 12,5 til 18 mán­aða en stærsti hóp­ur­inn, eða 66 pró­sent, kom­ast ekki að í leik­skóla fyrr en á bil­inu 18,5 til 24 mán­aða. „Það liggur því fyrir að ansi stór hópur barna kemst ekki inn fyrr en tölu­verður tími er lið­inn frá lokum fæð­ing­ar­or­lofs, með til­heyr­andi áhrifum á atvinnu­þátt­töku for­eldra og vel­ferð og þroska barns­ins,“ segir í skýrsl­unni.

Ansi mis­jafnt er eftir land­svæðum hvenær börn kom­ast inn á leik­skóla og má sjá mik­inn mun á stórum svæðum á lands­byggð­inni og höf­uð­borg­ar­svæð­inu og svæð­unum hér í kring, Suð­ur­nesjum og Suð­ur­landi, þar sem börn eru almennt eldri þegar þau kom­ast inn.

Fæst barna sem fædd­ust í fyrra komin inn á leik­skóla

Líkt og fyrr segir er með­al­aldur barna þegar þau kom­ast inn á leik­skóla á vegum sveit­ar­fé­lags miðað við könnun BSRB 17,5 mán­aða. Er það nokkur breyt­ing frá fyrri skýrslu BSRB 2017 þar sem með­al­ald­ur­inn var rúm­lega 20 mán­aða.

Tek­ist hefur að stytta ummönn­un­ar­bil­ið, meðal ann­ars með leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs, en það var níu mán­uði við útgáfu síð­ustu skýrslu. Leik­skóla­plássum hefur einnig fjölgað en fram kemur í skýrsl­unni að dreif­ing á inn­töku barna er mik­il, allt frá níu mán­aða aldri upp í 24 mán­aða og þá er nokkuð stór hópur sem kemst inn eldri en 18,5 mán­aða.

Í skýrsl­unni er einnig bent á að árgang­ur­inn sem fædd­ist árið 2021 er afar stór, eða sá fjórði stærsti frá upp­hafi. „Fæst þeirra barna eru komin inn á leik­skóla þegar þetta er rit­að, og verður áhuga­vert að sjá hvernig sveit­ar­fé­lög­unum tekst að bregð­ast við þess­ari fjölgun í fæð­ingum barna,“ segir í skýrsl­unni.

Hvetja öll fram­boð til að brúa bilið

Í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga hvetur BSRB öll fram­boð til að brúa bilið með því að setja í for­gang rétt barna til leik­skóla­pláss strax að loknu fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra. Auk þess kallar banda­lagið eftir því að sá réttur verði lög­festur á Alþingi hið fyrsta með til­heyr­andi fjár­mögnun og veita þannig barna­fjöl­skyldum hér á landi sam­bæri­legan stuðn­ing og á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, segir ummönn­un­ar­bilið hafa nei­kvæð áhrif á jafn­rétti kynj­anna þar sem konur eru lík­legri til að minnka við sig vinnu en karlar eða lengja fæð­ing­ar­or­lof.

„Við hjá BSRB gerum þá kröfu að ríki og sveit­ar­fé­lög grípi til aðgerða til að öllum börnum verði tryggð leik­skóla­pláss að loknu fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra sama hvar þau búa á land­in­u.” er haft eftir Sonju í til­kynn­ingu frá BSRB.

Leik­skóla­mál hafa verið í umræð­unni í aðdrag­anda sveit­ar­stjórna­kosn­inga, ekki síst í Reykja­vík, þar sem aðgerð­ar­á­ætl­unin Brúum bilið hefur verið í gildi frá nóv­em­ber 2018. Áætl­unin miðar að því að fjölga leik­skóla­plássum svo bjóða megi for­eldrum leik­skóla­vist þegar fæð­ing­ar­or­lofi lýkur og barn þeirra er 12 mán­aða. Í til­kynn­ingu sem borgin sendi frá sér í mars kom fram að byrjað verði að taka á móti 12 mán­aða börnum í leik­skóla borg­ar­innar í haust.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent