Sjö prósent barna komast inn á leikskóla 12 mánaða – Meðalaldur við inntöku 17,5 mánaða

Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur, þegar hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. BSRB hvetur öll framboð til að brúa bilið með því að setja í forgang rétt barna til leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi foreldra.

Um 7 prósent barna komast að á leikskóla að loknu fæðingarorlofi eða fyrr, 27 prósent komast inn á bilinu 12,5 til 18 mánaða og 66 prósent á bilinu 18,5 til 24 mánaða.
Um 7 prósent barna komast að á leikskóla að loknu fæðingarorlofi eða fyrr, 27 prósent komast inn á bilinu 12,5 til 18 mánaða og 66 prósent á bilinu 18,5 til 24 mánaða.
Auglýsing

Börn eru að með­al­tali 17,5 mán­aða gömul þegar þau kom­ast inn á leik­skóla og fæst sveit­ar­fé­lag­anna 69 tryggja börnum leik­skóla­pláss þegar þau verða 12 mán­aða, það er eftir að hefð­bundnu fæð­ing­ar­or­lofi lýk­ur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu BSRB - heild­ar­sam­taka stétt­ar­fé­laga starfs­fólks í almanna­þjón­ustu. Mun­ur­inn er tals­verður milli sveit­ar­fé­laga en með­al­ald­ur­inn er tals­vert lægri en árið 2017, þegar með­al­aldur barna við inn­töku á leik­skóla var 20 mán­uð­ir.

Mark­mið skýrsl­unnar er að varpa ljósi á stöðu leik­skóla­vist­unar ungra barna á Íslandi og atvinnu­þátt­töku for­eldra. Nið­ur­stöð­urnar byggja á nið­ur­stöðum könn­unar sem sam­tökin lögðu fyrir sveit­ar­fé­lög með raf­rænum hætti í febr­úar 2022 og gögnum frá Hag­stofu Íslands.

Um sjö pró­sent barna kom­ast að á leik­skóla að loknu fæð­ing­ar­or­lofi eða fyrr, 27 pró­sent kom­ast inn á bil­inu 12,5 til 18 mán­aða og 66 pró­sent á bil­inu 18,5 til 24 mán­aða.

Umönn­un­ar­bilið mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesjum

Umönn­un­ar­bil­ið, það er bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla, er mis­jafnt eftir lands­hlutum en er að jafn­aði um fimm og hálfur mán­uður á land­inu öllu. Bilið er minnst, um eða innan við mán­uður á Norð­ur­landi vestra, Vest­fjörð­um, Aust­ur­landi og Vest­ur­landi. Umönn­un­ar­bilið er 4 mán­uðir á Norð­ur­landi eystra, tæpir 5 á Suð­ur­landi, 6 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 9 mán­uðir á Suð­ur­nesj­um.

Auglýsing
Í skýrsl­unni segir að þrátt fyrir að mik­ill sigur hafi unn­ist þegar fæð­ing­ar­or­lof var lengt í 12 mán­uði árið 2021 sé staðan sú að umönn­un­ar­bilið er enn of langt í flestum til­fell­um.

„Nú­ver­andi skipan leik­skóla­mála tak­markar mögu­leika for­eldra til þátt­töku á vinnu­mark­aði að loknu fæð­ing­ar­or­lofi,“ segir í skýrsl­unni, þar sem er jafn­framt bent á að ekki hefur verið gripið til neinna aðgerða af hálfu rík­is­valds­ins til þess að tryggja 12 mán­aða gömlum börnum stuðn­ing við umönnun og menntun ungra barna sinna á borð við leik­skóla og því sé staða barna og for­eldra afar mis­jöfn eftir búsetu. „Mörg sveit­ar­fé­lög hafa þó sett sér skýr mark­mið, gripið til aðgerða og minnkað umönn­un­ar­bilið umtals­vert frá árinu 2017, sem er jákvætt,“ segir í skýrsl­unni.

66 pró­sent barna kom­ast inn á bil­inu eins og hálfs árs til tveggja ára

Þegar horft er á fjölda sveit­ar­fé­laga fer hlut­fallið í um 50% við 12 mán­aða aldur og er komið í 80% við 15 mán­aða ald­ur. Ljóst er að fleiri af minni sveit­ar­fé­lögum taka inn yngri börn, því þegar horft er til fjölda barna á leik­skóla­aldri er hlut­fallið aðeins komið í 40 pró­sent við 18,5 mán­aða aldur og svo 90 pró­sent við 19 mán­aða ald­ur.

Ef horft er á fjölda þeirra barna sem kom­ast inn á ákveðnum aldri kom­ast flest börn inn 19 mán­aða og næst­flest 15 mán­aða. Þá eru nokkuð stórir hópar sem kom­ast inn 22 mán­aða, 19 mán­aða og 12 mán­aða.

Ef aldur barn­anna við inn­töku er flokk­aður í fjóra hópa má sjá að 2 pró­sent barna kom­ast inn yngri en 12 mán­aða, 5 pró­sent kom­ast inn við 12 mán­aða ald­ur, 27 pró­sent kom­ast inn á bil­inu 12,5 til 18 mán­aða en stærsti hóp­ur­inn, eða 66 pró­sent, kom­ast ekki að í leik­skóla fyrr en á bil­inu 18,5 til 24 mán­aða. „Það liggur því fyrir að ansi stór hópur barna kemst ekki inn fyrr en tölu­verður tími er lið­inn frá lokum fæð­ing­ar­or­lofs, með til­heyr­andi áhrifum á atvinnu­þátt­töku for­eldra og vel­ferð og þroska barns­ins,“ segir í skýrsl­unni.

Ansi mis­jafnt er eftir land­svæðum hvenær börn kom­ast inn á leik­skóla og má sjá mik­inn mun á stórum svæðum á lands­byggð­inni og höf­uð­borg­ar­svæð­inu og svæð­unum hér í kring, Suð­ur­nesjum og Suð­ur­landi, þar sem börn eru almennt eldri þegar þau kom­ast inn.

Fæst barna sem fædd­ust í fyrra komin inn á leik­skóla

Líkt og fyrr segir er með­al­aldur barna þegar þau kom­ast inn á leik­skóla á vegum sveit­ar­fé­lags miðað við könnun BSRB 17,5 mán­aða. Er það nokkur breyt­ing frá fyrri skýrslu BSRB 2017 þar sem með­al­ald­ur­inn var rúm­lega 20 mán­aða.

Tek­ist hefur að stytta ummönn­un­ar­bil­ið, meðal ann­ars með leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs, en það var níu mán­uði við útgáfu síð­ustu skýrslu. Leik­skóla­plássum hefur einnig fjölgað en fram kemur í skýrsl­unni að dreif­ing á inn­töku barna er mik­il, allt frá níu mán­aða aldri upp í 24 mán­aða og þá er nokkuð stór hópur sem kemst inn eldri en 18,5 mán­aða.

Í skýrsl­unni er einnig bent á að árgang­ur­inn sem fædd­ist árið 2021 er afar stór, eða sá fjórði stærsti frá upp­hafi. „Fæst þeirra barna eru komin inn á leik­skóla þegar þetta er rit­að, og verður áhuga­vert að sjá hvernig sveit­ar­fé­lög­unum tekst að bregð­ast við þess­ari fjölgun í fæð­ingum barna,“ segir í skýrsl­unni.

Hvetja öll fram­boð til að brúa bilið

Í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga hvetur BSRB öll fram­boð til að brúa bilið með því að setja í for­gang rétt barna til leik­skóla­pláss strax að loknu fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra. Auk þess kallar banda­lagið eftir því að sá réttur verði lög­festur á Alþingi hið fyrsta með til­heyr­andi fjár­mögnun og veita þannig barna­fjöl­skyldum hér á landi sam­bæri­legan stuðn­ing og á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, segir ummönn­un­ar­bilið hafa nei­kvæð áhrif á jafn­rétti kynj­anna þar sem konur eru lík­legri til að minnka við sig vinnu en karlar eða lengja fæð­ing­ar­or­lof.

„Við hjá BSRB gerum þá kröfu að ríki og sveit­ar­fé­lög grípi til aðgerða til að öllum börnum verði tryggð leik­skóla­pláss að loknu fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra sama hvar þau búa á land­in­u.” er haft eftir Sonju í til­kynn­ingu frá BSRB.

Leik­skóla­mál hafa verið í umræð­unni í aðdrag­anda sveit­ar­stjórna­kosn­inga, ekki síst í Reykja­vík, þar sem aðgerð­ar­á­ætl­unin Brúum bilið hefur verið í gildi frá nóv­em­ber 2018. Áætl­unin miðar að því að fjölga leik­skóla­plássum svo bjóða megi for­eldrum leik­skóla­vist þegar fæð­ing­ar­or­lofi lýkur og barn þeirra er 12 mán­aða. Í til­kynn­ingu sem borgin sendi frá sér í mars kom fram að byrjað verði að taka á móti 12 mán­aða börnum í leik­skóla borg­ar­innar í haust.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent