Sagði einhver 8 milljón?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar um sjálfbærni og veltir fyrir sér hver staða ferðaþjónustunnar sé í því samhengi. „Ég tel umræður um og greiningar á þolmörkum alllangt á eftir þróun ferðaþjónustunnar.“

Auglýsing

Hve margir hafa velt fyrir sér sjálf­bærni sem á að ein­kenna ferða­þjón­ustu á Íslandi?

Nú orðið þykir sjálf­sagt að móta póli­tíska grunn­stefnu í mála­flokkum utan um hug­takið sjálf­bærni enda um fram­tíð mann­kyns að tefla. Sjáv­ar­út­vegur og mest allur iðn­aður skal vera sjálf­bær. Einnig orku­vinnsla og öll orku­nýt­ing, sem og land­bún­aður og mat­væla­fram­leiðsla. Um þetta ríkir veru­leg almenn sátt þótt menn greini oft á um stöð­una og leiðir að mark­inu.

Auglýsing

Fyrir all­mörgum árum varð ferða­þjón­ustan enn einn atvinnu­veg­ur­inn sem á að verða sjálf­bær. Vel að merkja á það að ger­ast í skrefum eins og eðli­legt má telja. Sjálf­bær ferða­þjón­usta veldur umhverf­is­á­hrifum sem ýmist er hægt að jafna með mót­væg­is­að­gerðum eða veldur ekki skað­legum umhverf­is­á­hrifum og nær jafn­vægi milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­vernd­ar.

Sjálf­bær ferða­þjón­usta gagn­ast sam­fé­lag­inu og veldur ekki óaft­ur­kræf­um, sam­fé­lags­legum skaða og er í reynd (og þróast) í sátt við sam­fé­lag­ið, bæði stað­bundið og í heild. Sjálf­bær ferða­þjón­usta skilar fjár­munum til sam­fé­lags­ins, að frá­dregum kostn­aði og fjár­fest­ingum hennar vegna, og hefur ekki nei­kvæð áhrif á efna­hags­lífið eða menn­ing­una. Vissu­lega eru til nákvæm­ari útlist­anir á sjálf­bærni, en ofan­skráð dugar til að mála grófu mynd­ina.

Ferðamannafjöld í Almannagjá nú í október. Mynd: Ari Trausti

Sjálf­bærni fylgja ýmsar tak­mark­anir í aðgerðum og hegðun manna. Henni fylgja svo­nefnd þol­mörk. Umhverf­inu, sam­fé­lag­inu og hag­kerf­inu eru tak­mörk sett, eigi sjálf­bærni að vera ásætt­an­leg og raun­veru­leg. Veiðar og fisk­eldi í sjó við Ísland, og vinnsla afurð­anna, eiga sér aug­ljós­lega þol­mörk, ekki satt? Sama ber að segja um ferða­þjón­ust­una.

Við grein­ingu þol­marka hennar er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferða­manna, dval­ar­tíma, komu og brott­fara eftir árs­tíð­um, á ferða­hætti inn­an­lands, örygg­is­mál, ólíkar ferða­slóðir eftir lands­hlut­um, gæði inn­viða til þjón­ustu og sam­gangna, álags­staði, upp­lifun gesta og heima­manna og mæl­an­leg áhrif á nátt­úr­una, þar með talið víð­erni og lofts­lag. Meta verður enn fremur fjár­hags­leg áhrif af ferða­þjón­ust­unni, áhrif hennar á aðra atvinnu­vegi, á fjöl­breytni þeirra og fram­tíð­ar­þró­un, á menn­ingu og mann­líf.

Að grein­ingu þol­marka lok­inni verður að fylgj­ast með og mæla áhrif atvinnu­grein­ar­innar jafnt stað­bundið og á stærri skala, að því marki sem það er unnt.

Auglýsing

Þol­marka­grein­ing fer fram með vís­inda­legum aðferðum í flestum til­vikum en stund­um, með mats­kenndum hætti. Stjórn­mál og ólík hug­mynda­fræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða við­brögð og móta stefnu, bæði í heild og ár frá ári. Hægt er að greina þol­mörk eins og gert var á Þing­völlum fyrir fjölda­tak­mörk köf­unar í gjána Silfru. Auk til­greindra ferða­manna­staða er hægt að vinna grein­ingu fyrir þétt­býl­is­staði eins og Vík og Ísa­fjörð eða héruð eins og Skaga­fjörð og Múla­þing. Meira að segja fyrir Reykja­vík og Ísland. Hvað er hægt að þjóna mörgum gestum þannig að íbúar séu sáttir eða ánægðir og umhverfið þolir gesta­komurn­ar? Hvað með umhverfi, sam­fé­lag, atvinnu­vegi og hag­kerfi í heild? Á árs­grunni jafn sem í sveiflu­kenndum takti, ár hvert? Sam­tímis er vitað að þol­mörk vegna sjálf­bærni geta og mega breyt­ast með tíma og ytri eða innri aðstæð­um.

Ég tel umræður um og grein­ingar á þol­mörkum all­langt á eftir þróun ferða­þjón­ust­unn­ar. Hvort sem er miðað við umfang henn­ar, heild­ar­skipu­lag eða mis­mun­andi árvekni þeirra sem að henni koma. Ástæður þessa eru vafa­lítið ólíkar eftir því hvar borið er nið­ur. Enn sér lítið til svara við mörgum spurn­ingum og nið­ur­staðna stöðu­grein­inga víða um land. Þolum við skemmti­ferða­skipa­komur sem nema hund­ruðum á ári? Eru mörg hund­ruð eða þús­undir ferða­manna, sam­an­komnir á til­tölu­lega litlum svæðum góð staða, t.d. hjá Geysi og Goða­fossi? Getum við tekið við 3-4 milljón erlendum gestum á ári (2026?) eða 8 milljón 2040 (sjá lang­tíma­líkan ISA­VI­A)? Spurn­ingar sem þessar eru ekki akademískar heldur blá­kaldur veru­leiki af því að ferða­þjón­ustan er stór í sniðum og stefnir til sjálf­bærni.

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar