Sagði einhver 8 milljón?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar um sjálfbærni og veltir fyrir sér hver staða ferðaþjónustunnar sé í því samhengi. „Ég tel umræður um og greiningar á þolmörkum alllangt á eftir þróun ferðaþjónustunnar.“

Auglýsing

Hve margir hafa velt fyrir sér sjálf­bærni sem á að ein­kenna ferða­þjón­ustu á Íslandi?

Nú orðið þykir sjálf­sagt að móta póli­tíska grunn­stefnu í mála­flokkum utan um hug­takið sjálf­bærni enda um fram­tíð mann­kyns að tefla. Sjáv­ar­út­vegur og mest allur iðn­aður skal vera sjálf­bær. Einnig orku­vinnsla og öll orku­nýt­ing, sem og land­bún­aður og mat­væla­fram­leiðsla. Um þetta ríkir veru­leg almenn sátt þótt menn greini oft á um stöð­una og leiðir að mark­inu.

Auglýsing

Fyrir all­mörgum árum varð ferða­þjón­ustan enn einn atvinnu­veg­ur­inn sem á að verða sjálf­bær. Vel að merkja á það að ger­ast í skrefum eins og eðli­legt má telja. Sjálf­bær ferða­þjón­usta veldur umhverf­is­á­hrifum sem ýmist er hægt að jafna með mót­væg­is­að­gerðum eða veldur ekki skað­legum umhverf­is­á­hrifum og nær jafn­vægi milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­vernd­ar.

Sjálf­bær ferða­þjón­usta gagn­ast sam­fé­lag­inu og veldur ekki óaft­ur­kræf­um, sam­fé­lags­legum skaða og er í reynd (og þróast) í sátt við sam­fé­lag­ið, bæði stað­bundið og í heild. Sjálf­bær ferða­þjón­usta skilar fjár­munum til sam­fé­lags­ins, að frá­dregum kostn­aði og fjár­fest­ingum hennar vegna, og hefur ekki nei­kvæð áhrif á efna­hags­lífið eða menn­ing­una. Vissu­lega eru til nákvæm­ari útlist­anir á sjálf­bærni, en ofan­skráð dugar til að mála grófu mynd­ina.

Ferðamannafjöld í Almannagjá nú í október. Mynd: Ari Trausti

Sjálf­bærni fylgja ýmsar tak­mark­anir í aðgerðum og hegðun manna. Henni fylgja svo­nefnd þol­mörk. Umhverf­inu, sam­fé­lag­inu og hag­kerf­inu eru tak­mörk sett, eigi sjálf­bærni að vera ásætt­an­leg og raun­veru­leg. Veiðar og fisk­eldi í sjó við Ísland, og vinnsla afurð­anna, eiga sér aug­ljós­lega þol­mörk, ekki satt? Sama ber að segja um ferða­þjón­ust­una.

Við grein­ingu þol­marka hennar er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferða­manna, dval­ar­tíma, komu og brott­fara eftir árs­tíð­um, á ferða­hætti inn­an­lands, örygg­is­mál, ólíkar ferða­slóðir eftir lands­hlut­um, gæði inn­viða til þjón­ustu og sam­gangna, álags­staði, upp­lifun gesta og heima­manna og mæl­an­leg áhrif á nátt­úr­una, þar með talið víð­erni og lofts­lag. Meta verður enn fremur fjár­hags­leg áhrif af ferða­þjón­ust­unni, áhrif hennar á aðra atvinnu­vegi, á fjöl­breytni þeirra og fram­tíð­ar­þró­un, á menn­ingu og mann­líf.

Að grein­ingu þol­marka lok­inni verður að fylgj­ast með og mæla áhrif atvinnu­grein­ar­innar jafnt stað­bundið og á stærri skala, að því marki sem það er unnt.

Auglýsing

Þol­marka­grein­ing fer fram með vís­inda­legum aðferðum í flestum til­vikum en stund­um, með mats­kenndum hætti. Stjórn­mál og ólík hug­mynda­fræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða við­brögð og móta stefnu, bæði í heild og ár frá ári. Hægt er að greina þol­mörk eins og gert var á Þing­völlum fyrir fjölda­tak­mörk köf­unar í gjána Silfru. Auk til­greindra ferða­manna­staða er hægt að vinna grein­ingu fyrir þétt­býl­is­staði eins og Vík og Ísa­fjörð eða héruð eins og Skaga­fjörð og Múla­þing. Meira að segja fyrir Reykja­vík og Ísland. Hvað er hægt að þjóna mörgum gestum þannig að íbúar séu sáttir eða ánægðir og umhverfið þolir gesta­komurn­ar? Hvað með umhverfi, sam­fé­lag, atvinnu­vegi og hag­kerfi í heild? Á árs­grunni jafn sem í sveiflu­kenndum takti, ár hvert? Sam­tímis er vitað að þol­mörk vegna sjálf­bærni geta og mega breyt­ast með tíma og ytri eða innri aðstæð­um.

Ég tel umræður um og grein­ingar á þol­mörkum all­langt á eftir þróun ferða­þjón­ust­unn­ar. Hvort sem er miðað við umfang henn­ar, heild­ar­skipu­lag eða mis­mun­andi árvekni þeirra sem að henni koma. Ástæður þessa eru vafa­lítið ólíkar eftir því hvar borið er nið­ur. Enn sér lítið til svara við mörgum spurn­ingum og nið­ur­staðna stöðu­grein­inga víða um land. Þolum við skemmti­ferða­skipa­komur sem nema hund­ruðum á ári? Eru mörg hund­ruð eða þús­undir ferða­manna, sam­an­komnir á til­tölu­lega litlum svæðum góð staða, t.d. hjá Geysi og Goða­fossi? Getum við tekið við 3-4 milljón erlendum gestum á ári (2026?) eða 8 milljón 2040 (sjá lang­tíma­líkan ISA­VI­A)? Spurn­ingar sem þessar eru ekki akademískar heldur blá­kaldur veru­leiki af því að ferða­þjón­ustan er stór í sniðum og stefnir til sjálf­bærni.

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar