Skógareldarnir í Ástralíu stækkuðu gatið á ósonlaginu

Reykur frá skógareldunum miklu sem geisuðu í Ástralíu árin 2019 og 2020 olli skyndilegri hækkun hitastigs og gerði gatið í ósonlaginu að öllum líkindum stærra. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar.

Skógareldarnir í Ástralíu eyddu að minnsta kosti 5,8 milljónum hektara lands.
Skógareldarnir í Ástralíu eyddu að minnsta kosti 5,8 milljónum hektara lands.
Auglýsing

Árin 2019 og 2020 brunnu um 5,8 millj­ónir hekt­ara lands í gríð­ar­legum skóg­ar­eldum í kjöl­far mik­illa þurrka í Ástr­al­íu. Hund­ruð þús­unda dýra drápust í eld­un­um, aldagamlir skógar urðu að engu og fjöldi fólks missti heim­ili sín. En þetta voru ekki einu áhrif eld­anna miklu. Svaka­legur reykur fór út í and­rúms­loftið sem olli því að hita­stig hækk­aði stað­bundið um þrjár gráð­ur. Á heims­vísu olli þetta um 0,7 gráðu hækkun hita­stigs í lægri hluta heið­hvolfs­ins. Þetta er mesta hækkun hita vegna nátt­úru­ham­fara sem orðið hefur frá því að ham­fara­gos varð í Pinatu­bo-eld­fjall­inu á Fil­ipps­eyjum árið 1991.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rann­sókn sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Sci­entific Reports. Þar segir að hita­stigs­hækk­unin hafi varað í fjóra mán­uði.

Auglýsing

Heið­hvolfið er sá hluti loft­hjúps jarðar sem er í 10-50 km hæð frá jörðu. Venju­lega kom­ast reykagnir ekki þangað en þar sem skóg­ar­eld­arnir í Ástr­alíu voru svo miklir og stóðu svo lengi þá náði reyk­ur­inn í óvenju mikla hæð og söfn­uð­ust þar í reyk­ský. Í slíkum skýjum er mikið magn af kolefni sem bindur hita. Þess vegna lyft­ast þau upp í neðri hluta heið­hvolfs­ins eins og loft­belg­ur, segir einn höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar, Jim Haywood, við vís­inda­tíma­ritið Nat­ure.

Til rann­sókn­ar­innar not­uðu Haywood og félagar m.a. gögn úr gervi­tunglum sem sveimað hafa um heim­skaut­in. Gögn­in, sem m.a. fólu í sér dreif­ingu og magn reykagna í heið­hvolf­inu, voru svo sett inn í reikni­lík­ön. Nið­ur­staðan styður rann­sóknir sem þegar hafa verið gerðar á hækkun hita­stigs nær jörð­inni vegna eld­anna.

Reikni­lík­önin benda til að vegna efna­hvarfa milli reyks­ins og ósons í and­rúms­loft­inu hafi skóg­ar­eld­arnir stækkað gatið í óson­lag­inu sem er yfir suð­ur­póln­um.

„Ári áður en eld­arnir hófust var lítið gat á óson­lag­in­u,“ segir Haywood við Nat­ure. „Árið 2020 var okkur nokkuð brugðið því það var komið mjög, mjög djúpt gat í óson­lag­ið.“ Stækk­unin varði í fimm mán­uði.

Eftir því sem óson­lagið er þynnra því meira af útfjólu­bláum geislum sólar ná til jarð­ar. Slík geislun veldur skaða á öllu líf­ríki, þar á meðal á heilsu fólks.

Haywood segir að það sé enn ekki full­ljóst hvernig sam­spil reyks og ósons sé. Það skýrist af því að fjöl­mörg efni geta verið í reyk og af mis­jöfnu magni. Hann segir mik­il­vægt að rann­saka þetta frekar vegna þess að vís­inda­menn telja að með frek­ari lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum muni skóg­ar­eldar verða tíð­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent