Auðlindadrep, óhóf, sóun og loftlagsvá

Þröstur Ólafsson segir að til að ná böndum á loftslagsbreytingum þurfi að snúa baki við sóun og ofgnótt. Fólk þurfi að verða hófsamt og nægjusamt við lágstemmdari aðstæður en það nýtur nú.

Auglýsing

Var það ekki Club of Rome sem á sjö­unda ára­tug lið­innar aldar birti fyrstu skýrsl­una sem athygli vakti um mengun og þann nöt­ur­lega vanda sem plag­aði Móður Jörð? Aðeins ein jörð, var ein­kunn­ar­orð sem und­ir­strik­aði ásig­komu­lag henn­ar. Margir hrukku við en flestir ypptu öxlum sögðu fullir með­aumk­un­ar, þetta enn eina dóms­dags­spána. Sú vís­bend­ing hefur síðan verið að sann­reyn­ast og taka á sig nýjar og víð­tæk­ari mynd­ir, allt frá því að taka til meng­unar gróð­ur­fars og sjávar til loft­lags­ham­fara, eins og sumir vilja kalla það sem framundan er, þar sem saman fer mengun jarð­ar, sjávar og and­rúms­lofts að við­bættum gróð­ur­húsa­á­hrifum og mik­illar hlýn­unar him­in­hvolfs­ins. Skýrslur vís­inda­manna frá öllum heims­hornum hafa verið að blása í sama lúður og hrópa örvænt­ing­ar­fullt: Gerið ráð­staf­anir strax okkur liggur á því enn er tím­inn ekki alveg útrunn­inn.

Kyn­slóð sóunar

Við erum kyn­slóð sóunar og meng­un­ar, óhófs og allsnægta. Við höfum gert sóun að lífsmáta sem við viljum ógjarnan missa, en reynum að finna ódýrar und­an­komu­leið­ir. Neyslu­sæknin með alla sína ódýru Kína-fram­leiðslu og löngu flutn­inga­leiðir er komin yfir þol­mörk­in. Við höfum snúið allri skyn­sam­legri hugsun á haus og þar erum við Íslend­ingar fremstir í flokki. Í stað þess að miða eft­ir­spurn okkar við sjálf­bæra getu auð­lind­anna, viljum við aðlaga auð­lind­irnar að löngun okkar og sóun­ar­fýsn. Það er orkan sem gerir þetta mögu­legt. Hún er lyk­ill­inn. Þess vegna er enn kallað eftir fleiri vatns­afls virkj­un­um, dýpri heita­vatns bor­un­um, nýjum vind­myll­um. Svokölluð græn orka er eft­ir­sótt, mark­að­ur­inn næg­ur. Hún er þó ekki græn nema að hluta. Uppi­stöðu­lónin fyll­ast. Hvað þá? Fara úr Háls­lóni yfir í Eyja­bakka? Eða úr Sig­öldu­lóni í Þjórs­ár­ver? Nei, þessi gæði eins og önnur hafa sín tak­mörk. Ágirnd mannsins þekkir hins vegar fá endi­mörk. Við þurfum að tak­marka ásókn­ina.

Stjórn­kerfi fisk­veiða

Fyrir okkur sem tókum þátt í mótun nýs fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfis (1984-1993) gerðum það með napran úrsvala vís­inda­manna á Hafró í bak­ið, sem sögðu, að ef fram gengi sem horfði, myndi ekki verða um mik­inn afla að ríf­ast fram­veg­is. Fiski­stofnar hrundir og sjáv­ar­út­veg­ur­inn faktískt gjald­þrota, skuld­settur yfir haus og lifði á lánum og geng­is­fell­ing­um. Fram­tíð aðal atvinnu­vegar þjóð­ar­innar og þar með vel­ferð hluta hennar var í veði. Umturna þurfti for­tíð­inni. Nýtt stjórn­kerfi fisk­veiða fór vissu­lega skelfi­lega með mörg sjáv­ar­pláss ; of margar harm­sög­ur; mörg rang­indin gerð í skjóli þess; ýmis­legt farið öðru­vísi en ætlað var; sam­þjöppun afla­heim­ilda og afleidd auð­söfnun stjórn­laus: o.s.frv., o.s.frv.: en - sjáv­ar­út­veg­inum var bjarg­að. Hann varð arð­bær­asti atvinnu­vegur lands­ins. 

Auglýsing
Af hverju er verið að rifja þetta upp hér og nú? Vegna þess að við stöndum frammi fyrir til­vist­ar­vanda enn hrika­legri en áður. Við verðum að snúa baki við mörgu af því sem við höfum álitið vera sjálf­sagðan þátt lífs okkar til þessa. Við þurfum á að halda nýju stjórn­kerfi lifn­að­ar­hátta og auð­linda­nýt­ingar um allan heim. Lofts­lags­váin er áskorun ald­ar­inn­ar. Kost­irnir virð­ast aðeins vera tveir eins og þegar við vorum að glíma við dauðan sjó og líf­vana sjáv­ar­út­veg. Annað hvort náum við tökum á lofts­lags­vánni eða hún gleypir okk­ur. Glíman við kór­ónu­veik­ina var daufur for­smekk­ur. Nú duga engar sprautur í upp­hand­legg eða snertifjar­lægð milli veg­far­enda, hvað þá blá­hvítar grím­ur. Og öllum ætti að vera ljóst að einu gildir hvort okkur tekst að halda í við vána, eða hún veður yfir okk­ur, þá verður aldrei snúið aftur til sömu lifn­að­ar­hátta og áður, ekki frekar en nýtt stjórn­kerfi fisk­veiða breytti öllu. Því miður finn­ast þeir sem ekki bera mikið traust til þeirra fræða sem kyrja í sífellu þetta nöt­ur­lega og válynda stef. Það eru alþekkt við­brögð því boð­skap­ur­inn er ekki upp­örvandi. Stór hluti sjó­manna trúði heldur ekki rann­sókn­unum um hrun fiski­stofn­anna, heldur ekki bændur um upp­blástur afrétta vegna ofbeitar og veð­urofsa.

Látum ekki reka á reið­anum

Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Enn er verið að skipu­leggja hér­lendis auk­inn hag­vöxt með lang­tíma áhrifum til fram­tíð­ar- auð­linda tengdan vöxt. Það er eins og allt sé í stakasta lagi nægar auð­lindir og sjálf­sagt sé að virkja og setja á fót meng­andi stór­iðju eða grafa í til­gangs­leysi eftir drauga­pen­ing­um. Við erum að þenja hag­kerfið langt út fyrir eigin getu. Okkur vantar tugi þús­unda verka­fólks næstu árin til að geta rekið öll atvinnu­fyr­ir­tæki sem þegar er búið að reisa. Og loft­lags­váin framund­an!

Við verðum að loka þeim kafla íslenskrar atvinnu­sögu sem hefur hámarks hag­vöxt að leið­ar­ljósi. Þetta er ekki gleði­boð­skap­ur. Við verðum að stýra og stjórna, ekki láta ósk­hyggju og metnað athafna­manna og sveit­ar­stjórn­enda ráða ferð. Til að ná böndum á lofts­lags­breyt­ing­arnar mun þurfa að taka alvar­lega til í land­bún­aði og fram­leiðslu hans ekki bara hér heima heldur á heims­vísu; Kolefn­is­spor hans er mik­ið. Við þurfum að umturna mat­ar- og neyslu­venjum okk­ar; taka öðru­vísi far­ar­tæki í notk­un; draga úr og end­ur­skipu­leggja umferð­ina og stilla ferða­lögum í hóf; jafn­vel híbýli okkar þurfa að breyt­ast. Við þurfum að snúa baki við sóun og ofgnótt; verða hóf­söm og nægju­söm við lág­stemmd­ari aðstæður en við njótum nú. Jafn­framt þurfum við að grípa strax til þeirra ráð­staf­ana sem stöðva, binda eða draga úr losun koltví­sýr­ings. End­ur­heimt vot­lend­is, land­græðsla og skóg­rækt. Þetta eru allt miklar áskor­an­ir. Tak­ist okkur að bægja því versta frá verður okkar von­andi minnst af kom­andi kyn­slóðum með skiln­ingi. Ef ekki verður okkur for­mælt og bölvað í sand og ösku.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar