Seðlabankinn og blóraböggullinn

Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að það sé hægt að slá á þenslu með eðlilegri skattlagningu á fjármagnstekjur, bankaskatti og auðlindagjaldi.

Auglýsing

Stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans þurfti kannski ekki að koma á óvart. Eftir allt er það ráð­andi hugsun að eina rétta við­bragðið við vax­andi verð­bólgu, óháð orsökum og ára­tug­um, sé að hækka vexti. En þegar rök­semd­ar­færslur fyrir vaxta­hækk­un­inni fóru að flæða yfir bakka sund­hall­ar­innar við Kalkofnsveg er ekki hægt að segja annað en að þar hafi ýmis­legt komið á óvart. 

Í aðdrag­anda vaxta­hækk­un­ar­innar virt­ist almennur sam­hljómur um að stærsti drif­kraftur verð­bólg­unnar væri þensla á hús­næð­is­mark­aði. Lægri vextir og auk­inn sparn­aður auð­veld­uðu kaup á hús­næði, eins og Seðla­bank­inn greindi sjálfur frá í Pen­inga­málum fyrir ára­mót. Seðla­bank­inn leikur sitt hlut­verk í hús­næð­iskrepp­unni, hann býr yfir þjóð­hags­var­úð­ar­tækjum sem var gripið seint til og af veikum mætti. Auð­vitað eiga stjórn­völd líka sinn skerf og sam­an­lagt hafa þessir armar hag­stjórn­ar­innar brugð­ist í því hlut­verki sínu að tryggja hús­næð­is­markað þar sem það mark­mið fær að ráða för að fólk geti haft öruggt þak yfir höfuð á við­ráð­an­legum kjör­um.

Þegar fylgni verður orsaka­sam­band

Eðli­legt hefði verið að Seðla­bank­inn geng­ist við sinni ábyrgð á hús­næð­is­mál­unum og kall­aði jafn­vel á frek­ari heim­ildir til inn­gripa á hús­næð­is­mark­aði. En þess í stað fer Seðla­bank­inn í sinn gamla far­veg og byrjar á söngn­um, sem svo mörgum Seðla­bönkum finnst þægi­leg­ast að syngja, um meint slæm áhrif kjara­samn­ings­bund­inna launa­hækk­ana. Nema að sama hvernig jöfn­un­inni er snúið þá tekst ekki að kenna almennum launa­hækk­un­unum um núver­andi verð­bólgu. Þá þarf að beita skap­andi hugsun og eflaust gott að hafa rit­höf­unda og skáld sér til full­ting­is. Nið­ur­staða Seðla­bank­ans er þessi: Launa­hækk­anir á grund­velli Lífs­kjara­samn­ings­ins áttu þátt í því að hækka hús­næð­is­verð og urðu þannig til þess að kynda undir verð­bólgu­bál­ið. Þessu til sönn­unar eru dregin fram gröf sem sýna ann­ars vegar launa­hækk­anir og hins vegar hús­næð­is­verð og látið að því liggja að fylgni jafn­gildi orsaka­sam­bandi. Horfir bank­inn þar fram­hjá þeirra stað­reynd að atvinnu­tekjur féllu í heims­far­aldri og tutt­ugu þús­und ein­stak­lingar misstu atvinnu og laun. Skila­boðin eru að þær launa­hækk­anir upp á 15–24 þús­und krónur (fyrir skatt) sem hafa tekið gildi um hver ára­mót frá því að Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn tók gildi hafi orðið gríð­ar­legur hvati til launa­fólks að yfir­bjóða hvert annað í keppn­inni um bit­ana á hús­næð­is­mark­aðn­um. 

Kaldar kveðjur til launa­fólks

Svo heldur Seðla­banka­stjóri áfram á sömu braut og kvartar undan kom­andi hag­vaxt­ar­auka og full­yrðir að verð­bólga næsta vetrar ráð­ist algjör­lega af kjara­samn­ing­um. Þá verður það ekki hús­næð­is­mark­að­ur­inn, erlend aðföng eða vöru­skort­ur, það verða ein­göngu mögu­legar kjara­bæt­ur. Í stuttu máli: launa­fólk skal halda sig á mott­unni og taka þeirri kjara­rýrnun sem felst í vaxta­hækk­unum og hækk­andi vöru­verði þegj­andi og hljóða­laust. Staðan er nefni­lega að hluta til því sjálfu að kenna. Seðla­bank­inn stillir sér þarna upp við hlið atvinnu­rek­enda og sendir launa­fólk­inu sem þarf að bera byrð­arnar af ákvörð­unum bank­ans um leið afar kaldar kveðj­ur. 

Auglýsing
En þá má spyrja, á Seðla­bank­inn eitt­hvert val? Bank­inn er sjálf­stæð stofnun sem er með það kjarna­hlut­verk að stuðla að fjár­mála­stöð­ug­leika og traustri og öruggri fjár­mála­starf­semi, ásamt því að vinna að verð­stöð­ug­leika. Hann þarf að passa að kap­ít­al­inu líði vel. Og við­ur­kennda leiðin til að gera það er að taka byrð­arnar og bæta þeim í bak­pok­ann hjá venju­legu fólki, sem þá annað hvort kiknar undan þeim eða nær að halda sér á floti. En meðan Seðla­bank­inn gerir þetta, mætti hann alveg láta ógert að maka ábyrgð­inni á þessum aðgerðum á vinn­andi fólk í land­inu. Það þarf ekk­ert djúp­stæðan skiln­ing á lífi venju­legs fólks til að sleppa því að láta hafa eftir sér, líkt og Seðla­banka­stjóri gerði í Kast­ljósi, að það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur af fólki sem keypti sér nýverið hús­næði því það njóti góðs af hækkun hús­næð­is­verðs og nei­kvæðum raun­vöxt­um. Húrra fyrir því, en hvernig gagn­ast hærra hús­næð­is­verð mann­eskju sem þarf þak yfir höfuð og þarf allt í einu að borga tug­þús­undum meira fyrir það á mán­uði og jafn­vel meira en hún hefur ráð á? Það gagn­ast ekki neitt og enn síður öllum þeim sem þurfa á því að halda að kaupa sína fyrstu eign.

Fólkið fyrst – síðan fjár­magnið

Það eru til fjöl­margar leiðir til að takast á við verð­bólgu og efna­hags­legan óstöð­ug­leika. Fyrst þarf að við­ur­kenna að hag­fræði er ekki nátt­úru­lög­mál og allt sem við­kemur stjórnun pen­inga- og rík­is­fjár­mála er mann­anna verk. Síðan þarf að ákveða að taka fjár­magnið úr for­gangs­sæt­inu og setja fólkið fram­ar. Hægt er að slá á þenslu með öðrum hætti, svo sem með eðli­legri skatt­lagn­ingu á fjár­magnstekj­ur, banka­skatti og auð­linda­gjaldi. Ef takast á við hús­næð­is­mark­að­inn mætti til dæmis snar­lækka þegar í stað veð­setn­ing­ar­hlut­fall 2., 3., og 4. eigna, sam­hliða því að grípa til bæði skamm­tíma- og lang­tíma­að­gerða til að takast á við hús­næð­iskrepp­una. 

Í öllu falli er sár­nauð­syn­legt að kom­ast út úr þeim lík­önum (og kredd­um) sem ráða nálgun og ákvörð­unum Seðla­bank­ans og hætta að gera almennt launa­fólk að blóra­böggl­um. Eða eins og einn þekktur hag­fræð­ingur orð­aði það: það er hægt að hugsa út fyrir Phil­ips-kúr­f­una – ef maður getur yfir­leitt hugs­að. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Alþýðu­sam­bands Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar