Seðlabankinn og blóraböggullinn

Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að það sé hægt að slá á þenslu með eðlilegri skattlagningu á fjármagnstekjur, bankaskatti og auðlindagjaldi.

Auglýsing

Stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans þurfti kannski ekki að koma á óvart. Eftir allt er það ráð­andi hugsun að eina rétta við­bragðið við vax­andi verð­bólgu, óháð orsökum og ára­tug­um, sé að hækka vexti. En þegar rök­semd­ar­færslur fyrir vaxta­hækk­un­inni fóru að flæða yfir bakka sund­hall­ar­innar við Kalkofnsveg er ekki hægt að segja annað en að þar hafi ýmis­legt komið á óvart. 

Í aðdrag­anda vaxta­hækk­un­ar­innar virt­ist almennur sam­hljómur um að stærsti drif­kraftur verð­bólg­unnar væri þensla á hús­næð­is­mark­aði. Lægri vextir og auk­inn sparn­aður auð­veld­uðu kaup á hús­næði, eins og Seðla­bank­inn greindi sjálfur frá í Pen­inga­málum fyrir ára­mót. Seðla­bank­inn leikur sitt hlut­verk í hús­næð­iskrepp­unni, hann býr yfir þjóð­hags­var­úð­ar­tækjum sem var gripið seint til og af veikum mætti. Auð­vitað eiga stjórn­völd líka sinn skerf og sam­an­lagt hafa þessir armar hag­stjórn­ar­innar brugð­ist í því hlut­verki sínu að tryggja hús­næð­is­markað þar sem það mark­mið fær að ráða för að fólk geti haft öruggt þak yfir höfuð á við­ráð­an­legum kjör­um.

Þegar fylgni verður orsaka­sam­band

Eðli­legt hefði verið að Seðla­bank­inn geng­ist við sinni ábyrgð á hús­næð­is­mál­unum og kall­aði jafn­vel á frek­ari heim­ildir til inn­gripa á hús­næð­is­mark­aði. En þess í stað fer Seðla­bank­inn í sinn gamla far­veg og byrjar á söngn­um, sem svo mörgum Seðla­bönkum finnst þægi­leg­ast að syngja, um meint slæm áhrif kjara­samn­ings­bund­inna launa­hækk­ana. Nema að sama hvernig jöfn­un­inni er snúið þá tekst ekki að kenna almennum launa­hækk­un­unum um núver­andi verð­bólgu. Þá þarf að beita skap­andi hugsun og eflaust gott að hafa rit­höf­unda og skáld sér til full­ting­is. Nið­ur­staða Seðla­bank­ans er þessi: Launa­hækk­anir á grund­velli Lífs­kjara­samn­ings­ins áttu þátt í því að hækka hús­næð­is­verð og urðu þannig til þess að kynda undir verð­bólgu­bál­ið. Þessu til sönn­unar eru dregin fram gröf sem sýna ann­ars vegar launa­hækk­anir og hins vegar hús­næð­is­verð og látið að því liggja að fylgni jafn­gildi orsaka­sam­bandi. Horfir bank­inn þar fram­hjá þeirra stað­reynd að atvinnu­tekjur féllu í heims­far­aldri og tutt­ugu þús­und ein­stak­lingar misstu atvinnu og laun. Skila­boðin eru að þær launa­hækk­anir upp á 15–24 þús­und krónur (fyrir skatt) sem hafa tekið gildi um hver ára­mót frá því að Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn tók gildi hafi orðið gríð­ar­legur hvati til launa­fólks að yfir­bjóða hvert annað í keppn­inni um bit­ana á hús­næð­is­mark­aðn­um. 

Kaldar kveðjur til launa­fólks

Svo heldur Seðla­banka­stjóri áfram á sömu braut og kvartar undan kom­andi hag­vaxt­ar­auka og full­yrðir að verð­bólga næsta vetrar ráð­ist algjör­lega af kjara­samn­ing­um. Þá verður það ekki hús­næð­is­mark­að­ur­inn, erlend aðföng eða vöru­skort­ur, það verða ein­göngu mögu­legar kjara­bæt­ur. Í stuttu máli: launa­fólk skal halda sig á mott­unni og taka þeirri kjara­rýrnun sem felst í vaxta­hækk­unum og hækk­andi vöru­verði þegj­andi og hljóða­laust. Staðan er nefni­lega að hluta til því sjálfu að kenna. Seðla­bank­inn stillir sér þarna upp við hlið atvinnu­rek­enda og sendir launa­fólk­inu sem þarf að bera byrð­arnar af ákvörð­unum bank­ans um leið afar kaldar kveðj­ur. 

Auglýsing
En þá má spyrja, á Seðla­bank­inn eitt­hvert val? Bank­inn er sjálf­stæð stofnun sem er með það kjarna­hlut­verk að stuðla að fjár­mála­stöð­ug­leika og traustri og öruggri fjár­mála­starf­semi, ásamt því að vinna að verð­stöð­ug­leika. Hann þarf að passa að kap­ít­al­inu líði vel. Og við­ur­kennda leiðin til að gera það er að taka byrð­arnar og bæta þeim í bak­pok­ann hjá venju­legu fólki, sem þá annað hvort kiknar undan þeim eða nær að halda sér á floti. En meðan Seðla­bank­inn gerir þetta, mætti hann alveg láta ógert að maka ábyrgð­inni á þessum aðgerðum á vinn­andi fólk í land­inu. Það þarf ekk­ert djúp­stæðan skiln­ing á lífi venju­legs fólks til að sleppa því að láta hafa eftir sér, líkt og Seðla­banka­stjóri gerði í Kast­ljósi, að það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur af fólki sem keypti sér nýverið hús­næði því það njóti góðs af hækkun hús­næð­is­verðs og nei­kvæðum raun­vöxt­um. Húrra fyrir því, en hvernig gagn­ast hærra hús­næð­is­verð mann­eskju sem þarf þak yfir höfuð og þarf allt í einu að borga tug­þús­undum meira fyrir það á mán­uði og jafn­vel meira en hún hefur ráð á? Það gagn­ast ekki neitt og enn síður öllum þeim sem þurfa á því að halda að kaupa sína fyrstu eign.

Fólkið fyrst – síðan fjár­magnið

Það eru til fjöl­margar leiðir til að takast á við verð­bólgu og efna­hags­legan óstöð­ug­leika. Fyrst þarf að við­ur­kenna að hag­fræði er ekki nátt­úru­lög­mál og allt sem við­kemur stjórnun pen­inga- og rík­is­fjár­mála er mann­anna verk. Síðan þarf að ákveða að taka fjár­magnið úr for­gangs­sæt­inu og setja fólkið fram­ar. Hægt er að slá á þenslu með öðrum hætti, svo sem með eðli­legri skatt­lagn­ingu á fjár­magnstekj­ur, banka­skatti og auð­linda­gjaldi. Ef takast á við hús­næð­is­mark­að­inn mætti til dæmis snar­lækka þegar í stað veð­setn­ing­ar­hlut­fall 2., 3., og 4. eigna, sam­hliða því að grípa til bæði skamm­tíma- og lang­tíma­að­gerða til að takast á við hús­næð­iskrepp­una. 

Í öllu falli er sár­nauð­syn­legt að kom­ast út úr þeim lík­önum (og kredd­um) sem ráða nálgun og ákvörð­unum Seðla­bank­ans og hætta að gera almennt launa­fólk að blóra­böggl­um. Eða eins og einn þekktur hag­fræð­ingur orð­aði það: það er hægt að hugsa út fyrir Phil­ips-kúr­f­una – ef maður getur yfir­leitt hugs­að. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Alþýðu­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar