Hafa hug á að flytja inn „vandræðasaman“ spilliefnaúrgang til endurvinnslu

Áhugi er á því að endurvinna kerbrot sem falla til við starfsemi álveranna hér á landi í nýrri verksmiðju á Grundartanga. Brotin, sem eru mengandi spilliefni, hafa í fleiri ár verið urðuð við Íslandsstrendur.

Brotið innan úr kerjum í álver.
Brotið innan úr kerjum í álver.
Auglýsing

Félagið Ger­os­ion Ltd. áformar að byggja verk­smiðju til end­ur- og áfram­vinnslu ker­brota á Grund­ar­tanga í Hval­fjarð­ar­sveit þannig að þau nýt­ist í sem­ents­iðn­aði. Í henni yrðu end­urunnin ker­brot frá inn­lendu álver­unum þremur en hugs­an­lega yrðu einnig flutt inn ker­brot til að full­nýta afkasta­getu verk­smiðj­unn­ar, reyn­ist það hag­kvæmt. Í dag er minna en helm­ingur allra ker­brota í heim­inum end­urunn­inn og ekk­ert af þeim brotum sem falla til við fram­leiðslu álvera á Íslandi.

„Oln­boga­barn“ álf­ram­leiðsl­unnar

„Það er ljóst að bygg­ing umræddrar verk­smiðju fellur ekki að stefnu og fram­tíð­ar­sýn Hval­fjarð­ar­sveit­ar,“ segir í umsögn sveit­ar­stjórnar við fyr­ir­spurn félags­ins um mats­skyldu til Skipu­lags­stofn­un­ar. „Það er þó ljóst, að förgun ker­brota er vand­ræða­mál, og má kannski segja að þau séu ákveðið oln­boga­barn þegar kemur að álf­ram­leiðslu í heim­in­um. Mögu­lega er engin aðferð góð við end­ur­vinnslu, urðun eða förgun og því nauð­syn­legt að finna skástu mögu­legu lausn.“

Auglýsing

Fram­leiðslu­geta verk­smiðj­unnar er áætlun 30-35 þús­und tonn á ári og kæmi ein afurð úr ferl­inu, svo­kallað HiCal-efni sem notað er í sem­ents­iðn­aði m.a. í Asíu, Afr­íku og Suð­ur­-Am­er­íku. Hjá álver­unum Alcoa Fjarða­áli, Norð­ur­áli og Rio Tinto í Straums­vík falla til um 18-20 þús­und tonn af ker­brotum á ári. Hingað til hafa þau verið urð­uð, ann­ars vegar í svoköll­uðum flæði­gryfjum á Grund­ar­tanga og í Straums­vík og hins vegar flutt út til Nor­egs þar sem þau eru urðuð í gam­alli námu.

Miðað við áform­aða afkasta­getu verk­smiðj­unnar þyrfti að flytja inn umtals­vert magn ker­brota frá öðrum heims­hornum og sömu­leiðis þyrfti að flytja loka­af­urð­ina, HiCal, til sömu mark­aða.

Á heims­vísu falla til í álverum um 1,5 milljón tonna af ker­brotum árlega. Ker­brot eru flokkuð sem spilli­efni sem gerir með­höndlun þeirra erf­iða.

Staðsetning kerendurvinnslunnar er afmörkuð með gulum kassa til vinstri á myndinni: Úr matsfyrirspurn

En hvaðan koma þessi ker­brot?

Álver fram­leiða ál með því að raf­greina súrál í raf­grein­ing­ar­ker­um. Kerin hafa hins vegar aðeins ákveð­inn líf­tíma, um 4-7 ár. Að þeim tíma loknum eru þau end­ur­fóðruð, ker­brot falla því til þegar fóðr­ingar eru brotnar innan úr þeim. Að með­al­tali falla til 22 kíló af ker­brotum fyrir hvert fram­leitt tonn af áli.

„Sí­fellt erf­ið­ara er að finna ker­brotum far­veg,“ segir í fyr­ir­spurn Ger­os­ion Ltd. til Skipu­lags­stofn­un­ar, „og er nú svo komið að Fjarðaál flytur sín ker­brot úr landi til Langöen í Nor­egi, til urð­unar í gam­alli kalk­námu. Hin tvö álverin urða sín ker­brot og annan úrgang ennþá í flæði­gryfjur í sjó við Íslands­strend­ur.“

End­ur­vinnslu­ferlið umbreytir ker­brot­um, sem eru spilli­efni og falla undir reglur um flutn­ing á hættu­legum efn­um, yfir í vöru sem sé ekki spilli­efni og falli því ekki undir flutn­ing slíkra vara, segir í fyr­ir­spurn­inni. „Með þessu verk­efni er verið að taka ábyrgð á úrgangs­málum á Íslandi og stuðlað að verð­mæta­sköpun úr vand­ræða­sömum spilli­efna­úr­gangi. Með end­ur­vinnslu ker­brota minnka urðuð spilli­efni á Íslandi um rúm­lega 70 pró­sent og stórt skref er tekið í átt að hringrás­ar­hag­kerf­in­u.“

Eftir frum­skoðun komi iðn­að­ar­svæðið á Grund­ar­tanga helst til greina fyrir verk­smiðj­una.

Tvö álver á und­an­þágu - bæði á Íslandi

Alu­minium Stewards­hip Ini­ti­ative (ASI) vottar álf­ram­leiðslu í heim­in­um. Til að geta fengið þá vottun má ekki urða iðn­að­ar­úr­gang í flæði­gryfj­um. Aðeins tvö álver í heim­inum eru með und­an­þágur frá reglum stað­als­ins: Norð­urál og Rio Tinto.

Skað­leg­ustu efnin í ker­brot­unum eru síaníð og flú­or-efna­sam­bönd. Kom­ist vatn í ker­brot geta þessi efni losnað út í umhverf­ið. Einnig geta ker­brot gefið frá sér hættu­legar og sprengifimar gas­teg­undir ef þau blotna. „Af þess­ari ástæðu þarf að vakta umhverfið vel í kringum urðuð ker­brot til þess að tryggja að skað­leg efni kom­ist ekki út í umhverf­ið,“ er bent á í fyr­ir­spurn Ger­os­ion.

Ker­brotin eru mis­stór er þau koma til end­ur­vinnslu. Þar eru þau smækkuð með glussa­drifnum brjótum sem veldur tals­verðri ryk­mynd­un. Rykið fer í gegnum rykskiljur og síur. Því er svo safnað saman og nýtt í HiCal-­af­urð­ina.

Þegar búið er að smækka brotin eru þau flutt í ofn þar sem þau eru með­höndluð við 600-800 gráðu hita. Við þetta mynd­ast koltví­sýr­ingur og köfn­un­ar­efni.

Kerbrot í geymslu.

Ker­brotin úr álver­unum yrðu flutt með vöru­bílum að verk­smiðj­unni og afurðin úr landi með skipum frá Grund­ar­tanga­höfn.

„Ef af fram­kvæmd­inni verður mun Norð­urál hætta að setja ker­brot í flæði­gryfjur á Grund­ar­tanga­svæð­in­u,“ bendir Ger­os­ion enn­fremur á. Flú­or­magn ker­brota sem í dag eru urðuð í flæði­gryfjum er áætlað um 900 tonn á ári. Verk­smiðjan í fullum afköstum myndi losa um 260 kg af flú­ori á ári. Miðað við hámarks­af­köst yrði útlosun brenni­stein­s­t­ví­oxíðs um 2.600 kíló á ári.

„Það er mat fram­kvæmda­að­ila að umhverf­is­á­hrif vegna end­ur­vinnslu á ker­brotum á Grund­ar­tanga geti ekki talist umtals­verð í skiln­ingi laga um umhverf­is­mat fram­kvæmda,“ segir í fyr­ir­spurn félags­ins um mats­skyldu til Skipu­lags­stofn­un­ar. „Þessi fyr­ir­hug­aða end­ur­vinnsla á ker­brotum mun hafa í för með sér óveru­lega aukn­ingu á losun á bæði flú­ori og brenni­steini á iðn­að­ar­svæð­inu á Grund­ar­tanga. Á móti kemur að með þessu verk­efni er verið að taka ábyrgð á úrgangs­málum á Ísland­i.“

Stefna að heim­ila ekki nýjar verk­smiðjur

Í umsögn sinni bendir sveit­ar­stjórn Hval­fjarð­ar­sveitar á að sam­kvæmt núgild­andi aðal­skipu­lagi sé stefnan sú að heim­ila ekki nýjar verk­smiðjur eða iðn­að­ar­fyr­ir­tæki sem hafi í för með sér losun á brenni­stein­s­t­ví­oxíði eða flúor á svæð­inu. Þótt magn flú­ors og brenni­stein­s­t­ví­oxíðs, sem verk­smiðjan myndi losa sam­kvæmt upp­lýs­ingum Ker­end­ur­vinnsl­unn­ar, séu ekki hlut­falls­lega háar miðað við losun Norð­ur­áls til dæmis „þá er þetta við­bót og því sam­ræm­ist þessi starf­semi ekki aðal­skipu­lagi Hval­fjarð­ar­sveit­ar“.

Í nýju aðal­skipu­lagi, sem enn er óstað­fest, kemur auk þess fram í almennum skil­málum fyrir iðn­að­ar­svæði að áfram skuli draga úr losun frá meng­andi starf­semi og að ekki verði heimil ný starf­semi sem losi flúor og brenni­stein­s­t­ví­oxíð.

Auglýsing

Um ára­bil hafa verið starf­ræktar svo­kall­aðar flæði­gryfjur á Grund­ar­tanga, reknar á grund­velli starfs­leyfa ann­ars vegar Norð­ur­áls og hins vegar Elkem. „Hingað til hefur sú ráð­stöfun hlotið náð hjá eft­ir­lits­að­ilum og Hval­fjarð­ar­sveit verið talin trú um að nálægð við sjó, og það að sjór flæði um ker­brot­in, geri það að verkum að hættu­leg efni, eins og sýa­níð, bind­ist þannig að ekki hljót­ist skaði af fyrir líf­ríki sjáv­ar,“ segir í umsögn sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar. „Þótt það sé nú lík­lega ekki talin góð ráð­stöfun til langs tíma litið að urðun og land­fyll­ingar sé lausn­in, telur Hval­fjarð­ar­sveit rétt að vinna að nán­ari sam­an­burði þess­ara aðferða í tengslum við mat­skyldu­fyr­ir­spurn­ina“.

Þegar sé í gangi vinna við umhverf­is­mat nýrra flæði­gryfja á Grund­ar­tanga og líta þurfi á þessi mál, vega þau og meta út frá kostum og göll­um, í sam­hengi. Meta þurfi allar aðferðir sem mögu­legar eru við með­höndlun ker­brota og end­ur­vinnslu á þeim, hvernig þær hafi reynst og hvað kæmi best út fyrir Ísland. „Það virð­ist jú ekki vera mikil fram­tíð­ar­sýn í því að urða ker­brot, sér í lagi ef sú aðferð er háð sér­stakri und­an­þágu­beiðn­i.“

Norðurál og Elkem vilja útbúa tvær nýjar flæðigryfjur á Grundartanga. Mynd: Úr matsáætlun

Í nýlegu áliti Skipu­lags­stofn­unar á mats­á­ætlun nýrra flæði­gryfja á Grund­ar­tanga kemur fram að það geti ekki talist æski­leg fram­tíð­ar­sýn Elkem og Norð­ur­áls að ráð­ast ítrekað í gerð slíkra gryfja í nýjum land­fyll­ingum til að losa sig við úrgang frá starf­sem­inni. Stofn­unin telur því brýnt að end­ur­vinnsla ker­brota verði skoð­uð.

En eitt af því sem Hval­fjarð­ar­sveit vill fá skýr svör við er hvaðan ker­brotin sem vinna á í ker­end­ur­vinnsl­unni myndu koma. „Fram kemur að afurðin í end­ur­vinnslu­ferl­inu kall­ast HiCal og er notað í ofn­rekstri innan sem­ents­iðn­aðar á mörk­uðum fjarri Íslandi, eða í Asíu, Afr­íku og Suð­ur­-Am­er­íku. Jafn­framt kemur fram að ker­brot frá íslenskum álverum útvega rétt ríf­lega helm­ing þess hrá­efnis sem fyr­ir­huguð verk­smiðja ann­ar. Þá verður rest­in, til að ná fullum afköst­um, inn­flutt ker­brot mögu­lega frá Kína, Ind­landi, Rúss­landi eða ann­ars stað­ar.“

Í kerbrotunum eru efni sem gæta þarf sérstakar varúðar á við alla meðhöndlun.

Ker­brot eru flokkuð sem spilli­efni sem gerir með­höndlun þeirra og urðun erf­iða og þau falla undir reglur um flutn­ing á hættu­legum efn­um. Hval­fjarð­ar­sveit óskar eftir nán­ari upp­lýs­ingum um afurð­ina, sölu­mögu­leika henn­ar, hugs­an­lega kaup­endur og verð­mæta­sköp­un. Einnig óskar sveit­ar­fé­lagið eftir sam­an­tekt á heild­ar­um­hverf­is­á­hrifum að teknu til­liti til flutn­inga og mark­aða, bæði ker­brot­anna og afurð­ar­inn­ar, svo fram­leiðslan upp­fylli mark­mið um hringrás­ar­hag­kerfið og Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um að minnka úrgang, auka end­ur­vinnslu, draga úr sóun og stuðla að verð­mæta­sköpun eins og fram kemur í fyr­ir­spurn­inni.

„Það er ljóst að bygg­ing umræddrar verk­smiðju fellur ekki að stefnu og fram­tíð­ar­sýn Hval­fjarð­ar­sveitar og því telur sveit­ar­fé­lagið ekki tíma­bært að svara spurn­ingum um hvaða leyfum fram­kvæmdin er háð. Sé óskað eftir því hvort Hval­fjarð­ar­sveit telji að fram­kvæmdin fari í umhverf­is­mat, þá er það nið­ur­staða sveit­ar­fé­lags­ins að svo sé, í ljósi þess umfangs iðn­aðar sem nú þegar er á Grund­ar­tanga og vegna þeirra atriða sem hér að framan eru tal­in.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent