Upplifun af því að kæra til lögreglu brot gegn friðhelgi einkalífs var hræðileg

Kona sem var hökkuð fékk áfallastreituröskun í kjölfarið. Persónulegum upplýsingum um hana var lekið á netið og hún hefur fengið hótanir frá þeim sem frömdu brotið. Konan kærði en segir að lögreglan hafi ekki haft áhuga á að rannsaka málið.

Helga Rakel Guðrúnardóttir var hökkuð og sá sem það gerði hefur játað það fyrir henni. Samt sem áður vill lögreglan á Íslandi ekki rannsaka málið.
Helga Rakel Guðrúnardóttir var hökkuð og sá sem það gerði hefur játað það fyrir henni. Samt sem áður vill lögreglan á Íslandi ekki rannsaka málið.
Auglýsing

Helga Rakel Guð­rún­ar­dótt­ir, tæp­lega 45 ára fjöl­skyldu­kona í Kópa­vogi, var hökkuð í fyrra­haust. Sá sem það gerði hefur deilt per­sónu­legum upp­lýs­ingum um hana á net­inu og hótað því að gera meira. Hún hefur líka fengið bréf heim til sín sem hún telur að sé fyrst og síð­ast skila­boð um að hakk­ar­inn viti hvar hún eigi heima. Afleið­ing­arnar hafa verið miklar, bæði per­sónu­lega og fag­lega. 

Helga Rakel Guð­rún­ar­dótt­ir, kærði brotin til lög­reglu sem hefur þó ekki viljað rann­saka þau. Hún seg­ir, í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann sem birt­ist síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, að hún hafi fengið áfallastreiturösk­un í kjöl­far þess að hún var hökk­uð. „Ég hrundi alveg saman og ég hef þurft að vera hjá sál­fræð­ingi til að vinna úr þessu. Líf mitt svo­­lítið hrundi við þetta. Ég bjóst aldrei við því að ein­hver myndi gera mér svona. 

Það lok­uð­ust líka ofboðs­­lega margar dyr fyrir mig fag­­lega. Ég bý til YouTu­be-­­mynd­­bönd og þetta hafði áhrif á tekjur mínar af þeim. Það eru sam­keppn­is­að­ilar mínir sem eru að gera þetta. Tæki­­færum fækk­­aði. Keppnir sem ég var að taka þátt í, allt í einu lok­að­ist á þær. Fólk hætti að tala við mig. Þetta hafði miklar afleið­ingar fyrir mig, bæði per­­són­u­­lega og fag­­lega.“

Þeir rann­saka bara það sem þeir vilja

Hún segir að þegar það rann upp fyrir henni að hún væri með staf­rænan elti­hrelli þá hafi hún hætt að geta skap­að. „Það bara læs­ist á mig. Ef ég er að tala við fólk í gegnum þetta for­­rit, þá er ég alltaf að hugsa um hvort það sé verið að fylgj­­ast með mér? Það er svo óþæg­i­­leg til­­f­inn­ing.“

Auglýsing
Hún kærði málið en rann­sóknin var látin niður falla þar sem ger­and­inn býr erlend­is. Lög­reglan taldi málið því ekki vera lög­reglu­mál hér­lend­is.

Aðspurð hver upp­­lifun hennar sé af því að kæra brot gegn frið­­helgi einka­lífs síns til lög­­regl­unnar á Íslandi segir Helga Rakel að hún sé hræð­i­­leg. „Ég upp­­lifði að þeim kæmi ekk­ert við að á mér væri brot­ið. Þeir eru ekki að vernda mig. Þeir eru bara að rann­saka það sem þeir vilja.“

Lög­maður Helgu Rakelar kærði ákvörðun lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að hætta rann­sókn­inni til rík­is­sak­sókn­ara í gær. Í bréfi sem sent var vegna þessa segir meðal ann­ars: „Að mati und­ir­rit­aðs og skjól­stæð­ings míns hefur mál þetta ekki fengið þá athygli emb­ætt­is­ins sem því ber skv. lögum og í ljósi alvar­leika þess. Um auð­kenna og ein­kenna stuld er að ræða og alvar­lega árás á einka­líf og frið­helgi skjól­stæð­ings míns. Lög­reglan hefur ítrekað komið fram og hvatt borg­ara lands­ins til að kæra og vera á varð­bergi gagn­vart tölvu­árásum og auð­kenna þjófn­aði og þykir und­ir­rit­uðum því miður og afar ein­kenni­legt hvernig þetta mál var með­höndl­að. Skjól­stæð­ingur minn hefur lagt sig fram við að afla gagna og stað­fest­inga á hátt­semi hins kærða og m.a. verið í sam­skiptum við erlend lög­gæslu­emb­ætti sem sýnt hafa mál­inu áhugaen beðið hafa aðgerða og rann­sóknar íslenskra lög­gæslu­yf­ir­valda. Því kann trú­verð­ug­leiki emb­ætt­is­ins að bíða hnekki ef mál þetta fær ekki þá athygli og rann­sókn sem nauð­syn­leg er.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent