Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna

Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.

Ofveiðar Mynd: Wikipedia
Auglýsing

Leið­togar þjóða heims munu hitt­ast í New York síðar í mán­uð­inum til að reyna að kom­ast að sam­komu­lagi til að draga úr ofnýt­ingu úthaf­anna. Ára­tugur er lið­inn síðan Sam­ein­uðu þjóð­irnar reyndu fyrst fá sér­stakan samn­ing um verndun úthaf­anna sam­þykktan en að hefur hingað til reynst árang­urs­laust.

Ef það mun takast á fund­inum sem hefst í New York 26. ágúst næð­ist sam­staða um að gera um 30 pró­sent af höfum heims­ins að vernd­ar­svæðum fyrir árið 2030. Með samn­ingnum yrði dregið úr ofveiði og öðrum skað­legum athöfnum mann­anna í sjón­um.

Tveir þriðju hlutar heims­haf­anna eru í dag álitnir alþjóð­leg haf­svæði sem þýðir að öll ríki hafa rétt til veiða í þeim, að sigla um þau og vinna þar að rann­sókn­um. En aðeins 1,2 pró­sent úthaf­anna njóta vernd­ar, segir í frétt BBC um mál­ið.

Auglýsing

Þetta hefur orðið til þess að auka hættu á ofnýt­ingu af ýmsu tagi, m.a. ofveiði og gríð­ar­lega mik­illi umferð skipa.

Þótt mann­kynið sé löngu farið að skoða geim­inn er enn mikil vinna eftir við að kort­leggja vist­kerfi hafs­ins sem sum hver eru mjög við­kvæm en sér­stak­lega mik­il­væg öllu líf­ríki. Alþjóð­leg rann­sókn sem birt var fyrr á þessu ári þykir benda til að milli 10 og 15 pró­sent teg­unda sem lifa í haf­inu séu í útrým­ing­ar­hættu.

Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in, IUCN, segja að sú brota­kennda stjórnun sem er á nýt­ingu alþjóð­legra haf­svæða hafi leitt til ofnýt­ingar og komið í veg fyrir að vernd­ar­mark­mið hafi náðst.

Ef leið­tog­arnir kom­ast að sam­komu­lagi gætu mörg haf­svæði orðið hluti af neti vernd­ar­svæða. Í kjöl­farið þyrfti svo mat á umhverf­is­á­hrifum áður en starf­semi af hvers kyns toga yrði þar leyfð.

Veiðar er ekki eina starf­semin sem ógnar líf­ríki hafs­ins, langt í frá. Mikil ásókn er nú orðin í námu­vinnslu af hafs­botni enda ýmsar auð­lindir á landi að ganga til þurrð­ar. Meðal jarð­efna sem gríð­ar­leg eft­ir­spurn er nú eftir er kóbalt. Slíkt er m.a. unnið úr jörðu í Aust­ur-­Kongó en nú vilja námu­fyr­ir­tækin vinna þau úr hafs­botni. Kóbalt er m.a. notað í marg­vís­leg raf­tæki, vind­myllur og raf­bíl­araf­hlöður svo fáein dæmi séu nefnd. Vinnsla kóbalts er meng­andi iðn­aður og ótt­ast er að hún geti haft mjög skað­leg áhrif á líf­ríki hafs­ins. Sér­stök stofn­un, International Sea­bed Aut­hority, hefur umsjón með útgáfu leyfa til námu­vinnslu á alþjóð­legum haf­svæð­um. Frá því í mars í ár hefur hún gefið út 31 leyfi til rann­sóknar á hafs­botni vegna áform­aðrar námu­vinnslu.

Vilja und­an­þágu

Í frétt BBC um málið segir að nokkrar þjóð­ir, þar á meðal Rússar og Íslend­ing­ar, hafi farið fram á að fisk­veiðar verði und­an­þegnar skil­málum sam­komu­lags­ins um verndun úthaf­anna. Fram kemur að íslensk stjórn­völd hafi bent á mik­il­vægi fisk­veiða fyrir efna­hag lands­ins. Kín­verjar og Rússar hafa tínt til sömu rök.

Í mars var ákveðið að þjóð­ar­leið­togar myndu gera fimmtu og síð­ustu til­raun­ina til að ná sam­komu­lagi um verndun úthaf­anna. Sá fundur verður í New York líkt og fyrr segir en frestur hefur verið gef­inn út þetta ár til að kom­ast að nið­ur­stöðu.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins segir að ef ekki tak­ist að ná sam­komu­lagi ætli hún sér að þrýsta á áfram­hald­andi til­raun­ir. „Grípa þarf til aðgerða til að tryggja verndun og sjálf­bæra nýt­ingu hafs­ins fyrir núver­andi og kom­andi kyn­slóð­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent