Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna

Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.

Ofveiðar Mynd: Wikipedia
Auglýsing

Leið­togar þjóða heims munu hitt­ast í New York síðar í mán­uð­inum til að reyna að kom­ast að sam­komu­lagi til að draga úr ofnýt­ingu úthaf­anna. Ára­tugur er lið­inn síðan Sam­ein­uðu þjóð­irnar reyndu fyrst fá sér­stakan samn­ing um verndun úthaf­anna sam­þykktan en að hefur hingað til reynst árang­urs­laust.

Ef það mun takast á fund­inum sem hefst í New York 26. ágúst næð­ist sam­staða um að gera um 30 pró­sent af höfum heims­ins að vernd­ar­svæðum fyrir árið 2030. Með samn­ingnum yrði dregið úr ofveiði og öðrum skað­legum athöfnum mann­anna í sjón­um.

Tveir þriðju hlutar heims­haf­anna eru í dag álitnir alþjóð­leg haf­svæði sem þýðir að öll ríki hafa rétt til veiða í þeim, að sigla um þau og vinna þar að rann­sókn­um. En aðeins 1,2 pró­sent úthaf­anna njóta vernd­ar, segir í frétt BBC um mál­ið.

Auglýsing

Þetta hefur orðið til þess að auka hættu á ofnýt­ingu af ýmsu tagi, m.a. ofveiði og gríð­ar­lega mik­illi umferð skipa.

Þótt mann­kynið sé löngu farið að skoða geim­inn er enn mikil vinna eftir við að kort­leggja vist­kerfi hafs­ins sem sum hver eru mjög við­kvæm en sér­stak­lega mik­il­væg öllu líf­ríki. Alþjóð­leg rann­sókn sem birt var fyrr á þessu ári þykir benda til að milli 10 og 15 pró­sent teg­unda sem lifa í haf­inu séu í útrým­ing­ar­hættu.

Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in, IUCN, segja að sú brota­kennda stjórnun sem er á nýt­ingu alþjóð­legra haf­svæða hafi leitt til ofnýt­ingar og komið í veg fyrir að vernd­ar­mark­mið hafi náðst.

Ef leið­tog­arnir kom­ast að sam­komu­lagi gætu mörg haf­svæði orðið hluti af neti vernd­ar­svæða. Í kjöl­farið þyrfti svo mat á umhverf­is­á­hrifum áður en starf­semi af hvers kyns toga yrði þar leyfð.

Veiðar er ekki eina starf­semin sem ógnar líf­ríki hafs­ins, langt í frá. Mikil ásókn er nú orðin í námu­vinnslu af hafs­botni enda ýmsar auð­lindir á landi að ganga til þurrð­ar. Meðal jarð­efna sem gríð­ar­leg eft­ir­spurn er nú eftir er kóbalt. Slíkt er m.a. unnið úr jörðu í Aust­ur-­Kongó en nú vilja námu­fyr­ir­tækin vinna þau úr hafs­botni. Kóbalt er m.a. notað í marg­vís­leg raf­tæki, vind­myllur og raf­bíl­araf­hlöður svo fáein dæmi séu nefnd. Vinnsla kóbalts er meng­andi iðn­aður og ótt­ast er að hún geti haft mjög skað­leg áhrif á líf­ríki hafs­ins. Sér­stök stofn­un, International Sea­bed Aut­hority, hefur umsjón með útgáfu leyfa til námu­vinnslu á alþjóð­legum haf­svæð­um. Frá því í mars í ár hefur hún gefið út 31 leyfi til rann­sóknar á hafs­botni vegna áform­aðrar námu­vinnslu.

Vilja und­an­þágu

Í frétt BBC um málið segir að nokkrar þjóð­ir, þar á meðal Rússar og Íslend­ing­ar, hafi farið fram á að fisk­veiðar verði und­an­þegnar skil­málum sam­komu­lags­ins um verndun úthaf­anna. Fram kemur að íslensk stjórn­völd hafi bent á mik­il­vægi fisk­veiða fyrir efna­hag lands­ins. Kín­verjar og Rússar hafa tínt til sömu rök.

Í mars var ákveðið að þjóð­ar­leið­togar myndu gera fimmtu og síð­ustu til­raun­ina til að ná sam­komu­lagi um verndun úthaf­anna. Sá fundur verður í New York líkt og fyrr segir en frestur hefur verið gef­inn út þetta ár til að kom­ast að nið­ur­stöðu.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins segir að ef ekki tak­ist að ná sam­komu­lagi ætli hún sér að þrýsta á áfram­hald­andi til­raun­ir. „Grípa þarf til aðgerða til að tryggja verndun og sjálf­bæra nýt­ingu hafs­ins fyrir núver­andi og kom­andi kyn­slóð­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent