Göng frá Seyðisfirði til Norðfjarðar „mun hyggilegri“

Eðlilegra og farsælla væri að gera jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar en að ráðast í Fjarðarheiðargöng að mati Samgöngufélagsins sem rýnt hefur í allar áætlanir stjórnvalda og Vegagerðarinnar um málið.

Í vel á fjórða áratug hafa stjórnvöld haft það á stefnuskrá sinni að bæta samgöngur til og frá Seyðisfirði með jarðgöngum.
Í vel á fjórða áratug hafa stjórnvöld haft það á stefnuskrá sinni að bæta samgöngur til og frá Seyðisfirði með jarðgöngum.
Auglýsing

Á allan hátt væri eðli­legra og far­sælla að tryggja öruggt sam­band Seyð­is­fjarðar við þjóð­vega­kerfið með því að ráð­ast í gerð tvennra jarð­ganga milli Seyð­is­fjarðar og Mjóa­fjarðar og Mjóa­fjarðar og Norð­fjarðar áður en göng verða gerð um Fjarð­ar­heiði.

Þetta er mat Sam­göngu­fé­lags­ins, félags sem hefur það að mark­miði að stuðla að fram­förum í sam­göngum á Íslandi. Félagið hefur í gegnum árin sett fram ýmsar til­lögur og hvatt til umræðu, fræðslu og skoð­ana­skipta um sam­göngu­mál.

Auglýsing

Fjarð­ar­heið­ar­göng, sem eru langt á veg komin í umhverf­is­mati, yrðu ekki aðeins lengstu veggöng á Íslandi heldur með þeim lengstu í heimi. Kostn­að­ur­inn yrði á bil­inu 44-47 millj­arðar króna, segir í umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar sem aug­lýst var til umsagnar hjá Skipu­lags­stofnun í sum­ar. Sam­göngu­fé­lagið var meðal þeirra sem skil­uðu umsögn um áform­in.

Félagið telur að með göngum milli Seyð­is­fjarðar og Norð­fjarðar yrði nán­ast alltaf fær leið til og frá Seyð­is­firði. Á Norð­firði er m.a. sjúkra­hús fjórð­ungs­ins og myndi leiðin fyrir Seyð­firð­inga á sjúkra­húsið stytt­ast um 30 kíló­metra með tvennum göng­um.

Ým­iss annar ávinn­ingur myndi skap­ast með göngum þá leið­ina sem ekki feng­ist með Fjarð­ar­heið­ar­göng­um, m.a. hring­teng­ing sem myndi gera ferðir ferða­manna mun áhuga­verð­ari sem og auknir mögu­leikar í sam­vinnu milli sveit­ar­fé­lag­anna á Mið­aust­ur­landi. Ávinn­ing­ur­inn í styttri ferða­tíma yrði ekki síst hjá Norð­firð­ingum því með göngum til Seyð­is­fjarðar myndi vega­lengdin til Egils­staða stytt­ast úr 68 kíló­metrum í 55 km.

Sam­göngu­fé­lagið telur að nokkuð mikið hafi verið gert úr vetr­aró­færð á Fjarð­ar­heiði í skýrslu frá árinu 2019 sem ákvörðun um að ráð­ast í Fjarð­ar­heið­ar­göng var byggð á. Þá bendir félagið á að í skoð­ana­könnun sem Gallup vann að beiðni þess árið 2020 meðal íbúa á Mið­aust­ur­landi hafi komið fram að flestir íbúar eða 42,4 pró­sent, nefndu göng milli Seyð­is­fjarðar og Norð­fjarðar sem væn­leg­asta fyrsta kost. 37,9 pró­sent nefndu Fjarð­ar­heið­ar­göng sem fyrsta kost.

Afdrifa­rík og dýr ákvörðun

Ekki er að mati félags­ins full­nægj­andi rök­stuðn­ingur fyrir þeirri „af­drifa­ríku ákvörð­un“ að leggja til að ráð­ast í Fjarð­ar­heið­ar­göng, sem yrðu 13 kíló­metrar á lengd, sem fyrsta kost í stað þess að gera göng úr Seyð­is­firði í Mjóa­fjörð (5,5 km) og þaðan upp á Hérað (9 km) eða til Norð­fjarðar (6,8 km).

„Áætl­aður kostn­aður við að full­gera Fjarð­ar­heið­ar­göng ásamt aðliggj­andi vegum er nú áætl­aður 45.000 millj­ónir króna (45 millj­arðar króna) og er þó tals­verð óvissa hvort sú áætlun stand­ist þegar til kast­anna kem­ur,“ segir í umsögn Sam­göngu­fé­lags­ins og bent er á hækkun kostn­aðar við Vaðla­heið­ar­göng miðað við áætl­anir í því sam­bandi.

„Verður að telj­ast hæpið að for­svar­an­legt sé að ráð­ast í gerð mann­virkis sem þessa, sem raunar er áætlað að taki sjö ár að full­gera, eins og fjár­málum rík­is­sjóðs er kom­ið,“ skrifar félag­ið. „Þótt brýnt verði að telj­ast fyrir sam­fé­lagið á Seyð­is­firði að rjúfa vetr­ar­ein­angrun stað­ar­ins og tryggja akleiðir sem full­nægja núgild­andi kröfum er vel hægt að fara aðra leið en stystu leið milli Seyð­is­fjarðar og Egils­staða.“

Unninn var samanburður á valkostum um samgöngubætur til og frá Seyðisfirði árið 2011. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar

Sam­göngu­fé­lagið telur þá hug­mynd að fjár­magna göngin að hluta með inn­heimtu veggjalda í göng­unum sem og öðrum jarð­göngum á land­inu, tæp­ast ganga upp. Hval­fjarð­ar­göng, þau fjöl­förn­ustu í þjóð­vega­kerf­inu, hafi þegar verið greidd upp með veggjöldum og gjald­taka sé nú þegar í þeim næst fjöl­förnustu, Vaðla­heið­ar­göngum sem renna á til kostn­aðar við gerð þeirra. Hæpið sé að leggja gjald á umferð um Stráka­göng, Múla­göng og göng undir Breiða­dals- og Botns­heið­ar, þar sem um ein­breið göng er að ræða að hluta eða heild og þau upp­fylla þar af leið­andi ekki kröfur dags­ins í dag. Þá séu aðeins fimm göng eft­ir; Dýra­fjarð­ar­göng, Bol­ung­ar­vík­ur­göng, Héð­ins­fjarð­ar­göng, Norð­fjarð­ar­göng og Fáskrúðs­fjarð­ar­göng. „Sú umferð sem fer um þau stendur vart undir miklum tekjum og fæli þá jafn­framt í sér þá „ný­breytni“ að greiða þyrfti sér­stakt gjald fyrri akstur um hluta þjóð­vega­kerfis lands­ins án þess að eiga kost á annarri leið.“

Auglýsing

Sam­göngu­fé­lagið telur út af öllum fram­an­greindum þáttum og fleiri sem það tínir til í umsögn sinni að for­sendur fyrir gerð Fjarð­ar­heið­ar­ganga séu um margt byggðar á veikum grunni og ekki þykir for­svar­an­legt að ráð­ast í útboð og fram­kvæmdir nema fyrir liggi með ótví­ræðum hætti hvernig að gjald­töku verði stað­ið, fjár­hæð gjalds, tíma­lengd gjald­tökur og fleira. Mun hyggi­legra sé að ráð­ast nú þegar í und­ir­bún­ing ganga milli Seyð­is­fjarðar og Norð­fjarðar sem gætu engu að síður verið til­búin tveimur árum fyrr en Fjarð­ar­heið­ar­göng. „Að gerð þeirra lok­inni mætti síðan kanna hent­ug­ustu leið milli Seyð­is­fjarðar og Egils­staða.“

Hér getur þú lesið frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um Fjarð­ar­heið­ar­göng.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent