Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa

Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.

Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Auglýsing

Einar Freyr Elín­ar­son, odd­viti Mýr­dals­hrepps, seg­ist í fljótu bragði ekki sjá hvað nýr val­kostur Vega­gerð­ar­innar vegna fyr­ir­hug­aðrar færslu hring­veg­ar­ins í Mýr­dal eigi að leysa. Hinum nýja val­kosti var bætt við í kjöl­far fjölda athuga­semda sem bár­ust á drög að mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­inn­ar. Sú leið sem bætt var við liggur sam­hliða núver­andi vegi og norðan við Vík­ur­þorp og gerir því ekki ráð fyrir jarð­göngum í gegnum Reyn­is­fjall.

Einar Freyr segir við Kjarn­ann að hann geri ráð fyrir því að þeirri leið sem Vega­gerðin hefur bætt við felist umtals­vert meira jarð­rask og mun nei­kvæð­ari sjón­ræn áhrif heldur en af lág­lendis­vegi, „mokstur úr mýr­unum vestan við Gatna­brún, nýr vegur upp Gatna­brún með til­heyr­andi efn­is­flutn­ingum og nýr vegur sem þverar bygg­ing­ar­land norðan Vík­ur­þorps og á slétt­unni aust­ast í þorp­inu og myndi kalla á brú­ar­gerð yfir Graf­ar­gil og mikið jarð­rask fyrir ofan þorp­ið“.

Vega­gerðin lagði mats­á­ætlun vegna fram­kvæmd­anna fram til Skipu­lags­stofn­unar nýver­ið. Mats­á­ætlun er eitt skref í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda.

Auglýsing

Meta á umhverf­is­á­hrif sjö val­kosta. Fjórir þeirra gera ráð fyrir vegi með­fram fjör­unni og jarð­göngum í gegnum Reyn­is­fjall. Verði einn sá kosta val­inn sem gera ráð fyrir jarð­göngum reiknar Vega­gerðin með að þau verði 1,3-1,5 kíló­metrar að lengd auk veg­skála sem þurfa að vera nokkuð langir vegna hættu á ofan­flóð­um. Gert er ráð fyrir að fara inn í fjallið að austan í yfir 10 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og yfir í 8 metra hæð vestan meg­in.

Varn­ar­garður þyrfti að vera 7,5 metra hár

Er jarð­göng­unum sleppir austan megin fjalls­ins myndi veg­ur­inn liggja um Vík­ur­fjöru. Gert er ráð fyrir tvennum und­ir­göngum til að tryggja aðgengi gang­andi, hjólandi og hesta­um­ferðar frá Vík og niður í fjör­una. Með­fram veg­inum þyrfti að vera varn­ar­garð­ur. Þar sem rann­sókn á stöð­ug­leika strand­ar­innar stendur enn yfir er ekki hægt að fast­setja hæð mann­virkj­anna en fyrstu drög benda til þess að lág­marks­hæð veg­ar­ins þyrfti að vera um 5,7 m.y.s. og varn­ar­garðs­ins að austan um 7,5 m.y.s.

Þeir valkostir sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt athugunarsvæði. Nýi valkosturinn, 4b, er gula línan. Mynd: Vegagerðin

Val­kostur 1 er sam­kvæmt skipu­lags­línu sveit­ar­fé­lags­ins. Sú leið liggur með­fram Dyr­hóla­ósi sem er á nátt­úru­minja­skrá og í göngum sunn­ar­lega um Reyn­is­fjall. Austan fjalls­ins liggur leiðin með­fram sjó og sam­ein­ast núver­andi vegi í Vík.

Nýi val­kost­ur­inn fylgir að hluta öðrum val­kosti sem einnig er til skoð­un­ar. Nýja leiðin sem Vega­gerðin ætlar að taka inn í umhverf­is­matið fela í sér lag­fær­ingar á nýver­andi vegi um Gatna­brún og gerir ráð fyrir að nýr vegur verði lagður sam­hliða núver­andi vegi. Hann yrði svo lagður norðan við þétt­býlið á Vík en núver­andi vegur klýfur Vík­ur­þorp.

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.

„Það er eðli­legt í mínum huga að svona mál séu umdeild og mikið rædd, enda hags­muna­mál,“ segir Einar Freyr spurður út í þann mikla fjölda athuga­semda sem barst við drög að mats­á­ætl­un. Flestar voru þær nei­kvæðar í garð jarð­ganga og vegar í nálægð við fjör­una. „Það eru í mínum huga mörg rök sem hníga að því að veg­ur­inn verði færð­ur,“ heldur Einar Freyr áfram. „Þar má nefna aukið umferð­ar­ör­yggi í Vík þar sem núver­andi vegur klýfur þorp­ið, greið­fær­ari veg en oft þarf að loka honum vegna ill­viðris norðan Reyn­is­fjalls, mjög mikil veg­stytt­ing – að jafn­aði mun meiri en ein­föld stytt­ing þjóð­veg­ar­ins þar sem þeir ferða­menn sem heim­sækja Dyr­hólaey og Reyn­is­fjöru munu spara um 20 kíló­metra akstur hver, umhverf­is­vænni vegur vegna veg­stytt­ingar og lít­illa hækk­ana sem sparar þar af leið­andi umtals­vert elds­neyti og meng­andi útblást­ur.“

Einar Freyr segir að við­horf íbúa til áfor­manna hafi ekki verið kannað en bendir á að það hafi verið vilji sveit­ar­stjórnar frá árinu 2009 að veg­ur­inn yrði færður í sam­ræmi við aðal­skipu­lag.

„Ann­ars hlakka ég til að sjá nið­ur­stöður umhverf­is­mats þar sem öll þessi atriði verða skoðuð á fag­legan hátt og allir munu þannig geta myndað sér upp­lýsta skoðun á mál­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent