Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa

Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.

Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Auglýsing

Einar Freyr Elín­ar­son, odd­viti Mýr­dals­hrepps, seg­ist í fljótu bragði ekki sjá hvað nýr val­kostur Vega­gerð­ar­innar vegna fyr­ir­hug­aðrar færslu hring­veg­ar­ins í Mýr­dal eigi að leysa. Hinum nýja val­kosti var bætt við í kjöl­far fjölda athuga­semda sem bár­ust á drög að mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­inn­ar. Sú leið sem bætt var við liggur sam­hliða núver­andi vegi og norðan við Vík­ur­þorp og gerir því ekki ráð fyrir jarð­göngum í gegnum Reyn­is­fjall.

Einar Freyr segir við Kjarn­ann að hann geri ráð fyrir því að þeirri leið sem Vega­gerðin hefur bætt við felist umtals­vert meira jarð­rask og mun nei­kvæð­ari sjón­ræn áhrif heldur en af lág­lendis­vegi, „mokstur úr mýr­unum vestan við Gatna­brún, nýr vegur upp Gatna­brún með til­heyr­andi efn­is­flutn­ingum og nýr vegur sem þverar bygg­ing­ar­land norðan Vík­ur­þorps og á slétt­unni aust­ast í þorp­inu og myndi kalla á brú­ar­gerð yfir Graf­ar­gil og mikið jarð­rask fyrir ofan þorp­ið“.

Vega­gerðin lagði mats­á­ætlun vegna fram­kvæmd­anna fram til Skipu­lags­stofn­unar nýver­ið. Mats­á­ætlun er eitt skref í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda.

Auglýsing

Meta á umhverf­is­á­hrif sjö val­kosta. Fjórir þeirra gera ráð fyrir vegi með­fram fjör­unni og jarð­göngum í gegnum Reyn­is­fjall. Verði einn sá kosta val­inn sem gera ráð fyrir jarð­göngum reiknar Vega­gerðin með að þau verði 1,3-1,5 kíló­metrar að lengd auk veg­skála sem þurfa að vera nokkuð langir vegna hættu á ofan­flóð­um. Gert er ráð fyrir að fara inn í fjallið að austan í yfir 10 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og yfir í 8 metra hæð vestan meg­in.

Varn­ar­garður þyrfti að vera 7,5 metra hár

Er jarð­göng­unum sleppir austan megin fjalls­ins myndi veg­ur­inn liggja um Vík­ur­fjöru. Gert er ráð fyrir tvennum und­ir­göngum til að tryggja aðgengi gang­andi, hjólandi og hesta­um­ferðar frá Vík og niður í fjör­una. Með­fram veg­inum þyrfti að vera varn­ar­garð­ur. Þar sem rann­sókn á stöð­ug­leika strand­ar­innar stendur enn yfir er ekki hægt að fast­setja hæð mann­virkj­anna en fyrstu drög benda til þess að lág­marks­hæð veg­ar­ins þyrfti að vera um 5,7 m.y.s. og varn­ar­garðs­ins að austan um 7,5 m.y.s.

Þeir valkostir sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt athugunarsvæði. Nýi valkosturinn, 4b, er gula línan. Mynd: Vegagerðin

Val­kostur 1 er sam­kvæmt skipu­lags­línu sveit­ar­fé­lags­ins. Sú leið liggur með­fram Dyr­hóla­ósi sem er á nátt­úru­minja­skrá og í göngum sunn­ar­lega um Reyn­is­fjall. Austan fjalls­ins liggur leiðin með­fram sjó og sam­ein­ast núver­andi vegi í Vík.

Nýi val­kost­ur­inn fylgir að hluta öðrum val­kosti sem einnig er til skoð­un­ar. Nýja leiðin sem Vega­gerðin ætlar að taka inn í umhverf­is­matið fela í sér lag­fær­ingar á nýver­andi vegi um Gatna­brún og gerir ráð fyrir að nýr vegur verði lagður sam­hliða núver­andi vegi. Hann yrði svo lagður norðan við þétt­býlið á Vík en núver­andi vegur klýfur Vík­ur­þorp.

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.

„Það er eðli­legt í mínum huga að svona mál séu umdeild og mikið rædd, enda hags­muna­mál,“ segir Einar Freyr spurður út í þann mikla fjölda athuga­semda sem barst við drög að mats­á­ætl­un. Flestar voru þær nei­kvæðar í garð jarð­ganga og vegar í nálægð við fjör­una. „Það eru í mínum huga mörg rök sem hníga að því að veg­ur­inn verði færð­ur,“ heldur Einar Freyr áfram. „Þar má nefna aukið umferð­ar­ör­yggi í Vík þar sem núver­andi vegur klýfur þorp­ið, greið­fær­ari veg en oft þarf að loka honum vegna ill­viðris norðan Reyn­is­fjalls, mjög mikil veg­stytt­ing – að jafn­aði mun meiri en ein­föld stytt­ing þjóð­veg­ar­ins þar sem þeir ferða­menn sem heim­sækja Dyr­hólaey og Reyn­is­fjöru munu spara um 20 kíló­metra akstur hver, umhverf­is­vænni vegur vegna veg­stytt­ingar og lít­illa hækk­ana sem sparar þar af leið­andi umtals­vert elds­neyti og meng­andi útblást­ur.“

Einar Freyr segir að við­horf íbúa til áfor­manna hafi ekki verið kannað en bendir á að það hafi verið vilji sveit­ar­stjórnar frá árinu 2009 að veg­ur­inn yrði færður í sam­ræmi við aðal­skipu­lag.

„Ann­ars hlakka ég til að sjá nið­ur­stöður umhverf­is­mats þar sem öll þessi atriði verða skoðuð á fag­legan hátt og allir munu þannig geta myndað sér upp­lýsta skoðun á mál­in­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent